Fleiri fréttir

Tony Kukoc íhugar að hætta

Króatíski framherjinn Tony Kukoc sem leikið hefur með Milwaukee Bucks undanfarin fjögur ár, segir að hann muni líklega leggja skóna á hilluna á næstu dögum eða vikum. Kukoc er 38 ára gamall og er líklega þekktastur fyrir að leika með gullaldarliði Chicago Bulls sem vann titilinn á árunum 1996-98.

Leikmenn Arsenal voru latir

Ashley Cole lætur fyrrum félaga sína í Arsenal hafa það óþvegið í ævisögu sinni sem fljótlega kemur út, en kaflar úr henni hafa verið birtir í dagblaðinu The Times. Þar segir Cole að aðalástæða þess að Arsenal gekk illa í deildinni á síðustu leiktíð hafi verið leti og aumingjaskapur leikmanna.

Verðum að vera þolinmóðir í kvöld

Arsene Wenger segir að þolinmæði verði lykillinn að góðum úrslitum í kvöld þegar hans menn fá það erfiða verkefni að sækja þýska liðið Hamburg heim í meistaradeild Evrópu, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og hefst útsending klukkan 18:30.

Síðbúnu tilboði í Senna var hafnað

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að félagið hafi gert endurbætt tilboð í miðjumanninn Marcos Senna hjá Villarreal á síðustu stundu fyrir lokun félagaskiptagluggans, en því hafi verið hafnað. Ferguson var lengi á eftir Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen, en gerði eina lokatilraun við Senna eftir að Þjóðverjarnir neituðu alfarið að selja Hargreaves.

Denilson til reynslu hjá Portsmouth

Brasilíumaðurinn Denilson er nú til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Portsmouth og svo gæti farið að hann geri samning við félagið ef allt gengur að óskum. Denilson varð heimsmeistari með landsliði Brasilíu árið 2002, en hefur verið samningslaus eftir að hafa verið látinn fara frá franska liðinu Bordeaux. Talið er að Middlesbrough hafi einnig augastað á Denilson, sem árið 1998 varð dýrasti knattspyrnumaður í heimi þegar Real Betis keypti hann á 22 milljónir punda.

Risastökk hjá Íslenska landsliðinu

Íslenska landsliðið í knattspyrnu tekur mikið stökk á FIFA-listanum sem birtur var í dag, en liðið hefur hækkað um 19 sæti síðan listinn var birtur síðast. Ísland var í 106. sæti síðast en er nú komið í 87. sætið. Englendingar eru komnir í 4. sætið, upp fyrir heimsmeistara Ítalíu og er þetta besti árangur Englendinga á listanum í sögunni, en liðið náði í 4. sætið árið 1997.

Talar frjálslega um peningamál leikmanna Valsliðsins

Á heimasíðu Vals má enn finna nokkur bréf skrifuð af Rieg og Fréttablaðið hefur einnig undir höndum spjallþráð sem hefur verið eytt af síðunni en í honum fer Rieg mikinn. Við skulum byrja á að draga út nokkur ummæli í þræðinum sem var eytt en Rieg stofnaði hann 23. maí 2006, skömmu eftir að Ernir Hrafn Arnarsson hafði gengið í raðir Vals. Fram var eitt þeirra liða sem vildi fá Ernir í sínar raðir.

Þetta er ekki málefni Fram

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, sakað Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann handknattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Valsmanna þar sem hann hafi reynt að skapa óróa með ummælum sínum og hafi einnig haldið því fram að hann væri gallharður Valsari. Sumt af því sem Hjálmar er ásakaður um að hafa skrifað á síðunni er það gróft að Valsmenn urðu að fjarlægja það af síðunni.

Ánægður með markalaust jafntefli

Rafa Benitez var mjög ánægður með að ná markalausu jafntefli á útivelli gegn hollenska liðinu PSV Eindhoven í meistaradeildinni í kvöld og varði ákvörðun sína um að hafa marga af lykilmönnum sína á varamannabekknum með því að segja að þeir hefðu einfaldlega ekki úthald í að spila alla þá leiki sem á dagskránni væru.

Ánægður með sigur á sterku liði Bremen

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var mjög ánægður með sigur sinna manna á Werder Bremen í meistaradeildinni í kvöld, en viðurkenndi að þýska liðið hefði verið betri aðilinn á köflum.

Fabregas samþykkir nýjan átta ára samning

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur gefið það upp að spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas sé í þann mund að undirrita nýjan átta ára samning við félagið. Fabregas hefur verið hjá Arsenal síðan hann var 16 ára og er talinn einn efnilegasti miðjumaður heimsins í dag. Hann hefur verið eftirsóttur af liðum eins og Real Madrid um nokkurt skeið.

Meistararnir byrja með tilþrifum

Evrópumeistarar Barcelona hófu titilvörn sína með tilþrifum í kvöld þegar liðið valtaði yfir Levski Sofia 5-0 á Nou Camp. Börsungar létu úrhellisregn ekki hafa áhrif á sig á heimavelli sínum og var sigur liðsins aldrei í hættu eftir að það náði forystu strax í upphafi. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta hálftímann með Barcelona en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Eiður kominn inn í lið Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inn í lið Barcelona sem varamaður eftir um klukkustundar leik á Nou Camp, en Börsungar eru að valta yfir Levski Sofia 4-0. Úrhellisrigning hefur sett svip sinn á leikinn, en þeir Puyol og Eto´o skoruðu þriðja og fjórða mark liðsins í síðari hálfleik eftir að staðan var 2-0 í leikhléi.

Tveir leikir í kvöld

Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hjálmar Jónsson var í liði IFK frá Gautaborg sem vann góðan 4-1 útisigur á Häcken og Emil Hallfreðsson spilaði síðasta hálftímann þegar lið hans Malmö tapaði 3-1 á útivelli fyrir Helsingborg. IFK Gautaborg er í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig, en Malmö er í því fjórða með 28 stig.

Barcelona yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í meistaradeild Evrópu. Barcelona er að eiga náðugt kvöld í rigningunni á Nou Camp og hefur yfir 2-0 gegn Levski Sofia, Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Werder Bremen og markalaust er hjá PSV og Liverpool í Hollandi.

Frábær sigur hjá Blikum

Kvennalið Breiðabliks vann í kvöld frækinn 2-1 sigur á finnsku meisturunum HJK Helsinki í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði sigurmark Kópavogsliðsins gegn heimamönnum rétt fyrir leikslok, en áður hafði Ólína Viðarsdóttir skorað fyrir Blika.

Benayoun ætlar að framlengja við West Ham

Ísraelski landsliðsmaðurinn Yossi Benayoun segist ætla að skrifa undir nýjan fimm ára samning við West Ham í vikunni, en þessi 26 ára gamli miðjumaður var nokkuð eftirsóttur í sumar og var meðal annars orðaður við Arsenal og Liverpool. Benayoun segist hæst ánægður í herbúðum liðsins og segir ekkert því til fyrirstöðu að það verði með í baráttunni um titla á næstu árum.

Lennon farinn að æfa á ný

Hnémeiðsli enska landsliðsmannsins Aaron Lennon hjá Tottenham virðast ekki hafa verið eins alvarleg og talið var í fyrstu, því breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að vængmaðurinn ungi hafi mætt á æfingu liðsins í dag. Lennon var ekki með Tottenham um helgina, en því er haldið fram að hann verði jafnvel í hópnum fyrir Evrópuleikinn við Slavia Prag á fimmtudagskvöldið.

Eiður Smári á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti búlgörsku meisturunum Levski Sofia á Nou Camp í meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra, PSV - Liverpool er sýndur beint á Sýn og viðureign Chelsea og Werder Bremen er sýndur beint á Sýn Extra 2.

Sættast Zidane og Materazzi?

Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, vinnur nú í því að fá franska snillinginn Zinedine Zidane og ítalska varnarmanninn Marco Materazzi til þess að hittast opinberlega og sættast. Eins og frægt er orðið lenti þeim saman í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane skallaði Materazzi í bringuna.

Jimmy Bullard úr leik

Jimmy Bullard leikur ekki meira með Fulham í ensku úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili eftir að hafa meiðst illa á hné á dögunum. Bullard byrjaði ferilinn vel hjá Fulham í sumar eftir að hann kom frá Wigan, en nú er ljóst að hann verður frá keppni í að minnsta kosti níu mánuði.

Thatcher sleppur ótrúlega vel

Varnarmaðurinn Ben Thatcher hjá Manchester City hefur verið dæmdur í átta leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins eftir líkamsárás sína á Pedro Mendes hjá Portsmouth í leik liðanna á dögunum. Thatcher hefur þegar tekið út tvo leiki af sex sem hann fékk í bann frá City og missir því aðeins af sex leikjum í viðbót með liði sínu.

Lætur Schumacher heyra það

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher hjá Ferrari sé óíþróttamannslegasti ökuþór í sögu Formúlu eitt og hlakkar til að losna við hann úr keppni á næsta ári eftir að Þjóðverjinn tilkynnti að hann ætlaði að hætta eftir yfirstandandi keppnistímabil.

Veislan hefst í kvöld

Hin árlega veisla knattspyrnuáhugamanna hefst í kvöld þegar riðlakeppni meistaradeildarinnar hefst með látum. Sjónvarpsstöðin Sýn lætur sitt ekki eftir liggja á þeim bænum frekar en venjulega og verður með þrjár beinar útsendingar frá keppninni í kvöld. Þá verða þeir Guðni Bergs og Heimir Karls að sjálfssögðu á sínum stað og fara yfir stöðu mála í leikjum kvöldsins.

Blikar í eldlínunni í dag

Kvennalið Breiðabliks hefur leik í milliriðlum Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í dag þegar liðið mætir finnsku meisturunum í HJK Helsinki.

Henry verður ekki með gegn Hamburg

Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, verður ekki með liði sínu annað kvöld þegar það mætir Hamburg í mestaradeild Evrópu eftir að hafa meiðst á fæti á æfingu. Unglingurinn Theo Walcott er aftur kominn í hóp Arsenal eftir að hafa verið hvíldur og þá er reiknað með að Julio Baptista verði í hópnum. Jens Lehmann snýr einnig aftur í lið Arsenal eftir að hafa tekið út leikbann.

United vinnur Celtic

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og Glasgow Celtic, segist hafa grunað að liðin ættu eftir að mætast í meistaradeildinni í ár þegar hann hætti að leika með enska liðinu á sínum tíma. Keane telur að United muni fara með sigur af hólmi í "Baráttunni um Bretland" annað kvöld.

Sló öll aðsóknarmet um helgina

Heimildarmyndin Þetta er ekkert mál sem byggð er á ævi kraftajötunsins Jóns Páls Sigmarssonar, sló öll aðsóknarmet í kvikmyndahúsum þegar hún var frumsýnd um helgina. Tvöfalt fleiri sáu myndina en heimildarmyndina Blindsker um Bubba Morthens á sínum tíma og reiknað er með að hún eigi eftir að verða vinsælasta heimildarmynd sem gerð hefur verið á Íslandi.

Benitez mætir Koeman á ný

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, mun í kvöld reyna að forðast að tapa fyrir liði undir stjórn Ronald Koeman annað árið í röð í meistaradeildinni þegar Liverpool mætir PSV Eindhoven. Koeman stýrði liði Benfica á síðustu leiktíð þegar liðið sló Liverpool úr keppni, en viðureign PSV og Liverpool í kvöld verður sýnd beint á Sýn.

Inter Milan er með besta hóp í heimi

Jose Mourinho segir að þó vissulega verði Chelsea að teljast eitt af þeim liðum sem eru sigurstrangleg í meistaradeildinni í ár, séu að minnsta kosti tíu lið sem hafi alla burði til að vinna keppnina. Hann segir ítalska liðið Inter Milan vera með sterkasta leikmannahóp allra liða í heiminum í dag.

Við erum að nálgast okkar besta form

Thierry Henry, franska markamaskínan hjá Arsenal, er sannfærður um að liðið muni brátt finna sitt besta form. Arsenal hefur farið afar hægt af stað í ensku úrvalsdeildinni í ár og aðeins hlotið tvö stig í fyrstu þremur leikjum sínum.

Hefur engar áhyggjur af Shevchenko

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segist styðja Andrei Shevchenko heilshugar í baráttu sinni við að skora fleiri mörk en Úkraínumaðurinn hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjum liðsins. Það er undir þeirri tölfræði sem vænst var af honum í kjölfarið á 30 milljón punda sölunni frá AC Milan í sumar.

Einn sá besti í sögu Man. Utd.

Sir Alex Ferguson sparaði ekki stóru orðin í garð Ryan Giggs eftir frammistöðu hans gegn Tottenham í gær og segir hann vera einn besta leikmann í sögu Manchester United. Giggs skoraði sigurmarkið í leiknum, var valinn leikmaður mánaðarins í úrvalsdeildinni og virðist aldrei hafa verið í betra formi.

Nistelrooy skoraði þrennu

Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy fór hamförum og skoraði þrennu þegar Real Madrid burstaði Levante 4-1 á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta var fyrsti sigur Real í deildinni í ár.

Raikkönen tekur við af Schumacher

Það verður Finninn Kimi Raikkönen sem mun taka sæti Michael Schumacher sem ökumaður Ferrari á næsta keppnistímabili í formúlu 1. Þetta tilkynnti stjórn Ferrari eftir Ítalíu-kappaksturinn í dag en áður hafði Schumacher greint frá því að hann hyggðist draga sig í hlé eftir tímabilið.

Góður dagur hjá Íslendingunum

Fjölmargir leikir fóru fram í norsku og hollensku úrvalsdeildunum í fótbolta í kvöld. Öll Íslendingaliðin unnu góða sigra í sínum leikjum.

Crouch er ekki öruggur

Terry Venables, aðstoðarmaður Steve McLaren hjá enska landsliðinu í fótbolta, segir að Peter Crouch, sóknarmaður Liverpool, sé ekki öruggur með byrjunarliðssæti í enska liðinu þrátt fyrir að hafa skorað 11 mörk í 14 landsleikjum.

Jol vill selja Defoe

Nokkur ensku blaðana greindu frá því í morgun að Martin Jol, stjóri Tottenham, sé tilbúinn að losa sig við enska landsliðsframherjann Jermain Defoe og ætli sér að hlusta vel á tilboð sem gætu borist í hann þegar leikmannaglugginn opnast að nýju í byrjun næsta árs.

Inter og AC Milan byrja með sigri

Mílanó-liðin Inter og AC byrja af krafti í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, en fyrsta umferðin var leikin um helgina. AC Milan lagði Lazio á heimavelli sínum í dag en Inter bar sigurorð af Fiorentina í gær, 3-2.

Jafnt hjá West Ham og Aston Villa

West Ham og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liam Ridgwelle kom Villa yfir strax í upphafi leiks en hinn funheiti Bobby Zamora jafnaði á 52. mínútu. Carloz Tevez kom inn á hjá West Ham þegar hálftími var eftir en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Andri jafnaði í blálokin

Andri Ólafsson skoraði í uppbótartíma fyrir ÍBV og tryggði liðinu dýrmætt stig í leiknum gegn FH í Eyjum í dag. FH náði þar með ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Staðan versnar fyrir ÍA

ÍA er ennþá í 9. sæti Landsbankadeildar karla eftir að hafa misst unnin leik gegn Breiðablik niður í jafntefli í síðari hálfleik í dag. Atli Guðnason er búinn að koma FH í 1-0 í Eyjum þegar rúmur hálftími er eftir.

Argentínumennirnir á bekknum

Carlos Tevez og Javier Macherano, argentínsku landsliðsmennirnir sem gengu til liðs við West Ham fyrir skemmstu, eru ekki í byrjunarliði liðsins í leiknum gegn Aston Villa. Leikurinn er að hefjast á Upton Park, heimavelli West Ham.

ÍA skoraði á síðustu mínútu

Guðjón Heiðar Sveinsson var að koma Skagamönnum í 2-1 í viðureign liðsins gegn Breiðablik í Kópavogi. Staðan hjá Keflavík og Fylki er 1-1 en það er enn markalaust í leik Víkings og KR. 45 mínútna seinkunn varð á leik ÍBV og FH í Eyjum og er hann því að hefjast núna.

Schumacher ætlar að hætta eftir tímabilið

Þýski ökuþórinn Michael Schumacher var rétt í þessum að tilkynna á dramatískum blaðamannafundi eftir Ítalíukappaksturinn að hann hafi ákveðið að þetta verði síðasta tímabilið á hans ferli. Þrjú mót eru eftir á keppnistímabilinu og eftir þau er Schumacher hættur.

Sjá næstu 50 fréttir