Fleiri fréttir

Verður ekki með gegn Deportivo

Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki í liði Barcelona sem mætir Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni um helgina vegna ökklameiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum við Chelsea í Meistaradeildinni.

Shevchenko er gæludýrið hans Abramovich

Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona tekur undir skoðun þeirra fjölmörgu sem segja að Andriy Shevchenko hafi gert afdrifarík mistök með því að ganga til liðs við Chelsea í sumar.

Gefur Aaron Lennon aðvörun

Martin Jol hefur sent enska landsliðsmanninum Aaron Lennon aðvörun og hvetur hann til að ná meiri stöðugleika í frammistöðu sína með Tottenham - ella verði hann á fá sér sæti á varamannabekknum.

Xavier við það að semja við Boro

Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier er nú við það að skrifa undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough að sögn umboðsmanns hans, en Xavier er nýlaus úr löngu keppnisbanni vegna steranotkunar. Svo gæti farið að hann yrði í leikmannahópi Boro gegn Watford um helgina en mikil meiðsli eru meðal varnarmanna liðsins.

Stórleikur í Njarðvík í kvöld

Fjórir leikir eru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15 að venju. Stórleikur kvöldsins er viðureign grannliðanna Njarðvíkur og Grindavíkur í Njarðvík, en hvorugt liðanna hefur tapað leik til þessa í deildarkeppninni.

Gummersbach - Fram í beinni í kvöld

Leikur Gummersbach og Fram í Meistaradeildinni í handbolta verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:20. Forvitnilegt verður að sjá hvort íslenska liðið nær að standa í lærisveinum Alfreðs Gíslasonar líkt og í fyrri leiknum í Reykjavík á dögunum.

Vill aldrei fara til Englands aftur

Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes sem nú leikur sem lánsmaður hjá Real Madrid frá enska félaginu Arsenal, segist aldrei geta hugsað sér að spila á Englandi aftur. Reyes fór sem lánsmaður til Real í skiptum fyrir Julio Baptista í sumar og búist er við því að sú ráðstöfun verði gerð varanleg fljótlega.

Ole Gunnar frá í nokkrar vikur

Norski markaskorarinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United verður frá keppni í nokkrar vikur eftir að hafa tognað aftan á læri í Meistaradeildarleiknum á Parken í gærkvöldi. Alex Ferguson knattspyrnustjóri liðsins segist hafa verið feginn að heyra að vandamálið var ekki alvarlegra en raun bar vitni og sagðist hafa óttast að hnéð hefði gefið sig þegar hann fór að haltra undir lok leiksins.

Stórhuga í Meistaradeildinni

Jose Mourinho segir að lið sitt sé að spila betur en nokkru sinni fyrr í Meistaradeild Evrópu og bendir á að þó samkeppnin sé hörð, hafi hans menn alla möguleika á að fara alla leið í keppninni að þessu sinni.

Englendingar íhuga að bjóða í HM 2018

Richard Caborn, íþróttamálaráðherra Englendinga, segir að stjórnvöld þar í landi séu mjög hrifinn af þeirri hugmynd að fá að halda HM í knattspyrnu árið 2108. HM 2010 fer fram í Suður-Afríku og keppnin þar á eftir mun fara fram í einhverju af löndum Suður-Ameríku. Þar á eftir verður keppnin haldin í Evrópu á ný og þá hafa enskir hug á því að fá að halda keppnina.

New York lagði Memphis í maraþonleik

Leiktíðin í ár fer öllu betur af stað en sú síðasta hjá New York Knicks í NBA deildinni, en í nótt lagði liðið Memphis Grizzlies 118-117 eftir þríframlengdan leik í Madison Square Garden. Quentin Richardson var sjóðandi heitur í liði New York og skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst en Chucky Atkins skoraði 25 stig fyrir Memphis og Hakim Warrick skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst.

Tottenham - Club Brugge í beinni

Leikur Tottenham og Club Brugge í Evrópukeppni félagsliða verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld og hefst útsending klukkan 19:55. Tottenham hvílir væntanlega eitthvað af lykilmönnum sínum fyrir deildarleikinn gegn Chelsea um helgina, en Didier Zokora er í leikmannahópi Lundúnaliðsins eftir að hafa veikst af malaríu á dögunum.

Jafnt í hálfleik á White Hart Lane

Staðan í leik Tottenham og Club Brugge í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Dimitar Berbatov jafnaði metin fyrir Tottenham eftir að liðið lenti undir 1-0. Albert Luqueskoraði mark Newcastle hefur yfir 1-0 gegn Palermo á Sikiley og þá er markalaust hjá Blackburn og Basel.

Gummersbach leiðir í hálfleik

Gummersbach hefur forystu 19-14 gegn Fram þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu. Þýska liðið var lengi að finna taktinn líkt og í fyrri leiknum og lenti undir 9-6, en hefur síðan hert tökin og hefur 5 marka forskot í hálfleik. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Hugsanlega besti leikur okkar í Meistaradeildinni

Arsene Wenger var ekkert að velta sér upp úr því að lið hans hafi farið illa með fjölda færa og því þurft að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli við CSKA Moskva í kvöld. Hann segir spilamennsku liðsins hafa verið frábæra.

Við verðum að ná í stig gegn Celtic

Sir Alex Ferguson var ekki á þeim buxunum að koma með lélegar afsakanir í kvöld eftir að hans menn afhentu FC Kaupmannahöfn fyrsta sigur sinni í Meistaradeildinni í sögu félagsins. Ferguson sagði sína menn hafa fengið á baukinn fyrir að nýta ekki færi sín.

Stjarnan lagði Hauka

Stjarnan lagði Hauka 33-29 á útivelli í leik kvöldsins í DHL deild karla í handbolta og náði með þessum mikilvæga sigri að rétta sinn hlut nokkuð í deildinni eftir slæma byrjun. Bæði lið eru með 4 stig eftir 5 umferðir í deildinni.

Tap fyrir Hollandi

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir heimamönnum Hollendingum 32-27 í kvöld í fyrsta leik sínum á sex liða móti þar í landi. Hrafnhildur Skúladóttir og Hildigunnur Einarsdóttir skoruðu 5 mörk hvor í íslenska liðinu sem mætir Austurríki á morgun.

United lá í Kaupmannahöfn

Manchester United þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir FC Kaupmannahöfn í Danmörku í kvöld og Arsenal og CSKA Moskva gerðu markalaust jafntefli í G-riðli, þar sem allt er nú opið.

Dauft hjá enskum í fyrri hálfleik

Ensku liðunum Arsenal og Manchester United hefur ekki gengið vel í fyrri hálfleik í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu sem sýndir eru beint á sjónvarpsstöðvum Sýnar í kvöld, en raunar hafa fá mörk verið skoruð í leikjunum átta sem standa yfir.

Logi heitur

Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson var sjóðandi heitur í kvöld þegar hann og félagar hans í ToPo Helsinki lögðu Espool Tonka 95-86 í finnsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Logi skoraði 37 stig í leiknum og er lið hans nú í fimmta sæti deildarinnar eftir 10 umferðir.

Tveir leikir í beinni í kvöld

Það verða tveir leikir í beinni útsendingu á NBA TV sjónavrpsstöðinni í kvöld, en deildarkeppnin hófst með látum í gærkvöldi. Fyrri leikurinn er viðureign New Jersey og Toronto og hefst hún klukkan 1 eftir miðnætti og klukkan 3:30 eigast svo við Phoenix og LA Clippers.

Ver ráðningu McClaren

Brian Barwick hefur nú komið Steve McClaren landsliðsþjálfara Englendinga til varnar í kjölfar gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir vegna lélegs gengis enska landsliðsins í síðustu leikjum.

Meiðsli Eiðs ekki alvarleg

Ökklameiðsli landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni í gærkvöld voru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu og svo gæti farið að hann yrði klár í slaginn um helgina þegar meistararnir mæta Deportivo í deildinni.

Pétur Marteinsson í KR

Landsliðsmaðurinn Pétur Marteinsson sem leikið hefur með Hammarby í Svíþjóð síðustu ár hefur ákveðið að snúa aftur heim til Íslands og ætlar að ganga í raðir KR. Pétur mun einnig starfa með Akademíu KR þar sem hann mun vinna með ungum knattspyrnumönnum.

Matthías skrifaði undir þriggja ára samning við FH

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun hefur Valsmaðurinn Matthías Guðmundsson nú skrifað undir þriggja ára samning um að leika með Íslandsmeisturum FH. Matthías skrifaði undir hjá FH í hádeginu.

Dregið í 32 liða úrslitin í dag

Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í 32 liða úrslitum bikarkeppni Lýsingar í körfubolta í karlaflokki. Þrjár úrvalsdeildarviðureignir líta dagsins ljós strax í þessari umferð, þar sem UMFG mætir Snæfelli, KR mætir Haukum og þá eigast við ÍR og Njarðvík. Leikirnir fara fram dagana 24.-26. nóvember.

Arsenal - CSKA Moskva í beinni

Leikur Arsenal og CSKA Moskvu í meistaradeild Evrópu verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:30 og á sama tíma verður leikur FC Kaupmannahöfn og Manchester United sýndur á Sýn Extra.

Alonso kveður Renault

Heimsmeistarinn Fernando Alonso fór í kveðjutúr um verksmiðjur Renault á Englandi um helgina en hann gengur til liðs við McClaren fyrir næsta tímabil. Alonso kvaddi starfsmenn Renault með þökkum og óskaði þeim sigurs í öllum keppnum sem hann á annað borð sigraði ekki í sjálfur.

Tveir stórleikir í 16 liða úrslitunum

Í dag var dregið í 16 liða úrslit karla í ss bikarnum í karlaflokki og þar verða tveir stórleikir á dagskrá. Íslandsmeistarar Fram mæta Fylki og Haukar taka á móti Valsmönnum, en leikirnir verða spilaðir 15. nóvember.

Baunar áfram á Barcelona

Jose Mourinho hrósaði baráttuanda sinna manna í gærkvöld þegar lið Chelsea náði jöfnu gegn Barcelona í Meistaradeildinni, en hann gat ekki stillt sig um að bauna aðeins á Frank Rijkaard þjálfara.

Ræddi við Nígeríumenn

Breskir fjölmiðlar segja í dag að sænski knattspyrnuþjálfarinn Sven-Göran Eriksson hafi átt í viðræðum við Nígeríska knattspyrnusambandið þar sem honum hafi verið boðið að taka við landsliðinu. Eriksson var áður hjá enska landsliðinu en hætti þar eftir HM í sumar. Hann hefur verið orðaður við West Ham, Benfica, Newcastle, Inter og West Ham í fréttum undanfarið.

Bann Mijailovic stendur

Serbneski varnarmaðurinn Nikola Mijailovic hjá Wisla Krakow í Póllandi þarf að sitja af sér fimm leikja bannið sem hann var settur í af evrópska knattspyrnusambandinu á dögunum eftir að áfrýjun hans á banninu var hafnað í dag. Mijailovic beitti Benni McCarthy leikmann Blackburn kynþáttaníð í leik liðanna þann 19 október sl.

Staðfestir tilboð í Leicester City

Milan Mandaric, fyrrum eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, hefur staðfest að hann hafi gert kauptilboð í 1. deildarfélagið Leicester City. Mandaric náði á sínum tíma að rífa Portsmouth upp úr meðalmennsku og í efstu deild og ætlar sér nú að gera það sama við Leicester. Talið er að tilboð hans sé upp á um 25 milljónir punda.

Sölusýning í Hestheimum

Sölusýning verður haldin næstkomandi sunnudag 5. nóvember og hefst hún stundvíslega kl: 14.00. Sölusýningar í Hestheimum hafa fest sig í sessi hjá hestamönnum og áhugafólki í hestamennsku á þessum árstíma og hefur fjöldi fólks fundið þar sinn eðal gæðing.

Ræktunarbú ársins 2006

Á haustfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem haldin var í gær tilkynnti Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur hvaða ræktunarbú eru tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2006. Tilkynnt verður hvaða bú sigrar á uppskeruháthíð hestamanna sem haldin verður í næsta mánuði.

Hestamarkaður í Víðidal

Hestamarkaður og sölusýning verður haldin í reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 4. nóvember næstkomandi og hefst sýningin klukkan 13:00 en húsið opnar kl 12:00. Í anddyri reiðhallarinnar er búið að setja upp Markaðstorg þar sem söluaðilar kynna vörur fyrir hestamenn allt frá hóffjöðrum uppí traktora, allt sem snýst um hesta og hestamennsku verður á Markaðstorginu, en þar verður hægt að kaupa vörur á mjög góðu tilboðsverði.

Knapamerkjanámsefni komið út

Námsefni fyrir fyrstu 3 stig Knapamerkjanna er nú komið út. Höfundur námsefnisins er Helga Thoroddsen og útgefandi er Hólaskóli. Um er að ræða vandað námsefni og ríkulega myndskreytt. Námsefnið getur nýst breiðum aldurshópi og geta allir fengið efnið keypt hvort sem þeir hyggja á nám skv. Knapamerkjunum eða ekki.

Skaut úr riffli að hrossahópi í Flókadal

Tilkynnt hefur verið til lögreglu á Sauðárkróki um mann sem skaut að hrossahópi í Flókadal nú nýlega. Bóndi á bæ einum í dalnum var að sækja hross sín snemma síðastliðinn laugardagsmorgun, en þau höfðu komist yfir á nágrannajörð. Um 60 hross voru í hópnum og var ætlunin að reka þau heim í tún.

Nýji stjórnarformaðurinn hefur verið frábær

Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, segir að gott gengi liðsins á síðustu vikum megi að stóru leyti þakka þeim stuðning sem Peter Coates, stjórnarformaður félagsins, hefur sýnt honum. Coates tók sem kunnugt við af íslensku fjárfestunum fyrir tímabilið í ár og segir Pulis að starfsumhverfi félagsins hafi verið allt annað í vetur.

Lakers skellti Phoenix

Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Phoenix Suns í síðari leiknum á opnunarkvöldi deildarkeppninnar í nótt 114-106. Lakers var án Kobe Bryant í nótt en það kom ekki að sök þar sem Lamar Odom fór fyrir liðinu með 34 stigum og 13 fráköstum á hrekkjavökukvöldi.

Chicago kippti meisturunum niður á jörðina

Deildarkeppnin í NBA hófst með látum í nótt með leik meistara Miami og Chicago. Meistararnir fengu venju samkvæmt afhenta meistarahringa sína við skemmtilega athöfn fyrir leikinn, en það var eina ástæðan sem leikmenn Miami höfðu til að brosa í nótt því sprækt lið Chicago tók meistarana í nefið á þeirra eigin heimavelli 108-66.

Sjá næstu 50 fréttir