Fleiri fréttir Sörensen ákveðinn í að standa sig Markvörðurinn Thomas Sörensen segist enn hafa erindi í ensku úrvalsdeildina. Hann var leystur undan samningi við Aston Villa í sumar þar sem hann var ekki í áætlunum liðsins. 31.7.2008 22:45 Man City of stór biti fyrir færeyska liðið EB Streymur Manchester City vann færeyska liðið EB Streymur 2-0 í kvöld. Þetta var síðari leikur liðanna en sá fyrri endaði með sömu markatölu og City vann því samtals 4-0 sigur. 31.7.2008 21:34 Sharapova ekki með í Peking vegna meiðsla Maria Sharapova frá Rússlandi getur ekki tekið þátt í tenniskeppni Ólympíuleikanna vegna meiðsla í öxl. Sharapova er í þriðja sæti á heimslista kvenna. 31.7.2008 21:18 ÍA úr leik þrátt fyrir sigur í kvöld ÍA vann FC Honka 2-1 á Akranesvelli í kvöld en þetta var síðari viðureign liðanna í UEFA-bikarnum. FC Honka vann fyrri leikinn í Finnlandi 3-0 og kemst því áfram á samtals 4-2 sigri. 31.7.2008 20:05 FH rúllaði yfir Grevenmacher FH átti ekki í teljandi vandræðum með Grevenmacher í síðari leik liðanna í fyrstu umferð UEFA bikarsins. FH vann 5-1 í Lúxemborg í kvöld og kemst því áfram á 8-3 samanlögðum sigri. 31.7.2008 19:58 McBride kominn heim Bandaríski sóknarmaðurinn Brian McBride er kominn heim og hefur samið við Chicago Fire sem leikur í MLS-deildinni. McBride er 36 ára en hann samdi við Fire út tímabilið. 31.7.2008 19:30 Strákarnir munu leika um 5. sætið U17 landslið karla vann í dag góðan 3-0 sigur á Finnum í lokaumferð riðlakeppninnar á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð. Mörkin þrjú komu öll seint í leiknum. 31.7.2008 18:30 Eiríkur áfram með ÍR Eiríkur Önundarson er hættur við að hætta og mun leika áfram með ÍR á næstu leiktíð. Ásamt því að leika með liðinu mun hann verða aðstoðarþjálfari Jóns Arnars Ingvarssonar. 31.7.2008 18:15 Guðmundur og Birkir eiga ekki samleið Birkir Ívar Guðmundsson, handboltamarkvörður úr Haukum, á greinilega ekki samleið með Guðmundi Guðmundssyni, landsliðsþjálfara. 31.7.2008 17:15 Vona að hann ráðist ekki á áhorfanda Kínverski miðherjinn Yao Ming hefur komið af stað nokkrum titringi í herbúðum Houston Rockets í NBA deildinni vegna ummæla sem hann lét hafa eftir sér um nýjasta liðsfélaga sinn Ron Artest í samtali við Houston Chronicle í gær. 31.7.2008 16:55 Leikdagar klárir í Iceland Express deildinni Nú er búið að raða niður leikjaplaninu í Iceland Express deild karla fyrir næsta vetur, en deildin hefst með leik FSu og Njarðvíkur í Iðunni á Selfossi þann 16. október. 31.7.2008 16:13 Wenger: Nokkur lið sem við viljum sleppa við Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að nokkrir af mögulegum mótherjum Arsenal í forkeppni Meistaradeildarinnar séu lið sem hann væri alveg til í að sleppa við að mæta. 31.7.2008 15:46 Bandaríkjamenn völtuðu yfir Tyrki LeBron James skoraði 20 stig og hitti úr 8 af 9 skotum sínum í dag þegar bandaríska landsliðið í körfubolta rótburstaði Tyrki 114-82 í öðrum æfingaleik sínum fyrir Ólympíuleikana í Kína. 31.7.2008 15:08 Knattspyrnusambandið kærir Barton Raunasaga miðjumannsins Joey Barton er enn ekki öll, því nú hefur enska knattspyrnusambandið kært hann vegna árásarinnar á fyrrum liðsfélaga sinn Ousmane Dabo þegar hann var hjá Manchester City. 31.7.2008 14:49 Guðni Rúnar samdi við Stjörnuna Guðni Rúnar Helgason hefur gengið til liðs við Stjörnuna í Garðabæ, en hann fékk sig lausan frá samningi við Fylki í Landsbankadeildinni á dögunum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Stöðvar 2. Guðni er 32 ára gamall og hafði verið hjá Fylki síðan árið 2004. 31.7.2008 13:31 Tottenham í viðræðum við tvo rússa Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er í viðræðum við tvo rússneska landsliðsmenn ef marka má breska fréttamiðla í dag. Þetta eru þeir Andrei Arshavin og Roman Pavlyuchenko. 31.7.2008 13:02 Arteta útilokar að fara til Spánar Spænski miðjumaðurinn Mikel Arteta hjá Everton segist vera fullkomlega ánægður í herbúðum Everton og segist alls ekki hafa í huga að snúa til heimalandsins á næstunni. Hann hefur verið orðaður við félög á borð við Atletico Madrid í heimalandinu. 31.7.2008 12:45 Þýskir miðlar lítt hrifnir af kaupum Arsenal Arsenal gekk í gær frá kaupum á miðjumanninum unga Amaury Bischoff frá Werder Bremen í Þýskalandi. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er þekktur fyrir að gera góð kaup í ungum leikmönnum, en ef marka má þýska miðla hefur honum mistekist í þetta sinn. 31.7.2008 12:07 Barry ævintýrinu ekki lokið? Breska blaðið Daily Mail fullyrðir í morgun að sápuóperunni í kring um miðjumanninn Gareth Barry sé hreint ekki lokið. Blaðið segir að Liverpool hafi náð að keyra 17,5 milljóna punda tilboð í gegn og að hann muni skrifa undir hjá Liverpool í dag. 31.7.2008 12:01 Ronaldo á leið til Madrid í næstu viku? Spænska blaðið AS hefur eftir Cristiano Ronaldo í dag að hann ætli sér að krefjast þess að fá að fara til Real Madrid þegar hann kemur til fundar við forráðamenn Manchester United eftir sumarfrí. 31.7.2008 11:11 Luol Deng samdi við Chicago Bulls Framherjinn Luol Deng hjá Chicago Bulls hefur náð samkomulagi við félagið um að framlengja samning sinn um sex ár. Talið er að hann fái á bilinu 70-80 milljónir dollara í laun á samningstímanum. 31.7.2008 11:04 Ronaldo púlar í sex tíma á dag Enskir fjölmiðlar hafa gert sér nokkurn mat úr því undanfarið að Cristiano Ronaldo hafi gert meira af því að liggja í sólbaði og skoða stelpur þar sem hann var í fríi og endurhæfingu í Los Angeles í Bandaríkjunum. 31.7.2008 10:44 Arsenal græðir vel á Bentley Stuðningsmenn Tottenham munu væntanlega fagna kaupum félagsins á David Bentley með nokkrum semingi, því erkifjendurnir í Arsenal munu fá væna summu af kaupverðinu beint í vasann frá Blackburn. 31.7.2008 10:39 Kovalainen verður áfram hjá McLaren Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hefur náð samkomulagi við lið McLaren um að aka með liðinu á næsta tímabili. Finninn gekk í raðir liðsins fyrir keppnistímabilið og er sem stendur í sjötta sæti í keppni ökuþóra. 31.7.2008 10:28 Hamilton ætlar að bjóða upp á fasta liði um helgina Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren ætlar ekki að breyta keppnisáætlun sinni nú þegar hann hefur náð fjögurra stiga forskoti í keppni ökuþóra þegar átta keppnir eru eftir af heimsmeistaramótinu. 31.7.2008 10:14 Dawson og Jenas framlengja við Tottenham Varnarmaðurinn Michael Dawson og miðjumaðurinn Jermaine Jenas hafa báðir skrifað undir eins árs framlengingu á samningum sínum við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. 31.7.2008 10:09 Keane náði ekki að skora í fyrsta leik sínum Nýliðarnir Robbie Keane og David Ngog voru saman í framlínu Liverpool í gærkvöld þegar liðið gerði 0-0 jafntefli við Villarreal í æfingaleik á Spáni. 31.7.2008 09:42 Curbishley er ekki hræddur um að missa vinnuna Alan Curbishley, stjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, segist sofa rólegur þó hann sé að mati enskra veðbanka talinn líklegastur til að verða fyrsti stjórinn sem látinn verður taka pokann sinn í deildinni á komandi tímabili. 31.7.2008 09:34 Bentley gerði sex ára samning við Tottenham Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur gengið frá kaupum á vængmanninum David Bentley frá Blackburn fyrir 15 milljónir punda. Kaupverðið gæti farið upp í 17 milljónir punda þegar allt er talið, en hann hefur undirritað sex ára samning. 31.7.2008 09:28 Margrét Lára skoraði fimm gegn Fjölni Einn leikur var í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði öll fimm mörkin þegar Íslandsmeistarar Vals unnu Fjölni 5-0. 30.7.2008 21:32 Corradi aftur til Ítalíu Sóknarmaðurinn Bernando Corradi er genginn til liðs við ítalska liðið Reggina frá Manchester City. Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er í herbúðum Reggina. 30.7.2008 20:15 Schuster fær lítið að vita Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, er ekki sáttur við upplýsingaflæðið til hans varðandi leikmannakaup. Hann sagði á blaðamannafundi í dag að svo virtist vera að hann fengi að vita allt síðastur. 30.7.2008 18:45 Barry fer ekki til Liverpool Aston Villa hefur tilkynnt að Gareth Barry verði áfram hjá félaginu og muni ekki ganga til liðs við Liverpool. Villa segir að Liverpool hafi ekki náð að klára kaupin fyrir ákveðinn frest sem það hafi fengið. 30.7.2008 17:18 Hörður á leið í Breiðablik Hörður Sigurjón Bjarnason er á leið í Breiðablik en þetta kemur fram á vefsíðunni Fótbolti.net. Hörður er uppalinn hjá Blikum en hann gekk í raðir Víkings R. árið 2005. 30.7.2008 17:06 Magnús Gylfason í launadeilu við KR Knattspyrnuþjálfarinn Magnús Gylfason stendur í launadeilu við KR. Magnús, sem er álitsgjafi Stöðvar 2 Sport í Landsbankadeildinni, var leystur undan störfum hjá KR um mitt ár 2005 og telur að KR hafi ekki staðið við gefin loforð varðandi starfslok. 30.7.2008 16:47 Chelsea er betra en United og Arsenal Avram Grant, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, telur að liðið verði sterkara en Manchester United og Arsenal á komandi leiktíð og spáir því sigri í ensku úrvalsdeildinni. 30.7.2008 16:30 Þeir sem gagnrýna mig eru fastir í trúboðanum Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, var opinskár í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport í dag. 30.7.2008 16:27 Kaboul neitaði Sunderland Franski varnarmaðurinn Younes Kaboul hjá Tottenham verður ekki fjórði leikmaðurinn frá félaginu sem gengur í raðir Sunderland í sumar, en hann neitaði samningstilboði félagsins. Talið er víst að hann gangi þess í stað í raðir Portsmouth, sem einnig mun hafa áhuga á honum. 30.7.2008 16:21 Arsenal kaupir ungan miðjumann Arsenal gekk í dag frá kaupum á 21 árs gömlum miðjumanni frá Werder Bremen í Þýskalandi. Sá heitir Amaury Bischoff og er fæddur í Frakklandi en á að baki leiki fyrir U-21 árs lið Portúgala. 30.7.2008 16:16 Ben Haim til City Ísraelski landsliðsmaðurinn Tel Ben Haim gekk í dag í raðir Manchester City frá Chelsea. Ben Haim hefur skrifað undir fjögurra ára samning við City en kaupverðið var ekki gefið upp. 30.7.2008 15:33 Ingimundur Óskarsson til Fylkis Fylkir fékk í dag til liðs við sig hinn 22 ára gamla Ingimund Óskarsson sem leikið hefur með KR. Ingimundur á að baki leiki með 2. flokki Fylkis, en hann lék með Fjölni árin 2005-06. 30.7.2008 14:58 Veldu mark 13. umferðar Eins og ávallt stendur nú yfir könnun á Vísi þar sem kosið er á milli fimm marka um besta mark nýliðannar umferðar í Landsbankadeild karla. 30.7.2008 14:47 Stoor keyptur til Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur gengið frá kaupum á sænska landsliðsmanninum Fredrik Stoor frá Rosenborg í Noregi. Stoor er 24 ára gamall varnarmaður og kom við sögu í öllum leikjum Svía á EM. 30.7.2008 13:24 Malbranque í læknisskoðun hjá Sunderland Franski miðjumaðurinn Steed Malbranque er nú að gangast undir læknisskoðun hjá Sunderland og gæti því fljótlega orðið þriðji Tottenham leikmaðurinn til að ganga í raðir Sunderland. Þá hefur David Bentley hjá Blackburn staðist læknisskoðun hjá Tottenham og verður væntanlega keyptur til Lundúna fyrir helgi. 30.7.2008 13:18 Messi fer á Ólympíuleikana Alþjóða Knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að allir leikmenn undir 23 ára aldri skuli fara með landsliðum sínum á Ólympíuleika. 30.7.2008 13:03 Sjá næstu 50 fréttir
Sörensen ákveðinn í að standa sig Markvörðurinn Thomas Sörensen segist enn hafa erindi í ensku úrvalsdeildina. Hann var leystur undan samningi við Aston Villa í sumar þar sem hann var ekki í áætlunum liðsins. 31.7.2008 22:45
Man City of stór biti fyrir færeyska liðið EB Streymur Manchester City vann færeyska liðið EB Streymur 2-0 í kvöld. Þetta var síðari leikur liðanna en sá fyrri endaði með sömu markatölu og City vann því samtals 4-0 sigur. 31.7.2008 21:34
Sharapova ekki með í Peking vegna meiðsla Maria Sharapova frá Rússlandi getur ekki tekið þátt í tenniskeppni Ólympíuleikanna vegna meiðsla í öxl. Sharapova er í þriðja sæti á heimslista kvenna. 31.7.2008 21:18
ÍA úr leik þrátt fyrir sigur í kvöld ÍA vann FC Honka 2-1 á Akranesvelli í kvöld en þetta var síðari viðureign liðanna í UEFA-bikarnum. FC Honka vann fyrri leikinn í Finnlandi 3-0 og kemst því áfram á samtals 4-2 sigri. 31.7.2008 20:05
FH rúllaði yfir Grevenmacher FH átti ekki í teljandi vandræðum með Grevenmacher í síðari leik liðanna í fyrstu umferð UEFA bikarsins. FH vann 5-1 í Lúxemborg í kvöld og kemst því áfram á 8-3 samanlögðum sigri. 31.7.2008 19:58
McBride kominn heim Bandaríski sóknarmaðurinn Brian McBride er kominn heim og hefur samið við Chicago Fire sem leikur í MLS-deildinni. McBride er 36 ára en hann samdi við Fire út tímabilið. 31.7.2008 19:30
Strákarnir munu leika um 5. sætið U17 landslið karla vann í dag góðan 3-0 sigur á Finnum í lokaumferð riðlakeppninnar á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð. Mörkin þrjú komu öll seint í leiknum. 31.7.2008 18:30
Eiríkur áfram með ÍR Eiríkur Önundarson er hættur við að hætta og mun leika áfram með ÍR á næstu leiktíð. Ásamt því að leika með liðinu mun hann verða aðstoðarþjálfari Jóns Arnars Ingvarssonar. 31.7.2008 18:15
Guðmundur og Birkir eiga ekki samleið Birkir Ívar Guðmundsson, handboltamarkvörður úr Haukum, á greinilega ekki samleið með Guðmundi Guðmundssyni, landsliðsþjálfara. 31.7.2008 17:15
Vona að hann ráðist ekki á áhorfanda Kínverski miðherjinn Yao Ming hefur komið af stað nokkrum titringi í herbúðum Houston Rockets í NBA deildinni vegna ummæla sem hann lét hafa eftir sér um nýjasta liðsfélaga sinn Ron Artest í samtali við Houston Chronicle í gær. 31.7.2008 16:55
Leikdagar klárir í Iceland Express deildinni Nú er búið að raða niður leikjaplaninu í Iceland Express deild karla fyrir næsta vetur, en deildin hefst með leik FSu og Njarðvíkur í Iðunni á Selfossi þann 16. október. 31.7.2008 16:13
Wenger: Nokkur lið sem við viljum sleppa við Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að nokkrir af mögulegum mótherjum Arsenal í forkeppni Meistaradeildarinnar séu lið sem hann væri alveg til í að sleppa við að mæta. 31.7.2008 15:46
Bandaríkjamenn völtuðu yfir Tyrki LeBron James skoraði 20 stig og hitti úr 8 af 9 skotum sínum í dag þegar bandaríska landsliðið í körfubolta rótburstaði Tyrki 114-82 í öðrum æfingaleik sínum fyrir Ólympíuleikana í Kína. 31.7.2008 15:08
Knattspyrnusambandið kærir Barton Raunasaga miðjumannsins Joey Barton er enn ekki öll, því nú hefur enska knattspyrnusambandið kært hann vegna árásarinnar á fyrrum liðsfélaga sinn Ousmane Dabo þegar hann var hjá Manchester City. 31.7.2008 14:49
Guðni Rúnar samdi við Stjörnuna Guðni Rúnar Helgason hefur gengið til liðs við Stjörnuna í Garðabæ, en hann fékk sig lausan frá samningi við Fylki í Landsbankadeildinni á dögunum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Stöðvar 2. Guðni er 32 ára gamall og hafði verið hjá Fylki síðan árið 2004. 31.7.2008 13:31
Tottenham í viðræðum við tvo rússa Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er í viðræðum við tvo rússneska landsliðsmenn ef marka má breska fréttamiðla í dag. Þetta eru þeir Andrei Arshavin og Roman Pavlyuchenko. 31.7.2008 13:02
Arteta útilokar að fara til Spánar Spænski miðjumaðurinn Mikel Arteta hjá Everton segist vera fullkomlega ánægður í herbúðum Everton og segist alls ekki hafa í huga að snúa til heimalandsins á næstunni. Hann hefur verið orðaður við félög á borð við Atletico Madrid í heimalandinu. 31.7.2008 12:45
Þýskir miðlar lítt hrifnir af kaupum Arsenal Arsenal gekk í gær frá kaupum á miðjumanninum unga Amaury Bischoff frá Werder Bremen í Þýskalandi. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er þekktur fyrir að gera góð kaup í ungum leikmönnum, en ef marka má þýska miðla hefur honum mistekist í þetta sinn. 31.7.2008 12:07
Barry ævintýrinu ekki lokið? Breska blaðið Daily Mail fullyrðir í morgun að sápuóperunni í kring um miðjumanninn Gareth Barry sé hreint ekki lokið. Blaðið segir að Liverpool hafi náð að keyra 17,5 milljóna punda tilboð í gegn og að hann muni skrifa undir hjá Liverpool í dag. 31.7.2008 12:01
Ronaldo á leið til Madrid í næstu viku? Spænska blaðið AS hefur eftir Cristiano Ronaldo í dag að hann ætli sér að krefjast þess að fá að fara til Real Madrid þegar hann kemur til fundar við forráðamenn Manchester United eftir sumarfrí. 31.7.2008 11:11
Luol Deng samdi við Chicago Bulls Framherjinn Luol Deng hjá Chicago Bulls hefur náð samkomulagi við félagið um að framlengja samning sinn um sex ár. Talið er að hann fái á bilinu 70-80 milljónir dollara í laun á samningstímanum. 31.7.2008 11:04
Ronaldo púlar í sex tíma á dag Enskir fjölmiðlar hafa gert sér nokkurn mat úr því undanfarið að Cristiano Ronaldo hafi gert meira af því að liggja í sólbaði og skoða stelpur þar sem hann var í fríi og endurhæfingu í Los Angeles í Bandaríkjunum. 31.7.2008 10:44
Arsenal græðir vel á Bentley Stuðningsmenn Tottenham munu væntanlega fagna kaupum félagsins á David Bentley með nokkrum semingi, því erkifjendurnir í Arsenal munu fá væna summu af kaupverðinu beint í vasann frá Blackburn. 31.7.2008 10:39
Kovalainen verður áfram hjá McLaren Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hefur náð samkomulagi við lið McLaren um að aka með liðinu á næsta tímabili. Finninn gekk í raðir liðsins fyrir keppnistímabilið og er sem stendur í sjötta sæti í keppni ökuþóra. 31.7.2008 10:28
Hamilton ætlar að bjóða upp á fasta liði um helgina Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren ætlar ekki að breyta keppnisáætlun sinni nú þegar hann hefur náð fjögurra stiga forskoti í keppni ökuþóra þegar átta keppnir eru eftir af heimsmeistaramótinu. 31.7.2008 10:14
Dawson og Jenas framlengja við Tottenham Varnarmaðurinn Michael Dawson og miðjumaðurinn Jermaine Jenas hafa báðir skrifað undir eins árs framlengingu á samningum sínum við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. 31.7.2008 10:09
Keane náði ekki að skora í fyrsta leik sínum Nýliðarnir Robbie Keane og David Ngog voru saman í framlínu Liverpool í gærkvöld þegar liðið gerði 0-0 jafntefli við Villarreal í æfingaleik á Spáni. 31.7.2008 09:42
Curbishley er ekki hræddur um að missa vinnuna Alan Curbishley, stjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, segist sofa rólegur þó hann sé að mati enskra veðbanka talinn líklegastur til að verða fyrsti stjórinn sem látinn verður taka pokann sinn í deildinni á komandi tímabili. 31.7.2008 09:34
Bentley gerði sex ára samning við Tottenham Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur gengið frá kaupum á vængmanninum David Bentley frá Blackburn fyrir 15 milljónir punda. Kaupverðið gæti farið upp í 17 milljónir punda þegar allt er talið, en hann hefur undirritað sex ára samning. 31.7.2008 09:28
Margrét Lára skoraði fimm gegn Fjölni Einn leikur var í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði öll fimm mörkin þegar Íslandsmeistarar Vals unnu Fjölni 5-0. 30.7.2008 21:32
Corradi aftur til Ítalíu Sóknarmaðurinn Bernando Corradi er genginn til liðs við ítalska liðið Reggina frá Manchester City. Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er í herbúðum Reggina. 30.7.2008 20:15
Schuster fær lítið að vita Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, er ekki sáttur við upplýsingaflæðið til hans varðandi leikmannakaup. Hann sagði á blaðamannafundi í dag að svo virtist vera að hann fengi að vita allt síðastur. 30.7.2008 18:45
Barry fer ekki til Liverpool Aston Villa hefur tilkynnt að Gareth Barry verði áfram hjá félaginu og muni ekki ganga til liðs við Liverpool. Villa segir að Liverpool hafi ekki náð að klára kaupin fyrir ákveðinn frest sem það hafi fengið. 30.7.2008 17:18
Hörður á leið í Breiðablik Hörður Sigurjón Bjarnason er á leið í Breiðablik en þetta kemur fram á vefsíðunni Fótbolti.net. Hörður er uppalinn hjá Blikum en hann gekk í raðir Víkings R. árið 2005. 30.7.2008 17:06
Magnús Gylfason í launadeilu við KR Knattspyrnuþjálfarinn Magnús Gylfason stendur í launadeilu við KR. Magnús, sem er álitsgjafi Stöðvar 2 Sport í Landsbankadeildinni, var leystur undan störfum hjá KR um mitt ár 2005 og telur að KR hafi ekki staðið við gefin loforð varðandi starfslok. 30.7.2008 16:47
Chelsea er betra en United og Arsenal Avram Grant, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, telur að liðið verði sterkara en Manchester United og Arsenal á komandi leiktíð og spáir því sigri í ensku úrvalsdeildinni. 30.7.2008 16:30
Þeir sem gagnrýna mig eru fastir í trúboðanum Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, var opinskár í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport í dag. 30.7.2008 16:27
Kaboul neitaði Sunderland Franski varnarmaðurinn Younes Kaboul hjá Tottenham verður ekki fjórði leikmaðurinn frá félaginu sem gengur í raðir Sunderland í sumar, en hann neitaði samningstilboði félagsins. Talið er víst að hann gangi þess í stað í raðir Portsmouth, sem einnig mun hafa áhuga á honum. 30.7.2008 16:21
Arsenal kaupir ungan miðjumann Arsenal gekk í dag frá kaupum á 21 árs gömlum miðjumanni frá Werder Bremen í Þýskalandi. Sá heitir Amaury Bischoff og er fæddur í Frakklandi en á að baki leiki fyrir U-21 árs lið Portúgala. 30.7.2008 16:16
Ben Haim til City Ísraelski landsliðsmaðurinn Tel Ben Haim gekk í dag í raðir Manchester City frá Chelsea. Ben Haim hefur skrifað undir fjögurra ára samning við City en kaupverðið var ekki gefið upp. 30.7.2008 15:33
Ingimundur Óskarsson til Fylkis Fylkir fékk í dag til liðs við sig hinn 22 ára gamla Ingimund Óskarsson sem leikið hefur með KR. Ingimundur á að baki leiki með 2. flokki Fylkis, en hann lék með Fjölni árin 2005-06. 30.7.2008 14:58
Veldu mark 13. umferðar Eins og ávallt stendur nú yfir könnun á Vísi þar sem kosið er á milli fimm marka um besta mark nýliðannar umferðar í Landsbankadeild karla. 30.7.2008 14:47
Stoor keyptur til Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur gengið frá kaupum á sænska landsliðsmanninum Fredrik Stoor frá Rosenborg í Noregi. Stoor er 24 ára gamall varnarmaður og kom við sögu í öllum leikjum Svía á EM. 30.7.2008 13:24
Malbranque í læknisskoðun hjá Sunderland Franski miðjumaðurinn Steed Malbranque er nú að gangast undir læknisskoðun hjá Sunderland og gæti því fljótlega orðið þriðji Tottenham leikmaðurinn til að ganga í raðir Sunderland. Þá hefur David Bentley hjá Blackburn staðist læknisskoðun hjá Tottenham og verður væntanlega keyptur til Lundúna fyrir helgi. 30.7.2008 13:18
Messi fer á Ólympíuleikana Alþjóða Knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að allir leikmenn undir 23 ára aldri skuli fara með landsliðum sínum á Ólympíuleika. 30.7.2008 13:03