Schumacher ætlar að hætta eftir tímabilið 10. september 2006 13:36 Michael Schumacher hefur ákveðið að draga sig í hlé eftir keppnistímabilið. MYND/AFP Þýski ökuþórinn Michael Schumacher var rétt í þessum að tilkynna á dramatískum blaðamannafundi eftir Ítalíukappaksturinn að hann hafi ákveðið að þetta verði síðasta tímabilið á hans ferli. Þrjú mót eru eftir á keppnistímabilinu og eftir þau er Schumacher hættur. "Það hefur verið mikið rætt um framtíð mína á síðustu viku og ég held að allir áhugamenn um formúlu, stuðningsmenn mínir og Ferrari, eigi rétt á að vita hvað ég ætla að gera. Ég segi þetta hreint út - ég hef ákveðið að hætta eftir þetta tímabil," sagði Schumacher og það mátti heyra saumnál detta á blaðamannafundinum. "Þetta er ákvörðun sem er tekin með Ferrari og í sátt við alla aðila. Þetta hefur verið einstakur tími og stórkostlegur ferill. Ég hef notið hverrar einustu sekúndu. Ég vill þakka fjölskyldu minni. Þau hafa stutt mig allan þennan tíma og án hans hefði ég ekki getað þetta," sagði Schumacher sem hefur unnið alls 90 sigra í formúlu 1 á ferlinum og var sigurinn í dag hans sjötti á tímabilinu í ár. "Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun og mesta eftirsjáin er að skilja við starfsmenn Ferrari því ég hef myndað sérstaklega sterk tengsl við þá. Nú ætla ég að einbeita mér að þeim þremur mótum sem eftir eru og við erum staðráðnir í að klára þetta með stæl. Ég hef aldrei verið einbeittari að því að vinna titilinn. Ég get ekki hugsað mér að enda þetta öðruvísi en með sigri," sagði Schumacher að lokum. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þýski ökuþórinn Michael Schumacher var rétt í þessum að tilkynna á dramatískum blaðamannafundi eftir Ítalíukappaksturinn að hann hafi ákveðið að þetta verði síðasta tímabilið á hans ferli. Þrjú mót eru eftir á keppnistímabilinu og eftir þau er Schumacher hættur. "Það hefur verið mikið rætt um framtíð mína á síðustu viku og ég held að allir áhugamenn um formúlu, stuðningsmenn mínir og Ferrari, eigi rétt á að vita hvað ég ætla að gera. Ég segi þetta hreint út - ég hef ákveðið að hætta eftir þetta tímabil," sagði Schumacher og það mátti heyra saumnál detta á blaðamannafundinum. "Þetta er ákvörðun sem er tekin með Ferrari og í sátt við alla aðila. Þetta hefur verið einstakur tími og stórkostlegur ferill. Ég hef notið hverrar einustu sekúndu. Ég vill þakka fjölskyldu minni. Þau hafa stutt mig allan þennan tíma og án hans hefði ég ekki getað þetta," sagði Schumacher sem hefur unnið alls 90 sigra í formúlu 1 á ferlinum og var sigurinn í dag hans sjötti á tímabilinu í ár. "Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun og mesta eftirsjáin er að skilja við starfsmenn Ferrari því ég hef myndað sérstaklega sterk tengsl við þá. Nú ætla ég að einbeita mér að þeim þremur mótum sem eftir eru og við erum staðráðnir í að klára þetta með stæl. Ég hef aldrei verið einbeittari að því að vinna titilinn. Ég get ekki hugsað mér að enda þetta öðruvísi en með sigri," sagði Schumacher að lokum.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira