Fleiri fréttir

Eiður fékk mest að spila í Skotlandi

Barcelona lék tvo æfingaleiki í Skotlandi en athyglisvert er að Eiður Smári Guðjohnsen fékk mestan spilatíma af leikmönnum liðsins. Eiður lék í 140 mínútur en Alexander Hleb, nýjasti liðsmaður Börsunga, lék alls 21 mínútu.

Sonur Steve Harris til reynslu hjá Fredrikstad

Sonur bassaleikarans Steve Harris úr þungarokkssveitinni Iron Maiden er nú til reynslu hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Fredrikstad, en með liðinu leikur Garðar Jóhannsson.

Bolton kaupir hollenskan miðjumann

Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton gekk í dag frá kaupum á hollenska miðjumanninum Mustapha Riga frá Levante á Spáni. Mustapha er fæddur í Gana og hefur samþykkt þriggja ára samningstilboð félagsins, en hann á reyndar eftir að fá alþjóðlega leikheimild.

Keane færist nær Liverpool

Írski landsliðsmaðurinn Robbie Keane hjá Tottenham er við það að ganga í raðir Liverpool ef marka má enska fjölmiðla í dag. Sagt er að þeir rauðu séu tilbúnir að greiða allt að 20 milljónir punda fyrir framherjann sem hefur farið fram á sölu frá Lundúnafélaginu.

Muntari til Inter

Miðjumaðurinn Sulley Muntari hjá Portsmouth gekk í dag í raðir Inter Milan á Ítalíu og hefur undirritað fjögurra ára samning við ítölsku meistarana. Talið er að félagaskipti þessi bindi enda á áhuga Inter á Frank Lampard hjá Chelsea.

Yfirlýsing frá Valsmönnum

Knattspyrnudeild Vals gaf í dag frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Bjarna Guðjónssonar á Vísi í gærkvöld eftir að hann gekk í raðir KR.

Helgi jafnaði met Tómasar Inga

Valsmaðurinn Helgi Sigurðsson varð annar leikmaðurinn til að setja þrennu fyrir þrjú lið í efstu deild í knattspyrnu þegar hann skoraði þrjú mörk fyrir Val í Grindavík í gær.

10 bestu refirnir í ensku úrvalsdeildinni

Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu "gömlu refina" sem spilað hafa í ensku úrvalsdeildinni í tilefni af því að hinn síungi Dean Windass tryggði Hull City sæti í úrvalsdeildinni síðasta vor.

Ekkert múður hjá Scolari

John Terry, fyrirliði Chelsea, segir engan vafa leika á því að Luiz Felipe Scolari sé maðurinn til að stýra liðinu og segist ekki vilja lenda í skammarkróknum hjá Brasilíumanninum.

Barton laus úr grjótinu

Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle losnaði úr fangelsi í dag eftir að hafa dúsað þar í 74 daga af sex mánaða dómi sínum sem hann fékk fyrir að ráðast á ungling í miðborg Liverpool í desember í fyrra.

Andy Johnson í læknisskoðun hjá Fulham

Framherjinn Andy Johnson er nú í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham samkvæmt Sky Sports. Everton hefur fram til þessa ekki kært sig um að selja leikmanninn en talið er að Lundúnafélagið sé tilbúið að borga á bilinu 10-12 milljónir punda fyrir hann.

Áhugi Valsmanna var kveikjan að brottför Bjarna

Bjarni Guðjónsson sagði ástæðu þess að hann skipti yfir í KR frá ÍA í gær hafa verið þá að "ákveðin atburðarás hafi farið af stað án hans vilja." Gísli Gíslason, formaður meistaraflokksráðs ÍA hefur aðra sögu að segja.

Þórður aðstoðar Arnar og Bjarka

Þórður Þórðarson, sem verið hefur yfirþjálfari yngri flokka ÍA, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari þeirra Arnars og Bjarka Gunnlaugssona hjá meistaraflokki félagsins.

Guðjón: Menn eru „signaðir“, seldir eða reknir

Bjarni Guðjónsson skrifaði í gærkvöld undir fjögurra og hálfs árs samning við KR og fer því frá uppeldisfélagi sínu fljótlega á eftir föður sínum Guðjóni sem rekinn var á dögunum.

HK fær tvo varnarmenn

Knattspyrnudeild HK hefur fengið tvo nýja varnarmenn til félagsins fyrir lokasprettinn í Landsbankadeildinni. Þetta eru Slóveninn Erdzan Beciri og Kósóvómaðurinn Benis Krasniqi, en þeir eru báðir varnarmenn.

Scolari vill vinna alla bikara

Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, segir liðið ætla að stefna á að vinna allar fjórar keppnirnar sem það tekur þátt í á næstu leiktíð því það hafi fulla burði til þess.

Bjarni Guðjónsson: Samningur við KR til 2012

Skagamaðurinn Bjarni Guðjónsson skrifaði í kvöld undir fjögurra og hálfs árs samning við KR. Forráðamenn KR staðfestu þetta við Vísi og jafnframt að náðst hefði samkomulag við ÍA um kaupverð. Bjarni sagði við Vísi í kvöld að KR hefði alltaf verið fyrsti kostur.

Diouf í læknisskoðun hjá Sunderland

Sky fréttastofan greinir frá því að Senegalinn El-Hadji Diouf sé nú í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Sunderland. Diouf hefur verið hjá Bolton síðan árið 2005, en hefur verið orðaður við félagaskipti í allt sumar. Talið er að hann sé falur fyrir um 2,5 milljónir punda.

Kristján vann eftir bráðabana

Kristján Þór Einarsson úr Kili í Mosfellsbæ varð Íslandsmeistari karla í holukeppni í Vestmannaeyjum eftir bráðabana og umspil. Hann vann Heiðar Davíð Bragason úr GR eftir þriggja holu umspil og bráðabana.

Djurgården heldur áfram að tapa

Djurgården tapaði enn einu sinni í dag, að þessu sinni fyrir Helsingborg 2-1. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í apríl en þjálfari þess er Sigurður Jónsson.

Helena Íslandsmeistari eftir bráðabana

Helena Árnadóttir úr GR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn eftir æsispennandi umspil og bráðabana á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum í dag.

Breiðablik vann KR

Valur færðist nær Íslandsmeistaratitlinum í dag þegar Breiðablik náði að leggja KR í Landsbankadeild kvenna 3-1.

Öruggur sigur hjá FH

FH er Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum en liðið vann öruggan sigur í stigakeppni Meistaramótsins. ÍR hafnaði í öðru sæti en Breiðholtsliðið vann í stigakeppni kvenna.

Aftur tap hjá Gunnari Heiðari

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í Esbjerg hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni. Liðið beið lægri hlut fyrir Velje í dag 0-1.

Fimmtán mörk í tveimur leikjum

Tveir leikir voru í Landsbankadeild karla í kvöld og var mikið skorað. Skagamenn töpuðu fyrir FH í fyrsta leik sínum undir stjórn Arnars og Bjarka Gunnlaugssonar.

Silja vann öll sín hlaup

Silja Úlfarsdóttir úr FH vann sigur í öllum sínum hlaupum á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Hún vann í dag í 200 metra hlaupi þegar hún hljóp á 24,75 sekúndnum.

Sastre sigurvegari Frakklandshjólreiðanna

Carlos Sastre tryggði sér í dag sigur í Frakklandshjólreiðunum en þá var lokaáfanginn hjólaður. Hann er þriðji Spánverjinn á þremur árum sem vinnur þessa erfiðu keppni.

Fjarðabyggð vann Hauka

Einn leikur var í 1. deild karla í dag. Fjarðabyggð gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann 4-2 útisigur á Haukum.

Mourinho: Ég er hér til að læra

„Það eru margir frábærir þjálfarar á Ítalíu og ég er hér til að læra, ekki láta sem einhver prófessor," sagði Jose Mourinho í ítarlegu viðtali sem birtist í ítölsku dagblaði á morgun.

Döpur frammistaða gegn Egyptum

Íslenska liðið lauk keppni á æfingamótinu í Strasbourg í Frakklandi í dag. Liðið tapaði 30-33 fyrir Egyptalandi og fékk því ekki stig á mótinu.

Margarito tók beltið

Mexíkóinn Antonio Margarito varð í gær heimsmeistari í veltivigt í hnefaleikum. Margarito vann heimsmeistarann Miguel Cotto frá Púerto Rico í bardaga í Las Vegas.

Diouf á leið til Sunderland

El-Hadji Diouf er á leið frá Bolton til Sunderland fyrir 2,5 milljónir punda. Þessi 27 ára senegalski landsliðsmaður vildi fara frá Bolton þar sem hann hefur verið síðustu fjögur tímabil.

Barton fær annað tækifæri

Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að miðjumaðurinn Joey Barton eigi enn framtíð hjá félaginu. Barton mun losna úr fangelsi í næstu viku eftir hálfs árs vist fyrir líkamsárás.

Cristiano Ronaldo er enginn fyllibytta

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir það vera tóma þvælu að gulldrengur félagsins, Cristiano Ronaldo, hafi verið á stanslausu djammi í endurhæfingunni. Ronaldo fór í uppskurð ekki alls fyrir löngu en myndir af honum á hækjum á hinum ýmsu skemmtistöðum hafa birst í blöðunum undanfarið.

Bouma meiddist illa

Hollenski varnarmaðurinn Wilfred Bouma hjá Aston Villa verður líklega lengi frá vegna meiðsla sem hann hlaut í dag. Hann hlaut alvarleg meiðsli á hné í leik Villa gegn Odense í Intertoto-keppninni.

Olofinjana til Stoke

Stoke City hefur staðfest að félagið sé búið að ganga frá kaupum á nígeríska landsliðsmanninum Seyi Olofinjana frá Wolves. Kaupverðið er í kringum þrjár milljónir punda.

Oleguer til liðs við Ajax

Ajax hefur fengið spænska varnarmanninn Oleguer frá Barcelona. Samningur Oleguer er til ársins 2011. Þessi 28 ára leikmaður átti ekki fast sæti hjá Börsungum á síðasta tímabili.

Fredrikstad í efsta sætið

Fredrikstad vann Brann 1-0 í norska boltanum í kvöld. Með sigrinum komst Fredrikstad í efsta sæti deildarinnar, hefur eins stigs forskot á Stabæk sem á leik til góða.

FH efst eftir fyrri dag

FH er efst heildarkeppninni eftir fyrri keppnisdaginn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Hafnfirðingar hafa forystu bæði í karla og kvennaflokki og hefur því örugga forystu á ÍR sem er í öðru sætinu.

Heiðar með aðra höndina á bikarnum

Heiðar Davíð Bragason úr GR er með fimm högga forskot fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik. Hann lék á 2 undir pari í dag og er samtals á 6 höggum undir pari.

Eiður lék fyrri hálfleikinn með Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen lék fyrri hálfleikinn með Barcelona sem vann Dundee United 5-1 í æfingaleik í Skotlandi. Dundee komst yfir í leiknum en Börsungar tóku þá völdin.

Nína Björk með eins höggs forystu

Nína Björk Geirsdóttir úr GKj hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik sem stendur yfir í Vestmannaeyjum. Helena Árnadóttir úr GR er í öðru sætinu.

Friedel kominn í Aston Villa

Bandaríski markvörðurinn Brad Friedel er genginn til Aston Villa frá Blackburn. Kaupverðið er talið vera 2 milljónir punda en Friedel er 37 ára gamall.

Ísland tapaði fyrir Frakklandi

Íslenska landsliðið lék í dag annan leik sinn á æfingamóti í Frakklandi. Leikið var gegn heimamönnum sem unnu 31-28 sigur. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk.

Sveinn Elías sigursæll

Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni vann gullverðlaun í 100 og 400 metra hlaupi á Mestaramóti Íslands í dag. Keppnin fer fram á Laugardalsvelli.

Sjá næstu 50 fréttir