Fleiri fréttir

Totti: Erfiðasta stundin á ferlinum

Francesco Totti, fyrirliði Roma, sagði að 7-1 tapið gegn Manchester United í Meistaradeildinni í gær hafi verið erfiðasta stund hans á ferlinum.

Coleman rekinn frá Fulham

Chris Coleman var í gærkvöld rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá enska úrvalsdeildarliðinu Fulham. Við starfi hans tekur Lawrie Sanchez, landsliðsþjálfari Norður-Íra. Aðstoðarmaður Coleman var einnig látinn taka pokann sinn, en liðið hefur ekki unnið sigur í síðustu sjö leikjum og er nú komið hættulega nálægt fallsvæðinu. Coleman tók við liðinu árið 2003 en hefur verið á mála hjá félaginu í tíu ár.

2-0 fyrir Milan í hálfleik

AC Milan hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Bayern Munchen á útivelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Clarence Seedorf skoraði með laglegu skoti á 27. mínútu og Filippo Inzaghi bætti öðru við skömmu síðar þegar hann fékk boltann inn fyrir vörn heimamanna. Nokkur rangstöðulykt var af markinu, en það telur og ítalska liðið skyndilega komið í afar vænlega stöðu. Enn er markalaust í leik Liverpool og PSV á Anfield.

Byrjunarliðin í klár í Meistaradeildinni

Nú styttist í að flautað verði til leiks í lokaleikjum 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu. Bayern tekur á móti AC Milan í Munchen og Liverpool tekur á móti PSV á Anfield. Steven Gerrard og Jamie Carragher eru hvíldir í liði Liverpool. Byrjunarlið beggja má sjá hér fyrir neðan.

Travis Pastrana keppir á MXDN 2007

Travis Pastrana hefur tekið tilboði Peurto Rico að keppa fyrir þeirra hönd á MXDN eða Motocross of nations 2007 sem verður haldin í bandaríkjunum í haust.

Mourinho: Besti útisigur liðsins í þrjú ár

Jose Mourinho var alsæll með leik sinna manna í Chelsea í kvöld þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Valencia 2-1 á útivelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigur Chelsea var fyllilega verðskuldaður og engu líkara en eitt lið væri á vellinum í síðari hálfleik.

Ferguson: Besti Evrópuleikurinn undir minni stjórn

Sir Alex Ferguson var bókstaflega í sjöunda himni í kvöld eftir að hans menn í Manchester United rótburstuðu Roma 7-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ferguson sagði þetta bestu frammistöðu liðsins í Meistaradeildinni í sinni stjórnartíð.

Aftaka á Old Trafford

Manchester United tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með ótrúlegum 7-1 sigri á ítalska liðinu Roma í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum. Enska liðið fór hreinlega á kostum í kvöld og gerði út um leikinn með þremur mörkum á átta mínútna kafla þegar aðeins 19 mínútur voru liðnar af leiknum.

Essien tryggði Chelsea sæti í undanúrslitum

Miðjumaðurinn magnaði Michael Essien tryggði Chelsea 2-1 sigur á Valencia í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og þar með sæti í undanúrslitum keppninnar. Fernando Morientes kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Andriy Shevchenko jafnaði í upphafi þess síðari. Það var svo Essien sem tryggði sigurinn með marki á 90. mínútu, en hann spilaði meiddur í kvöld.

Keflavíkurstúlkur hafa ekki sagt sitt síðasta

Keflavíkurstúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu Íslandsmeistara Hauka í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Haukar höfðu unnið 27 leiki í röð á heimavelli en nú er ljóst að liðið þarf að fara aftur til Keflavíkur í stöðunni 2-1.

Átök fyrir utan Old Trafford

Lögreglan í Manchester handtók nokkra stuðningsmenn ítalska liðsins Roma fyrir utan Old Trafford nú um klukkan 17. Nokkrir svartklæddir menn voru með ólæti fyrir utan heimavöll Manchester United og kom til nokkurra átaka milli þeirra og lögreglu. Sky sjónvarpsstöðin er með beina útsendingu frá staðnum. Lögregla hefur stillt til friðar á svæðinu en ástandið virðist nokkuð eldfimt af myndunum að dæma.

Henry orðinn hundleiður á slúðrinu

Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry hjá Arsenal segist vera orðinn hundleiður á sífelldum orðrómi um að hann sé á leið til Barcelona. Hann segist ekki geta komið blaðamönnum í skilning um að hann ætli aldrei að yfirgefa félagið.

Taarabt semur við Tottenham

Franski leikmaðurinn Adel Taarabt hjá Tottenham segist vera búinn að gera samkomulag við félagið um að undirrita fimm ára samning við Lundúnaliðið. Hann er lánsmaður frá franska liðinu Lens en má ekki skrifa formlega undir samning við enska liðið fyrr en hann verður 18 ára gamall í næsta mánuði.

Stoichkov hættur með búlgarska landsliðið

Hristo Stoichkov sagði í dag starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari Búlgara í knattspyrnu. Stoichkov hefur verið gagnrýndur harðlega undanfarna mánuði í kjölfar lélegrar spilamennsku liðsins og náði gagnrýnin hámarki þegar liðið náði aðeins jafntefli við Albani í síðasta mánuði. Stoichkov hafði verið landsliðsþjálfari síðan árið 2004.

Tröllatroðsla Baldurs Ólafssonar (myndband)

Miðherjinn Baldur Ólafsson hjá KR átti eftirminnilega innkomu í leikinn gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar í gær. Baldur var þar að spila sínar fyrstu mínútur með liðinu á leiktíðinni og stimplaði sig inn með rosalegri troðslu yfir Igor Beljanski. Vísir náði tali af kappanum í dag.

Mourinho: Ég hef ekki efni á að hvíla lykilmenn

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki geta leyft sér sama munað og kollegi hans hjá Valencia þegar kemur að því að hvíla leikmenn. Þjálfari Valencia hvíldi framherjann David Villa í deildinni um helgina en Mourinho tefldi fram sínu sterkasta liði í ensku úrvalsdeildinni.

Eiður Smári er ekki á leið til Manchester United

Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir í samtali við Sky sjónvarpsstöðina í dag að ekkert sé til í skrifum spænsku blaðanna sem orðuðu hann við Manchester United í dag.

Ferguson hefur trú á sínum mönnum

Sir Alex Ferguson segist ekki hafa áhyggjur af öðru en að hans menn í Manchester United muni svara kallinu þegar þeir mæta Roma öðru sinni í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann segist heldur ekki hafa áhyggjur af öryggismálum á vellinum eftir að uppúr sauð á fyrri leiknum í Róm.

Dallas tryggði sér toppsætið í NBA

Dallas Mavericks tryggði sér í nótt heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina þegar liðið lagði LA Clippers á heimavelli 96-86. Með sigrinum varð ljóst að ekkert lið getur náð Dallas í deildarkeppninni. Detroit tryggði sér sjötta tímabilið í röð með 50 sigrum og þá læddist Golden State í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með auðveldum sigri á Utah.

6-0 fyrir Manchester United

Manchester United er komið í 6-0 gegn Roma á Old Trafford. Cristiano Ronaldo og Michael Carrick hafa báðir bætt við öðru marki sínu í leiknum og Rómverjarnir eru gjörsamlega heillum horfnir. Staðan í leik Valencia og Chelsea er 1-1 þar sem Andriy Shevchenko skoraði mark gestanna.

United að valta yfir Roma

Manchester United hefur yfir 4-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari viðureign liðsins gegn Roma í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Valencia hefur yfir 1-0 gegn Chelsea á heimavelli sínum og er því í vænlegri stöðu í einvíginu.

Manchester United í stuði

Manchester United er komið í 3-0 eftir aðeins 19 mínútna leik gegn Roma í Meistaradeildinni. Enska liðið hefur farið á kostum í upphafi leiks gegn lánlausum Rómverjunum og nú er United komið yfir 4-2 samtals í einvíginu. Mörkin skoruðu Carrick (11.), Smith (17.) og Rooney (19.).

Essien byrjar hjá Chelsea

Miðjumaðurinn Michael Essien verður í byrjunarliði Chelsea í leiknum gegn Valencia í Meistaradeildinni kvöld þrátt fyrir að vera tæpur vegna meiðsla. Fernando Morientes er í framlínu Valencia á ný eftir meiðslin sem hann varð fyrir í landsleiknum gegn Íslendingum.

Alan Smith í byrjunarliði Man Utd

Leikur Manchester United og Roma hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Sýn. Búið er að tilkynna byrjunarliðin og þar vekur athygli að Alan Smith er í framlínu United og Darren Fletcher leysir Paul Scholes af hólmi á miðjunni.

Hermann meiddist í jafntefli Charlton og Reading

Íslendingaliðin Charlton og Reading gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Hermann haltraði af velli og virtist þjáður, en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru.

Frábær 4. leikhluti tryggði Njarðvík sigur

Njarðvíkingar hófu titilvörnina í Iceland Express-deildinni með sigri á KR-ingum á heimavelli í kvöld, 99-78. Íslandsmeistararnir sýndu mátt sinn í fjórða og síðasta leikhlutanum með því að sigra KR-inga með 23 stiga mun, en staðan eftir þriðja leikhluta var 72-70, gestunum í vil. Njarðvík er því komið með 1-0 forystu í einvíginu.

Hjólapáskar að baki

Hjólamenn nutu páskana eins og aðrir íþróttamenn um land allt þessa páska sem aðra. Mikið var um manninn í bæði Bolöldu hjá litlu kaffistofunni sem er í umsjón VÍK, einnig var mikið hjólað í Sólbrekku við Grindavíkur afleggjara, en hún er í umsjón VÍR.

Allt í járnum í Ljónagryfjunni

KR-ingar hafa síður en svo gefist upp í fyrstu viðureigninni við Njarðvíkinga í úrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þeir hafa mætt gríðarlega ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og nú þegar þremur leikhlutum er lokið eru Vesturbæingar komnir tveimur stigum yfir, 72-70. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Njarðvíkingar með forystu í hálfleik

Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa 14 stiga forystu, 58-44, þegar fyrsti leikur liðsins gegn KR-ingum í úrslitarimmu Iceland Express-deildarinnar er hálfnaður. Njarðvíkingar hafa verið með yfirhöndina nánast frá fyrstu mínútu en bæði lið eru að spila ágætan körfubolta og mörg fín tilþrif hafa litið dagsins ljós. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Wenger sáttur en Roeder brjálaður

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er sannfærður um að lærisveinar sínir nái hinu dýrmæta fjórða sæti úrvalsdeildarinnar, sem gefur sæti í Meistaradeildinni, þrátt fyrir að liðið hafi ekki náð að sigra í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Glen Roeder, stjóri Newcastle, var æfur út í dómara leiksins fyrir að loka augunum fyrir því sem hann taldi augljósa vítaspyrnu.

Diddi Bárðar sigraði tvöfalt í dag í Meistaradeild VÍS

Sigurbjörn Bárðarson sigraði tvöfalt í dag þegar hann vann gæðingaskeiðið og 150 m skeiðið í Meistaradeild VÍS sem haldin var að þessu sinni á Gaddstaðaflötum á Hellu. Það var kalt í veðri og rigningin lét sig ekki vanta en það fékk ekkert á knapa og hesta og var keppnin hörð í báðum greinum.

Liverpool mun sækja til sigurs

Liverpool mun alls ekki vanmeta PSV og mun liðið sækja til sigurs í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag, að því er knattspyrnustjórinn Rafael Benitez heldur fram. Liverpool hefur 3-0 forystu frá því í fyrri leiknum en Benitez minnir á slíkt forskot sé vel hægt að missa og bendir á úrslitaleik Liverpool og AC Milan fyrir tveimur árum.

Hermann og Ívar byrja - Brynjar á bekknum

Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Charlton og Ívar Ingimarsson er á sínum stað í miðri vörn Reading en liðin eigast nú við í kvöldleik ensku úrvalsdeildarinnar. Brynjar Björn Gunnarsson þarf hins vegar að sætta sig við að sitja á varamannabekk Reading þrátt fyrir að hafa skorað og staðið sig vel gegn Liverpool á laugardaginn.

Slagæð skarst og blóðið spýttist út

James Vaughan, hinn ungi framherji Everton, varð fyrir því óláni að rífa slagæð í vinstri fæti í leiknum við Bolton í dag eftir tæklingu frá Abdoulaye Meite. Atvikið leit afar illa út enda spýttist blóðið hreinlega úr fæti leikmannsins í fyrstu. Hann var borinn af velli en verður þó ekki lengi frá, að því er stjórinn David Moyes segir.

Valencia óttast Drogba og Shevchenko

Varnarmaðurinn Emiliano Moretti hjá Valencia segir að framherjar Chelsea, þeir Andriy Shevchenko og Didier Drogba, séu þeir sem geta komið í veg fyrir að spænska liðið fari í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Moretti segir að leikmenn Valencia hafa góðar gætur á þeim félögum ef ekki á illa að fara í síðari leik liðanna á morgun.

Vieira saknar Englands

Patrick Vieira, hinn franski miðjumaður Inter á Ítalíu, hefur viðurkennt að hann sakni ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrst og fremst er það ástríða stuðningsmanna ensku liðanna sem hann sér eftir, en Vieira segir hana ekki vera til staðar á Ítalíu. Vieira hefur þrívegis mætt á Emirates-leikvanginn og fylgst með sínum gömlu félögum.

Newcastle og Arsenal skildu jöfn

Arsenal náði aðeins jafntefli gegn Newcastle í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni og er nú búið að hleypa Bolton óþarflega nálægt sér í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar, það síðasta sem gefur sæti í Meistaradeild Evrópu. Arsenal til happs náði Bolton sömuleiðis aðeins jafntefli gegn Everton í dag, en einu stigi munar á milli liðanna.

Bjartsýni ríkir í herbúðum Real Madrid

Leikmenn og forráðamenn Real Madrid segja að sjálfstraustið í herbúðum liðsins sé afar gott um þessar mundir og að menn hafi fulla trú á því að liðið geti komið í veg fyrir að Barcelona vinni spænska meistaratitilinn þriðja árið í röð. Sóknarmaðurinn Robinho og Ramon Calderon, forseti félagsins, eru mjög bjartsýnir.

Úrslitin í körfunni hefjast í kvöld

Úrslitaeinvígið í Iceland Express-deild karla í körfubolta hefst í kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti KR-ingum í ljónagryfjunni í Reykjanesbæ. Um er að ræða viðureign tveggja efstu liðanna í deildarkeppninni og mun það lið sem fyrr sigra þrjá leiki standa uppi sem sigurvegari. Viðureign kvöldsins hefst kl. 20 og verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn.

Heiðar byrjar hjá Fulham

Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham sem tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Heiðar er í fremstu víglínu liðsins ásamt Bandaríkjamanninum Brian McBride.

Zamora spilar sárþjáður

Alan Curbishley hjá West Ham segir að leikmenn sínir séu að fórna sér fyrir félagið á þessum lokaspretti ensku úrvalsdeildarinnar. Margir þeirra séu sárþjáðir af meiðslum og þurfi á stífri meðferð að halda fyrir hvern leik en allir vilji þeir leggja sitt af mörkum til að bjarga liðinu frá falli. Curbishley nafngreindi Bobby Zamora sérstaklega í þessu samhengi.

Watford lagði Portsmouth af velli

Botnlið Watford lagði Portsmouth af velli, 4-2, í fjörugum markaleik á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Portsmouth komst yfir í upphafi leiksins en Watford sýndi mikinn karakter og svaraði með fjórum mörkum.

Berger heillaði O´Neill upp úr skónum

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, hefur viðurkennt að frammistaða Tékkans Patrik Berger í viðureign liðsins gegn Blackburn á laugardag hafi heillað hann upp úr skónum. Framtíð Berger hjá Villa hefur verið í mikilli óvissu en það má með sanni segja að hann hafi nýtt tækifærið sem hann fékk í byrjunarliðinu um helgina til fullustu.

Mourinho: Pressan er á Man. Utd.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur aðvarað kollega sinn hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, með því að segja að nú sé pressan öll á þeim rauðklæddu. Segja má að Mourinho sé formlega búinn að hefja sálfræðistríðið sem verður væntanlega í gangi næstu vikurnar.

Leikurinn gegn Chelsea skiptir miklu máli

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það geti vel farið svo að leikur sinna manna gegn Chelsea á Stamford Bridge í byrjun maí geti farið langt með að ráða úrslitum ensku úrvalsdeildinnar í ár. Aðeins þremur stigum munar á liðunum í dag en Man. Utd. hefur mun betri markatölu, sem getur skipt miklu máli þegar uppi er staðið.

Sjá næstu 50 fréttir