Fleiri fréttir Áfall að tapa þessum leik Sir Alex Ferguson segir að það hafi verið algjört áfall fyrir sig og sína menn í Manchester United að tapa fyrir Celtic í Meistaradeildinni í kvöld, en enska liðið hafði tögl og haldir áður en frábær aukaspyrna Japanans Nakamura tryggði Celtic sigurinn. 21.11.2006 23:20 Nakamura tryggði Celtic sigur á Man Utd Manchester United tapaði öðrum leik sínum í röð í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir Glasgow Celtic í Skotlandi. Enska liðið var mun betri aðilinn í leiknum en eins og til að kóróna slæmt kvöld hjá liðinu, misnotaði Louis Saha vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Það var japanski aukaspyrnusérfræðingurinn Nakamura sem tryggði Celtic sigur með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu, en hann skoraði einnig beint úr aukaspyrnu í fyrri leik liðanna í haust. 21.11.2006 21:48 Hamburg yfir gegn Arsenal í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sjö sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu. Þýska liðið Hamburg hefur yfir 1-0 gegn Arsenal á Emirates þar sem Rafael van der Vaart skoraði strax á 4. mínútu og Lyon hefur yfir 2-1 gegn Real Madrid á Bernabeu. Enn er markalaust í baráttunni um Bretland á Celtic Park, en stöðuna í leikjum kvöldsins má sjá á Boltavaktinni hér á Vísi og svo eru þrír leikir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar. 21.11.2006 20:39 Porto tók CSKA Moskvu í kennslustund Einum leik er lokið í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Porto vann öruggan og sannfærandi útisigur á CSKA Moskvu 2-0 með mörkum frá Ricardo Quaresma og Lucho Gonzalés og er liðið fyrir vikið komið í toppsætið í G-riðli. 21.11.2006 19:45 Montoya ók á vegg Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya, sem áður ók með McLaren í Formúlu 1, slapp ómeiddur á sunnudaginn þegar hann ók Nascar-bíl sínum á vegg í keppni í Miami. Jimmy Johnson tryggði sér meistaratitilinn með því að hafna í 9. sæti í keppninni og hafði betur í einvígi sínu við Matt Kenseth. 21.11.2006 17:45 Platini situr ekki á skoðunum sínum Michel Platini, fyrrum landsliðsmaður Frakka sem þrisvar var sæmdur Gullskónum sem leikmaður, segir að Fabio Cannavaro eigi alls ekki skilið að verða sæmdur verðlaununum í ár. Víst þykir að Cannavaro muni verða sæmdur verðlaununum í lok mánaðarins, en fréttir þess efnis hafa lekið í fjölmiðla að undanförnu. 21.11.2006 17:28 Of mikil pressa á útlendingunum Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að útlenskum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sé ekki sýnd næg þolinmæði og bendir á að stuðningsmenn geri óraunhæfar væntingar til manna sem eru að rífa fjölskyldu sína upp og flytja búferlum til landa með gjörólíka menningu. 21.11.2006 16:16 Áfrýjunum Tottenham og Blackburn vísað frá Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham og Blackburn höfðu ekki erindi sem erfiði í áfrýjunum sínum á rauðu spjöldin sem þeir Hossam Ghaly og Tugay fengu að líta í viðureign liðanna á sunnudaginn. Stjórar beggja liða gagnrýndu dómgæslu Phil Dowd harðlega eftir leikinn, enda má færa rök fyrir því að bæði rauðu spjöldin hafi verið ansi vafasöm. 21.11.2006 15:05 Carlos og Guti framlengja hjá Real Madrid Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos og spænski miðjumaðurinn Guti skrifuðu báðir undir framlengingu á samningi sínum við Real Madrid í dag. Carlos 33 ára og er nú samningsbundinn Real fram til 2008 og Guti, sem er þrítugur, hefur framlengt til ársins 2010. Þeir verða væntanlega báðir í eldlínunni í kvöld þegar Real fær Lyon í heimsókn í Meistaradeildinni en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra 2 klukkan 19:30. 21.11.2006 14:51 Örn og Ragnheiður sundmenn ársins Örn Arnarson úr SH og Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR voru útnefnd sundmenn ársins á uppskeruhátíð Sundsambandsins um helgina, en þau fóru bæði á kostum á nýafstöðnu Íslandsmeistaramóti í 25m laug. Hrafn Traustason úr ÍA og Hrefna Leifsdóttir úr KR voru valin efnilegustu sundmennirnir. 21.11.2006 14:43 Fjórir leikir í beinni á Sýn í dag Sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með fjórar beinar útsendingar frá Meistaradeildinni í dag. Hátíðin hefst með leik CSKA Moskvu og Porto klukkan 17:15 á Sýn. Klukkan 19:30 hefst svo leikur Celtic og Manchester United á Sýn og á sama tíma verða leikir Arsenal og HSV á Sýn Extra og leikur Real Madrid og Lyon á Sýn Extra 2. 21.11.2006 14:37 Celtic ætti fullt erindi í ensku úrvalsdeildina Gordon Strachan og lærisveinar hans í skoska liðinu Glasgow Celtic mæta Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði Strachan að ekki væri jafn mikill munur á ensku úrvalsdeildinni og þeirri skosku og margir héldu. 21.11.2006 14:28 Thorpe hættur Eins og fram kom í fjölmiðlum um helgina hefur ástralski sundmaðurinn Ian Thorpe nú tilkynnt formlega að hann sé hættur keppni, aðeins 24 ára að aldri. Thorpe er fimmfaldur Ólympíumeistari, en hefur lítið geta keppt síðan árið 2004 vegna þrálátra meiðsla. 21.11.2006 14:23 Besta byrjun í sögu Utah Jazz Utah Jazz vann í nótt sjötta leik sinn í röð í NBA deildinni og hefur unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum í upphafi leiktíðar, sem er félagsmet. Liðið skellti Toronto 101-96 á heimavelli í nótt og er í efsta sæti deildarinnar, en lenti þó 16 stigum undir á tímapunkti í síðari hálfleik rétt eins og í leiknum þar á undan. 21.11.2006 13:57 Greiða rúma 14 milljarða fyrir West Ham Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er 108 milljónir punda eða um 14 milljarðar króna. 21.11.2006 13:38 Jón Arnar tekur við ÍR-ingum Jón Arnar Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍR í körfubolta. Hann tekur við starfi Bárðar Eyþórssonar, sem sagði upp störfum um helgina. Jón Arnar er íslenskum körfuboltaáhugamönnum að góðu kunnur eftir farsælan feril með landsliðinu á árum áður. 20.11.2006 21:30 Snæfell sigraði Tindastól örugglega Snæfell komst upp í 2. sæti Iceland Express-deildar karla í kvöld með því að sigra Tindastól með sannfærandi hætti á heimavelli sínum í kvöld, 108-85. 20.11.2006 20:56 Geir verður eftirlitsmaður í Meistaradeildinni Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Benfica og FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu á morgun. Leikurinn er liður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en liðin eru í F-riðli keppninnar. 20.11.2006 20:03 Búist við að Thorpe hætti keppni í sundi Búist er við því að sundmaðurinn Ian Thorpe frá Ástralíu tilkynni um brotthvarf sitt úr íþróttinni á blaðamannafundi sem fram fer á morgun, en þrátlát meiðsli eru svo gott sem búin að binda enda á feril hans. 20.11.2006 19:15 Gallas verður frá í nokkrar vikur Arsenal verður án liðskrafta varnarmannsins William Gallas næstu vikurnar eftir að leikmaðurinn meiddist á æfingu á mánudag. Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal en Gallas hefur spilað mjög vel síðustu vikur. 20.11.2006 18:15 Real Madrid býður í táning frá Argentínu River Plate í Argentínu hefur hafnað 7 milljón punda tilboði frá Real Madrid í táninginn Gonzalo Higuain, sem þykir eitt mesta efnið í Argentínu um þessar mundir. Huguin er til sölu, en aðeins fyrir rétt verð. 20.11.2006 16:30 Strangt eftirlit með matvælum á ÓL í Peking Mjólk, alkahól, grænmeti, hrísgrjón, ólívolía og kryddjurtir eru á meðal þeirra matvæla sem verða gefin hvítum músum, sólarhring áður en þau eru borin fram til þeirra íþróttamanna sem taka þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. 20.11.2006 16:00 Sao Paulo meistari í Brasilíu Sao Paulo varð í gær brasilískur meistari í knattspyrnu í fjórða sinn. Liðið gerði þá jafntefli við Atletico Paranense og nægði stigið til að gulltryggja titilinn þrátt fyrir að tvær umferðir séu ennþá óleiknar. 20.11.2006 15:00 Engar væntingar skiluðu okkur HM-titlinum Marcello Lippi, ítalski þjálfarinn sem stýrði þjóð sinni til sigurs á HM í Þýskalandi í sumar, segir að litlar væntingar hafi átt stærstan þátt í að Ítalir urðu heimsmeistarar. “Það var engin pressa á okkur og það hjálpaði gríðarlega,” sagði Lippi við ítalska fjölmiðla í gær. 20.11.2006 14:30 Duncan afgreiddi Sacramento Tim Duncan lék sinn besta leik á tímabilinu þegar San Antonio vann þægilegan sigur á Sacramento í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Duncan skoraði 35 stig og hirti 14 fráköst í 108-99 sigri San Antonio. 20.11.2006 13:10 Tevez segist ekki vera á förum frá West Ham Argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez kveðst ekki vera á leið úr herbúðum West Ham, þrátt fyrir að allt bendi til þess að Eggert Magnússon og félagar gangi frá kaupum á félaginu í dag. 20.11.2006 12:45 Aðgerðin á Shaq gekk vel Tröllið Shaquille O´Neal gekkst undir aðgerð á hné í gær, sem gekk afar vel, að sögn lækna hans. Búist er við því að Shaq hefji endurhæfingu á hnénu strax í dag. 20.11.2006 12:00 Liverpool spilar ljótan fótbolta Jan Kromkamp, hollenski bakvörðurinn sem yfirgaf Liverpool og gekk í raðir PSV í sumar, segir að hans fyrrum félagar á Anfield spili ljótan fótbolta sem gangi út á að gefa langar sendingar á Peter Crouch. Liverpool og PSV mætast í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. 20.11.2006 11:00 Eiði Smára líkt við Romario Eiður Smári Guðjohnsen, eða “Guddy” eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. 20.11.2006 09:15 Bárður hættur með ÍR Bárður Eyþórsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari ÍR í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu ÍR óskaði Bárður eftir því að vera leystur undan samningi af persónulegum ástæðum. 20.11.2006 08:42 Rijkaard ánægður með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen fær mikið hrós frá stjóra sínum Frank Rijkaard fyrir frammistöðu sína með Barcelona gegn Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Barcelona sigraði 4-1 og skoraði Eiður Smári tvö markanna. 20.11.2006 08:30 KR-ingar lögðu Íslandsmeistarana KR er komið á topp Iceland Express-deildarinnar í körfubolta eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Njarðvík í Frostaskjólinu í kvöld, 75-69. Skallagrímur stökk upp í annað sæti með því að leggja Grindavík af velli á heimavelli sínum, 83-74. 19.11.2006 21:15 Fjögur Íslandsmet sett í dag Fjögur Íslandsmet voru sett á Íslandsmótinu í sundi í dag sem fram fer í Laugardalnum. Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR synti frábærlega í 50 metra skriðsundi og kom í mark á tíma sem hefði fleygt henni í úrslitin á síðasta Evrópumóti. 19.11.2006 20:45 Eiður Smári skoraði tvö í sigri Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen átti mjög góðan leik og skoraði tvö fyrstu mörk Barcelona þegar Spánar- og Evrópumeistararnir unnu Mallorca, 4-1, á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 19.11.2006 20:08 Áhorfendur ruddust inn á völlinn Leikur ADO Den Haag og Vitesse Arnhem í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag var flautaður af um miðjan síðari hálfleik eftir að hundruðir stuðningsmanna ADO ruddust inn á völlinn og létu öllum illum látum. 19.11.2006 19:00 Markvarsla ársins hjá Sörensen? Martin O´neill, knattspyrnustjóri Celtic, segist sjaldan hafa séð eins góða markvörslu og þegar Thomas Sörensen varði skalla frá Lee McCullogh strax á 2. mínútu leiks Aston Villa og Wigan í dag. 19.11.2006 19:00 Eiður Smári í byrjunarliðinu Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Mallorca á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hófst kl. 18:00 og er í beinni útsendingu á Sýn. 19.11.2006 18:13 Blackburn og Tottenham gerðu jafntefli Blackburn og Tottenham skildu jöfn, 1-1, í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. 19.11.2006 17:52 Stjarnan upp í fjórða sæti Stjarnan er komið upp í 4. sæti DHL-deildar karla í handbolta eftir góðan sigur á Fylki í Árbænum í dag, 27-24. Fram sigraði ÍR í Breiðholtinu, 40-29. 19.11.2006 17:45 Inter með þriggja stiga forystu Inter Milan er með þriggja stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta eftir leiki dagsins. Hernan Crespo tryggði liðinu 1-0 sigur á Reggina en Roma burstaði Catania, 7-0. 19.11.2006 16:45 Eiður Smári: Mörkin munu koma Eiður Smári Guðjohnsen kveðst handviss um að hann muni vera duglegri við að skora mörk fyrir Barcelona á næstu vikum heldur en hann hefur verið það sem af er leiktíð. Barcelona mætir Mallorca kl. 18 og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu. 19.11.2006 16:00 Wigan og Aston Villa skildu jöfn Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Wigan og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í leik sem reyndist ekki mikið fyrir augað. Kl. 16 hefst leikur Blackburn og Tottenham. 19.11.2006 15:45 Við getum unnið allt Cristiano Ronaldo segir að Man. Utd. hafi burði til að standa uppi sem sigurvegarar ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu þegar núverandi tímabili lýkur um mitt næsta ári. 19.11.2006 15:15 Arenas skoraði 45 stig í sigri á Cleveland Gilbert Arenas var sjóðandi heitur og skoraði 45 stig þegar lið hans Washington bar sigurorð af Cleveland í NBA-deildinni í nótt. Sigurganga Utah Jazz heldur áfram og í nótt lá Pheonix í valnum. 19.11.2006 15:08 Robben varar Mourinho við að kaupa Malouda Arjen Robben, hollenski sóknarmaðurinn hjá Chelsea, hefur varað forráðamenn Chelsea við því að kaupa Florent Malouda frá Lyon. Robben nánast hótar því að fara frá félaginu ef franski landsliðsmaðurinn verður keyptur í janúar. 19.11.2006 14:45 Sjá næstu 50 fréttir
Áfall að tapa þessum leik Sir Alex Ferguson segir að það hafi verið algjört áfall fyrir sig og sína menn í Manchester United að tapa fyrir Celtic í Meistaradeildinni í kvöld, en enska liðið hafði tögl og haldir áður en frábær aukaspyrna Japanans Nakamura tryggði Celtic sigurinn. 21.11.2006 23:20
Nakamura tryggði Celtic sigur á Man Utd Manchester United tapaði öðrum leik sínum í röð í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir Glasgow Celtic í Skotlandi. Enska liðið var mun betri aðilinn í leiknum en eins og til að kóróna slæmt kvöld hjá liðinu, misnotaði Louis Saha vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Það var japanski aukaspyrnusérfræðingurinn Nakamura sem tryggði Celtic sigur með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu, en hann skoraði einnig beint úr aukaspyrnu í fyrri leik liðanna í haust. 21.11.2006 21:48
Hamburg yfir gegn Arsenal í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sjö sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu. Þýska liðið Hamburg hefur yfir 1-0 gegn Arsenal á Emirates þar sem Rafael van der Vaart skoraði strax á 4. mínútu og Lyon hefur yfir 2-1 gegn Real Madrid á Bernabeu. Enn er markalaust í baráttunni um Bretland á Celtic Park, en stöðuna í leikjum kvöldsins má sjá á Boltavaktinni hér á Vísi og svo eru þrír leikir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar. 21.11.2006 20:39
Porto tók CSKA Moskvu í kennslustund Einum leik er lokið í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Porto vann öruggan og sannfærandi útisigur á CSKA Moskvu 2-0 með mörkum frá Ricardo Quaresma og Lucho Gonzalés og er liðið fyrir vikið komið í toppsætið í G-riðli. 21.11.2006 19:45
Montoya ók á vegg Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya, sem áður ók með McLaren í Formúlu 1, slapp ómeiddur á sunnudaginn þegar hann ók Nascar-bíl sínum á vegg í keppni í Miami. Jimmy Johnson tryggði sér meistaratitilinn með því að hafna í 9. sæti í keppninni og hafði betur í einvígi sínu við Matt Kenseth. 21.11.2006 17:45
Platini situr ekki á skoðunum sínum Michel Platini, fyrrum landsliðsmaður Frakka sem þrisvar var sæmdur Gullskónum sem leikmaður, segir að Fabio Cannavaro eigi alls ekki skilið að verða sæmdur verðlaununum í ár. Víst þykir að Cannavaro muni verða sæmdur verðlaununum í lok mánaðarins, en fréttir þess efnis hafa lekið í fjölmiðla að undanförnu. 21.11.2006 17:28
Of mikil pressa á útlendingunum Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að útlenskum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sé ekki sýnd næg þolinmæði og bendir á að stuðningsmenn geri óraunhæfar væntingar til manna sem eru að rífa fjölskyldu sína upp og flytja búferlum til landa með gjörólíka menningu. 21.11.2006 16:16
Áfrýjunum Tottenham og Blackburn vísað frá Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham og Blackburn höfðu ekki erindi sem erfiði í áfrýjunum sínum á rauðu spjöldin sem þeir Hossam Ghaly og Tugay fengu að líta í viðureign liðanna á sunnudaginn. Stjórar beggja liða gagnrýndu dómgæslu Phil Dowd harðlega eftir leikinn, enda má færa rök fyrir því að bæði rauðu spjöldin hafi verið ansi vafasöm. 21.11.2006 15:05
Carlos og Guti framlengja hjá Real Madrid Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos og spænski miðjumaðurinn Guti skrifuðu báðir undir framlengingu á samningi sínum við Real Madrid í dag. Carlos 33 ára og er nú samningsbundinn Real fram til 2008 og Guti, sem er þrítugur, hefur framlengt til ársins 2010. Þeir verða væntanlega báðir í eldlínunni í kvöld þegar Real fær Lyon í heimsókn í Meistaradeildinni en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra 2 klukkan 19:30. 21.11.2006 14:51
Örn og Ragnheiður sundmenn ársins Örn Arnarson úr SH og Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR voru útnefnd sundmenn ársins á uppskeruhátíð Sundsambandsins um helgina, en þau fóru bæði á kostum á nýafstöðnu Íslandsmeistaramóti í 25m laug. Hrafn Traustason úr ÍA og Hrefna Leifsdóttir úr KR voru valin efnilegustu sundmennirnir. 21.11.2006 14:43
Fjórir leikir í beinni á Sýn í dag Sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með fjórar beinar útsendingar frá Meistaradeildinni í dag. Hátíðin hefst með leik CSKA Moskvu og Porto klukkan 17:15 á Sýn. Klukkan 19:30 hefst svo leikur Celtic og Manchester United á Sýn og á sama tíma verða leikir Arsenal og HSV á Sýn Extra og leikur Real Madrid og Lyon á Sýn Extra 2. 21.11.2006 14:37
Celtic ætti fullt erindi í ensku úrvalsdeildina Gordon Strachan og lærisveinar hans í skoska liðinu Glasgow Celtic mæta Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði Strachan að ekki væri jafn mikill munur á ensku úrvalsdeildinni og þeirri skosku og margir héldu. 21.11.2006 14:28
Thorpe hættur Eins og fram kom í fjölmiðlum um helgina hefur ástralski sundmaðurinn Ian Thorpe nú tilkynnt formlega að hann sé hættur keppni, aðeins 24 ára að aldri. Thorpe er fimmfaldur Ólympíumeistari, en hefur lítið geta keppt síðan árið 2004 vegna þrálátra meiðsla. 21.11.2006 14:23
Besta byrjun í sögu Utah Jazz Utah Jazz vann í nótt sjötta leik sinn í röð í NBA deildinni og hefur unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum í upphafi leiktíðar, sem er félagsmet. Liðið skellti Toronto 101-96 á heimavelli í nótt og er í efsta sæti deildarinnar, en lenti þó 16 stigum undir á tímapunkti í síðari hálfleik rétt eins og í leiknum þar á undan. 21.11.2006 13:57
Greiða rúma 14 milljarða fyrir West Ham Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er 108 milljónir punda eða um 14 milljarðar króna. 21.11.2006 13:38
Jón Arnar tekur við ÍR-ingum Jón Arnar Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍR í körfubolta. Hann tekur við starfi Bárðar Eyþórssonar, sem sagði upp störfum um helgina. Jón Arnar er íslenskum körfuboltaáhugamönnum að góðu kunnur eftir farsælan feril með landsliðinu á árum áður. 20.11.2006 21:30
Snæfell sigraði Tindastól örugglega Snæfell komst upp í 2. sæti Iceland Express-deildar karla í kvöld með því að sigra Tindastól með sannfærandi hætti á heimavelli sínum í kvöld, 108-85. 20.11.2006 20:56
Geir verður eftirlitsmaður í Meistaradeildinni Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Benfica og FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu á morgun. Leikurinn er liður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en liðin eru í F-riðli keppninnar. 20.11.2006 20:03
Búist við að Thorpe hætti keppni í sundi Búist er við því að sundmaðurinn Ian Thorpe frá Ástralíu tilkynni um brotthvarf sitt úr íþróttinni á blaðamannafundi sem fram fer á morgun, en þrátlát meiðsli eru svo gott sem búin að binda enda á feril hans. 20.11.2006 19:15
Gallas verður frá í nokkrar vikur Arsenal verður án liðskrafta varnarmannsins William Gallas næstu vikurnar eftir að leikmaðurinn meiddist á æfingu á mánudag. Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal en Gallas hefur spilað mjög vel síðustu vikur. 20.11.2006 18:15
Real Madrid býður í táning frá Argentínu River Plate í Argentínu hefur hafnað 7 milljón punda tilboði frá Real Madrid í táninginn Gonzalo Higuain, sem þykir eitt mesta efnið í Argentínu um þessar mundir. Huguin er til sölu, en aðeins fyrir rétt verð. 20.11.2006 16:30
Strangt eftirlit með matvælum á ÓL í Peking Mjólk, alkahól, grænmeti, hrísgrjón, ólívolía og kryddjurtir eru á meðal þeirra matvæla sem verða gefin hvítum músum, sólarhring áður en þau eru borin fram til þeirra íþróttamanna sem taka þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. 20.11.2006 16:00
Sao Paulo meistari í Brasilíu Sao Paulo varð í gær brasilískur meistari í knattspyrnu í fjórða sinn. Liðið gerði þá jafntefli við Atletico Paranense og nægði stigið til að gulltryggja titilinn þrátt fyrir að tvær umferðir séu ennþá óleiknar. 20.11.2006 15:00
Engar væntingar skiluðu okkur HM-titlinum Marcello Lippi, ítalski þjálfarinn sem stýrði þjóð sinni til sigurs á HM í Þýskalandi í sumar, segir að litlar væntingar hafi átt stærstan þátt í að Ítalir urðu heimsmeistarar. “Það var engin pressa á okkur og það hjálpaði gríðarlega,” sagði Lippi við ítalska fjölmiðla í gær. 20.11.2006 14:30
Duncan afgreiddi Sacramento Tim Duncan lék sinn besta leik á tímabilinu þegar San Antonio vann þægilegan sigur á Sacramento í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Duncan skoraði 35 stig og hirti 14 fráköst í 108-99 sigri San Antonio. 20.11.2006 13:10
Tevez segist ekki vera á förum frá West Ham Argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez kveðst ekki vera á leið úr herbúðum West Ham, þrátt fyrir að allt bendi til þess að Eggert Magnússon og félagar gangi frá kaupum á félaginu í dag. 20.11.2006 12:45
Aðgerðin á Shaq gekk vel Tröllið Shaquille O´Neal gekkst undir aðgerð á hné í gær, sem gekk afar vel, að sögn lækna hans. Búist er við því að Shaq hefji endurhæfingu á hnénu strax í dag. 20.11.2006 12:00
Liverpool spilar ljótan fótbolta Jan Kromkamp, hollenski bakvörðurinn sem yfirgaf Liverpool og gekk í raðir PSV í sumar, segir að hans fyrrum félagar á Anfield spili ljótan fótbolta sem gangi út á að gefa langar sendingar á Peter Crouch. Liverpool og PSV mætast í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. 20.11.2006 11:00
Eiði Smára líkt við Romario Eiður Smári Guðjohnsen, eða “Guddy” eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. 20.11.2006 09:15
Bárður hættur með ÍR Bárður Eyþórsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari ÍR í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu ÍR óskaði Bárður eftir því að vera leystur undan samningi af persónulegum ástæðum. 20.11.2006 08:42
Rijkaard ánægður með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen fær mikið hrós frá stjóra sínum Frank Rijkaard fyrir frammistöðu sína með Barcelona gegn Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Barcelona sigraði 4-1 og skoraði Eiður Smári tvö markanna. 20.11.2006 08:30
KR-ingar lögðu Íslandsmeistarana KR er komið á topp Iceland Express-deildarinnar í körfubolta eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Njarðvík í Frostaskjólinu í kvöld, 75-69. Skallagrímur stökk upp í annað sæti með því að leggja Grindavík af velli á heimavelli sínum, 83-74. 19.11.2006 21:15
Fjögur Íslandsmet sett í dag Fjögur Íslandsmet voru sett á Íslandsmótinu í sundi í dag sem fram fer í Laugardalnum. Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR synti frábærlega í 50 metra skriðsundi og kom í mark á tíma sem hefði fleygt henni í úrslitin á síðasta Evrópumóti. 19.11.2006 20:45
Eiður Smári skoraði tvö í sigri Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen átti mjög góðan leik og skoraði tvö fyrstu mörk Barcelona þegar Spánar- og Evrópumeistararnir unnu Mallorca, 4-1, á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 19.11.2006 20:08
Áhorfendur ruddust inn á völlinn Leikur ADO Den Haag og Vitesse Arnhem í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag var flautaður af um miðjan síðari hálfleik eftir að hundruðir stuðningsmanna ADO ruddust inn á völlinn og létu öllum illum látum. 19.11.2006 19:00
Markvarsla ársins hjá Sörensen? Martin O´neill, knattspyrnustjóri Celtic, segist sjaldan hafa séð eins góða markvörslu og þegar Thomas Sörensen varði skalla frá Lee McCullogh strax á 2. mínútu leiks Aston Villa og Wigan í dag. 19.11.2006 19:00
Eiður Smári í byrjunarliðinu Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Mallorca á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hófst kl. 18:00 og er í beinni útsendingu á Sýn. 19.11.2006 18:13
Blackburn og Tottenham gerðu jafntefli Blackburn og Tottenham skildu jöfn, 1-1, í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. 19.11.2006 17:52
Stjarnan upp í fjórða sæti Stjarnan er komið upp í 4. sæti DHL-deildar karla í handbolta eftir góðan sigur á Fylki í Árbænum í dag, 27-24. Fram sigraði ÍR í Breiðholtinu, 40-29. 19.11.2006 17:45
Inter með þriggja stiga forystu Inter Milan er með þriggja stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta eftir leiki dagsins. Hernan Crespo tryggði liðinu 1-0 sigur á Reggina en Roma burstaði Catania, 7-0. 19.11.2006 16:45
Eiður Smári: Mörkin munu koma Eiður Smári Guðjohnsen kveðst handviss um að hann muni vera duglegri við að skora mörk fyrir Barcelona á næstu vikum heldur en hann hefur verið það sem af er leiktíð. Barcelona mætir Mallorca kl. 18 og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu. 19.11.2006 16:00
Wigan og Aston Villa skildu jöfn Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Wigan og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í leik sem reyndist ekki mikið fyrir augað. Kl. 16 hefst leikur Blackburn og Tottenham. 19.11.2006 15:45
Við getum unnið allt Cristiano Ronaldo segir að Man. Utd. hafi burði til að standa uppi sem sigurvegarar ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu þegar núverandi tímabili lýkur um mitt næsta ári. 19.11.2006 15:15
Arenas skoraði 45 stig í sigri á Cleveland Gilbert Arenas var sjóðandi heitur og skoraði 45 stig þegar lið hans Washington bar sigurorð af Cleveland í NBA-deildinni í nótt. Sigurganga Utah Jazz heldur áfram og í nótt lá Pheonix í valnum. 19.11.2006 15:08
Robben varar Mourinho við að kaupa Malouda Arjen Robben, hollenski sóknarmaðurinn hjá Chelsea, hefur varað forráðamenn Chelsea við því að kaupa Florent Malouda frá Lyon. Robben nánast hótar því að fara frá félaginu ef franski landsliðsmaðurinn verður keyptur í janúar. 19.11.2006 14:45