Útlitið dökkt hjá Golden State 11. apríl 2008 09:24 Stephen Jackson og Baron Davis virðast vera á leið í sumarfrí NordcPhotos/GettyImages Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Staða Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni versnaði til muna þegar liðið tapaði 114-105 fyrir Denver á heimavelli. Liðin tvö voru í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni en nú er svo komið að Denver hefur sætið alveg í hendi sér. Allen Iverson skoraði 33 stig fyrir Denver í leiknum í nótt og gaf 9 stoðsendingar, Carmelo Anthony skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst og JR Smith skoraði 24 stig. Monta Ellis skoraði 29 stig, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum fyrir Golden State og Baron Davis var með þrefalda tvennu, 20 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Al Harrington skoraði 20 stig og Stephen Jackson 18. Denver tryggir sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum en Golden State þarf líklega að vinna þrjá síðustu leiki sína og vona að Denver tapi öllum sínum leikjum. Golden State stefnir á að verða besta liðið til að komast ekki í úrslitakeppnina í sögu NBA, en það hefur þegar unnið 47 leiki. Dallas í úrslitakeppnina Dallas tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni með góðum heimasigri á Utah 97-94. Þetta var 50. sigur Dallas í vetur og er þetta áttunda tímabilið í röð sem Dallas vinnur 50 leiki eða meira í deildarkeppninni. Dirk Nowitzki átti frábæran leik fyrir Dallas og tryggði liðinu sigur með þriggja stiga körfu þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Skömmu áður hafði Deron Williams jafnað leikinn með ævintýralegri þriggja stiga körfu. Nowitzki skoraði 32 stig í leiknum og Jason Terry skoraði 21 stig, en Mehmet Okur skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah og Deron Williams var með 18 stig og 12 stoðsendingar. Auðvelt hjá Lakers Loks vann Los Angeles Lakers auðveldan sigur á grönnum sínum í LA Clippers 106-78. Luke Walton var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 18 stig, Kobe Bryant skoraði 16 stig og Lamar Odom skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Elton Brand skoraði 23 stig fyrir Clippers og Al Thornton skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Staða Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni versnaði til muna þegar liðið tapaði 114-105 fyrir Denver á heimavelli. Liðin tvö voru í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni en nú er svo komið að Denver hefur sætið alveg í hendi sér. Allen Iverson skoraði 33 stig fyrir Denver í leiknum í nótt og gaf 9 stoðsendingar, Carmelo Anthony skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst og JR Smith skoraði 24 stig. Monta Ellis skoraði 29 stig, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum fyrir Golden State og Baron Davis var með þrefalda tvennu, 20 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Al Harrington skoraði 20 stig og Stephen Jackson 18. Denver tryggir sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum en Golden State þarf líklega að vinna þrjá síðustu leiki sína og vona að Denver tapi öllum sínum leikjum. Golden State stefnir á að verða besta liðið til að komast ekki í úrslitakeppnina í sögu NBA, en það hefur þegar unnið 47 leiki. Dallas í úrslitakeppnina Dallas tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni með góðum heimasigri á Utah 97-94. Þetta var 50. sigur Dallas í vetur og er þetta áttunda tímabilið í röð sem Dallas vinnur 50 leiki eða meira í deildarkeppninni. Dirk Nowitzki átti frábæran leik fyrir Dallas og tryggði liðinu sigur með þriggja stiga körfu þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Skömmu áður hafði Deron Williams jafnað leikinn með ævintýralegri þriggja stiga körfu. Nowitzki skoraði 32 stig í leiknum og Jason Terry skoraði 21 stig, en Mehmet Okur skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah og Deron Williams var með 18 stig og 12 stoðsendingar. Auðvelt hjá Lakers Loks vann Los Angeles Lakers auðveldan sigur á grönnum sínum í LA Clippers 106-78. Luke Walton var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 18 stig, Kobe Bryant skoraði 16 stig og Lamar Odom skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Elton Brand skoraði 23 stig fyrir Clippers og Al Thornton skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Sjá meira