Fleiri fréttir Keflvíkingar töpuðu fyrir Dnipro Keflvíkingar töpuðu fyrir úkraínska liðinu BC Dnipro í öðrum leik sínum í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta í Keflavík í kvöld 96-97. Leikurinn var í járnum á lokamínútunum, en sterkt lið gestanna reyndist Keflvíkingum of stór biti til að kyngja. Thomas Soltau skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst fyrir Keflvíkinga og Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig. 17.11.2006 20:47 Rustu frá keppni í sex mánuði Rustu Recber, markvörður Fenerbahce og landsliðsmarkvörður Tyrkja, verður frá keppni í um hálft ár eftir að hafa meiðst illa á hné í landsleiknum við Ítali í vikunni. Rustu er 33 ára gamall og það kemur væntanlega í hlut lærisveins hans hjá Fenerbahce - Volkan Demirel - að taka stöðu hans á báðum vígstöðvum. 17.11.2006 20:30 Grönholm í forystu á Nýja-Sjálandi Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm hafði örugga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn í rallinu á Nýja-Sjálandi, en hann hafði 31 sekúndna forystu á landa sinn Mikka Hirvonen eftir að hann vann fimm sérleiðir í dag. Finnarnir tveir geta komið liði Ford í góða stöðu í keppni bílframleiðenda ef svo fer sem horfir, en Ford hefur sem stendur 16 stiga forskot á lið Citroen. 17.11.2006 20:23 Giggs verður klókari með árunum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir Ryan Giggs hafa breytt leik sínum nokkuð með árunum og nýti sér í síauknum mæli klókindi sín á knattspyrnuvellinum. Giggs er að verða 33 ára gamall, en hefur verið í fantaformi með liðinu í vetur. 17.11.2006 19:15 Niðurstöðu að vænta á miðvikudag Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough fær að vita það á mánudaginn hvort knattspyrnustjóranum Gareth Southgate verði veitt undanþága til að stýra liðinu út leiktíðina án þess að hafa til þess full réttindi. Southgate tók við liðinu í kjölfar þess að Steve McClaren var fenginn til að taka við enska landsliðinu. 17.11.2006 18:12 Tyson á leið í vændi Fyrrum heimsmeistarinn í þungavigt, Mike Tyson, er nú sagður ætla að ráða sig í vinnu á "Folabýli" sem fyrirhugað er að reisa í grennd við Las Vegas í Nevada. Þar ætlar hin goðsagnakennda pútumamma Hedi Fleiss að ráða nokkra fola sem eru tilbúnir að gefa sig konum fyrir rétt verð og ætlar hún hnefaleikaranum fyrrverandi að vera þar í aðalhlutverki. 17.11.2006 16:32 Andy Johnson á ekki að spila á kantinum David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, sagðist hissa á þeirri ákvörðun Steve McClaren að láta framherjan Andy Johnson spila á kantinum með landsliðinu gegn Hollendingum í vikunni. 17.11.2006 16:24 Hugo Sanchez tekinn við landsliði Mexíkó Mexíkóska knattspyrnugoðsögnin Hugo Sanchez hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Mexíkóa eftir að Ricardo La Volpe sagði af sér eftir HM í sumar. Sanchez er almennt álitinn besti knattspyrnumaður í sögu Mexíkó og skoraði 164 mörk í 240 leikjum fyrir Real Madrid á níunda áratugnum - þegar liðið vann m.a. fimm meistaratitla í röð. 17.11.2006 16:15 Tvö Íslandsmet fallin í dag Íslandsmeistaramótið í sundi í 25 metra laug hófst í dag og eru þegar fallin tvö Íslandsmet. Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni bætti eigið Íslandsmet í 200 metra flugsundi um eina sekúndu þegar hún kom í mark á tímanum 1 mínútu og 19,34 sekúndum. Þá setti kvennasveit Ægis Íslandsmet í 4x50 m skriðsundi á tímanum 1 mín og 49,56 sekúndum. 17.11.2006 16:06 Gilberto farinn til Brasilíu Arsenal verður án þeirra Gilberto og Freddie Ljungberg í leiknum gegn Newcastle um helgina. Gilberto er farinn til heimalands síns Brasilíu vegna veikinda í fjölskyldunni, en Ljungberg er enn meiddur á kálfa. Julio Baptista og Jens Lehmann verða þó klárir í slaginn, en Tomas Rosicky verður ekki klár fyrr en eftir um viku og Abou Diaby og Lauren eiga enn langt í land með að ná sér af sínum meiðslum. 17.11.2006 15:59 Webber ósáttur við hlutskipti sitt Framherjinn Chris Webber hjá Philadelphia 76ers hefur farið fram á fund með eiganda liðsins og lýst yfir óánægju sinni með það hvað hann fær lítið að spila. Webber skoraði aðeins 6 stig á 23 mínútum í síðasta leik með liði sínu. 17.11.2006 15:51 Wenger íhugar að hvíla Henry Arsene Wenger segir að til greina komi að framherjinn Thierry Henry verði hvíldur um helgina þegar Arsenal tekur á móti Newcastle. Wenger var ekki sáttur við að Raymond Domenech skildi ákveða að láta þá Henry og William Gallas spila allar 90 mínúturnar með franska landsliðinu í vináttuleik við Grikki í vikunni. 17.11.2006 15:45 Ferguson vill hjálpa McClaren Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki verið þekktur fyrir að rétta landsliðsþjálfurum Englands hjálparhönd í gegn um tíðina. Öðru máli virðist gegna um fyrrum aðstoðarmann hans og núverandi landsliðsþjálfara, Steve McClaren. 17.11.2006 15:38 Ronaldinho vill fá Lampard til Barcelona Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segist ólmur vilja fá enska landsliðsmanninn Frank Lampard til Katalóníu. Lampard skoraði frábært mark í viðureign Chelsea og Barcelona á Nou Camp fyrir skömmu. 17.11.2006 15:29 Nadal mætir Federer í undanúrslitum Spænski tenniskappinn Rafael Nadal tryggði sér í dag sæti í undanúrslitunum á meistaramótinu í Shanghai þegar hann lagði Nikolay Davydenko 5-7, 6-4 og 6-4. Nadal mætir Roger Federer í undanúrslitunum, en í hinni viðureigninni í undanúrslitunum eigast við James Blake og David Nalbandian. 17.11.2006 15:23 Kiraly til West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið markvörðinn Gabor Kiraly til sína að láni í tvær vikur, en þetta kemur nokkuð á óvart þar sem West Ham þótti nokkuð vel sett með þá markverði sem fyrir eru hjá félaginu. Kiraly er þrítugur landsliðsmarkvörður Ungverja og gekk í raðir Crystal Palace árið 2004. 17.11.2006 14:24 Eiður kippir sér ekki upp við ummæli Mourinho Eiður Smári Guðjohnsen lét sér fátt um finnast í dag þegar hann var spurður út í ummæli fyrrum stjóra síns í sinn garð, en Jose Mourinho kallaði hann leikara fyrir leik Barcelona og Chelsea í síðasta mánuði. 17.11.2006 14:16 Puskas látinn Ungverska knattspyrnugoðsögnin Ferenc Puskas er látinn, 79 ára að aldri. Puskas fór fyrir gullaldarliði Ungverja um miðja síðustu öld og vann m.a. þrjá Evrópumeistaratitla með Real Madrid. Puskas hafði dvalið á sjúkrahúsi síðustu 6 ár og var með Alzheimers sjúkdóminn. 17.11.2006 14:07 Houston lagði Chicago Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Golden State vann góðan sigur á Sacramento og Houston skellti Chicago á heimavelli þrátt fyrir að glutra enn og aftur niður góðu forskoti í lokin. 17.11.2006 13:48 Þrautagöngu Birgis loksins lokið Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í gær fyrstur íslenskra kylfinga í karlaflokki til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. 17.11.2006 13:30 Vill helst spila í sókninni Hermann Hreiðarsson segir að það sé engin ástæða til að ætla annað en að Charlton komi sér aftur á beinu brautina en liðið situr sem stendur í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 17.11.2006 12:45 Mikel að eyðileggja feril sinn hjá Chelsea? John Obi Mikel, miðjumaður Chelsea, á það á hættu að eyðileggja feril sinn hjá Chelsea, ef marka má föður leikmannsins, Michael Obi. John Obi Mikel hefur farið illa af stað með Chelsea en hann var rekinn af velli gegn Reading á dögunum og hefur einnig fengið sekt frá félaginu fyrir að mæta of seint á æfingu. 17.11.2006 11:45 Styrkja starfsemi KSÍ í heild sinni Samstarfsaðilar Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, eru sjö talsins. KSÍ hefur tengt slagorðið „Alltaf í boltanum“ við samstarfsaðilana og takmarkið er samkvæmt heimasíðu sambandsins að fyrirtækin sjö verði sýnileg í allri starfsemi KSÍ. 17.11.2006 11:45 Luis Aragones argur eftir tapið gegn Rúmeníu Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja, lét hafa eftir sér að hann væri pirraður yfir tapi spænska liðsins gegn Rúmenum í æfingaleik þjóðanna á miðvikudaginn. Leikurinn var á heimavelli Spánverja og endaði með 1-0 sigri Rúmena. 17.11.2006 10:30 Leikur Ameobi á laugardag verður sá síðasti á tímabilinu Á sunnudagsmorgun mun Shola Ameobi fara um borð í flugvél sem flytur hann til Colorado-fylkis í Bandaríkjunum þar sem hann mun gangast undir afar mikilvæga aðgerð. Hann gæti þurft að pína sig áfram upp tröppurnar og móðir hans, sem kemur með honum í ferðina, gæti þurft að hjálpa honum til sætis. 17.11.2006 09:30 Jón Þorbjörn á leið heim Það verða fleiri breytingar hjá Skjern á næsta ári fyrir utan að Aron Kristjánsson hættir að þjálfa liðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur línumaðurinn Jón Þorbjörn Jóhannesson ekki með liðinu á næsta ári. 17.11.2006 09:15 Í banni næstu tvo leikina Tite Kalandadze, stórskytta Stjörnunnar, var í gær dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd HSÍ vegna útilokunar í leik gegn Akureyri á dögunum. Hann missir því af leikjum gegn Fylki og Fram. 17.11.2006 08:30 Erum ánægðir með hópinn Brasilíski varnarmaðurinn Silvinho hjá Barcelona að leikmenn séu ánægðir með þann hóp leikmanna sem er leikfær í liðinu. Aðeins fjórir sóknarmenn eru í þeim hópi og einn þeirra Eiður Smári Guðjohnsen. 17.11.2006 07:45 Enn með 1,7 milljónir á dag Þó svo að Sven-Göran Eriksson hafi ekki stýrt einum leik síðan að England datt úr leik á HM í Þýskalandi er hann enn með 1,7 milljónir í tekjur á dag frá enska knattspyrnusambandinu. Eru það bætur fyrir það að hann hætti tveimur árum en samningur hans rann út. 17.11.2006 06:45 Arnar Þór framlengir Varnarmaðurinn Arnar Þór Úlfarsson hefur framlengt samning sinn við Fylki til næstu tveggja ára en gamli samningurinn átti að renna út um áramótin. Arnar hefur spilað 39 leiki fyrir Fylki á þremur tímabilum og skorað í þeim tvö mörk. Hann er 26 ára gamall. 17.11.2006 06:30 Eggert leggur inn tilboð í West Ham Búist er við því að Eggert Magnússon og viðskiptafélagar hans muni leggja inn formlegt tilboð í enska knattspyrnuliðið West Ham í dag eða á allra næstu dögum. Talið er að tilboðið hljóði upp á um tíu milljarða íslenskra króna, eða 75 milljónir punda. 17.11.2006 06:15 Valur búinn að kaupa Helga Sigurðsson Lausn fékkst í deilu Helga Sigurðssonar og Fram í gær þegar Valur keypti Helga af Safamýrarliðinu. Kaupverðið er talið vera á milli 4-5 milljónir króna. Samkvæmt heimasíðu Fram tókst samkomulag á milli liðanna í vikunni og Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags meistaraflokks Fram, virðist því hafa verið að segja ósatt í samtali við Fréttablaðið á miðvikudagskvöld þegar hann sagði ekkert tilboð vera komið frá Val. 17.11.2006 06:00 Ætlum okkur að komast upp úr riðlinum Keflavík leikur í kvöld sinn annan leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta. Liðið mætir BC Dnipro frá Úkraínu og býst Sigurður Ingimundarson þjálfari við erfiðum leik. Keflavík tapaði í síðustu viku fyrir tékknesku liði ytra og verður sem fyrr að stóla fyrst og fremst á heimavöllinn til að safna stigum. Fjögur lið eru í riðlinum og komast tvö efstu í 16-liða úrslit. 17.11.2006 00:01 Iverson greiðir fyrir útför látins stuðningsmanns Allen Iverson, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA deildinni, hefur boðist til að greiða fyrir útför 22 ára gamals drengs frá Philadelphia sem lést í gær, þremur árum eftir að hann varð fyrir skotárás í borginni. 16.11.2006 23:00 Pardew hrífst af áformum Eggerts Magnússonar Alan Pardew, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segist hafa átt mjög góðan fund með Eggerti Magnússyni og fullvissar stuðningsmenn liðsins um að þeim hefði líkað vel að heyra áform Íslendingsins þar á bæ ef af fyrirhuguðum kaupum hans á félaginu verður. 16.11.2006 22:56 Kraftakeppnin hefst á mánudaginn Keppnin um sterkasta mann heims hjá aflraunasambandinu IFSA hefst með látum í álverinu í Straumsvík á mánudaginn en þar er um að ræða forkeppni. Þaðan komast svo 12 keppendur áfram í úrslit sem fara fram í Reiðhöllinni í Víðidal á föstudag og laugardag eftir viku. 16.11.2006 22:45 Roeder lætur Akanni heyra það Glenn Roeder, stjóri Newcastle, brást reiður við ummælum Waidi Akanni hjá nígeríska knattspyrnusambandinu, sem lét hafa það eftir sér í gær að Obafemi Martins hefði aldrei átt að ganga í raðir "smáliðs" eins og Newcastle því það myndi aðeins skemma fyrir honum knattspyrnuferilinn. 16.11.2006 22:43 Golden State - Sacramento í beinni Aðeins tveir leikir fara fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston tekur á móti Chicago og þá eigast við Kaliforníuliðin Golden State Warriors og Sacramento Kings, en sá leikur verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni NBA TV á Fjölvarpinu og hefst klukkan 3:30 í nótt. 16.11.2006 22:33 B&L og GR semja um BMW mótaröðina Bílaumboðið B&L og GR gerðu nýlega með sér samstarfssamning um að GR sjái um framkvæmd alþjóðlegu mótaraðarinnar BMW Golf Cup International hér á landi. Samningurinn er til þriggja ára og er jafnframt sá fyrsti sem samningsaðilar gera með sér. 16.11.2006 22:24 Fram í 8-liða úrslitin Framarar tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum SS bikarsins í handbolta þegar þeir lögðu Fylki 34-31 á heimavelli sínum, eftir að gestirnir höfðu verið með tveggja marka forystu í hálfleik 16-14. Þá vann Akureyri öruggan sigur á ÍR 2 með 33 mörkum gegn 26. 16.11.2006 21:49 Naumt tap hjá Njarðvíkingum Njarðvíkingar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð í riðlakeppni Áskorendakeppni Evrópu í körfuknattleik þegar liðið lá fyrir úkraínska liðinu Cherkaski 98-96 í Keflavík. Gestirnir höfðu tögl og haldir framan af leik, en með góðum endaspretti voru Njarðvíkingar nálægt því að stela sigrinum. 16.11.2006 21:41 Auðveldur sigur Hauka á Stúdínum Íslandsmeistarar Hauka áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍS í leik kvöldsins í kvennakörfunni og höfðu sigur 77-51 á heimavelli sínum á Ásvöllum. ÍS hélt þó í við Íslandsmeistarana framan af og hafði yfir 28-27 í hálfleik, en Haukar unnu þriðja leikhlutann með 20 stiga mun og eftirleikurinn liðinu auðveldur. 16.11.2006 21:33 Þjóðverjar sektaðir vegna óláta stuðningsmanna Þýska knattspyrnusambandið hefur verið sektað um 12.500 evrur af evrópska knattspyrnusambandinu í kjölfar óláta stuðningsmanna þýska liðsins í landsleik gegn Slóvökum í Bratislava í viðureign liðanna í undankeppni EM í síðasta mánuði. 16.11.2006 20:32 Ricardo framlengir við Osasuna Markvörðurinn Ricardo hefur framlengt samning sinni við spænska liðið Osasuna um tvö ár og verður því hjá félaginu til ársins 2009. Ricardo var áður hjá Manchester United, en hann fékk sjálfkrafa eins árs framlengingu á samningi sínum eftir að hafa spilað yfir 60% leikja liðsins á síðasta ári. 16.11.2006 20:02 Marca segir Cannavaro fá Gullknöttinn Spænska útvarpsstöðin Marca í Madrid heldur því fram eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid muni verða sæmdur Gullknettinum í lok mánaðarins. 16.11.2006 19:50 Sjá næstu 50 fréttir
Keflvíkingar töpuðu fyrir Dnipro Keflvíkingar töpuðu fyrir úkraínska liðinu BC Dnipro í öðrum leik sínum í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta í Keflavík í kvöld 96-97. Leikurinn var í járnum á lokamínútunum, en sterkt lið gestanna reyndist Keflvíkingum of stór biti til að kyngja. Thomas Soltau skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst fyrir Keflvíkinga og Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig. 17.11.2006 20:47
Rustu frá keppni í sex mánuði Rustu Recber, markvörður Fenerbahce og landsliðsmarkvörður Tyrkja, verður frá keppni í um hálft ár eftir að hafa meiðst illa á hné í landsleiknum við Ítali í vikunni. Rustu er 33 ára gamall og það kemur væntanlega í hlut lærisveins hans hjá Fenerbahce - Volkan Demirel - að taka stöðu hans á báðum vígstöðvum. 17.11.2006 20:30
Grönholm í forystu á Nýja-Sjálandi Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm hafði örugga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn í rallinu á Nýja-Sjálandi, en hann hafði 31 sekúndna forystu á landa sinn Mikka Hirvonen eftir að hann vann fimm sérleiðir í dag. Finnarnir tveir geta komið liði Ford í góða stöðu í keppni bílframleiðenda ef svo fer sem horfir, en Ford hefur sem stendur 16 stiga forskot á lið Citroen. 17.11.2006 20:23
Giggs verður klókari með árunum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir Ryan Giggs hafa breytt leik sínum nokkuð með árunum og nýti sér í síauknum mæli klókindi sín á knattspyrnuvellinum. Giggs er að verða 33 ára gamall, en hefur verið í fantaformi með liðinu í vetur. 17.11.2006 19:15
Niðurstöðu að vænta á miðvikudag Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough fær að vita það á mánudaginn hvort knattspyrnustjóranum Gareth Southgate verði veitt undanþága til að stýra liðinu út leiktíðina án þess að hafa til þess full réttindi. Southgate tók við liðinu í kjölfar þess að Steve McClaren var fenginn til að taka við enska landsliðinu. 17.11.2006 18:12
Tyson á leið í vændi Fyrrum heimsmeistarinn í þungavigt, Mike Tyson, er nú sagður ætla að ráða sig í vinnu á "Folabýli" sem fyrirhugað er að reisa í grennd við Las Vegas í Nevada. Þar ætlar hin goðsagnakennda pútumamma Hedi Fleiss að ráða nokkra fola sem eru tilbúnir að gefa sig konum fyrir rétt verð og ætlar hún hnefaleikaranum fyrrverandi að vera þar í aðalhlutverki. 17.11.2006 16:32
Andy Johnson á ekki að spila á kantinum David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, sagðist hissa á þeirri ákvörðun Steve McClaren að láta framherjan Andy Johnson spila á kantinum með landsliðinu gegn Hollendingum í vikunni. 17.11.2006 16:24
Hugo Sanchez tekinn við landsliði Mexíkó Mexíkóska knattspyrnugoðsögnin Hugo Sanchez hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Mexíkóa eftir að Ricardo La Volpe sagði af sér eftir HM í sumar. Sanchez er almennt álitinn besti knattspyrnumaður í sögu Mexíkó og skoraði 164 mörk í 240 leikjum fyrir Real Madrid á níunda áratugnum - þegar liðið vann m.a. fimm meistaratitla í röð. 17.11.2006 16:15
Tvö Íslandsmet fallin í dag Íslandsmeistaramótið í sundi í 25 metra laug hófst í dag og eru þegar fallin tvö Íslandsmet. Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni bætti eigið Íslandsmet í 200 metra flugsundi um eina sekúndu þegar hún kom í mark á tímanum 1 mínútu og 19,34 sekúndum. Þá setti kvennasveit Ægis Íslandsmet í 4x50 m skriðsundi á tímanum 1 mín og 49,56 sekúndum. 17.11.2006 16:06
Gilberto farinn til Brasilíu Arsenal verður án þeirra Gilberto og Freddie Ljungberg í leiknum gegn Newcastle um helgina. Gilberto er farinn til heimalands síns Brasilíu vegna veikinda í fjölskyldunni, en Ljungberg er enn meiddur á kálfa. Julio Baptista og Jens Lehmann verða þó klárir í slaginn, en Tomas Rosicky verður ekki klár fyrr en eftir um viku og Abou Diaby og Lauren eiga enn langt í land með að ná sér af sínum meiðslum. 17.11.2006 15:59
Webber ósáttur við hlutskipti sitt Framherjinn Chris Webber hjá Philadelphia 76ers hefur farið fram á fund með eiganda liðsins og lýst yfir óánægju sinni með það hvað hann fær lítið að spila. Webber skoraði aðeins 6 stig á 23 mínútum í síðasta leik með liði sínu. 17.11.2006 15:51
Wenger íhugar að hvíla Henry Arsene Wenger segir að til greina komi að framherjinn Thierry Henry verði hvíldur um helgina þegar Arsenal tekur á móti Newcastle. Wenger var ekki sáttur við að Raymond Domenech skildi ákveða að láta þá Henry og William Gallas spila allar 90 mínúturnar með franska landsliðinu í vináttuleik við Grikki í vikunni. 17.11.2006 15:45
Ferguson vill hjálpa McClaren Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki verið þekktur fyrir að rétta landsliðsþjálfurum Englands hjálparhönd í gegn um tíðina. Öðru máli virðist gegna um fyrrum aðstoðarmann hans og núverandi landsliðsþjálfara, Steve McClaren. 17.11.2006 15:38
Ronaldinho vill fá Lampard til Barcelona Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segist ólmur vilja fá enska landsliðsmanninn Frank Lampard til Katalóníu. Lampard skoraði frábært mark í viðureign Chelsea og Barcelona á Nou Camp fyrir skömmu. 17.11.2006 15:29
Nadal mætir Federer í undanúrslitum Spænski tenniskappinn Rafael Nadal tryggði sér í dag sæti í undanúrslitunum á meistaramótinu í Shanghai þegar hann lagði Nikolay Davydenko 5-7, 6-4 og 6-4. Nadal mætir Roger Federer í undanúrslitunum, en í hinni viðureigninni í undanúrslitunum eigast við James Blake og David Nalbandian. 17.11.2006 15:23
Kiraly til West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið markvörðinn Gabor Kiraly til sína að láni í tvær vikur, en þetta kemur nokkuð á óvart þar sem West Ham þótti nokkuð vel sett með þá markverði sem fyrir eru hjá félaginu. Kiraly er þrítugur landsliðsmarkvörður Ungverja og gekk í raðir Crystal Palace árið 2004. 17.11.2006 14:24
Eiður kippir sér ekki upp við ummæli Mourinho Eiður Smári Guðjohnsen lét sér fátt um finnast í dag þegar hann var spurður út í ummæli fyrrum stjóra síns í sinn garð, en Jose Mourinho kallaði hann leikara fyrir leik Barcelona og Chelsea í síðasta mánuði. 17.11.2006 14:16
Puskas látinn Ungverska knattspyrnugoðsögnin Ferenc Puskas er látinn, 79 ára að aldri. Puskas fór fyrir gullaldarliði Ungverja um miðja síðustu öld og vann m.a. þrjá Evrópumeistaratitla með Real Madrid. Puskas hafði dvalið á sjúkrahúsi síðustu 6 ár og var með Alzheimers sjúkdóminn. 17.11.2006 14:07
Houston lagði Chicago Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Golden State vann góðan sigur á Sacramento og Houston skellti Chicago á heimavelli þrátt fyrir að glutra enn og aftur niður góðu forskoti í lokin. 17.11.2006 13:48
Þrautagöngu Birgis loksins lokið Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í gær fyrstur íslenskra kylfinga í karlaflokki til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. 17.11.2006 13:30
Vill helst spila í sókninni Hermann Hreiðarsson segir að það sé engin ástæða til að ætla annað en að Charlton komi sér aftur á beinu brautina en liðið situr sem stendur í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 17.11.2006 12:45
Mikel að eyðileggja feril sinn hjá Chelsea? John Obi Mikel, miðjumaður Chelsea, á það á hættu að eyðileggja feril sinn hjá Chelsea, ef marka má föður leikmannsins, Michael Obi. John Obi Mikel hefur farið illa af stað með Chelsea en hann var rekinn af velli gegn Reading á dögunum og hefur einnig fengið sekt frá félaginu fyrir að mæta of seint á æfingu. 17.11.2006 11:45
Styrkja starfsemi KSÍ í heild sinni Samstarfsaðilar Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, eru sjö talsins. KSÍ hefur tengt slagorðið „Alltaf í boltanum“ við samstarfsaðilana og takmarkið er samkvæmt heimasíðu sambandsins að fyrirtækin sjö verði sýnileg í allri starfsemi KSÍ. 17.11.2006 11:45
Luis Aragones argur eftir tapið gegn Rúmeníu Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja, lét hafa eftir sér að hann væri pirraður yfir tapi spænska liðsins gegn Rúmenum í æfingaleik þjóðanna á miðvikudaginn. Leikurinn var á heimavelli Spánverja og endaði með 1-0 sigri Rúmena. 17.11.2006 10:30
Leikur Ameobi á laugardag verður sá síðasti á tímabilinu Á sunnudagsmorgun mun Shola Ameobi fara um borð í flugvél sem flytur hann til Colorado-fylkis í Bandaríkjunum þar sem hann mun gangast undir afar mikilvæga aðgerð. Hann gæti þurft að pína sig áfram upp tröppurnar og móðir hans, sem kemur með honum í ferðina, gæti þurft að hjálpa honum til sætis. 17.11.2006 09:30
Jón Þorbjörn á leið heim Það verða fleiri breytingar hjá Skjern á næsta ári fyrir utan að Aron Kristjánsson hættir að þjálfa liðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur línumaðurinn Jón Þorbjörn Jóhannesson ekki með liðinu á næsta ári. 17.11.2006 09:15
Í banni næstu tvo leikina Tite Kalandadze, stórskytta Stjörnunnar, var í gær dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd HSÍ vegna útilokunar í leik gegn Akureyri á dögunum. Hann missir því af leikjum gegn Fylki og Fram. 17.11.2006 08:30
Erum ánægðir með hópinn Brasilíski varnarmaðurinn Silvinho hjá Barcelona að leikmenn séu ánægðir með þann hóp leikmanna sem er leikfær í liðinu. Aðeins fjórir sóknarmenn eru í þeim hópi og einn þeirra Eiður Smári Guðjohnsen. 17.11.2006 07:45
Enn með 1,7 milljónir á dag Þó svo að Sven-Göran Eriksson hafi ekki stýrt einum leik síðan að England datt úr leik á HM í Þýskalandi er hann enn með 1,7 milljónir í tekjur á dag frá enska knattspyrnusambandinu. Eru það bætur fyrir það að hann hætti tveimur árum en samningur hans rann út. 17.11.2006 06:45
Arnar Þór framlengir Varnarmaðurinn Arnar Þór Úlfarsson hefur framlengt samning sinn við Fylki til næstu tveggja ára en gamli samningurinn átti að renna út um áramótin. Arnar hefur spilað 39 leiki fyrir Fylki á þremur tímabilum og skorað í þeim tvö mörk. Hann er 26 ára gamall. 17.11.2006 06:30
Eggert leggur inn tilboð í West Ham Búist er við því að Eggert Magnússon og viðskiptafélagar hans muni leggja inn formlegt tilboð í enska knattspyrnuliðið West Ham í dag eða á allra næstu dögum. Talið er að tilboðið hljóði upp á um tíu milljarða íslenskra króna, eða 75 milljónir punda. 17.11.2006 06:15
Valur búinn að kaupa Helga Sigurðsson Lausn fékkst í deilu Helga Sigurðssonar og Fram í gær þegar Valur keypti Helga af Safamýrarliðinu. Kaupverðið er talið vera á milli 4-5 milljónir króna. Samkvæmt heimasíðu Fram tókst samkomulag á milli liðanna í vikunni og Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags meistaraflokks Fram, virðist því hafa verið að segja ósatt í samtali við Fréttablaðið á miðvikudagskvöld þegar hann sagði ekkert tilboð vera komið frá Val. 17.11.2006 06:00
Ætlum okkur að komast upp úr riðlinum Keflavík leikur í kvöld sinn annan leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta. Liðið mætir BC Dnipro frá Úkraínu og býst Sigurður Ingimundarson þjálfari við erfiðum leik. Keflavík tapaði í síðustu viku fyrir tékknesku liði ytra og verður sem fyrr að stóla fyrst og fremst á heimavöllinn til að safna stigum. Fjögur lið eru í riðlinum og komast tvö efstu í 16-liða úrslit. 17.11.2006 00:01
Iverson greiðir fyrir útför látins stuðningsmanns Allen Iverson, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA deildinni, hefur boðist til að greiða fyrir útför 22 ára gamals drengs frá Philadelphia sem lést í gær, þremur árum eftir að hann varð fyrir skotárás í borginni. 16.11.2006 23:00
Pardew hrífst af áformum Eggerts Magnússonar Alan Pardew, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segist hafa átt mjög góðan fund með Eggerti Magnússyni og fullvissar stuðningsmenn liðsins um að þeim hefði líkað vel að heyra áform Íslendingsins þar á bæ ef af fyrirhuguðum kaupum hans á félaginu verður. 16.11.2006 22:56
Kraftakeppnin hefst á mánudaginn Keppnin um sterkasta mann heims hjá aflraunasambandinu IFSA hefst með látum í álverinu í Straumsvík á mánudaginn en þar er um að ræða forkeppni. Þaðan komast svo 12 keppendur áfram í úrslit sem fara fram í Reiðhöllinni í Víðidal á föstudag og laugardag eftir viku. 16.11.2006 22:45
Roeder lætur Akanni heyra það Glenn Roeder, stjóri Newcastle, brást reiður við ummælum Waidi Akanni hjá nígeríska knattspyrnusambandinu, sem lét hafa það eftir sér í gær að Obafemi Martins hefði aldrei átt að ganga í raðir "smáliðs" eins og Newcastle því það myndi aðeins skemma fyrir honum knattspyrnuferilinn. 16.11.2006 22:43
Golden State - Sacramento í beinni Aðeins tveir leikir fara fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston tekur á móti Chicago og þá eigast við Kaliforníuliðin Golden State Warriors og Sacramento Kings, en sá leikur verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni NBA TV á Fjölvarpinu og hefst klukkan 3:30 í nótt. 16.11.2006 22:33
B&L og GR semja um BMW mótaröðina Bílaumboðið B&L og GR gerðu nýlega með sér samstarfssamning um að GR sjái um framkvæmd alþjóðlegu mótaraðarinnar BMW Golf Cup International hér á landi. Samningurinn er til þriggja ára og er jafnframt sá fyrsti sem samningsaðilar gera með sér. 16.11.2006 22:24
Fram í 8-liða úrslitin Framarar tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum SS bikarsins í handbolta þegar þeir lögðu Fylki 34-31 á heimavelli sínum, eftir að gestirnir höfðu verið með tveggja marka forystu í hálfleik 16-14. Þá vann Akureyri öruggan sigur á ÍR 2 með 33 mörkum gegn 26. 16.11.2006 21:49
Naumt tap hjá Njarðvíkingum Njarðvíkingar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð í riðlakeppni Áskorendakeppni Evrópu í körfuknattleik þegar liðið lá fyrir úkraínska liðinu Cherkaski 98-96 í Keflavík. Gestirnir höfðu tögl og haldir framan af leik, en með góðum endaspretti voru Njarðvíkingar nálægt því að stela sigrinum. 16.11.2006 21:41
Auðveldur sigur Hauka á Stúdínum Íslandsmeistarar Hauka áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍS í leik kvöldsins í kvennakörfunni og höfðu sigur 77-51 á heimavelli sínum á Ásvöllum. ÍS hélt þó í við Íslandsmeistarana framan af og hafði yfir 28-27 í hálfleik, en Haukar unnu þriðja leikhlutann með 20 stiga mun og eftirleikurinn liðinu auðveldur. 16.11.2006 21:33
Þjóðverjar sektaðir vegna óláta stuðningsmanna Þýska knattspyrnusambandið hefur verið sektað um 12.500 evrur af evrópska knattspyrnusambandinu í kjölfar óláta stuðningsmanna þýska liðsins í landsleik gegn Slóvökum í Bratislava í viðureign liðanna í undankeppni EM í síðasta mánuði. 16.11.2006 20:32
Ricardo framlengir við Osasuna Markvörðurinn Ricardo hefur framlengt samning sinni við spænska liðið Osasuna um tvö ár og verður því hjá félaginu til ársins 2009. Ricardo var áður hjá Manchester United, en hann fékk sjálfkrafa eins árs framlengingu á samningi sínum eftir að hafa spilað yfir 60% leikja liðsins á síðasta ári. 16.11.2006 20:02
Marca segir Cannavaro fá Gullknöttinn Spænska útvarpsstöðin Marca í Madrid heldur því fram eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid muni verða sæmdur Gullknettinum í lok mánaðarins. 16.11.2006 19:50
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn