Fleiri fréttir

Aðgerðin á Shaq gekk vel

Tröllið Shaquille O´Neal gekkst undir aðgerð á hné í gær, sem gekk afar vel, að sögn lækna hans. Búist er við því að Shaq hefji endurhæfingu á hnénu strax í dag.

Liverpool spilar ljótan fótbolta

Jan Kromkamp, hollenski bakvörðurinn sem yfirgaf Liverpool og gekk í raðir PSV í sumar, segir að hans fyrrum félagar á Anfield spili ljótan fótbolta sem gangi út á að gefa langar sendingar á Peter Crouch. Liverpool og PSV mætast í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.

Eiði Smára líkt við Romario

Eiður Smári Guðjohnsen, eða “Guddy” eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag.

Bárður hættur með ÍR

Bárður Eyþórsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari ÍR í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu ÍR óskaði Bárður eftir því að vera leystur undan samningi af persónulegum ástæðum.

Rijkaard ánægður með Eið Smára

Eiður Smári Guðjohnsen fær mikið hrós frá stjóra sínum Frank Rijkaard fyrir frammistöðu sína með Barcelona gegn Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Barcelona sigraði 4-1 og skoraði Eiður Smári tvö markanna.

KR-ingar lögðu Íslandsmeistarana

KR er komið á topp Iceland Express-deildarinnar í körfubolta eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Njarðvík í Frostaskjólinu í kvöld, 75-69. Skallagrímur stökk upp í annað sæti með því að leggja Grindavík af velli á heimavelli sínum, 83-74.

Fjögur Íslandsmet sett í dag

Fjögur Íslandsmet voru sett á Íslandsmótinu í sundi í dag sem fram fer í Laugardalnum. Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR synti frábærlega í 50 metra skriðsundi og kom í mark á tíma sem hefði fleygt henni í úrslitin á síðasta Evrópumóti.

Eiður Smári skoraði tvö í sigri Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen átti mjög góðan leik og skoraði tvö fyrstu mörk Barcelona þegar Spánar- og Evrópumeistararnir unnu Mallorca, 4-1, á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Áhorfendur ruddust inn á völlinn

Leikur ADO Den Haag og Vitesse Arnhem í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag var flautaður af um miðjan síðari hálfleik eftir að hundruðir stuðningsmanna ADO ruddust inn á völlinn og létu öllum illum látum.

Markvarsla ársins hjá Sörensen?

Martin O´neill, knattspyrnustjóri Celtic, segist sjaldan hafa séð eins góða markvörslu og þegar Thomas Sörensen varði skalla frá Lee McCullogh strax á 2. mínútu leiks Aston Villa og Wigan í dag.

Eiður Smári í byrjunarliðinu

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Mallorca á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hófst kl. 18:00 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Blackburn og Tottenham gerðu jafntefli

Blackburn og Tottenham skildu jöfn, 1-1, í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í leiknum.

Stjarnan upp í fjórða sæti

Stjarnan er komið upp í 4. sæti DHL-deildar karla í handbolta eftir góðan sigur á Fylki í Árbænum í dag, 27-24. Fram sigraði ÍR í Breiðholtinu, 40-29.

Inter með þriggja stiga forystu

Inter Milan er með þriggja stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta eftir leiki dagsins. Hernan Crespo tryggði liðinu 1-0 sigur á Reggina en Roma burstaði Catania, 7-0.

Eiður Smári: Mörkin munu koma

Eiður Smári Guðjohnsen kveðst handviss um að hann muni vera duglegri við að skora mörk fyrir Barcelona á næstu vikum heldur en hann hefur verið það sem af er leiktíð. Barcelona mætir Mallorca kl. 18 og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu.

Wigan og Aston Villa skildu jöfn

Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Wigan og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í leik sem reyndist ekki mikið fyrir augað. Kl. 16 hefst leikur Blackburn og Tottenham.

Við getum unnið allt

Cristiano Ronaldo segir að Man. Utd. hafi burði til að standa uppi sem sigurvegarar ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu þegar núverandi tímabili lýkur um mitt næsta ári.

Arenas skoraði 45 stig í sigri á Cleveland

Gilbert Arenas var sjóðandi heitur og skoraði 45 stig þegar lið hans Washington bar sigurorð af Cleveland í NBA-deildinni í nótt. Sigurganga Utah Jazz heldur áfram og í nótt lá Pheonix í valnum.

Robben varar Mourinho við að kaupa Malouda

Arjen Robben, hollenski sóknarmaðurinn hjá Chelsea, hefur varað forráðamenn Chelsea við því að kaupa Florent Malouda frá Lyon. Robben nánast hótar því að fara frá félaginu ef franski landsliðsmaðurinn verður keyptur í janúar.

Harrington hafði betur í bráðabana

Frábær endasprettur Írans Padraig Harrington tryggði honum frækinn sigur á Dunlop Pheonix mótinu sem lauk í Japan í morgun. Harrington sigraði Tiger Woods í bráðabana eftir að sá síðarnefndi hafði farið illa að ráði sínum á lokasprettinum.

Federer fór létt með Blake

Roger Federer frá Sviss bætti enn einum titlinum í safn sitt nú í hádeginu þegar hann sigraði Bandaríkjamanninn James Blake í úrslitum Meistaramótsins í Shanghai. Federer hafði mikla yfirburði og sigraði í þremur lotum, 6-0, 6-3 og 6-4.

Barcelona þarf ekki nýjan sóknarmann – þeir eiga annan Messi

Mikið hefur rætt og skrifað um nauðsyn þess að Barcelona fái til sín nýjan sóknarmann í fjarveru Samuel Eto´o og Lio Messi. En færri vita að með spænskum ríkisborgararétt Rafel Marques hafa opnast dyr fyrir 17 ára undrabarn í herbúðum liðsins – hinn 17 ára gamla Giovani.

Ragna tapaði í undanúrslitum

Ragna Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari í badminton, féll úr keppni í undanúrslitum í alþjóðlegu móti sem fram fór í Noregi. Ragna tapaði fyrir Anna Marie Pedersen frá Danmörku í sannkallaðri maraþon-viðureign, 19-21, 21-9 og 20-22.

Gengið frá kaupunum á mánudag

Fjárfestingarhópur Eggerts Magnússonar mun ganga formlega frá kaupum á West á mánudag, að því er breska blaðið Independent heldur fram í morgun. Eggert verður stjórnarformaður, Björgólfur Guðmundsson verður ekki í stjórn og Argentínumennirnir Javier Mascherano og Carlos Tevez fara frá félaginu.

Wenger óánægður með varnarleikinn

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, kennir slökum varnarleik sinna manna um jafnteflið gegn Newcastle í dag. Enn einu sinni voru leikmenn Arsenal með skelfilega nýtingu í sókninni.

Ferguson hrósar sínum mönnum

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd. hrósaði leikmönnum sínum í hástert eftir leikinn gegn Sheffield United í dag og sagði þá hafa sýnt mikinn karakter með því að tryggja sér sigur eftir að hafa lent undir.

Markalaust hjá Middlesbrough og Liverpool

Útivallagrýla Liverpool hélt áfram í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Middlesbrough á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur nú hlotið tvö stig í sjö útileikjum tímabilsins og skorað í þeim eitt mark.

Bayern lagði Stuttgart í toppslagnum

Bayern Munchen unnu góðan sigur á Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 2-1, eftir að hafa lent undir strax á 8. mínútu leiksins. Við tapið féll Stuttgart af toppi deildarinnar en þar situr nú Schalke eftir 4-2 sigur á Engergie Cuttbus.

Þýskaland lagði Svía af velli

Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Svíum, 30-24, í vináttulandsleik í handbolta sem fram fór í Þýskalandi í dag. Þá höfðu Norðmenn betur gegn Dönum, 26-23.

Ótrúlegur sigur Vals

Arnór Gunnarsson tryggði Valsmönnum dramatískan sigur á Haukum á Ásvöllum í dag þegar hann skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur urðu 30-29 fyrir Val sem er komið á topp DHL-deildarinnar að nýju. Í DHL-deild kvenna vann Grótta sigur á Fram.

Einvígi Man. Utd. og Chelsea heldur áfram

Manchester United heldur toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á nýliðum Sheffield United í dag þar sem Wayne Rooney skoraði bæði mörk Rauðu djöflanna. Meistarar Chelsea fylgja þeim rauðklæddu eins og skugginn en liðið lagði West Ham á Stamford Bridge, 1-0.

Sama gamla sagan hjá Arsenal

Ófarir Arsenal á hinum nýja heimavelli sínum, Emirates, halda áfram og í dag náði liðið aðeins jafntefli gegn Newcastle. Arsenal sótti án afláts í leiknum og hefði með réttu átt að skora nokkur mörk en eins og í síðustu leikjum gengur liðið herfilega að nýta marktækifærin.

Getum vel unnið án Messi og Eto´o

Ludovic Giuly, franski sóknarmaðurinn hjá Barcelona, segir að liðið þurfi ekki á auknum liðsstyrk að halda þótt að Lionel Messi og Samuel Eto´o séu frá næstu vikur vegna meiðsla.

Messi hefði átt að fara í aðgerð í sumar

Læknir argentínska landsliðsins í fótbolta segir nýlegt ristarbrot Lionel Messi ekki hafa komið sér á óvart þar sem hann hefði verið mjög tæpur í fætinum síðustu mánuði. Læknirinn segir Barcelona hafa hunsað ráð sín.

Federer hafði betur í uppgjöri

Svisslendingurinn Roger Federer sigraði Rafael Nadal frá Spáni í uppgjöri tveggja bestu tennisspilara heims á Meistaramótinu í Shanghai í dag. Federer sigraði í tveimur lotum, 6-4 og 7-5, og tryggði sér þannig sæti í úrslitum mótsins fjórða árið í röð.

Helgi mætir gömlu félögunum í fyrsta leik

Örlögin létu til sín taka þegar dregið var í töfluröð fyrir næsta keppnistímabil í fótboltanum hér heima. Í Landsbankadeild karla mun Fram taka á móti Val í fyrsta leik, en sem kunnugt er fór Helgi Sigurðsson í fússi frá Fram til Vals í síðustu viku. Íslandsmeistarar FH mæta ÍA í fyrsta leik á Akranesi.

Hermann og Ívar byrja - Brynjar á bekknum

Þrír Íslendingar eru í eldlínunni í leik Reading og Charlton í ensku úrvalsdeildinni sem er nýhafinn. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson er á bekknum. Hjá Charlton er Hermann Hreiðarsson í byrjunarliðinu.

Fulham steinlá gegn Manchester City

Heiðar Helguson og félagar hans í Fulham réðu ekki feitum hesti frá heimsókn sinni til Manchester í dag og töpuðu 3-1 fyrir heimamönnum í City. Heiðar kom inn á í hálfleik og lagði upp mark Fulham.

Gallas nýtur hverrar mínútu

Franski varnarmaðurinn William Gallas er hæsta ánægður í herbúðum Arsenal og segist alls ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið herbúðir Chelsea í sumar.

Wenger leggur áherslu á stöðugleika

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að lið sitt verði að fá stöðugleika í leik sinn ætli sér það að berjast um meistaratitilinn í vetur. Arsenal mætir Newcastle í dag.

Wenger og Ferguson minnast Puskas

Margir aðilar innan knattspyrnuheimsins hafa vottað Ferenc Puskas virðingu sína í dag, en þessi fyrrum ungverski landsliðsmaður, oft talinn einn besti leikmaður sögunnar, lést sem kunnugt er á föstudag. Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa nú tjáð sig um Puskas.

Cannavaro verður valinn bestur

Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro verður valinn leikmaður ársins af franska fótboltatímaritinu France Football, að því er Ramon Calderon, forseti Real Madrid, heldur fram.

Becks stakk af í brúðkaup Cruise

David Beckham er sagður vera kominn í ónáð hjá þjálfara sínum hjá Real Madrid, Fabio Capello, fyrir að mæta í brúðkaup kvikmyndaleikarans Tom Cruise.

Ferguson skammar enska fjölmiðla

Alex Ferguson hefur komið fyrrum aðstoðarmanni sínum hjá Man. Utd. Og núverandi landsliðsþjálfara Englendinga, Steve McLaren, til varnar. Hann segir McLaren fá ósanngjarna meðferð hjá fjölmiðlum.

Utah heldur sínu striki

Utah Jazz hélt áfram á sigurbraut sinni í NBA-deildinni og í nótt sigraði liðið Seattle á útivelli, 118-109. Utah er með besta vinningshlutfallið í deildinni; hefur unnið átta af níu leikjum sínum.

Sjá næstu 50 fréttir