Fleiri fréttir

Höfum ekkert heyrt frá Barcelona

Koma Thierry Henry til Barcelona hefur glætt þeim sögusögnum að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið frá félaginu nýju lífi. Hann er sem fyrr orðaður við fjöldamörg félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann lék með Chelsea um árabil. Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, gat lítið sagt um framtíð hans.

Heil umferð í kvöld

Heil umferð fer fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem hæst ber stórveldaslagur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli. Valsstúlkur eru ósigraðar á toppi deildarinnar, rétt eins og KR. Breiðablik er í þriðja sæti með sjö stig eftir fjórar umferðir. Þá mætast nýliðarnir í deildinni, lið Fjölnis og ÍR á Fjölnisvellinum. Fylkir tekur á móti Stjörnunni og KR mætir Þór/KA á heimavelli. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.

Farið langt fram úr mínum björtustu vonum

Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni.

Nær Federer að jafna met Borg?

Í dag hefst keppni á Wimbledon-mótinu í tennis. Efsti maður á heimslistanum, Roger Federer, getur með sigri á mótinu unnið sitt fimmta Wimbledon-mót í röð og jafnað þar með met Svíans Björns Borg. Rafael Nadal er helsti keppinautur Federer á mótinu en kapparnir mættust í úrslitum opna franska mótsins þar sem Nadal bar sigur úr býtum.

Coulthard: Þriðja sæti er stórslys á McLaren bíl

David Coulthard hjá Red Bull í Formúlu 1 segir að þó ökumenn McLaren liðsins Fernando og Lewis Hamilton séu vissulega góðir ökumenn, séu bílar liðsins það góðir um þessar mundir það sé hreinlega stórslys ef þeir enda í þriðja sæti eða neðar í keppni í ár.

Vel heppnuðu Íslandsmóti yngri flokka í hestaíþróttum lokið

Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna lauk í dag á félagssvæði Gusts í Kópavogi. Í dag var keppt í A úrslitum í öllum flokkum. Það má með sanni segja að þegar mót eru haldin í Gusti þá vantar ekkert uppá! framkvæmd mótsins var með besta móti enda ekki neinir amatörar þar á ferðinni.

Justin Timberlake heldur með Manchester United

Poppstjarnan Justin Timberlake viðurkenndi nýlega að hann væri orðinn harður stuðningsmaður Manchester United eftir að Alan Smith gaf honum miða á leik United og West Ham í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Ragnhildur sigraði í Leirunni

Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR var rétt í þessu að tryggja sér sigur á Kaupþingsmótinu á Hólmsvelli í Leiru. Hún lék lokahringinn á 83 höggum og var einu höggi á undan Nínu Björk Geirsdóttur úr GKj, sem lék lokahringinn á 78 höggum. Tinna Jóhannsdóttir úr GK lék besta hringinn í dag, var á 76 höggum og hafnaði í þriðja sæti.

Kaka keyptur til Real fyrir 6,7 milljarða?

Talsmaður miðjumannsins Kaka hjá AC Milan segir hann hreint ekki vera búinn að útiloka að ganga í raðir Real Madrid á Spáni í sumar. Hann segir leikmanninn kunna vel við sig í Mílanó, en segir spænska liðið þegar vera búið að gera Kaka tilboð "sem hann geti ekki hafnað."

Sunnudagsslúðrið á Englandi

Helgarblöðin á Englandi eru full af góðum slúðurfréttum og margar þeirra snúast um þá leikmenn sem mest hafa verið í umræðunni undanfarnar vikur. Þetta eru m.a. framherjarnir David Nugent, Nicolas Anelka, Fernando Torres og Darren Bent.

Richardson íhugar að fara frá United

Miðjumaðurinn Kieran Richardson hjá Manchester United segist ætla að hugsa málið vandlega á næstu leiktíð ef hann nær ekki að vinna sér fast sæti í liði Manchester United. Richardson náði ekki að festa sig í sessi á síðustu leiktíð en segist umfram allt vilja vera áfram hjá þeim rauðu.

Vieri orðaður við Tottenham

Ítalski framherjinn Christian Vieri sem síðast lék með Mónakó í Frakklandi er nú með lausa samninga og fregnir herma að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hafi augastað á honum. Vieiri hefur auk þess verið orðaður við lið eins og Genoa, Torino og Napoli. Vieri er 34 ára gamall og gerði garðinn frægan með liðum eins og Inter og Lazio á árum áður.

Villarreal hafnaði tilboði Atletico í Forlan

Sky-fréttastofan greindi frá því í dag að spænska úrvalsdeildarliðið Villarreal hefði neitað 17 milljón evra kauptilboði Atletico Madrid í framherjann Diego Forlan auk þess að bjóða leikmanninn Mista með í kaupbæti. Forlan er sagður til sölu, en ekki á krónu minna en 23 milljónir evra.

Henry verður kynntur til leiks annað kvöld

Thierry Henry flýgur til Spánar í kvöld þar sem gengið verður frá smáatriðum í fjögurra ára samningi hans við Barcelona. Nái Barcelona að ganga frá kaupunum á honum frá Arsenal á morgun, fer hann svo í læknisskoðun og stefnt er á það að kynna hann formlega sem nýjan leikmann liðsins á Nou Camp annað kvöld.

Messi fagnar komu Thierry Henry

Argentinumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona segist fagna því að félagið sé að fá Thierry Henry í sínar raðir á morgun og hefur ekki áhyggjur af því að koma Frakkans komi til með að ógna sæti sínu í liðinu. Hann segir það undir Frank Rijkaard komið að finna pláss fyrir allar stjörnurnar í framlínu liðsins.

Benitez vill ekki lána Cisse

Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool segist ekki hafa áhuga á að lána framherjann Djibril Cisse frekar og vill heldur finna lið sem hefur áhuga á að kaupa hann. Cisse lék sem lánsmaður í heimalandi sínu Frakklandi síðasta vetur þar sem hann náði sér ágætlega á strik með Marseille eftir erfið meiðsli. Cisse á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool, en hefur fótbrotnað tvisvar á síðustu þremur árum.

Kanoute ætlar ekki að fara frá Sevilla

Framherjinn Frederic Kanoute hjá nýkrýndum bikarmeisturum Sevilla á Spáni hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu og segist ætla að standa við þau tvö ár sem hann á eftir af samningi sínum. Nokkur félög á Englandi höfðu verið heit fyrir að fá hann í sínar raðir.

Hatton rotaði Castillo í fjórðu lotu

Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones.

Valsmenn voru sjálfum sér verstir

Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli.

Allra leiða leitað til að koma KR á rétta braut

Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, segir að stjórn félagsins leiti nú allra leiða til að leiða KR úr þeim ógöngum sem liðið er komið í eins og hann orðar það sjálfur. KR hefur einungis fengið eitt stig úr þeim sjö umferðum sem lokið er í Landsbankadeild karla það sem af er og situr langneðst á botni deildarinnar.

Þriðji bikarinn í húsi hjá Sevilla

Sevilla vann í kvöld sigur í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Getafe í úrslitaleik í Madríd. Það var markahrókurinn Fredi Kanoute sem skoraði sigurmark Sevilla eftir aðeins 10 minútna leik, en lét svo reka sig af velli undir lokin. Sevilla hafði áður unnið ofurbikarinn á Spáni og Evrópukeppni félagsliða.

Valur lá fyrir Corke

Valsmenn töpuðu 2-0 yfir írska liðinu Corke City í fyrri leik liðanna í Inter-Toto keppninni í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku.

Ferrari bíður eftir hinum rétta Raikkönen

Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segir að Kimi Raikkönen eigi mikið inni með liðinu eftir erfiða byrjun á keppnistímabilinu. Hann segir Ferrari-menn vera að bíða eftir hinum rétta Raikkönen.

Kirilenko beðinn að taka sig saman í andlitinu

Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, hefur farið þess á leit við framherjann Andrei Kirilenko að hann hætti að væla og fari að spila eins og maður. Kirilenko olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og Miller upplýsti áhugaverða hluti um Rússann í útvarpsviðtali á dögunum.

Valsmenn taka á móti Cork City í kvöld

Valsmenn taka í kvöld á móti írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar í knattspyrnu. Þetta er fyrri leikur liðanna í keppninni og hefst hann klukkan 20 á Laugardalsvellinum. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku og þar sjá Valsmenn fram á erfitt verkefni þar sem írska liðið var taplaust á heimavelli á síðustu leiktíð.

Bikarmeistarar krýndir á Spáni í kvöld

Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid klukkan 20 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hér er á ferðinni slagur Sevilla og smáliðs Getafe. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Sevilla fyrir leikinn en þar getur liðið tryggt sér annan bikar sinn á leiktíðinni með sigri.

Leikurinn við Íslendinga er algjör lykilleikur

Sænski landsliðsmaðurinn Ljubomir Vranjes hjá Flensburg í Þýskalandi segir að opnunarleikur Svía við Íslendinga á EM í Noregi í janúar verði algjör lykilleikur í keppninni. Hann segir leikinn ráða öllu um framhald liðsins í keppninni og segir Svía eiga helmingslíkur á að vinna Íslendinga.

Tom Cruise að íhuga að kaupa LA Galaxy?

Þær sögusagnir ganga nú fjöllunum hærra í slúðurblöðum víða um heim að kvikmyndaleikarinn Tom Cruise sé að íhuga að kaupa knattspyrnufélagið LA Galaxy fyrir um 80 milljónir dollara eða tæpa 5 milljarða króna. Cruise er sagður mikill knattspyrnuáhugamaður og er góður vinur David Beckham sem byrjar að spila með liðinu í næsta mánuði.

Tyson Gay náði besta tíma ársins

Sprettlauparinn Tyson Gay náði besta tíma ársins í 100 metra hlaupi á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum í nótt þegar hann kom í mark á 9,84 sekúndum og sigraði með yfirburðum. Gay kom í mark 0,23 sekúndum á undan næsta manni þrátt fyrir mótvind og eru þetta mestu yfirburðir sigurvegara á mótinu í þrjá áratugi.

Heiðar notaði 10 högg á 17. holunni

Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr GKj, fór illa að ráði sínu á næst síðustu holunni á Bornholm Masters mótinu sem lauk í Danmörku í dag. Þegar hann kom að 17. holu var hann á sléttu pari og í 3. sæti í mótinu. Hann lék hins vegar 17. holuna á 10 höggum og féll við það ofan í 11. sæti.

Laugardagsslúðrið á Englandi

Tíðindin af Thierry Henry hafa hleypt nýju blóði inn í slúðrið í enskum fjölmiðlum í dag og nokkur þeirra fullyrða að Arsene Wenger ætli sér að krækja í Carlos Tevez eða Nicolas Anelka til að fylla skarð Henry í framlínu Arsenal.

Bent fer líklega til Tottenham

Breska blaðið The Guardian telur sig hafa heimildir fyrir því að framherjinn Darren Bent muni ganga í raðir Tottenham frá Charlton eftir helgina fyrir 15-16 milljónir punda nema Liverpool stökkvi til og bjóði í hann á síðustu stundu. Liverpool er sagt vera að reyna að fá til sín Fernando Torres frá Atletico Madrid, en þar mun Bent vera næsti kostur ef félaginu mistekst að næla í Torres.

Ensk lið sögð berjast um að fá Eið Smára

Breska pressan var fljót að leggja saman tvo og tvo þegar ljóst varð að Thierry Henry væri á leið til Barcelona á Spáni og heldur því fram að Newcastle, Manchester United og Portsmouth séu nú öll að reyna að fá landsliðsfyrirliðann í sínar raðir.

10.000 stuðningsmenn fylgja Hatton til Las Vegas

Ricky Hatton mun fá góðan stuðning í nótt þegar hann mætir Jose Luis Castillo í einum af bardögum ársins í hnefaleikaheiminum. Búist er við að um 10 þúsund manns muni fylgja Englendingnum yfir Atlantshafið og þar á meðal verður knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney. Bardaginn í Las Vegas verður sýndur beint á Sýn í nótt.

Suazo fer ekki til AC Milan

Sápuóperunni í kring um framherjann David Suazo virðist hvergi nærri lokið en í dag tilkynntu forráðamenn AC Milan að ekkert yrði af fyrirhuguðum kaupum félagsins á leikmanninum því hann hefði þegar verið búinn að skrifa undir samning við Inter áður en hann skrifaði undir samning hjá félaginu. Það er því útlit fyrir að framherjinn muni enda hjá Inter eftir allt saman.

Arsenal staðfestir brottför Henry til Barcelona

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal tilkynnti formlega í morgun að það hefði náð samkomulagi við spænska stórveldið Barcelona um sölu á framherjanum Thierry Henry. Talið er að kaupverðið sé um 16 milljónir punda og mun sá franski líklega skrifa undir fjögurra ára samning við Barca á mánudaginn ef hann lýkur læknisskoðun.

Þeir mega ekki skora

Valur mætir írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto-keppninnar á Laugardalsvelli klukkan 20 í kvöld. Cork endaði í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Stórkostleg stemning

Alls lögðu 5.976 manns leið sína á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið og sáu þar íslenska kvennalandsliðið gjörsigra slakt lið Serba 5-0. Til samanburðar mættu 5.139 á leik karlalandsliðsins gegn Liechtenstein í byrjun júní. Áhorfendur á leiknum voru nánast jafn margir og á síðustu fimm heimaleikjum kvennalandsliðsins samtals.

Gæti dæmt í Meistaradeildinni

Kristinn Jakobsson dómari var í vikunni færður upp um flokk hjá dómaranefnd Knatstpyrnusambands Evrópu og er nú kominn í næstefsta flokk dómara.

Gott að ég er ekki vælukjói

Viktor Bjarki Arnarsson verður frá næstu 6-8 vikurnar vegna aðgerðar sem hann gengst undir í næstu viku. Í ljós hefur komið brotið bein í ökkla sem þarf að lagfæra.

Ég brosi allan hringinn í dag

Vanda Sigurgeirsdóttir er margreyndur leikmaður og þjálfari í knattspyrnunni. Hún fylgdist með leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld og hreifst mikið af leikmönnum Íslands og þeim fjöldamörgu stuðningsmönnum sem mættu á völlinn.

Besta byrjun frá upphafi

Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei byrjað jafn vel í undankeppni stórmóts og nú. Liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og skorað níu mörk án þess að fá á sig neitt.

Svíþjóð fyrsti andstæðingurinn á EM

Ísland fékk það erfiða hlutverk að lenda með Frökkum, Slóvökum og Svíum í riðli í 1. umferð Evrópumótsins í Noregi sem fer fram í janúar á næsta ári. Einar Þorvarðarson segir Ísland geta vel unað við dráttinn.

Tilþrif dagsins á Íslandsmóti yngri flokka

Tilþrif dagsins í dag átti án efa Linda Rún Pétursdóttir og hestur hennar Gormur frá Brávöllum. Eins og sést á meðfylgjandi myndum prjónaði klárinn nánast yfir sig í verðlaunaafhendingu í B-úrslitum í fjórgangi ungmenna nú í dag.

Ljósmyndir og myndskeið á Vef TV Hestafrétta

Á Vef TV Hestafrétta eru komnar inn upptökur af gæðingaskeiði unglinga og ungmenna sem haldið var í dag á Íslandsmóti yngri flokka í Glaðheimum í Gusti. Ljósmyndir frá tölti ungmenna, unglinga og barna ásamt gæðingaskeiði unglinga og ungmenna.

Sjá næstu 50 fréttir