Fleiri fréttir Ledley King kominn aftur í lið Tottenham Enski landsliðsmaðurinn Ledley King verður hugsanlega í byrjunarliði Tottenham sem sækir Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun, en King hefur verið lengi frá vegna uppskurðar. Dimitar Berbatov er þó mjög tæpur fyrir leikinn og svo gæti farið að egypski framherjinn Mido taki sæti hans í byrjunarliðinu. Manchester United hefur verið á miklu flugi í upphafi leiktíðar, á meðan Tottenham hefur byrjað afleitlega. 8.9.2006 22:00 Boltaveisla á Sýn um helgina Það verður mikið um að vera í íþróttalífinu hér heima sem og erlendis um helgina. Af innlendum vettvangi má nefna að úrslit fara langt með að ráðast í fyrstu- og Landsbankadeild karla í knattspyrnu og þá fer sjálfur bikarúrslitaleikurinn í kvennaflokki fram á morgun. Þá fer allt á fullt í spænska- og enska boltanum um helgina. 8.9.2006 21:30 Ósáttur við að fá ekki að spila úrslitaleikinn Jose Antonio Reyes segir að það hafi verið dropinn sem fyllti mælinn fyrir sig hjá Arsenal þegar hann fékk ekki að koma við sögu í úrslitaleik meistaradeildarinnar í vor, en Spánverjinn tjáði sig um brotthvarf sitt frá enska liðinu þegar hann var kynntur til sögu á blaðamannafundi hjá Real Madrid í dag. 8.9.2006 21:30 Sanchez ætlar að halda áfram Talsmaður írska knattspyrnusambandsins hefur staðfest við breska sjónvarpið að Lawrie Sanchez, landsliðsþjálfari Norður-Íra, ætli að halda áfram í starfi. Mikil óvissa hefur ríkt um framtíð hans síðan eftir sigurinn á Spánverjum á miðvikudag, en hann setti sig í fyrsta skipti í samband við knattspyrnusambandið í dag og er sagður ætla að halda áfram þrátt fyrir allt. 8.9.2006 20:45 Holyfield aftur í hringinn í nóvember Gamla brýnið Evander Holyfield er nú á fullu við að fullkomna enn eina endurkomuna í hnefaleikahringinn. Hann vann á dögunum auðveldan sigur í sínum fyrsta bardaga í langan tíma og hefur nú ákveðið að mæta Fres Oquendo frá Portó Ríkó næst þann tíunda nóvember næstkomandi. Holyfield stefnir á að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil á ferlinum, en það hefur engum boxara tekist áður. 8.9.2006 20:00 Njarðvíkingar leika í Sláturhúsinu Njarðvíkingar fengu ekki leyfi hjá Körfuknattleikssambandi Evrópu til þess að leika heimaleiki sína í Evrópukeppninni í vetur í ljónagryfjunni í Njarðvík. Þess í stað þurfa þeir að leika heimaleikina í Sláturhúsinu, heimavelli erkifjendanna í Keflavík. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á NFS í kvöld. 8.9.2006 19:07 Raikkönen fer til Ferrari Flavio Briatore segist vera búinn að gefast upp á að reyna að fá finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen til Renault-liðsins, því hann sé þegar búinn að gera munnlegt samkomulag um að ganga í raðir Ferrari og segir að þar verði hann eftirmaður Michael Schumacher á næsta tímabili því Þjóðverjinn muni tilkynna að hann sé hættur um helgina. 8.9.2006 18:40 Ferguson og Giggs bestir Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs hjá Manchester United voru í dag útnefndir knattspyrnustjóri og leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United hefur byrjað allra liða best í deildinni og því kemur þessi niðurstaða ekki sérlega á óvart. Þrátt fyrir að Ryan Giggs hafi spilað yfir 600 leiki í úrvalsdeildinni og verið einn besti leikmaður síðasta áratugar, er þetta merkilegt nokk í fyrsta sinn sem hann hlýtur þessi verðlaun. 8.9.2006 16:58 Alltaf erfitt að mæta Liverpool David Moyes segir sína menn í Everton vera tilbúna í slaginn fyrir grannaslaginn við Liverpool á Goodison Park á hádegi á morgun, en jafnan er heitt í kolunum þegar þessir erkifjendur frá Liverpool borg eigast við á knattspyrnuvellinum. 8.9.2006 16:04 Wenger jákvæður í garð Cole Arsene Wenger virðist ekki hafa neitt nema gott að segja um Ashley Cole, fyrrum leikmann Arsenal, sem nýverið gekk í raðir Chelsea í skiptum fyrir William Gallas. Wenger vill ekki líkja þeim Cole og Gallas saman, en segir bæði félögin og leikmennina hafa grætt á skiptunum. 8.9.2006 15:53 Vildi frekar halda Carrick en að græða peninga Martin Jol og félagar í Tottenham hafa verið gagnrýndir nokkuð fyrir að selja landsliðsmanninn Michael Carrick í ljósi lélegrar byrjunar liðsins á fyrstu vikum ensku úrvalsdeildarinnar. Jol segist hinsvegar ekkert hafa geta gert í máli Carrick, því leikmaðurinn hefði viljað fara nær heimaslóðum sínum til Manchester United. 8.9.2006 15:41 Schumacher fljótastur á æfingum Michael Schumacher hafði í dag gríðarlega yfirburði aðalökuþóra á æfingum fyrir Ítalíukappaksturinn sem fram fer á Monza brautinni á sunnudag, en hann var með 1,7 sekúndum betri tíma en keppinautur sinn Fernando Alonso. Ferrari bílarnir komu mjög vel út úr æfingunum í dag og því er ljóst að þeir verða illsigraðir á heimavelli sínum um helgina ef að líkum lætur. 8.9.2006 14:30 Henchoz aftur til Blackburn Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn hefur samið við svissneska varnarmanninn Stephane Henchoz út leiktíðina, en hann var með lausa samninga eftir að hafa verið látinn fara frá Wigan. Henchoz er 32 ára gamall og spilaði með Blackburn í tvö ár frá árinu 1997. Hann hefur þar fyrir utan spilað með Liverpool og Celtic í Skotlandi. 8.9.2006 14:00 Dæmdur í eins leiks bann Steve Staunton hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir að missa stjórn á skapi sínu í fyrsta alvöru leik sínum með írska landsliðsins á dögunum, en dómarinn rak hann upp í stúku á leik Íra og Þjóðverja. Staunton þarf því að sitja meðal áhorfenda þegar Írar mæta Kýpur í undankeppni EM í október. 8.9.2006 13:45 Framlengir við Milan til 2011 Ítalski landsliðsmaðurinn Andrea Pirlo hjá AC Milan hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2011. Gamli samningurinn hans náði til ársins 2008, en greinilegt er að félagið vill ekki missa þennan öfluga miðjumann úr röðum sínum. Þá framlengdi Georgíumaðurinn Kakha Kaladze einnig samning sinn við Milan á dögunum og hefur hann sömuleiðis bundið sig til ársins 2011. 8.9.2006 13:16 Liverpool fær grænt ljós á nýjan leikvang Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur nú fengið grænt ljós frá borgaryfirvöldum til að byggja nýjan knattspyrnuleikvang sem taka mun 60.000 manns í sæti. Félagið hefur gert 999 ára leigusamning á lóð við Stanley Park, sem er steinsnar frá Anfield Road þar sem núverandi leikvangur félagsins er staðsettur. 8.9.2006 13:05 Rooney lenti í ryskingum við leikmann Blackburn Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að skaphundurinn Wayne Rooney hjá Manchester United hafi lent í ryskingum við Michael Gray, leikmann Blackburn, á veitingastað í Manchester um helgina. 8.9.2006 12:51 Ekki dæma mig á mörkunum Frank Lampard, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, segist vera orðinn leiður á því að frammistaða sín með enska landsliðinu sé endalaust dæmd á því hve mörg mörk hann skori. 7.9.2006 22:00 Schumacher verður með fulla einbeitingu Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher verði með 100% einbeitingu í Ítalíukappakstrinum á Monza á sunnudaginn, þó tilkynnt verði eftir keppnina hverjir ökumenn Ferrari verði á næsta keppnistímabili - en þá kemur formlega í ljós hvort hinn sigursæli Þjóðverji leggur stýrið á hilluna eða heldur áfram að keppa á næsta tímabili. 7.9.2006 21:30 Auglýsingar á búningi Barcelona í fyrsta sinn Spænska knattspyrnustórveldið Barcelona mun í fyrsta skipti í sögunni bera auglýsingar framan á búningum sínum á þriðjudagskvöldið þegar liðið mætir Levski Sofia í meistaradeildinni. Hér er þó ekki um hefðbundna auglýsingu að ræða, heldur ber liðið merki barnahjálpar sameinuðuþjóðanna. Forseti Barcelona mun á morgun undirrita sérstakan styrktarsamning við samtökin og talið er að spænska félagið muni láta um 1,5 milljónir evra af hendi rakna til styrktar þessu góða málefni. 7.9.2006 20:45 Sanchez heldur vonandi áfram Forseti írska knattspyrnusambandsins segist vonast til þess að Lawrie Sanchez verði áfram landsliðsþjálfari Norður-Íra, en margt þykir benda til þess að hann hafi sagt starfi sínu lausu eftir sigurinn á Spánverjum í gær. Í kvöld verður sérstakur fundur haldinn hjá sambandinu þar sem endanlega kemur í ljós hvort Sanchez heldur áfram eða ekki. 7.9.2006 19:30 Spánverjar gerðu sig að fíflum Spænskir fjölmiðlar fóru ekki fögrum orðum um landsliðsþjálfarann Luis Aragones eftir tapið í Belfast í gær frekar en búast mátti við og segja fjölmiðlar að hann hafi orðið landi og þjóð til skammar með því að tapa leiknum og ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér tafarlaust. 7.9.2006 19:30 Klitschko mætir Calvin Brock í nóvember IBF heimsmeistarinn í þungavigt, Wladimir Klitschko, mun mæta Bandaríkjamanninum Calvin Brock í titilbardaga þann 11. nóvember næstkomandi. Brock þessi er 31 árs gamall og hefur keppt 29 sinnum á ferlinum. Hann hefur unnið 22 þeirra á rothöggi og þetta er í fyrsta skipti sem hann fær að berjast um titil. Klitschko hefur unnið 46 sigra í 49 bardögum. 7.9.2006 18:30 Elísabet framlengir við Val Knattspyrnudeild Vals gekk í gærkvöld frá nýjum þriggja ára samningi við Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara kvennaliðs félagsins sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. Elísabet mun einnig gegna starfi yfirþjálfara hjá yngri kvennaflokkum félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag. 7.9.2006 17:30 Tevez vill feta í fótspor landa sinna Argentínski framherjinn Carlos Tevez, sem nýverið gekk í raðir West Ham, segist ólmur vilja feta í fótspor landa sinna Ossie Ardiles og Ricardo Villa sem gerðu garðinn frægan með liði Tottenham fyrir um 30 árum síðan og ruddu leiðina fyrir útlendinga í ensku knattspyrnunni. 7.9.2006 16:45 Ætlar að ljúka ferlinum með Ciudad Landsliðsmaðurinn Ólafur Stefánsson hefur gert munnlegt samkomulag við spænska stórliðið Ciudad Real um að framlengja samning sinn um tvö ár við félagið og ætlar því væntanlega að ljúka atvinnumannsferli sínum með liðinu. Ólafur er 33 ára gamall og er almennt álitinn sterkasta örvhenta skytta heimsins í dag. 7.9.2006 16:26 Ætlar að gefa Essien hárlokk Ítalski framherjinn Bernardo Corradi hjá Manchester City segist ætla að gefa Michael Essien hjá Chelsea lokk úr hárinu á sér þegar liðin mætast í úrvalsdeildinni á ný eftir áramótin. Corradi var rekinn af leikvelli í sínum fyrsta leik með City í tapi gegn Chelsea og þá greip Essien í hárið á honum þegar hann gekk af velli. Ítalinn ætlar því að gefa Essien hárlokk og símanúmerið hjá rakaranum sínum þegar þeir mætast á ný. 7.9.2006 16:02 Gary Payton framlengir við Miami Leikstjórnandinn Gary Payton hefur efnt loforð sitt frá því í vor og hefur nú framlengt samning sinn við NBA meistara Miami Heat um eitt ár. Payton fær aðeins rúma milljón dollara í árslaun fyrir samninginn og segist vilja vinna annan titil með liðinu áður en hann leggur skóna á hilluna. 7.9.2006 14:53 Marion Jones sleppur við bann Bandaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones sleppur við keppnisbann eftir að í ljós koma að B-sýnið úr lyfjaprófi hennar frá bandaríska meistaramótinu í sumar reyndist neikvætt. A-sýni hennar innihélt lyfið EPO og átti hún því yfir höfði sér langt keppnisbann. 7.9.2006 14:30 Yfirheyrður vegna annarar líkamsárásar Varnarmaðurinn Ben Thatcher hjá Manchester City á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, en nú hefur lögregla hafið formlega rannsókn í kjölfar kæru ungs leikmanns úr röðum Blackburn, sem slasaðist illa í varaliðsleik eftir að hafa orðið fyrir alræmdum olnboga Thatcher, en frá þessu var greint í Fréttablaðinu á dögunum. 7.9.2006 14:23 Helguera neitaði okkur á síðustu stundu "Stóri-Sam" Allardyce, stjóri Bolton, hefur viðurkennt að félagið hafi verið hársbreidd frá því að fá spænska varnarmanninn Ivan Helguera til liðs við sig frá Real Madrid á síðasta degi félagaskiptagluggans um mánaðamótin. 7.9.2006 14:14 Sérstök hátíðarforsýning í kvöld Sérstök hátíðarforsýning á heimildarmyndinni "Þetta er ekkert mál" verður í Smárabíói klukkan 20 í kvöld, en hér er um að ræða kvikmynd um goðsögnina Jón Pál Sigmarsson sem er einhver dáðasti íþróttamaður Íslendinga fyrr og síðar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður á meðal heiðursgesta á forsýningunni í kvöld, en almennar sýningar hefjast annað kvöld í kvikmyndahúsum um land allt. 7.9.2006 14:06 Ég er tilbúinn að spila gegn Spurs Enski framherjinn Alan Smith hjá Manchester United segist vera tilbúinn að koma inn sem varamaður með liðinu þegar það tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn, en Smith hefur verið frá keppni í sjö mánuði eftir að hafa fótbrotnað illa í leik gegn Liverpool á síðustu leiktíð. 7.9.2006 13:59 Ferguson stakk mig í bakið Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid segir að Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafi stungið sig í bakið þegar hann ákvað að tefla honum ekki fram í úrslitaleik deildarbikarsins í vor. 7.9.2006 13:49 Frá í tvo mánuði eftir aðgerð Franski miðjumaðurinn Steed Malbranque, sem nýverið gekk í raðir Tottenham, verður frá keppni í að minnsta kosti tvo mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna kviðslits. Þá þykir ljóst að búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov muni missa af leik Tottenham og Manchester United um helgina vegna nárameiðsla. 7.9.2006 13:39 Sanchez hættur með Norður-Íra? Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að hugsanlega hafi Lawrie Sanches stýrt landsliði Norður-Íra í síðasta sinn í gær þegar liðið vann dramatískan sigur á Spánverjum á heimavelli sínum. Talið er að Sanchez hafi íhugað að segja af sér eftir tapið gegn Íslendingum um síðustu helgi, en hann talaði ekki við blaðamenn eftir leikinn í gær, heldur henti jakka sínum og bindi upp í áhorfendastæðin og yfirgaf svæðið. 7.9.2006 13:21 Keisarinn er ekki bjartsýnn Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, er ekki bjartsýnn á að liðið nái góðum árangri í Meistaradeild Evrópu í vetur. Félagið hefur misst bæði Michael Ballack og Ze Roberto en fengið Mark van Bommel, Lukas Podolski og Daniel van Buyten til liðsins í þeirra stað. 7.9.2006 00:01 Við bara frusum eins og hvolpar Keppnismaðurinn Hlynur Bæringsson var afar ósáttur við tap íslenska landsliðsin í körfubolta gegn Finnum í B-deild Evrópukeppninnar í kvöld. Hann segir að þó vissulega sé finnska liðið sterkt, hafi íslenska liðið verið allt of lint í síðari hálfleiknum og því hafi Finnarnir gengið á lagið. 6.9.2006 23:30 Boxar fyrir smáaura upp í skuldir Fyrrum heimsmeistarinn í þungavigt, járnkarlinn Mike Tyson, er um þessar mundir að vinna hjá einu af spilavítunum í Las Vegas. Þar boxar Tyson við gesti og gangandi sem vilja fá að bera goðsögnina augum, en hann er nú að reyna sitt besta til að greiða skuldir sínar við skattayfirvöld í Bandaríkjunum. 6.9.2006 22:45 Tap fyrir Finnum Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði fyrir Finnum í kvöld 93-86 í leik liðanna í B-deild Evrópumótsins. Íslenska liðið hafði forystu framan af leik og var 11 stigum yfir í hálfleik, en sterkt lið Finna með Hanno Mottola í fararbroddi, náði að komasti yfir og vann að lokum nokkuð öruggan sigur. 6.9.2006 22:31 Frábær sigur hjá Gummersbach Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach eru enn taplausir í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir frækinn útisigur á Kiel í kvöld 39-37, eftir að hafa verið undir 24-20 í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson eitt, en þetta var fyrsta tap Kiel á heimavelli í nær þrjú ár. 6.9.2006 22:10 Frakkar náðu fram hefndum Frakkar náðu í kvöld fram hefndum frá úrslitaleiknum á HM fyrir tveimur mánuðum, þegar þeir lögðu Ítala 3-1 á heimavelli í undankeppni EM. Sidney Govou skoraði tvö mörk Frakka og Thierry Henry eitt, en Alberto Gilardino svaraði fyrir Ítala og ekki hægt að segja að byrjunin sé glæsileg hjá Roberto Donadoni landsliðsþjálfara. 6.9.2006 22:03 Finnar yfir eftir þrjá leikhluta Finnar hafa komist yfir í Evrópuleiknum gegn Íslendingum í Laugardalshöllinni og hafa 71-67 forystu þegar fjórði og síðasti leikhlutinn er að hefjast. Brenton Birmingham er stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. 6.9.2006 21:59 Þjóverjar niðurlægðu San Marino Þjóðverjar hreint út sagt niðurlægðu smálið San Marino í undankeppni EM í kvöld og sigruðu 13-0 á útivelli. Lukas Podolski skoraði fjögur mörk í leiknum, Miroslav Klose, Bastian Schweinsteiger og Thomas Hitzlsperger skoruðu tvö hver og þeir Michael Ballack, Arne Friedrich og Bernd Schneider gerðu eitt mark hver. 6.9.2006 21:48 Frækinn sigur Norður-Íra Norður-Írar virðast hafa jafnað sig eftir áfallið á heimavelli gegn Íslendingum um síðustu helgi, en liðið skellti Spánverjum 3-2 í undankeppni EM í Belfast í kvöld. David Healy skoraði þrennu fyrir írska liðið, en þeir Xavi og David Villa skoruðu mörk Spánverja. 6.9.2006 21:41 Sjá næstu 50 fréttir
Ledley King kominn aftur í lið Tottenham Enski landsliðsmaðurinn Ledley King verður hugsanlega í byrjunarliði Tottenham sem sækir Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun, en King hefur verið lengi frá vegna uppskurðar. Dimitar Berbatov er þó mjög tæpur fyrir leikinn og svo gæti farið að egypski framherjinn Mido taki sæti hans í byrjunarliðinu. Manchester United hefur verið á miklu flugi í upphafi leiktíðar, á meðan Tottenham hefur byrjað afleitlega. 8.9.2006 22:00
Boltaveisla á Sýn um helgina Það verður mikið um að vera í íþróttalífinu hér heima sem og erlendis um helgina. Af innlendum vettvangi má nefna að úrslit fara langt með að ráðast í fyrstu- og Landsbankadeild karla í knattspyrnu og þá fer sjálfur bikarúrslitaleikurinn í kvennaflokki fram á morgun. Þá fer allt á fullt í spænska- og enska boltanum um helgina. 8.9.2006 21:30
Ósáttur við að fá ekki að spila úrslitaleikinn Jose Antonio Reyes segir að það hafi verið dropinn sem fyllti mælinn fyrir sig hjá Arsenal þegar hann fékk ekki að koma við sögu í úrslitaleik meistaradeildarinnar í vor, en Spánverjinn tjáði sig um brotthvarf sitt frá enska liðinu þegar hann var kynntur til sögu á blaðamannafundi hjá Real Madrid í dag. 8.9.2006 21:30
Sanchez ætlar að halda áfram Talsmaður írska knattspyrnusambandsins hefur staðfest við breska sjónvarpið að Lawrie Sanchez, landsliðsþjálfari Norður-Íra, ætli að halda áfram í starfi. Mikil óvissa hefur ríkt um framtíð hans síðan eftir sigurinn á Spánverjum á miðvikudag, en hann setti sig í fyrsta skipti í samband við knattspyrnusambandið í dag og er sagður ætla að halda áfram þrátt fyrir allt. 8.9.2006 20:45
Holyfield aftur í hringinn í nóvember Gamla brýnið Evander Holyfield er nú á fullu við að fullkomna enn eina endurkomuna í hnefaleikahringinn. Hann vann á dögunum auðveldan sigur í sínum fyrsta bardaga í langan tíma og hefur nú ákveðið að mæta Fres Oquendo frá Portó Ríkó næst þann tíunda nóvember næstkomandi. Holyfield stefnir á að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil á ferlinum, en það hefur engum boxara tekist áður. 8.9.2006 20:00
Njarðvíkingar leika í Sláturhúsinu Njarðvíkingar fengu ekki leyfi hjá Körfuknattleikssambandi Evrópu til þess að leika heimaleiki sína í Evrópukeppninni í vetur í ljónagryfjunni í Njarðvík. Þess í stað þurfa þeir að leika heimaleikina í Sláturhúsinu, heimavelli erkifjendanna í Keflavík. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á NFS í kvöld. 8.9.2006 19:07
Raikkönen fer til Ferrari Flavio Briatore segist vera búinn að gefast upp á að reyna að fá finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen til Renault-liðsins, því hann sé þegar búinn að gera munnlegt samkomulag um að ganga í raðir Ferrari og segir að þar verði hann eftirmaður Michael Schumacher á næsta tímabili því Þjóðverjinn muni tilkynna að hann sé hættur um helgina. 8.9.2006 18:40
Ferguson og Giggs bestir Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs hjá Manchester United voru í dag útnefndir knattspyrnustjóri og leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United hefur byrjað allra liða best í deildinni og því kemur þessi niðurstaða ekki sérlega á óvart. Þrátt fyrir að Ryan Giggs hafi spilað yfir 600 leiki í úrvalsdeildinni og verið einn besti leikmaður síðasta áratugar, er þetta merkilegt nokk í fyrsta sinn sem hann hlýtur þessi verðlaun. 8.9.2006 16:58
Alltaf erfitt að mæta Liverpool David Moyes segir sína menn í Everton vera tilbúna í slaginn fyrir grannaslaginn við Liverpool á Goodison Park á hádegi á morgun, en jafnan er heitt í kolunum þegar þessir erkifjendur frá Liverpool borg eigast við á knattspyrnuvellinum. 8.9.2006 16:04
Wenger jákvæður í garð Cole Arsene Wenger virðist ekki hafa neitt nema gott að segja um Ashley Cole, fyrrum leikmann Arsenal, sem nýverið gekk í raðir Chelsea í skiptum fyrir William Gallas. Wenger vill ekki líkja þeim Cole og Gallas saman, en segir bæði félögin og leikmennina hafa grætt á skiptunum. 8.9.2006 15:53
Vildi frekar halda Carrick en að græða peninga Martin Jol og félagar í Tottenham hafa verið gagnrýndir nokkuð fyrir að selja landsliðsmanninn Michael Carrick í ljósi lélegrar byrjunar liðsins á fyrstu vikum ensku úrvalsdeildarinnar. Jol segist hinsvegar ekkert hafa geta gert í máli Carrick, því leikmaðurinn hefði viljað fara nær heimaslóðum sínum til Manchester United. 8.9.2006 15:41
Schumacher fljótastur á æfingum Michael Schumacher hafði í dag gríðarlega yfirburði aðalökuþóra á æfingum fyrir Ítalíukappaksturinn sem fram fer á Monza brautinni á sunnudag, en hann var með 1,7 sekúndum betri tíma en keppinautur sinn Fernando Alonso. Ferrari bílarnir komu mjög vel út úr æfingunum í dag og því er ljóst að þeir verða illsigraðir á heimavelli sínum um helgina ef að líkum lætur. 8.9.2006 14:30
Henchoz aftur til Blackburn Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn hefur samið við svissneska varnarmanninn Stephane Henchoz út leiktíðina, en hann var með lausa samninga eftir að hafa verið látinn fara frá Wigan. Henchoz er 32 ára gamall og spilaði með Blackburn í tvö ár frá árinu 1997. Hann hefur þar fyrir utan spilað með Liverpool og Celtic í Skotlandi. 8.9.2006 14:00
Dæmdur í eins leiks bann Steve Staunton hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir að missa stjórn á skapi sínu í fyrsta alvöru leik sínum með írska landsliðsins á dögunum, en dómarinn rak hann upp í stúku á leik Íra og Þjóðverja. Staunton þarf því að sitja meðal áhorfenda þegar Írar mæta Kýpur í undankeppni EM í október. 8.9.2006 13:45
Framlengir við Milan til 2011 Ítalski landsliðsmaðurinn Andrea Pirlo hjá AC Milan hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2011. Gamli samningurinn hans náði til ársins 2008, en greinilegt er að félagið vill ekki missa þennan öfluga miðjumann úr röðum sínum. Þá framlengdi Georgíumaðurinn Kakha Kaladze einnig samning sinn við Milan á dögunum og hefur hann sömuleiðis bundið sig til ársins 2011. 8.9.2006 13:16
Liverpool fær grænt ljós á nýjan leikvang Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur nú fengið grænt ljós frá borgaryfirvöldum til að byggja nýjan knattspyrnuleikvang sem taka mun 60.000 manns í sæti. Félagið hefur gert 999 ára leigusamning á lóð við Stanley Park, sem er steinsnar frá Anfield Road þar sem núverandi leikvangur félagsins er staðsettur. 8.9.2006 13:05
Rooney lenti í ryskingum við leikmann Blackburn Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að skaphundurinn Wayne Rooney hjá Manchester United hafi lent í ryskingum við Michael Gray, leikmann Blackburn, á veitingastað í Manchester um helgina. 8.9.2006 12:51
Ekki dæma mig á mörkunum Frank Lampard, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, segist vera orðinn leiður á því að frammistaða sín með enska landsliðinu sé endalaust dæmd á því hve mörg mörk hann skori. 7.9.2006 22:00
Schumacher verður með fulla einbeitingu Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher verði með 100% einbeitingu í Ítalíukappakstrinum á Monza á sunnudaginn, þó tilkynnt verði eftir keppnina hverjir ökumenn Ferrari verði á næsta keppnistímabili - en þá kemur formlega í ljós hvort hinn sigursæli Þjóðverji leggur stýrið á hilluna eða heldur áfram að keppa á næsta tímabili. 7.9.2006 21:30
Auglýsingar á búningi Barcelona í fyrsta sinn Spænska knattspyrnustórveldið Barcelona mun í fyrsta skipti í sögunni bera auglýsingar framan á búningum sínum á þriðjudagskvöldið þegar liðið mætir Levski Sofia í meistaradeildinni. Hér er þó ekki um hefðbundna auglýsingu að ræða, heldur ber liðið merki barnahjálpar sameinuðuþjóðanna. Forseti Barcelona mun á morgun undirrita sérstakan styrktarsamning við samtökin og talið er að spænska félagið muni láta um 1,5 milljónir evra af hendi rakna til styrktar þessu góða málefni. 7.9.2006 20:45
Sanchez heldur vonandi áfram Forseti írska knattspyrnusambandsins segist vonast til þess að Lawrie Sanchez verði áfram landsliðsþjálfari Norður-Íra, en margt þykir benda til þess að hann hafi sagt starfi sínu lausu eftir sigurinn á Spánverjum í gær. Í kvöld verður sérstakur fundur haldinn hjá sambandinu þar sem endanlega kemur í ljós hvort Sanchez heldur áfram eða ekki. 7.9.2006 19:30
Spánverjar gerðu sig að fíflum Spænskir fjölmiðlar fóru ekki fögrum orðum um landsliðsþjálfarann Luis Aragones eftir tapið í Belfast í gær frekar en búast mátti við og segja fjölmiðlar að hann hafi orðið landi og þjóð til skammar með því að tapa leiknum og ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér tafarlaust. 7.9.2006 19:30
Klitschko mætir Calvin Brock í nóvember IBF heimsmeistarinn í þungavigt, Wladimir Klitschko, mun mæta Bandaríkjamanninum Calvin Brock í titilbardaga þann 11. nóvember næstkomandi. Brock þessi er 31 árs gamall og hefur keppt 29 sinnum á ferlinum. Hann hefur unnið 22 þeirra á rothöggi og þetta er í fyrsta skipti sem hann fær að berjast um titil. Klitschko hefur unnið 46 sigra í 49 bardögum. 7.9.2006 18:30
Elísabet framlengir við Val Knattspyrnudeild Vals gekk í gærkvöld frá nýjum þriggja ára samningi við Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara kvennaliðs félagsins sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. Elísabet mun einnig gegna starfi yfirþjálfara hjá yngri kvennaflokkum félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag. 7.9.2006 17:30
Tevez vill feta í fótspor landa sinna Argentínski framherjinn Carlos Tevez, sem nýverið gekk í raðir West Ham, segist ólmur vilja feta í fótspor landa sinna Ossie Ardiles og Ricardo Villa sem gerðu garðinn frægan með liði Tottenham fyrir um 30 árum síðan og ruddu leiðina fyrir útlendinga í ensku knattspyrnunni. 7.9.2006 16:45
Ætlar að ljúka ferlinum með Ciudad Landsliðsmaðurinn Ólafur Stefánsson hefur gert munnlegt samkomulag við spænska stórliðið Ciudad Real um að framlengja samning sinn um tvö ár við félagið og ætlar því væntanlega að ljúka atvinnumannsferli sínum með liðinu. Ólafur er 33 ára gamall og er almennt álitinn sterkasta örvhenta skytta heimsins í dag. 7.9.2006 16:26
Ætlar að gefa Essien hárlokk Ítalski framherjinn Bernardo Corradi hjá Manchester City segist ætla að gefa Michael Essien hjá Chelsea lokk úr hárinu á sér þegar liðin mætast í úrvalsdeildinni á ný eftir áramótin. Corradi var rekinn af leikvelli í sínum fyrsta leik með City í tapi gegn Chelsea og þá greip Essien í hárið á honum þegar hann gekk af velli. Ítalinn ætlar því að gefa Essien hárlokk og símanúmerið hjá rakaranum sínum þegar þeir mætast á ný. 7.9.2006 16:02
Gary Payton framlengir við Miami Leikstjórnandinn Gary Payton hefur efnt loforð sitt frá því í vor og hefur nú framlengt samning sinn við NBA meistara Miami Heat um eitt ár. Payton fær aðeins rúma milljón dollara í árslaun fyrir samninginn og segist vilja vinna annan titil með liðinu áður en hann leggur skóna á hilluna. 7.9.2006 14:53
Marion Jones sleppur við bann Bandaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones sleppur við keppnisbann eftir að í ljós koma að B-sýnið úr lyfjaprófi hennar frá bandaríska meistaramótinu í sumar reyndist neikvætt. A-sýni hennar innihélt lyfið EPO og átti hún því yfir höfði sér langt keppnisbann. 7.9.2006 14:30
Yfirheyrður vegna annarar líkamsárásar Varnarmaðurinn Ben Thatcher hjá Manchester City á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, en nú hefur lögregla hafið formlega rannsókn í kjölfar kæru ungs leikmanns úr röðum Blackburn, sem slasaðist illa í varaliðsleik eftir að hafa orðið fyrir alræmdum olnboga Thatcher, en frá þessu var greint í Fréttablaðinu á dögunum. 7.9.2006 14:23
Helguera neitaði okkur á síðustu stundu "Stóri-Sam" Allardyce, stjóri Bolton, hefur viðurkennt að félagið hafi verið hársbreidd frá því að fá spænska varnarmanninn Ivan Helguera til liðs við sig frá Real Madrid á síðasta degi félagaskiptagluggans um mánaðamótin. 7.9.2006 14:14
Sérstök hátíðarforsýning í kvöld Sérstök hátíðarforsýning á heimildarmyndinni "Þetta er ekkert mál" verður í Smárabíói klukkan 20 í kvöld, en hér er um að ræða kvikmynd um goðsögnina Jón Pál Sigmarsson sem er einhver dáðasti íþróttamaður Íslendinga fyrr og síðar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður á meðal heiðursgesta á forsýningunni í kvöld, en almennar sýningar hefjast annað kvöld í kvikmyndahúsum um land allt. 7.9.2006 14:06
Ég er tilbúinn að spila gegn Spurs Enski framherjinn Alan Smith hjá Manchester United segist vera tilbúinn að koma inn sem varamaður með liðinu þegar það tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn, en Smith hefur verið frá keppni í sjö mánuði eftir að hafa fótbrotnað illa í leik gegn Liverpool á síðustu leiktíð. 7.9.2006 13:59
Ferguson stakk mig í bakið Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid segir að Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafi stungið sig í bakið þegar hann ákvað að tefla honum ekki fram í úrslitaleik deildarbikarsins í vor. 7.9.2006 13:49
Frá í tvo mánuði eftir aðgerð Franski miðjumaðurinn Steed Malbranque, sem nýverið gekk í raðir Tottenham, verður frá keppni í að minnsta kosti tvo mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna kviðslits. Þá þykir ljóst að búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov muni missa af leik Tottenham og Manchester United um helgina vegna nárameiðsla. 7.9.2006 13:39
Sanchez hættur með Norður-Íra? Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að hugsanlega hafi Lawrie Sanches stýrt landsliði Norður-Íra í síðasta sinn í gær þegar liðið vann dramatískan sigur á Spánverjum á heimavelli sínum. Talið er að Sanchez hafi íhugað að segja af sér eftir tapið gegn Íslendingum um síðustu helgi, en hann talaði ekki við blaðamenn eftir leikinn í gær, heldur henti jakka sínum og bindi upp í áhorfendastæðin og yfirgaf svæðið. 7.9.2006 13:21
Keisarinn er ekki bjartsýnn Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, er ekki bjartsýnn á að liðið nái góðum árangri í Meistaradeild Evrópu í vetur. Félagið hefur misst bæði Michael Ballack og Ze Roberto en fengið Mark van Bommel, Lukas Podolski og Daniel van Buyten til liðsins í þeirra stað. 7.9.2006 00:01
Við bara frusum eins og hvolpar Keppnismaðurinn Hlynur Bæringsson var afar ósáttur við tap íslenska landsliðsin í körfubolta gegn Finnum í B-deild Evrópukeppninnar í kvöld. Hann segir að þó vissulega sé finnska liðið sterkt, hafi íslenska liðið verið allt of lint í síðari hálfleiknum og því hafi Finnarnir gengið á lagið. 6.9.2006 23:30
Boxar fyrir smáaura upp í skuldir Fyrrum heimsmeistarinn í þungavigt, járnkarlinn Mike Tyson, er um þessar mundir að vinna hjá einu af spilavítunum í Las Vegas. Þar boxar Tyson við gesti og gangandi sem vilja fá að bera goðsögnina augum, en hann er nú að reyna sitt besta til að greiða skuldir sínar við skattayfirvöld í Bandaríkjunum. 6.9.2006 22:45
Tap fyrir Finnum Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði fyrir Finnum í kvöld 93-86 í leik liðanna í B-deild Evrópumótsins. Íslenska liðið hafði forystu framan af leik og var 11 stigum yfir í hálfleik, en sterkt lið Finna með Hanno Mottola í fararbroddi, náði að komasti yfir og vann að lokum nokkuð öruggan sigur. 6.9.2006 22:31
Frábær sigur hjá Gummersbach Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach eru enn taplausir í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir frækinn útisigur á Kiel í kvöld 39-37, eftir að hafa verið undir 24-20 í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson eitt, en þetta var fyrsta tap Kiel á heimavelli í nær þrjú ár. 6.9.2006 22:10
Frakkar náðu fram hefndum Frakkar náðu í kvöld fram hefndum frá úrslitaleiknum á HM fyrir tveimur mánuðum, þegar þeir lögðu Ítala 3-1 á heimavelli í undankeppni EM. Sidney Govou skoraði tvö mörk Frakka og Thierry Henry eitt, en Alberto Gilardino svaraði fyrir Ítala og ekki hægt að segja að byrjunin sé glæsileg hjá Roberto Donadoni landsliðsþjálfara. 6.9.2006 22:03
Finnar yfir eftir þrjá leikhluta Finnar hafa komist yfir í Evrópuleiknum gegn Íslendingum í Laugardalshöllinni og hafa 71-67 forystu þegar fjórði og síðasti leikhlutinn er að hefjast. Brenton Birmingham er stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. 6.9.2006 21:59
Þjóverjar niðurlægðu San Marino Þjóðverjar hreint út sagt niðurlægðu smálið San Marino í undankeppni EM í kvöld og sigruðu 13-0 á útivelli. Lukas Podolski skoraði fjögur mörk í leiknum, Miroslav Klose, Bastian Schweinsteiger og Thomas Hitzlsperger skoruðu tvö hver og þeir Michael Ballack, Arne Friedrich og Bernd Schneider gerðu eitt mark hver. 6.9.2006 21:48
Frækinn sigur Norður-Íra Norður-Írar virðast hafa jafnað sig eftir áfallið á heimavelli gegn Íslendingum um síðustu helgi, en liðið skellti Spánverjum 3-2 í undankeppni EM í Belfast í kvöld. David Healy skoraði þrennu fyrir írska liðið, en þeir Xavi og David Villa skoruðu mörk Spánverja. 6.9.2006 21:41