Fleiri fréttir

Öruggt hjá Liverpool

Liverpool átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Bordaeux af velli á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og er Liverpool búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, rétt eins og PSV sem sigraði Galatasary, 2-0.

Gleði og sorg hjá Eiði Smára

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði en meiddist illa þegar Barcelona og Chelsea skildu jöfn, 2-2, í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. Eiður Smári kom Barca í 2-1 á 58. mínútu en meiddist, að því er virtist alvarlega, á ökkla um stundarfjórðungi síðar. Didier Drogba jafnaði leikinn í uppbótartíma.

Barcelona leiðir í hálfleik

Staðan á Nou Camp leikvanginum í Barcelona er 1-0 fyrir heimamönnum gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leik liðanna í Meistaradeildinni. Það var Portúgalinn Deco sem skoraði markið strax á 4. mínútu leiksins. Liverpool er yfir gegn Bordeaux á Anfield.

Stjórnarmaður segir af sér

Noel White, stjórnarmaður hjá Liverpool, hefur sagt af sér eftir að upp komst um þáttöku hans í orðrómi sem fór á kreik í síðustu viku um að Rafael Benitez væri valtur í sessi sem knattspyrnustjóri liðsins.

Eiður Smári í byrjunarliðinu

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Chelsea í Meistaradeild Evrópu eftir örfáar mínútur. Leikurinn hefst kl. 19:45 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Flestir vilja sjá Saviola taka sæti Eiðs

Ratomir Antic, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona, segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki að spila vel fyrir félagið og að flestir myndu frekar vilja sjá Javier Saviola í fremstu víglínu liðsins.

Aldrei lent í öðru eins

Marel Baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli Gunnarssyni og félögum í Stabæk, 8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi. „Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp," sagði Marel.

Alveg bannað að svindla

Um helgina varð Freyja Sigurðardóttir Íslandsmeistari í Icefitness-keppninni. Hún sigraði örugglega, fékk 39 stig, þrettán stigum meira en sú sem varð í öðru sæti.

Ásthildur varð þriðja markahæst

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir varð þriðja markahæst í sænsku úrvalsdeildinni sem lauk í gær. Ásthildur skoraði 19 mörk en Lotta Schelin varð markahæst með 21 mark og hin brasilíska Marta varð næstmarkahæst með 20 mörk.

Króatar hrósuðu sigri

Króatar sigruðu í dag á heimsbikarmótinu í handbolta með því að leggja Túnisa að velli 33-31 í rafmögnuðum úrlslitaleik þar sem úrslitin réðust í vítakeppni eftir framlengingu. Ljubo Vukic skoraði 7 mörk fyrir Króata í dag en markamaskínan Wissem Hmam skoraði 13 mörk fyrir Túnisa.

Nemanja Sovic bestur í 3. umferð

Framherjinn Nemanja Sovic hjá Fjölni var í dag útnefndur leikmaður 3. umferðar í úrvalsdeild karla í körfubolta samkvæmt frammistöðuformúlu á tölfræðivef KKÍ. Sovic fékk 44 stig fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík á dögunum þar sem hann skoraði 35 stig, hirti 11 fráköst og hitti mjög vel úr skotum sínum í sigri Fjölnis.

Langþráður sigur West Ham

West Ham vann í dag mjög langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið skellti Blackburn 2-1 á heimavelli sínum Upton Park. Gamla brýnið Teddy Sheringham skoraði fyrra mark West Ham í fyrri hálfleik og Hayden Mullins bætti öðru við á 79. mínútu. Nokkuð fór um áhorfendur þegar David Bentley minnkaði muninn í uppbótartíma en West Ham náði að halda forskotinu þar til flautað var af.

Valsstúlkur á toppinn

Kvennalið Vals skellti sér á toppinn í DHL deild kvenna í dag með sigri á Akureyri 27-20 í Laugardalshöll. Markahæst í liði Vals var Hildigunnur Einarsdóttir með 10 mörk en Ester Óskarsdóttir skoraði 11 mörk fyrir Akureyri. Valur er í toppsætinu með 11 stig en Stjarnan hefur 10 stig í öðru sætinu en á leik til góða.

Fimm leikir í kvöld

Fimm leikir eru á dagskrá í körfuboltanum hér heima í kvöld. Fjórir leikir eru hjá körlunum og einn í kvennaflokki þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti nýliðum Hamars/Selfoss. Sá leikur hefst klukkan 19:15 eins og raunar allir leikir kvöldsins.

Osasuna - Bilbao í beinni

Leikur Osasuna og Atletic Bilbao verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 í kvöld og strax að leiknum loknum verður á dagská viðureign Denver og Indianapolis í bandarísku NFL deildinni.

Singh sigraði óvænt

Indverjinn Milkha Singh sigraði óvænt á Volvo Masters mótinu í golfi sem lauk í dag og lauk keppni á tveimur höggum undir pari. Sigur Singh féll þó nokkuð í skuggann af æsispennandi baráttu um efsta sæti peningalistans á tímabilinu, en það tryggði Írinn Padraig Harrington sér í dag með góðum endaspretti. Hann hafnaði í öðru sæti Volvo mótsins ásamt þeim Sergio Garcia og Luke Donald.

A-lið Íslands sigraði

A-lið Íslands hafði í dag sigur á fyrsta alþjóðlega glímumótinu sem haldið var hér á landi í dag í tilfefni af 100 ára afmæli Glímusambands Íslands. Alls tóku 60 glímumenn þátt í mótinu, þar af 20 erlendir, en keppt var í nýju íþróttahúsi Ármanns í Laugardalnum.

Trevor Berbick myrtur

Fyrrum þungavigtarmeistarinn í hnefaleikum, Trevor Berbick, fannst látinn í Norwich á Jamaíku í gær. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins en Berbick var með ljóta höfuðáverka þegar hann fannst.

Inter lagði Milan í æsilegum leik

Inter Milano lagði granna sína í AC Milan 4-3 í æsilegu uppgjöri erkifjendanna í ítölsku A-deildinni í gær. Crespo, Stankovic og Ibrahimovic komu Inter í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks áður en Seedorf minnkaði muninn fyrir Inter. Materazzi kom þá Inter í 4-1 og var rekinn af velli fyrir fagnaðarlæti sín og í kjölfarið minnkuðu þeir Gilardino og Kaka muninn fyrir AC.

Kaman og Howard gera nýja samninga

ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur greint frá því að miðherjinn Chris Kaman hjá LA Clippers og framherjinn Josh Howard hjá Dallas Mavericks séu nú búnir að framlengja samninga sína við lið sín í NBA deildinni.

Shevchenko og Drogba með Chelsea á Spáni

Framherjarnir Andriy Shevchenko og Didier Drogba fóru báðir með liði Chelsea til Spánar þar sem liðið sækir Evrópumeistara Barcelona heim í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld. Báðir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða.

Jóhann og Freyja hlutskörpust

Mikil spenna var í karlaflokki þegar nýjir Íslandsmeistarar voru krýndir á Íslandsmótinu í Ice Fitnes sem fram fór í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.

Loeb heimsmeistari þriðja árið í röð

Franski ökuþórinn Sebastien Loeb tryggði sér um helgina þriðja heimsmeistaratitil sinn í ralli í röð án þess svo mikið að setjast undir stýri, þegar Finninn Marcus Grönholm kom fimmti í mark í Ástralíukappakstrinum.

Red Auerbach allur

Red Auerbach, forseti Boston Celtics í NBA deildinni og fyrrum þjálfari, lést á laugardaginn 89 ára að aldri. Auerbach er einn þekktasti og sigursælasti þjálfari í sögu körfuknattleiksins en undir hans stjórn vann lið Boston átta meistaratitla í röð og níu alls á sjötta og sjöunda áratugnum.

Eiður skoraði ekki en Barcelona vann

Eiður Smári var í byrjunarliði Börsunga en skoraði ekki þegar þeir sigruðu Recreativo 3-0 í Barcelona í kvöld. Ronaldinho, Eiður Smári og Giuly voru í framvarðarlínunni því Leo Messi var meiddur og lék því ekki með.

Besta frammistaða okkar í deildinni til þessa

Rafa Benitez sagði að frammistaða Liverpool í fyrri hálfleiknum í 3-1 sigri á Aston Villa í dag hefði verið besti leikkafli liðsins á leiktíðinni í úrvalsdeildinni. Liverpool gerði út um leikinn í fyrri hálfleiknum með þremur mörkum.

Gagnrýnir Steve McClaren

Sol Campbell, varmarnaður Portsmouth og fyrrum landsliðsmaður, segir að Steve McClaren hafi ekki staðið vel að því þegar hann tilkynnti sér að hann ætti ekki lengur sæti í landsliðinu.

Hrósaði Wayne Rooney

Sam Allardyce átti ekki til orð yfir frammistöðu framherjans Wayne Rooney í dag þegar Manchester United rassskellti Bolton á útivelli 4-0. Rooney skoraði þrennu í leiknum og Allardyce viðurkenndi að sínir menn hefðu ekki átt möguleika á að stöðva hann.

Charlton enn á botninum

Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton verma enn botnsætið í ensku úrvalsdeildinni eftir markalaust jafntefli við Newcastle á útivelli í lokaleik dagsins. Hermann var í hjarta varnarinnar hjá Charlton að venju, en liðið hefur aðeins hlotið fimm stig í fyrstu 10 leikjum sínum í deildinni.

Grótta lagði Hauka

Þrír leikir fóru fram í efstu deild kvenna í handbolta í dag. Grótta lagði Hauka örugglega 27-22, Natasja Damljamovic og Eva Kristinsdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir Gróttu en Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sandra Stokovic skoruðu 7 hvor fyrir Hauka.

Barclona - Recreativo í beinni

Leikur Barcelona og Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni verður sýndur beint á Sýn í dag og hefst útsending klukkan 17:50. Það verður Hörður Magnússon sem lýsir leiknum beint og þá er rétt að minna á beina útsendingu Sýnar frá Íslandsmótinu í Ice Fitness sem hefst klukkan 20 í kvöld.

Aftur tap fyrir Ungverjum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði annan daginn í röð fyrir Ungverjum í æfingaleik ytra, nú 32-28 eftir að hafa verið undir 17-12 í hálfleik. Logi Geirsson var aftur markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörg og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu 4 mörk hvor.

Grönholm á enn veika von

Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á enn veika von um að verða heimsmeistari í rallakstri eftir að þessi magnaði ökumaður vann sig upp í 7. sæti á öðrum keppnisdegi Ástralíurallsins í dag með því að vinna fimm sérleiðir.

Rooney skoraði þrennu í stórsigri United

Manchester United er komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir frábæran 4-0 útisigur á Bolton í dag þar sem Wayne Rooney undirstrikaði endurkomu sína með þrennu. Liverpool vann 3-1 sigur á Aston Villa og Arsenal varð að gera sér að góðu jafntefli við Everton á heimavelli sínum.

Með annað augað á leiknum við Barcelona

Jose Mourinho viðurkenndi að hann hefði verið ánægður með sigurinn á Sheffield United í dag í ljósi þess að hann hefði gert nokkrar breytingar á liði sínu vegna leiksins við Barcelona í Meistaradeildinni í næstu viku.

Chelsea á toppinn

Chelsea vann 2-0 útisigur á nýliðum Sheffield United í dag og skaust þar með á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Danny Webber misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik og það reyndist heimamönnum dýrt, því Frank Lampard og Michael Ballack tryggðu meisturunum sigur með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn.

Hammarby ræður þjálfara til starfa

Sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby réð í gær hinn 33 ára gamla Tony Gustavsson sem nýjan aðalþjálfara liðsins. Hann tekur við starfinu að tímabilinu loknu en tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Tveir Íslendingar eru hjá liðinu, þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson.

Loksins mark hjá Rooney

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United hefur yfir 2-0 gegn Bolton á útivelli þar sem gestirnir hafa verið með frumkvæðið lengst af leik og þar er Wayne Rooney loksins kominn á blað fyrir United. Liverpool er að bursta Aston Villa og Everton hefur yfir gegn Arsenal á útivelli.

Æfingatímabilinu lauk í nótt

Síðustu leikirnir á æfingatímabilinu í NBA fóru fram í nótt en deildarkeppnin hefst með látum næsta þriðjudagskvöld. Í sjónvarpsleiknum á NBA TV í nótt vann San Antonio öruggan sigur á Dallas 100-79, en þessi lið mætast einmitt á þriðjudagskvöldið í fyrsta deildarleik sínum.

Dómurinn enn mildaður

Refsing þriggja ítalskra knattspyrnufélaga sem gert var að sæta refsingu fyrir hlut sinn í knattspyrnuskandalnum þar í landi í sumar var í kvöld mildaður enn einu sinni. Átta stiga refsing AC Milan mun standa áfram, en Lazio, Juventus og Fiorentina fá refsingar sínar mildaðar og er þessu ljóta máli nú formlega lokið þar sem ekki verður um frekari áfrýjun að ræða. Nánari upplýsinga er að vænta innan skamms.

Tindastóll lagði ÍR

Lið Tindastóls gerði góða ferð í Breiðholtið í kvöld og lagði ÍR 93-78 í úrvalsdeild karla í körfubolta. Lamar Karim skoraði 29 stig og Svavar Birgisson 19 fyrir Stólana, en LaMar Owen skoraði 30 stig og Ólafur Sigurðsson 14 fyrir ÍR. Þetta var annar sigur nýliða Tindastóls í deildinni í þremur leikjum. Þá vann Fjölnir góðan sigur á Keflavík á heimavelli 110-108 eftir framlengdan leik.

Lotina tekinn við Real Sociedad

Spænska knattspyrnufélagið Real Sociedad gekk í dag frá ráðningu Miguel Angel Lotina sem taka mun við starfi þjálfara liðsins í kjölfar þess að Jose Mari Bakero var látinn taka pokann sinn í gær. Hinum 49 ára gamla Baska verður falið það erfiða verkefni að rétta við skútuna hjá Sociedad, en hann verður fjórði þjálfari liðsins á síðustu 14 mánuðum.

Fá 150 milljónir evra í tekjur frá Nike

Forráðamenn Barcelona tilkynntu í dag að nýr samningur félagsins við ameríska íþróttavöruframleiðandann Nike ætti eftir að skila félaginu um 150 milljónum evra í tekjur á næstu fimm árum. Barcelona hefur spilað í treyjum Nike frá árinu 1998 og verður núverandi samningur framlengdur til ársins 2013.

Henrik Stenson í forystu

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur eins högg forskot þegar tveimur hringjum er lokið á Volvo Masters mótinu sem fram fer í Valderrama á Spáni. Stenson er á fjórum höggum undir pari eftir að hafa leikið á 68 höggum í dag og er höggi á undan Lee Westwood. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu á morgun og sunnudag.

Tap fyrir Ungverjum í æfingaleik

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði 39-31 fyrir Ungverjum í æfingaleik ytra í dag. Mikil meiðsli eru í herbúðum íslenska liðsins og fengu því nokkrir leikmenn sem ekki hafa verið mikið í sviðsljósinu með liðinu að spreyta sig í dag.

Sjá næstu 50 fréttir