Fleiri fréttir 2-0 fyrir Dani Danir eru komnir í 2-0 gegn Íslendingum eftir 33 mínútur á Laugardalsvelli. Það var Jon Dahl Tomasson sem skoraði markið eftir snarpa skyndisókn danska liðsins, en skömmu áður hafði Eiður Smári Guðjohnsen fengið dauðafæri á hinum enda vallarins. 6.9.2006 18:42 Danir komnir yfir Það tók Dani ekki nema um fimm mínútur að ná forystu gegn Íslendingum í leik liðanna í undankeppni EM á Laugardalsvelli. Það var Dennis Rommendahl sem skoraði mark Dana eftir að hafa fengið langa sendingu inn fyrir íslensku vörnina. Nokkur rangstöðufnykur var af markinu, en línuvörðurinn sá ekki ástæðu til að flagga. 6.9.2006 18:14 Lokaútkall á Ísland - Finnland Rétt er að minna enn og aftur á landsleik Íslendinga og Finna í körfubolta sem fram fer í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20:30 og hefst hann svo að segja um leið og leik Dana og Íslendinga í knattspyrnunni lýkur. Finnska liðið er mjög sterkt og því er rétt að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta í Höllina og styðja við bakið á íslensku strákunum. 6.9.2006 17:36 Tveir stórleikir í beinni í kvöld Það verða tveir frábærir leikir í beinni útsendingu á Sýn og Sýn Extra í undankeppni EM í kvöld. Á Sýn verður stórleikur liðanna sem mættust í úrslitaleik HM fyrir tveimur mánuðum þegar Frakkar og Ítalir mætast í París og þá verður leikur Makedóna og Englendinga í beinni á Sýn Extra. Leikirnir hefjast klukkan 18. 6.9.2006 17:31 Hef lært mikið af Jose Mourinho John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, segir að Jose Mourinho hafi kennt sér mikið um það að vera fyrirliði þann tíma sem hann hefur verið hjá Chelsea og þessir hlutir hafi komið sér vel eftir að hann tók við fyrirliðabandinu hjá enska liðinu. 6.9.2006 17:23 Hjálmar í byrjunarliðið Eyjólfur Sverrisson hefur gert eina breytingu á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Dönum í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld, en hann hefur kallað Hjálmar Jónsson inn í liðið í stað Hannesar Þ Sigurðssonar. Annars er byrjunarliðið það sama og lagði Norður-Íra um helgina. 6.9.2006 16:38 Væri kominn með landsleik ef ég spilaði fyrir stórlið Kevin Nolan segist viss um að sú staðreynd að hann spili með smáliði Bolton hafi hindrað að hann fái tækifæri til að spreyta sig með enska landsliðinu. Nolan hefur oft verið rómaður fyrir frammistöðu sína með Bolton, en hann segist viss um ef hann spilaði með Liverpool eða Manchester United, hefði hann fengið að spila landsleik fyrir löngu. 6.9.2006 15:45 300 aukamiðar til sölu á miði.is Knattspyrnusamband Íslands hefur nú boðið 300 aukamiða til sölu á leik Íslands og Danmerkur í undankeppni EM sem hefst klukkan 18:05 í kvöld og þar er á ferðinni kjörið tækifæri fyrir þá sem enn hafa ekki náð að tryggja sér miða á þennan stórleik. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 6.9.2006 15:33 Thuram býður heimilislausum á völlinn Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram hefur valdið nokkru fjaðrafoki í heimalandi sínu með því að bjóða 80 heimilislausum innflytjendum á leik Frakka og Ítala í París í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og leikur Makedóníu og Englands verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 20. 6.9.2006 15:02 Aaron Lennon bankar á dyrnar Steve McClaren hefur aðvarað byrjunarliðsmenn enska landsliðsins og segir að Aaron Lennon geri kröfur á að fá sæti í byrjunarliðinu með frábærum innkomum sínum í leiki liðsins. Lennon lagði upp mark gegn Andorra um helgina og McClaren segir bindur miklar vonir við þennan unga leikmann. 6.9.2006 14:50 Tiger Woods kylfingur ársins hjá PGA Sigur Tiger Woods á Deutsche Bank mótinu um helgina tryggði það að hann vann sér nafnbótina kylfingur ársins á PGA enn eitt árið, en titilinn hlýtur sá kylfingur sem rakað hefur inn flestum stigum á mótum ársins. Þetta er í áttunda skipti á tíu árum Woods á mótaröðinni sem hann vinnur stigatitilinn, en aðeins þeir Mark O'Meara árið 1998 og Vijay Singh árið 2004 hafa náð að skáka snillingnum á þeim tíma. 6.9.2006 14:11 Lisa Leslie verðmætasti leikmaðurinn Lisa Leslie var á sunnudag valin verðmætasti leikmaðurinn í amerísku kvennadeildinni í körfubolta í þriðja sinn á ferlinum. Leslie leikur með Los Angeles Sparks og var þetta í þriðja sinn á ferlinum sem hún vinnur þessi verðlaun, en aðeins Sheryl Swoopes hjá Houston Comets hefur unnið verðlaunin jafn oft. Leslie skoraði 20 stig að meðaltali í leik í sumar og leiddi deildina í stigum og fráköstum. 6.9.2006 14:01 Ég gæti notað mann eins og Giggs Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, var mjög hrifinn af Ryan Giggs í gærkvöldi þegar Brassar lögðu Wales í æfingaleik á White Hart Lane. Brassar höfðu 2-0 sigur, en Dunga þótti Ryan Giggs fara á kostum í þær 45 mínútur sem hann spilaði í gær. 6.9.2006 13:09 Kovalainen leysir Alonso af hólmi Keppnislið Renault í Formúlu 1 tilkynnti í dag að finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen muni leysa Spánverjann Fernando Alonso af hólmi sem aðalökumaður liðsins á næsta keppnistímabili þegar heimsmeistarinn gengur í raðir McLaren. Giancarlo Fisichella verður áfram ökumaður hjá liðinu, en hann framlengdi samning sinn um eitt ár á dögunum. 6.9.2006 12:50 Raikkönnen klár í slaginn Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá McLaren hefur nú gefið það út að hann sé við hestaheilsu og búinn að jafna sig af bakmeiðslum sem höfðu verið að angra hann síðan hann lenti í óhappi í Tyrklandskappakstrinum á dögunum. Raikkönen segist í toppstandi og tilbúinn í Ítalíukappaksturinn á Monza um næstu helgi. 5.9.2006 22:00 Brassar lögðu Wales Brasilíumenn lögðu Wales 2-0 í æfingaleik þjóðanna á White Hart Lane í Lundúnum í kvöld, en leikurinn var sýndur beint á Sýn. Junior Marcelo skoraði fyrra mark Brassa á 60. mínútu með þrumuskoti og framherjinn Wagner Love gerði út um leikinn um stundarfjórðungi síðar með laglegu skallamarki. 5.9.2006 20:56 Jafnt á White Hart Lane í hálfleik Nú hefur verið flautað til leikhlés í vináttuleik Brasilíumanna og Walesverja sem fram fer á White Hart Lane í Lundúnum. Hvorugu liðinu hefur enn tekist að skora, en mark hefur verið dæmt af Brössum vegna rangstöðu og þá átti Robert Earnshaw dauðafæri fyrir Wales en náði ekki að nýta það. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 5.9.2006 19:35 Við hlæjum að Chelsea Raymond Domenech hefur nú komið landsliðsmanninum William Gallas til varnar og segir leikmenn franska landsliðsins hlæja að yfirlýsingu sem enska úrvalsdeildarliðið Chelsea gaf út í gær, þar sem því var haldið fram að Gallas hefði hótað að skora sjálfsmark ef hann yrði látinn spila með liði Chelsea. 5.9.2006 19:02 Brasilía - Wales að hefjast Vináttuleikur Brasilíumanna og Walesverja er nú að hefjast í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Leikurinn átti að hefjast klukkan 18:30 en hefur verið seinkað til klukkan 18:45. Leikurinn fer fram á White Hart Lane í Lundúnum, heimavelli Tottenham Hotspur. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan. 5.9.2006 18:28 Ræður sálfræðing til að stappa stálinu í liðið Steve McClaren hefur ráðið sálfræðing til að stappa stálinu í leikmenn enska landsliðsins. Sálfræðingurinn er fyrrum körfuboltaþjálfari og fyrirlesari og starfaði áður með McClaren hjá Manchester United og Middlesbrough. Honum er ætlað að efla sálrænan styrk enska liðsins, sem frægt er orðið fyrir að missa niður um sig buxurnar á mikilvægum augnablikum - enda hefur liðið til að mynda tapað fimm af sex síðustu vítakeppnum sínum á stórmótum frá árinu 1990. 5.9.2006 18:15 Stíg aldrei fæti inn í Helsinki framar Framherjinn Alexei Eremenko segist sjá eftir því að hafa gefið kost á sér í finnska landsliðið, því hann hafi komist að því að undanförnu að hann sé miklu meiri Rússi en hann gerði sér grein fyrir. Eremenko fæddist í Moskvu, en flutti til Finnlands þegar hann var sex ára og gerðist finnskur ríkisborgari. Hann segist aldrei ætla að stíga fæti til Helsinki aftur. 5.9.2006 17:30 Eyjólfur ætlar að fara varlega Nú rétt í þessu var að ljúka blaðamannafundi íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Dönum í undankeppni EM sem fram fer annað kvöld. Fátt var um stórtíðindi á fundinum þar sem þeir Eyjólfur Sverrisson, Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson sátu fyrir svörum í beinni útsendingu á NFS. 5.9.2006 17:18 Útskrifaður af spítala Fyrrum landsliðsmaðurinn Gianluca Pessotto hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Tórínó eftir meinta sjálfsvígstilraun hans í júní. Pessotto starfaði sem framkvæmdastjóri Juventus og slasaðist lífshættulega þegar hann stökk út um glugga í höfuðstöðvum liðsins. Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport segir að Pessotto hafi brosað út að eyrum og gert að gamni sínu þegar hann var fluttur heim á leið með sjúkrabifreið í dag. 5.9.2006 17:15 Breytingar á hóp Svía Lars Lagerback hefur kallað þrjá nýja leikmenn inn í landsliðshóp sinn sem mætir Liechtenstein í Gautaborg annað kvöld, en þeir Zlatan Ibrahimovic, Christian Wilhelmsson og Olof Mellberg voru settir út úr hópnum fyrir að brjóta reglur um útivistartíma. 5.9.2006 16:44 Útilokar ekki að vera lengur hjá Newcastle Ítalski U-21 árs landsliðsmaðurinn Giuseppi Rossi hjá Manchester United, útilokar ekki að framlengja lánssamning sinn við Newcastle United, en hann verður fyrst um sinn hjá félaginu fram í janúar. 5.9.2006 16:08 Fjölskylduveisla í Dalnum á morgun Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til fjölskylduveislu á gervigrasvelli Þróttar klukkan 16 á morgun, en hún verður liður í upphitun fyrir landsleik Íslands og Danmerkur í undankeppni EM annað kvöld. Segja má að morgundagurinn sé stór dagur í boltanum hér heima, því strax að loknum leik Íslands og Danmerkur, eða klukkan 20:30, hefst landsleikur Íslendinga og Finna í körfuboltanum í Laugardalshöllinni og rétt að hvetja alla til að skokka yfir í höllina þegar fótboltanum lýkur. 5.9.2006 16:00 Ferguson segir Keane verða að njóta starfsins Sir Alex Ferguson segir fyrrum leikmann sinn og núverandi knattspyrnustjóra Sunderland, Roy Keane, verða að sýna þolinmæði ef hann ætli sér að valda starfinu. Keane er þekktur skaphundur og fáir þekkja hann líklega betur en Ferguson, en sá gamli segir að menn verði að læra að leiða ýmislegt misjafnt hjá sér þegar þeir setjist í stjórastólinn. 5.9.2006 15:30 Tek enga áhættu með meiðsli leikmanna Landsliðsþjálfari Brasilíumanna gaf það út á blaðamannafundi í dag að hann ætli að fara varlega þegar hann stillir upp liði sínu fyrir vináttuleikinn gegn Wales í kvöld. Dunga segir lækna brasilíska liðsins meta ástand leikmanna gaumgæfilega og því þurfi stjórar félagsliða sem eiga leikmenn í landsliðinu ekki að hafa óþarfa áhyggjur af meiðslum. Leikur Brassa og Walesverja verður sýndur beint á Sýn klukkan 18:20 í kvöld. 5.9.2006 15:21 Útilokar ekki að gera yfirtökutilboð í West Ham Þær fréttir voru að berast frá bresku kauphöllinni að íranski auðkýfingurinn Kia Joorabchian hefði gefið út þá yfirlýsingu að hann útilokaði ekki að gera yfirtökutilboð í West Ham United í framtíðinni, þó það stæði ekki til eins og er. Joorabchian er eigandi Media Sports Investment, fyrirtækisins sem seldi West Ham argentínsku landsliðsmennina tvo á dögunum og tilboði hóps undir hans stjórn í West Ham var hafnað fyrr á árinu. 5.9.2006 15:12 Margrét Lára best Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Íslandsmeisturum Vals var í dag útnefnd besti leikmaður 8-14 umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var kjörin besti þjálfarinn og stuðningsmenn Vals þóttu bestu stuðningsmennirnir á síðari helmingi tímabilsins. Þá var valið úrvalslið síðustu umferðanna. 5.9.2006 14:53 Frakkar ekki í hefndarhug Leikmenn franska landsliðsins í knattspyrnu segjast ekki vera í sérstökum hefndarhug þegar þeir taka á móti Ítölum á Stade de France í París annað kvöld í undankeppni EM. Liðin mætast nú aðeins nokkrum vikum eftir að hafa háð blóðuga baráttu um HM-styttuna í Þýskalandi í júlí, en í þetta sinn verður það án leikmannanna tveggja sem voru í eldlínunni í úrslitaleiknum. 5.9.2006 14:12 Lerner eignast Aston Villa Ameríski milljarðamæringurinn Randy Lerner hefur nú formlega eignast enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa eftir að hafa tryggt sér 85,5% hlut í félaginu. Lerner á einnig ameríska ruðningsliðið Cleveland Browns. 5.9.2006 13:17 Skörð höggvin í danska liðið Allir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu komu heilir út úr leiknum gegn Norður Írum um helgina en sömu sögu er ekki að segja af danska landsliðinu. Nokkuð er um meiðsli í herbúðum Dana þar sem fyrirliðinn sjálfur er á meðal þeirra sem meiddir eru. 5.9.2006 13:09 Ísland mætir Finnum annað kvöld Íslenska landsliðið í körfubolta leikur fyrsta leikinn í sínum riðli í í b-deild Evrópukeppninnar á morgun þegar liðið mætir Finnum. Finnska landsliðið kom til landsins í gær en liðið er mjög sterkt og er gríðarlega mikilvægt að Íslenska liðið fái góðan stuðning í Laugardalshöllinni annað kvöld. 5.9.2006 13:04 Ég vil heldur systur þína Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Materazzi hefur nú rofið þögnina og gefið upp hvað hann sagði við Zinedine Zidane í úrslitaleik HM í sumar, með þeim afleiðingum að Zidane skallaði hann í bringuna og lét reka sig af velli í sínum síðasta leik. 5.9.2006 12:57 HK kærði aftur Kæru HK vegna félagaskipta markvarðarins Egidijusar Petkeviciusar úr Fram í HK var vísað frá í gær vegna formgalla en HK-menn stóðu ekki nógu vel að kærunni. Þeir létu það ekki stöðva sig heldur lögðu inn nýja kæru vegna málsins í gær. 5.9.2006 00:01 Verður skrítið að leika gegn Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona. 5.9.2006 00:00 Galatasaray spilar heimaleikina á Ólympíuleikvangnum Stuðningsmenn Liverpool munu eflaust fagna tíðindum sem bárust frá Tyrklandi í dag, þegar forráðamenn Galatasaray tilkynntu að liðið muni leika heimaleiki sína í meistaradeildinni á Ólympíuleikvangnum í Istanbul. Það var einmitt á þeim velli þar sem Liverpool tryggði sér sigurinn ótrúlega á AC Milan í úrslitum keppninnar í fyrra, en Liverpool er í riðli með Galatasaray, Bordeaux og PSV Eindhoven og mætir Galatasaray á útivelli í byrjun desember. 4.9.2006 22:00 Tiger Woods með fimmta sigurinn í röð Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni á golfvellinum, en í kvöld landaði hann sigri á Deutsche Bank mótinu á PGA mótaröðinni eftir ótrúlegan endasprett. 4.9.2006 21:43 Þrír Svíar í bann Það eru ekki bara leikmenn króatíska knattspyrnulandsliðsins sem brjóta útivistarreglur þjálfara sinna, því nú hefur Lars Lagerback tilkynnt að þeir Zlatan Ibrahimovic, Olof Mellberg og Christian Wilhelmsson verði ekki í liði Svía gegn Liechtenstein á miðvikudag eftir að þeir brutu reglur landsliðsins um útivistartíma. Þremenningarnir höfðu ekki áfengi um hönd, en verða engu að síður settir í skammarkrókinn hjá Lagerback. 4.9.2006 21:30 Fimm nýliðar í landsliðshóp Guðjóns Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari hefur valið 16 manna hóp sem tekur þátt í Evrópumóti landsliða í Rotterdam um næstu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið fer á Evrópumótið, en í hóp Guðjóns eru fimm nýliðar. 4.9.2006 21:04 Steven Gerrard er besti knattspyrnumaður heims Peter Crouch, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, segist ekki í nokkrum vafa um að Steven Gerrard sé besti knattspyrnumaður heims og á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á fyrirliða sínum. 4.9.2006 20:34 Aðeins eitt takmark á Monza Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að Renault-liðið sé aðeins með eitt takmark fyrir Ítalíukappaksturinn um næstu helgi og það sé að koma í mark á undan heimamönnum í Ferrari. 4.9.2006 20:00 Hótaði að skora sjálfsmark Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að það hafi neyðst til að selja varnarmanninn William Gallas á dögunum, því hann hafi hótað að skora sjálfsmark með Chelsea ef hann yrði látinn spila annan leik fyrir félagið. 4.9.2006 19:22 Þrír leikmenn í bann fyrir agabrot Þrír af leikmönnum króatíska landsliðsins, þeir Bosko Balaban, Ivica Olic og Dario Srna, hafa verið dæmdir í leikbann og gert að greiða sekt eftir að þeir brutu útivistarbann liðsins um helgina. Liðið er við æfingar í Slóveníu þar sem það undirbýr sig fyrir leik gegn Rússum á miðvikudag og hefur þremenningunum verið gert að biðjast afsökunar á hátterni sínu. 4.9.2006 19:15 Sjá næstu 50 fréttir
2-0 fyrir Dani Danir eru komnir í 2-0 gegn Íslendingum eftir 33 mínútur á Laugardalsvelli. Það var Jon Dahl Tomasson sem skoraði markið eftir snarpa skyndisókn danska liðsins, en skömmu áður hafði Eiður Smári Guðjohnsen fengið dauðafæri á hinum enda vallarins. 6.9.2006 18:42
Danir komnir yfir Það tók Dani ekki nema um fimm mínútur að ná forystu gegn Íslendingum í leik liðanna í undankeppni EM á Laugardalsvelli. Það var Dennis Rommendahl sem skoraði mark Dana eftir að hafa fengið langa sendingu inn fyrir íslensku vörnina. Nokkur rangstöðufnykur var af markinu, en línuvörðurinn sá ekki ástæðu til að flagga. 6.9.2006 18:14
Lokaútkall á Ísland - Finnland Rétt er að minna enn og aftur á landsleik Íslendinga og Finna í körfubolta sem fram fer í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20:30 og hefst hann svo að segja um leið og leik Dana og Íslendinga í knattspyrnunni lýkur. Finnska liðið er mjög sterkt og því er rétt að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta í Höllina og styðja við bakið á íslensku strákunum. 6.9.2006 17:36
Tveir stórleikir í beinni í kvöld Það verða tveir frábærir leikir í beinni útsendingu á Sýn og Sýn Extra í undankeppni EM í kvöld. Á Sýn verður stórleikur liðanna sem mættust í úrslitaleik HM fyrir tveimur mánuðum þegar Frakkar og Ítalir mætast í París og þá verður leikur Makedóna og Englendinga í beinni á Sýn Extra. Leikirnir hefjast klukkan 18. 6.9.2006 17:31
Hef lært mikið af Jose Mourinho John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, segir að Jose Mourinho hafi kennt sér mikið um það að vera fyrirliði þann tíma sem hann hefur verið hjá Chelsea og þessir hlutir hafi komið sér vel eftir að hann tók við fyrirliðabandinu hjá enska liðinu. 6.9.2006 17:23
Hjálmar í byrjunarliðið Eyjólfur Sverrisson hefur gert eina breytingu á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Dönum í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld, en hann hefur kallað Hjálmar Jónsson inn í liðið í stað Hannesar Þ Sigurðssonar. Annars er byrjunarliðið það sama og lagði Norður-Íra um helgina. 6.9.2006 16:38
Væri kominn með landsleik ef ég spilaði fyrir stórlið Kevin Nolan segist viss um að sú staðreynd að hann spili með smáliði Bolton hafi hindrað að hann fái tækifæri til að spreyta sig með enska landsliðinu. Nolan hefur oft verið rómaður fyrir frammistöðu sína með Bolton, en hann segist viss um ef hann spilaði með Liverpool eða Manchester United, hefði hann fengið að spila landsleik fyrir löngu. 6.9.2006 15:45
300 aukamiðar til sölu á miði.is Knattspyrnusamband Íslands hefur nú boðið 300 aukamiða til sölu á leik Íslands og Danmerkur í undankeppni EM sem hefst klukkan 18:05 í kvöld og þar er á ferðinni kjörið tækifæri fyrir þá sem enn hafa ekki náð að tryggja sér miða á þennan stórleik. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 6.9.2006 15:33
Thuram býður heimilislausum á völlinn Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram hefur valdið nokkru fjaðrafoki í heimalandi sínu með því að bjóða 80 heimilislausum innflytjendum á leik Frakka og Ítala í París í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og leikur Makedóníu og Englands verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 20. 6.9.2006 15:02
Aaron Lennon bankar á dyrnar Steve McClaren hefur aðvarað byrjunarliðsmenn enska landsliðsins og segir að Aaron Lennon geri kröfur á að fá sæti í byrjunarliðinu með frábærum innkomum sínum í leiki liðsins. Lennon lagði upp mark gegn Andorra um helgina og McClaren segir bindur miklar vonir við þennan unga leikmann. 6.9.2006 14:50
Tiger Woods kylfingur ársins hjá PGA Sigur Tiger Woods á Deutsche Bank mótinu um helgina tryggði það að hann vann sér nafnbótina kylfingur ársins á PGA enn eitt árið, en titilinn hlýtur sá kylfingur sem rakað hefur inn flestum stigum á mótum ársins. Þetta er í áttunda skipti á tíu árum Woods á mótaröðinni sem hann vinnur stigatitilinn, en aðeins þeir Mark O'Meara árið 1998 og Vijay Singh árið 2004 hafa náð að skáka snillingnum á þeim tíma. 6.9.2006 14:11
Lisa Leslie verðmætasti leikmaðurinn Lisa Leslie var á sunnudag valin verðmætasti leikmaðurinn í amerísku kvennadeildinni í körfubolta í þriðja sinn á ferlinum. Leslie leikur með Los Angeles Sparks og var þetta í þriðja sinn á ferlinum sem hún vinnur þessi verðlaun, en aðeins Sheryl Swoopes hjá Houston Comets hefur unnið verðlaunin jafn oft. Leslie skoraði 20 stig að meðaltali í leik í sumar og leiddi deildina í stigum og fráköstum. 6.9.2006 14:01
Ég gæti notað mann eins og Giggs Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, var mjög hrifinn af Ryan Giggs í gærkvöldi þegar Brassar lögðu Wales í æfingaleik á White Hart Lane. Brassar höfðu 2-0 sigur, en Dunga þótti Ryan Giggs fara á kostum í þær 45 mínútur sem hann spilaði í gær. 6.9.2006 13:09
Kovalainen leysir Alonso af hólmi Keppnislið Renault í Formúlu 1 tilkynnti í dag að finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen muni leysa Spánverjann Fernando Alonso af hólmi sem aðalökumaður liðsins á næsta keppnistímabili þegar heimsmeistarinn gengur í raðir McLaren. Giancarlo Fisichella verður áfram ökumaður hjá liðinu, en hann framlengdi samning sinn um eitt ár á dögunum. 6.9.2006 12:50
Raikkönnen klár í slaginn Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá McLaren hefur nú gefið það út að hann sé við hestaheilsu og búinn að jafna sig af bakmeiðslum sem höfðu verið að angra hann síðan hann lenti í óhappi í Tyrklandskappakstrinum á dögunum. Raikkönen segist í toppstandi og tilbúinn í Ítalíukappaksturinn á Monza um næstu helgi. 5.9.2006 22:00
Brassar lögðu Wales Brasilíumenn lögðu Wales 2-0 í æfingaleik þjóðanna á White Hart Lane í Lundúnum í kvöld, en leikurinn var sýndur beint á Sýn. Junior Marcelo skoraði fyrra mark Brassa á 60. mínútu með þrumuskoti og framherjinn Wagner Love gerði út um leikinn um stundarfjórðungi síðar með laglegu skallamarki. 5.9.2006 20:56
Jafnt á White Hart Lane í hálfleik Nú hefur verið flautað til leikhlés í vináttuleik Brasilíumanna og Walesverja sem fram fer á White Hart Lane í Lundúnum. Hvorugu liðinu hefur enn tekist að skora, en mark hefur verið dæmt af Brössum vegna rangstöðu og þá átti Robert Earnshaw dauðafæri fyrir Wales en náði ekki að nýta það. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 5.9.2006 19:35
Við hlæjum að Chelsea Raymond Domenech hefur nú komið landsliðsmanninum William Gallas til varnar og segir leikmenn franska landsliðsins hlæja að yfirlýsingu sem enska úrvalsdeildarliðið Chelsea gaf út í gær, þar sem því var haldið fram að Gallas hefði hótað að skora sjálfsmark ef hann yrði látinn spila með liði Chelsea. 5.9.2006 19:02
Brasilía - Wales að hefjast Vináttuleikur Brasilíumanna og Walesverja er nú að hefjast í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Leikurinn átti að hefjast klukkan 18:30 en hefur verið seinkað til klukkan 18:45. Leikurinn fer fram á White Hart Lane í Lundúnum, heimavelli Tottenham Hotspur. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan. 5.9.2006 18:28
Ræður sálfræðing til að stappa stálinu í liðið Steve McClaren hefur ráðið sálfræðing til að stappa stálinu í leikmenn enska landsliðsins. Sálfræðingurinn er fyrrum körfuboltaþjálfari og fyrirlesari og starfaði áður með McClaren hjá Manchester United og Middlesbrough. Honum er ætlað að efla sálrænan styrk enska liðsins, sem frægt er orðið fyrir að missa niður um sig buxurnar á mikilvægum augnablikum - enda hefur liðið til að mynda tapað fimm af sex síðustu vítakeppnum sínum á stórmótum frá árinu 1990. 5.9.2006 18:15
Stíg aldrei fæti inn í Helsinki framar Framherjinn Alexei Eremenko segist sjá eftir því að hafa gefið kost á sér í finnska landsliðið, því hann hafi komist að því að undanförnu að hann sé miklu meiri Rússi en hann gerði sér grein fyrir. Eremenko fæddist í Moskvu, en flutti til Finnlands þegar hann var sex ára og gerðist finnskur ríkisborgari. Hann segist aldrei ætla að stíga fæti til Helsinki aftur. 5.9.2006 17:30
Eyjólfur ætlar að fara varlega Nú rétt í þessu var að ljúka blaðamannafundi íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Dönum í undankeppni EM sem fram fer annað kvöld. Fátt var um stórtíðindi á fundinum þar sem þeir Eyjólfur Sverrisson, Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson sátu fyrir svörum í beinni útsendingu á NFS. 5.9.2006 17:18
Útskrifaður af spítala Fyrrum landsliðsmaðurinn Gianluca Pessotto hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Tórínó eftir meinta sjálfsvígstilraun hans í júní. Pessotto starfaði sem framkvæmdastjóri Juventus og slasaðist lífshættulega þegar hann stökk út um glugga í höfuðstöðvum liðsins. Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport segir að Pessotto hafi brosað út að eyrum og gert að gamni sínu þegar hann var fluttur heim á leið með sjúkrabifreið í dag. 5.9.2006 17:15
Breytingar á hóp Svía Lars Lagerback hefur kallað þrjá nýja leikmenn inn í landsliðshóp sinn sem mætir Liechtenstein í Gautaborg annað kvöld, en þeir Zlatan Ibrahimovic, Christian Wilhelmsson og Olof Mellberg voru settir út úr hópnum fyrir að brjóta reglur um útivistartíma. 5.9.2006 16:44
Útilokar ekki að vera lengur hjá Newcastle Ítalski U-21 árs landsliðsmaðurinn Giuseppi Rossi hjá Manchester United, útilokar ekki að framlengja lánssamning sinn við Newcastle United, en hann verður fyrst um sinn hjá félaginu fram í janúar. 5.9.2006 16:08
Fjölskylduveisla í Dalnum á morgun Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til fjölskylduveislu á gervigrasvelli Þróttar klukkan 16 á morgun, en hún verður liður í upphitun fyrir landsleik Íslands og Danmerkur í undankeppni EM annað kvöld. Segja má að morgundagurinn sé stór dagur í boltanum hér heima, því strax að loknum leik Íslands og Danmerkur, eða klukkan 20:30, hefst landsleikur Íslendinga og Finna í körfuboltanum í Laugardalshöllinni og rétt að hvetja alla til að skokka yfir í höllina þegar fótboltanum lýkur. 5.9.2006 16:00
Ferguson segir Keane verða að njóta starfsins Sir Alex Ferguson segir fyrrum leikmann sinn og núverandi knattspyrnustjóra Sunderland, Roy Keane, verða að sýna þolinmæði ef hann ætli sér að valda starfinu. Keane er þekktur skaphundur og fáir þekkja hann líklega betur en Ferguson, en sá gamli segir að menn verði að læra að leiða ýmislegt misjafnt hjá sér þegar þeir setjist í stjórastólinn. 5.9.2006 15:30
Tek enga áhættu með meiðsli leikmanna Landsliðsþjálfari Brasilíumanna gaf það út á blaðamannafundi í dag að hann ætli að fara varlega þegar hann stillir upp liði sínu fyrir vináttuleikinn gegn Wales í kvöld. Dunga segir lækna brasilíska liðsins meta ástand leikmanna gaumgæfilega og því þurfi stjórar félagsliða sem eiga leikmenn í landsliðinu ekki að hafa óþarfa áhyggjur af meiðslum. Leikur Brassa og Walesverja verður sýndur beint á Sýn klukkan 18:20 í kvöld. 5.9.2006 15:21
Útilokar ekki að gera yfirtökutilboð í West Ham Þær fréttir voru að berast frá bresku kauphöllinni að íranski auðkýfingurinn Kia Joorabchian hefði gefið út þá yfirlýsingu að hann útilokaði ekki að gera yfirtökutilboð í West Ham United í framtíðinni, þó það stæði ekki til eins og er. Joorabchian er eigandi Media Sports Investment, fyrirtækisins sem seldi West Ham argentínsku landsliðsmennina tvo á dögunum og tilboði hóps undir hans stjórn í West Ham var hafnað fyrr á árinu. 5.9.2006 15:12
Margrét Lára best Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Íslandsmeisturum Vals var í dag útnefnd besti leikmaður 8-14 umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var kjörin besti þjálfarinn og stuðningsmenn Vals þóttu bestu stuðningsmennirnir á síðari helmingi tímabilsins. Þá var valið úrvalslið síðustu umferðanna. 5.9.2006 14:53
Frakkar ekki í hefndarhug Leikmenn franska landsliðsins í knattspyrnu segjast ekki vera í sérstökum hefndarhug þegar þeir taka á móti Ítölum á Stade de France í París annað kvöld í undankeppni EM. Liðin mætast nú aðeins nokkrum vikum eftir að hafa háð blóðuga baráttu um HM-styttuna í Þýskalandi í júlí, en í þetta sinn verður það án leikmannanna tveggja sem voru í eldlínunni í úrslitaleiknum. 5.9.2006 14:12
Lerner eignast Aston Villa Ameríski milljarðamæringurinn Randy Lerner hefur nú formlega eignast enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa eftir að hafa tryggt sér 85,5% hlut í félaginu. Lerner á einnig ameríska ruðningsliðið Cleveland Browns. 5.9.2006 13:17
Skörð höggvin í danska liðið Allir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu komu heilir út úr leiknum gegn Norður Írum um helgina en sömu sögu er ekki að segja af danska landsliðinu. Nokkuð er um meiðsli í herbúðum Dana þar sem fyrirliðinn sjálfur er á meðal þeirra sem meiddir eru. 5.9.2006 13:09
Ísland mætir Finnum annað kvöld Íslenska landsliðið í körfubolta leikur fyrsta leikinn í sínum riðli í í b-deild Evrópukeppninnar á morgun þegar liðið mætir Finnum. Finnska landsliðið kom til landsins í gær en liðið er mjög sterkt og er gríðarlega mikilvægt að Íslenska liðið fái góðan stuðning í Laugardalshöllinni annað kvöld. 5.9.2006 13:04
Ég vil heldur systur þína Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Materazzi hefur nú rofið þögnina og gefið upp hvað hann sagði við Zinedine Zidane í úrslitaleik HM í sumar, með þeim afleiðingum að Zidane skallaði hann í bringuna og lét reka sig af velli í sínum síðasta leik. 5.9.2006 12:57
HK kærði aftur Kæru HK vegna félagaskipta markvarðarins Egidijusar Petkeviciusar úr Fram í HK var vísað frá í gær vegna formgalla en HK-menn stóðu ekki nógu vel að kærunni. Þeir létu það ekki stöðva sig heldur lögðu inn nýja kæru vegna málsins í gær. 5.9.2006 00:01
Verður skrítið að leika gegn Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona. 5.9.2006 00:00
Galatasaray spilar heimaleikina á Ólympíuleikvangnum Stuðningsmenn Liverpool munu eflaust fagna tíðindum sem bárust frá Tyrklandi í dag, þegar forráðamenn Galatasaray tilkynntu að liðið muni leika heimaleiki sína í meistaradeildinni á Ólympíuleikvangnum í Istanbul. Það var einmitt á þeim velli þar sem Liverpool tryggði sér sigurinn ótrúlega á AC Milan í úrslitum keppninnar í fyrra, en Liverpool er í riðli með Galatasaray, Bordeaux og PSV Eindhoven og mætir Galatasaray á útivelli í byrjun desember. 4.9.2006 22:00
Tiger Woods með fimmta sigurinn í röð Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni á golfvellinum, en í kvöld landaði hann sigri á Deutsche Bank mótinu á PGA mótaröðinni eftir ótrúlegan endasprett. 4.9.2006 21:43
Þrír Svíar í bann Það eru ekki bara leikmenn króatíska knattspyrnulandsliðsins sem brjóta útivistarreglur þjálfara sinna, því nú hefur Lars Lagerback tilkynnt að þeir Zlatan Ibrahimovic, Olof Mellberg og Christian Wilhelmsson verði ekki í liði Svía gegn Liechtenstein á miðvikudag eftir að þeir brutu reglur landsliðsins um útivistartíma. Þremenningarnir höfðu ekki áfengi um hönd, en verða engu að síður settir í skammarkrókinn hjá Lagerback. 4.9.2006 21:30
Fimm nýliðar í landsliðshóp Guðjóns Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari hefur valið 16 manna hóp sem tekur þátt í Evrópumóti landsliða í Rotterdam um næstu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið fer á Evrópumótið, en í hóp Guðjóns eru fimm nýliðar. 4.9.2006 21:04
Steven Gerrard er besti knattspyrnumaður heims Peter Crouch, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, segist ekki í nokkrum vafa um að Steven Gerrard sé besti knattspyrnumaður heims og á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á fyrirliða sínum. 4.9.2006 20:34
Aðeins eitt takmark á Monza Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að Renault-liðið sé aðeins með eitt takmark fyrir Ítalíukappaksturinn um næstu helgi og það sé að koma í mark á undan heimamönnum í Ferrari. 4.9.2006 20:00
Hótaði að skora sjálfsmark Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að það hafi neyðst til að selja varnarmanninn William Gallas á dögunum, því hann hafi hótað að skora sjálfsmark með Chelsea ef hann yrði látinn spila annan leik fyrir félagið. 4.9.2006 19:22
Þrír leikmenn í bann fyrir agabrot Þrír af leikmönnum króatíska landsliðsins, þeir Bosko Balaban, Ivica Olic og Dario Srna, hafa verið dæmdir í leikbann og gert að greiða sekt eftir að þeir brutu útivistarbann liðsins um helgina. Liðið er við æfingar í Slóveníu þar sem það undirbýr sig fyrir leik gegn Rússum á miðvikudag og hefur þremenningunum verið gert að biðjast afsökunar á hátterni sínu. 4.9.2006 19:15