Fleiri fréttir Grikkir og Bandaríkjamenn í undanúrslit Evrópumeistarar Grikkja og Bandaríkjamenn tryggðu sér í morgun sæti í undanúrslitum HM í körfubolta sem fram fer í Japan. Grikkir unnu Frakka auðveldlega 73-56 í morgun og í hádeginu lögðu Bandaríkjamenn Þjóðverja 85-65, þrátt fyrir að vera langt frá sínu besta í sóknarleiknum. 30.8.2006 12:33 Tilboði Liverpool í Lucas Neill hafnað Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn hafnaði í morgun 2 milljón punda tilboði Liverpool í ástralska varnarmanninn Lucas Neill, sem sagður er vilja fara frá Blackburn. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og hefur neitað að framlengja við félagið, svo talið er að hann muni fara frá félaginu áður en félagaskiptaglugginn lokast um mánaðamótin. 30.8.2006 12:24 Aston Villa kaupir Petrov Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur fest kaup á búlgarska miðjumanninum Stilian Petrov frá Glasgow Celtic í Skotlandi fyrir um 6,5 milljónir punda. Petrov var lykilmaður í liði Celtic undir stjórn Martin O´Neill á sínum tíma og ætti því ekki að verða í vandræðum með að falla inn í lið Aston Villa í dag, þar sem O´Neill er nú við stjórnvölin. Petrov skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. 30.8.2006 12:18 Hélt ég myndi aldrei losna við meiðslin Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. 30.8.2006 00:01 Stokkhólmsslagurinn leystist upp Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. 30.8.2006 00:01 Landsliðsfyrirliðinn hógvær eftir sigurmarkið gegn Celta Vigo Eiður Smári Guðjohnsen var aðeins þrettán mínútur að stimpla sig inn í spænska boltann en hann gerði sigurmark Spánar- og Evrópumeistara Barcelona gegn Celta Vigo í 1. umferð spænsku deildarkeppninnar. Mark Eiðs kom tveim mínútum fyrir leikslok en honum var skipt inn á fyrir Ludovic Guily stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar staðan í leiknum var 2-2. 30.8.2006 00:00 KR í úrslitaleikinn Það verða KR og Keflavík sem leika til úrslita í Visabikarnum í knattspyrnu, en KR-ingar lögðu Þrótt 1-0 í framlengdum undanúrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Það var Skúli Friðgeirsson sem skoraði sigurmark KR þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik framlengingarinnar. Hvorugt liðið bauð upp á nein glæsitilþrif í leiknum í kvöld, en úrvalsdeildarliðið stóð uppi sem sigurvegari í lokin. 29.8.2006 22:16 Govou framlengir við Lyon Franski landsliðsmaðurinn Sidney Govou hefur framlengt samning sinn við Frakklandsmeistara Lyon til ársins 2008. Govou er 27 ára gamall sóknarmaður og hefur verið í herbúðum Lyon í nær áratug, en nokkur lið í Evrópu höfðu verið að bera víurnar í hann á síðustu vikum, þar á meðal enska liðið Aston Villa. 29.8.2006 22:00 Framlengt í Laugardalnum Leikur Þróttar og KR í undanúrslitum Visabikarsins er kominn í framlengingu eftir að hvorugu liði tókst að skora eftir 90 mínútna leik. Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur, en sá síðari hefur ekki verið sérstaklega mikið fyrir augað. 29.8.2006 21:51 Genginn í raðir Atalanta Ítalski framherjinn Christian Vieri hefur gengið frá samningi við lið Atalanta í A-deildinni. Vieri var síðast á mála hjá Sampdoria, en hefur lítið geta spilað undanfarið vegna hnémeiðsla. Hjá Atalanta fær þessi 33 ára gamli fyrrum dýrasti leikmaður heims nokkuð sérstakan samning, því hann spilar fyrir aðeins 1500 evrur á mánuði og fær svo greitt sérstaklega fyrir spilaða leiki og mörk sem hann skorar. 29.8.2006 21:10 Markalaust á Laugardalsvelli í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureign Þróttar og KR í undanúrslitunum í Visabikarnum, en enn hefur hvorugu liðinu tekist að skora þrátt fyrir fjölda ágætra marktækifæra. Sigurvegarinn í kvöld mætir Keflvíkingum í úrslitaleik keppninnar. Þróttur hefur aldrei náð alla leið í úrslitaleikinn. 29.8.2006 20:45 Bolton kaupir Írana Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur fest kaup á íranska landsliðsmanninum Andranik Teymourian, en hann er miðjumaður og kemur frá liði í heimalandi sínu. Hann er 23 ára gamall og hefur spilað 11 landsleiki fyrir þjóð sína. Sam Allardyce segir leikmanninn vafalítið eiga eftir að spjara sig í úrvalsdeildinni eftir góða frammistöðu á HM í sumar. 29.8.2006 19:34 Don Nelson tekinn aftur við liði Golden State Gamla brýnið Don Nelson er kominn aftur á hliðarlínuna í NBA deildinni eftir stutta fjarveru, en í kvöld verður hann kynntur sem næsti þjálfari Golden State Warriors. Félagið hefur rift samningi við Mike Montgomery og verður undir leiðsögn Nelson á næstu leiktíð. Liðið hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 1994, en þá var Nelson einmitt þjálfari liðsins. 29.8.2006 18:10 Van Bommel til Bayern Þýsku meistararnir Bayern Munchen gengu í gær frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Mark Van Bommel frá Evrópumeisturum Barcelona. Kaupverðið er sagt vera um 6 milljónir evra og hefur Van Bommel skrifað undir þriggja ára samning við Bayern. Þar verður honum ætlað að fylla skarð Michael Ballack, en hann verður eflaust óður í að fá að sanna sig eftir að hafa lítið fengið að spila með Barcelona á síðustu leiktíð. 29.8.2006 17:15 Odonkor til Real Betis Þýski vængmaðurinn David Odonkor hjá Dortmund gekk í gærkvöld frá fimm ára samningi við spænska liðið Real Betis. Odonkor er 22 ára gamall og vakti nokkra athygli á HM í sumar þar sem hann átti góðar innkomur með landsliði Þjóðverja, en hann var nokkuð óvænt tekinn inn í landsliðshópinn á síðustu stundu af Jurgen Klinsmann. 29.8.2006 16:43 Petrov vill fara til Aston Villa Búlgarski landsliðsmaðurinn Stilian Petrov er nú sagður nálægt því að ganga í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa, en hann hefur lengi óskað eftir því að fá að fara frá skoska félaginu Glasgow Celtic. Petrov er 27 ára gamall og lék undir stjórn Martin O´Neill, núverandi stjóra Villa, þegar hann stýrði Celtic á sínum tíma. Talið er að kaupvirðið yrði um 6 milljónir punda, en umboðsmaður Petrov segir þó að enn sé langt í land með að ná samningum. 29.8.2006 16:22 Stórtap fyrir Írum Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði illa fyrir Írum 72-54 í lokaleik sínum á æfingamótinu sem haldið var í Írlandi. Þetta var fimmti æfingaleikur íslenska liðsins í röð á stuttum tíma og uppistaðan tveir sigrar í fimm leikjum. Brenton Birmingham var stigahæstur í íslenska liðinu í gær með 13 stig og Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig. 29.8.2006 16:10 Keppnum fækkar 2007 Landslagið í Formúlu 1 verður nokkuð breytt á næsta keppnistímabili eftir að ljóst varð að ekki verður keppt í San Marino og þá hefur Evrópukappaksturinn verið strikaður út af sakramentinu. Á móti kemur að staðfest hefur verið að keppni á Spa brautinni í Belgíu verður endurvakin eftir eins árs hlé, þar sem endurbætur voru gerðar á gömlu brautinni. 29.8.2006 16:00 Agassi neitar að ljúka keppni Gamla kempan Andre Agassi var nálægt því að leggja spaðann á hilluna í gær þegar hann vann nauman sigur á Andrei Pavel á opna bandaríska meistaramótinu 6-7 (4-7), 7-6 (10-8), 7-6 (8-6) og 6-2. Agassi, sem vann sigur á mótinu árin 1994 og 1999, var aðeins hársbreidd frá því að falla úr keppni en naut góðs stuðnings 23000 áhorfenda í New York og náði að tryggja sér sæti í næstu umferð þar sem hann mætir Marcos Baghdatis. 29.8.2006 15:45 Norðanliðin keppast um Woodgate Ensku úrvalsdeildarfélögin Newcastle og Middlesbrough eru nú sögð í kapphlaupi um að reyna að fá fyrrum landsliðsmanninn Jonathan Woodgate að láni frá spænska félaginu Real Madrid. Woodgate hefur átt mjög erfitt uppdráttar vegna meiðsla undanfarin ár, en í gær átti hann fund með forráðamönnum Boro. Síðan er talið að Newcastle hafi blandað sér inn í málið með því að bera víurnar í hann. 29.8.2006 15:15 Spænskir fjölmiðlar hæla Eiði Smára Spænskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir ljóshærða víkingnum Eiði Smára Guðjohnsen í dag eftir að hann tryggði Barcelona 3-2 sigur á Celta Vigo í opnunarleik Evrópumeistaranna í spænsku deildinni í gærkvöld. 29.8.2006 14:59 Fer ekki til Celtic Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen mun ekki ganga í raðir skoska liðsins Glasgow Celtic eftir að slitnaði upp úr viðræðum milli hans og forráðamanna félagsins. Talið var víst að Gravesen færi til Celtic, en nú þarf miðjumaðurinn að treysta á að eitthvað af liðunum í ensku úrvalsdeildinni geri honum tilboð fljótlega, því senn líður að lokun félagaskiptagluggans og leikmaðurinn ekki talinn eiga afturkvæmt í herbúðir Real Madrid. 29.8.2006 14:40 Fer ekki til Manchester United Nú er endanlega orðið ljóst að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen verður áfram í herbúðum félagsins og mun ekki fara til Manchester United. Umboðsmaður hans hefur staðfest að enginn möguleiki sé á að leikmaðurinn fái að yfirgefa Bayern, enda hefur stjórnarformaðurinn þar lagt húsið sitt undir þegar hann segir að Hargreaves fari ekki fet - Manchester United verði að snúa sér annað. 29.8.2006 14:34 Mido kominn aftur til Tottenham Egypski framherjinn Mido er genginn aftur í raðir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, en hann er nú formlega orðinn leikmaður félagsins eftir að hafa verið tilkynnt að hann væri ekki inni í framtíðarplönum ítalska liðsins Roma. Mido spilaði sem lánsmaður hjá Tottenham á síðustu leiktíð og skoraði 11 mörk í 27 leikjum. 29.8.2006 14:28 Ekkert mál að vinna með Quinn Harðjaxlinn Roy Keane segir að samstarf sitt við Niall Quinn, stjórnarformann Sunderland, eigi vafalítið eftir að ganga vel fyrir sig þó þeir félagar hafi rifist eins og hundur og köttur þegar þeir léku fyrir írska landsliðið á HM árið 2002. Keane tók við liði Sunderland í ensku fyrstu deildinni í dag. 29.8.2006 14:17 Spánn og Argentína í undanúrslit Spánverjar og Argentínumenn mætast í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í körfuknattleik í Japan á föstudaginn eftir að liðin unnu bæði mjög sannfærandi sigra á andstæðingum sínum í 8-liða úrslitunum. Bæði lið hafa unnið alla sjö leiki sína á mótinu og ljóst að einvígi þeirra í undanúrslitunum verður frábær slagur. 29.8.2006 13:59 Keflavík mætir KR eða Þrótti í úrslitaleiknum Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar en Keflavík kjöldró Víkinga í fyrri undanúrlsitaleik bikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu Keflavík 4 - Víkingur 0. 28.8.2006 21:48 Keflvíkingar komnir í 3-0 gegn Víkingi Keflvíkingar hafa vænlega stöðu í undanúrslitaleik VISA-bikarsins gegn Víkingum. Staðan er 3-0 Keflavík í vil. Guðmundur Steinarsson bætti við öðru marki fyrir Keflavík á 71. mínútu og Þórarinn Kristjánsson skoraði þriðja mark þeirra á 78. mínútu eftir hroðaleg mistök í vörn Víkinga. Keflvíkingar eru því að tryggja sig inn í úrslitaleik VISA-bikarsins. Síðari undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld en þá mætast KR og Þróttur á Laugardalsvelli. 28.8.2006 21:33 Keflavík hefur yfir 1-0 í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Víkingi í hálfleik í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikars karla. Jónas Guðni Sævarsson skorðai mark keflvíkinga á 22. mínútu. Víkingar sóttu í sig veðrið á síðustu mínútunum en náðu ekki að jafna metin. 28.8.2006 20:49 Keflavík komið yfir gegn Víkingi Keflavík hefur forystu gegn Víkingi í undanúrslitum VISA-bikars karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Jónas Guðni Sævarsson skoraði mark keflvíkinga á 22. mínútu eftir laglega sendingu frá Baldri Sigurðssyni. 28.8.2006 20:38 Öruggur sigur Bandaríkjanna Bandaríska landsliðið í körfubolta vann öruggan sigur á liði Ástrala í 16 liða úrslitum á HM í körfubolta í Japan í gær. Lokatölur urðu 113-73. Carmelo Anthony skoraði 20 stig, Joe Johnson 18 og Dwyane Wade 15 fyrir bandaríska liðið sem mæti Þjóðverjum í næstu umferð. Önnur úrslit í gær voru þau Þjóðverjar unnu Nígeríu 78-77, Frakkar báru sigurorð á Angóla 68-62 og Grikkir unnu öruggan sigur á Kína 95-64. 28.8.2006 14:30 Það neikvæða á Íslandi í dag er dómgæslan „Við gátum ekki neitt í dag. Ég veit ekki hvað er að gerast í hausnum á mönnum, við erum værukærir og það er bara eins og við nennum þessu ekki,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, eftir slakan leik FH-liðsins í gær. 28.8.2006 14:15 Tvö töpuð stig hjá Breiðablik FH fagnaði ekki sigri á Íslandsmótinu í gær en meistararnir voru afspyrnuslakir gegn Blikum á heimavelli. Gestirnir úr Kópavogi voru klaufar og hefðu hæglega getað tryggt sér öll stigin þrjú í 1-1 jafntefli. 28.8.2006 14:00 Treysti sér ekki til að spila Það vakti athygli manna á leik FH og Breiðablik í gær að Marel Jóhann Baldvinsson var ekki með Blikum. 28.8.2006 13:45 Óttast um framtíðina Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen óttast mjög að hann verði læstur inni hjá Real Madrid þar sem ekki er enn búið að ganga frá sölu eða láni á honum til annars félags en hann á enga framtíð hjá Madrídar-liðinu eftir að Fabio Capello tók við liðinu. 28.8.2006 13:30 Tap fyrir Svíum í lokaleiknum í Hollandi Íslenska landsliðið hefur undanfarna daga tekið þátt í æfingamóti í Hollandi en því lauk um helgina. Lokaleikur liðsins var viðureign við frændur vora Svía og höfðu Svíarnir betur, 63-75. Ísland varð þar með í þriðja sæti á mótinu en liðið lagði Belgíu en tapaði fyrir Hollandi og Svíþjóð. 28.8.2006 13:30 Orðaður við Man. Utd Brunaútsölunni hjá Juventus er hugsanlega ekki lokið þrátt fyrir fögur loforð um annað því franski landsliðsframherjinn David Trezeguet var orðaður við Manchester United í ítölsku blöðunum um helgina. Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að þegar sé byrjað að funda um kaupin á framherjanum. 28.8.2006 13:00 Mætti á æfingu í gær Roy Keane mætti á æfingu hjá Sunderland í gær ásamt stjórnarformanninum Naill Quinn. Keane var ekki þar sem leikmaður heldur er talið að Naill Quinn hafi verið að kynna hann fyrir hópnum, en Roy Keane hefur mikið verið orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá Sunderland síðustu daga. 28.8.2006 12:30 Hvað gerir "Bikar-Höski" gegn Keflavík í kvöld? Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, verður undir smásjánni í leik Víkings við Keflavík í kvöld en hann hefur skorað grimmt í bikarnum. Einnig verður áhugavert að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar og Guðmundar Mete. 28.8.2006 12:15 Haukar unnu hjá körlunum Haukar báru sigurorð af HK í úrslitaleik Reykjavík Open sem fram fór um helgina með 31 marki gegn 27. 28.8.2006 12:00 Fylkismenn komnir í bullandi fallbaráttuslag Fylkismenn eru í miklum vandræðum eftir 0-1 tapleik gegn Valsmönnum á heimavelli í gær. Liðið hefur ekki náð miklu úr síðustu leikjum sínum og af leik liðsins að dæma í gær er það einfaldlega ekki líklegt til frekari afreka á vellinum í haust. Valsmenn einbeittu sér að varnarleiknum í gær og uppskáru dýrmæt þrjú stig. 28.8.2006 11:30 Fyrsti sigur Massa og Alonso jók forskotið Formúla 1 Það var mikil spenna í Tyrklandskappakstrinum í gær en eftir magnaðan kappakstur var það Felipe Massa sem fagnaði sigri. Hann fagnaði mikið og Spánverjinn Fernando Alonso fagnaði einnig vel og innilega enda kom hann í mark annar og rétt á undan Michael Schumacher og er því 12 stigum á undan Þjóðverjanum í stigakeppni ökumanna. 28.8.2006 11:30 Framlengir við Aston Villa Gareth Barry hefur bundið enda á allar vangaveltur um framtíð sína og skrifað undir nýjan samning við Aston Villa sem gildir til ársins 2010. Hann var mjög eftirsóttur í sumar og flestir sparkspekingar voru á því að hann myndi yfirgefa Villa Park en af því verður ekki. 28.8.2006 11:00 Chelsea vann góðan útisigur á Blackburn í gær Chelsea gerði góða ferð til Blackburn í gær og vann 2-0 sigur. Frank Lampard skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu og Didier Drogba, sem komið hafði inn á sem varamaður í leiknum, innsiglaði sigurinn undir lokinn. 28.8.2006 10:45 Arsenal-ferlinum er lokið Ef eitthvað er að marka spænska landsliðsmanninn Jose Antonio Reyes þá hefur hann leikið sinn síðasta leik í búningi Arsenal. Hann hefur margoft lýst yfir áhuga sínum á því að fara aftur heim til Spánar og bæði Real og Atletico Madrid hafa gert tilboð í hann en án árangurs. 28.8.2006 10:30 Sjá næstu 50 fréttir
Grikkir og Bandaríkjamenn í undanúrslit Evrópumeistarar Grikkja og Bandaríkjamenn tryggðu sér í morgun sæti í undanúrslitum HM í körfubolta sem fram fer í Japan. Grikkir unnu Frakka auðveldlega 73-56 í morgun og í hádeginu lögðu Bandaríkjamenn Þjóðverja 85-65, þrátt fyrir að vera langt frá sínu besta í sóknarleiknum. 30.8.2006 12:33
Tilboði Liverpool í Lucas Neill hafnað Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn hafnaði í morgun 2 milljón punda tilboði Liverpool í ástralska varnarmanninn Lucas Neill, sem sagður er vilja fara frá Blackburn. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og hefur neitað að framlengja við félagið, svo talið er að hann muni fara frá félaginu áður en félagaskiptaglugginn lokast um mánaðamótin. 30.8.2006 12:24
Aston Villa kaupir Petrov Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur fest kaup á búlgarska miðjumanninum Stilian Petrov frá Glasgow Celtic í Skotlandi fyrir um 6,5 milljónir punda. Petrov var lykilmaður í liði Celtic undir stjórn Martin O´Neill á sínum tíma og ætti því ekki að verða í vandræðum með að falla inn í lið Aston Villa í dag, þar sem O´Neill er nú við stjórnvölin. Petrov skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. 30.8.2006 12:18
Hélt ég myndi aldrei losna við meiðslin Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. 30.8.2006 00:01
Stokkhólmsslagurinn leystist upp Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. 30.8.2006 00:01
Landsliðsfyrirliðinn hógvær eftir sigurmarkið gegn Celta Vigo Eiður Smári Guðjohnsen var aðeins þrettán mínútur að stimpla sig inn í spænska boltann en hann gerði sigurmark Spánar- og Evrópumeistara Barcelona gegn Celta Vigo í 1. umferð spænsku deildarkeppninnar. Mark Eiðs kom tveim mínútum fyrir leikslok en honum var skipt inn á fyrir Ludovic Guily stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar staðan í leiknum var 2-2. 30.8.2006 00:00
KR í úrslitaleikinn Það verða KR og Keflavík sem leika til úrslita í Visabikarnum í knattspyrnu, en KR-ingar lögðu Þrótt 1-0 í framlengdum undanúrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Það var Skúli Friðgeirsson sem skoraði sigurmark KR þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik framlengingarinnar. Hvorugt liðið bauð upp á nein glæsitilþrif í leiknum í kvöld, en úrvalsdeildarliðið stóð uppi sem sigurvegari í lokin. 29.8.2006 22:16
Govou framlengir við Lyon Franski landsliðsmaðurinn Sidney Govou hefur framlengt samning sinn við Frakklandsmeistara Lyon til ársins 2008. Govou er 27 ára gamall sóknarmaður og hefur verið í herbúðum Lyon í nær áratug, en nokkur lið í Evrópu höfðu verið að bera víurnar í hann á síðustu vikum, þar á meðal enska liðið Aston Villa. 29.8.2006 22:00
Framlengt í Laugardalnum Leikur Þróttar og KR í undanúrslitum Visabikarsins er kominn í framlengingu eftir að hvorugu liði tókst að skora eftir 90 mínútna leik. Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur, en sá síðari hefur ekki verið sérstaklega mikið fyrir augað. 29.8.2006 21:51
Genginn í raðir Atalanta Ítalski framherjinn Christian Vieri hefur gengið frá samningi við lið Atalanta í A-deildinni. Vieri var síðast á mála hjá Sampdoria, en hefur lítið geta spilað undanfarið vegna hnémeiðsla. Hjá Atalanta fær þessi 33 ára gamli fyrrum dýrasti leikmaður heims nokkuð sérstakan samning, því hann spilar fyrir aðeins 1500 evrur á mánuði og fær svo greitt sérstaklega fyrir spilaða leiki og mörk sem hann skorar. 29.8.2006 21:10
Markalaust á Laugardalsvelli í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureign Þróttar og KR í undanúrslitunum í Visabikarnum, en enn hefur hvorugu liðinu tekist að skora þrátt fyrir fjölda ágætra marktækifæra. Sigurvegarinn í kvöld mætir Keflvíkingum í úrslitaleik keppninnar. Þróttur hefur aldrei náð alla leið í úrslitaleikinn. 29.8.2006 20:45
Bolton kaupir Írana Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur fest kaup á íranska landsliðsmanninum Andranik Teymourian, en hann er miðjumaður og kemur frá liði í heimalandi sínu. Hann er 23 ára gamall og hefur spilað 11 landsleiki fyrir þjóð sína. Sam Allardyce segir leikmanninn vafalítið eiga eftir að spjara sig í úrvalsdeildinni eftir góða frammistöðu á HM í sumar. 29.8.2006 19:34
Don Nelson tekinn aftur við liði Golden State Gamla brýnið Don Nelson er kominn aftur á hliðarlínuna í NBA deildinni eftir stutta fjarveru, en í kvöld verður hann kynntur sem næsti þjálfari Golden State Warriors. Félagið hefur rift samningi við Mike Montgomery og verður undir leiðsögn Nelson á næstu leiktíð. Liðið hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 1994, en þá var Nelson einmitt þjálfari liðsins. 29.8.2006 18:10
Van Bommel til Bayern Þýsku meistararnir Bayern Munchen gengu í gær frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Mark Van Bommel frá Evrópumeisturum Barcelona. Kaupverðið er sagt vera um 6 milljónir evra og hefur Van Bommel skrifað undir þriggja ára samning við Bayern. Þar verður honum ætlað að fylla skarð Michael Ballack, en hann verður eflaust óður í að fá að sanna sig eftir að hafa lítið fengið að spila með Barcelona á síðustu leiktíð. 29.8.2006 17:15
Odonkor til Real Betis Þýski vængmaðurinn David Odonkor hjá Dortmund gekk í gærkvöld frá fimm ára samningi við spænska liðið Real Betis. Odonkor er 22 ára gamall og vakti nokkra athygli á HM í sumar þar sem hann átti góðar innkomur með landsliði Þjóðverja, en hann var nokkuð óvænt tekinn inn í landsliðshópinn á síðustu stundu af Jurgen Klinsmann. 29.8.2006 16:43
Petrov vill fara til Aston Villa Búlgarski landsliðsmaðurinn Stilian Petrov er nú sagður nálægt því að ganga í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa, en hann hefur lengi óskað eftir því að fá að fara frá skoska félaginu Glasgow Celtic. Petrov er 27 ára gamall og lék undir stjórn Martin O´Neill, núverandi stjóra Villa, þegar hann stýrði Celtic á sínum tíma. Talið er að kaupvirðið yrði um 6 milljónir punda, en umboðsmaður Petrov segir þó að enn sé langt í land með að ná samningum. 29.8.2006 16:22
Stórtap fyrir Írum Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði illa fyrir Írum 72-54 í lokaleik sínum á æfingamótinu sem haldið var í Írlandi. Þetta var fimmti æfingaleikur íslenska liðsins í röð á stuttum tíma og uppistaðan tveir sigrar í fimm leikjum. Brenton Birmingham var stigahæstur í íslenska liðinu í gær með 13 stig og Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig. 29.8.2006 16:10
Keppnum fækkar 2007 Landslagið í Formúlu 1 verður nokkuð breytt á næsta keppnistímabili eftir að ljóst varð að ekki verður keppt í San Marino og þá hefur Evrópukappaksturinn verið strikaður út af sakramentinu. Á móti kemur að staðfest hefur verið að keppni á Spa brautinni í Belgíu verður endurvakin eftir eins árs hlé, þar sem endurbætur voru gerðar á gömlu brautinni. 29.8.2006 16:00
Agassi neitar að ljúka keppni Gamla kempan Andre Agassi var nálægt því að leggja spaðann á hilluna í gær þegar hann vann nauman sigur á Andrei Pavel á opna bandaríska meistaramótinu 6-7 (4-7), 7-6 (10-8), 7-6 (8-6) og 6-2. Agassi, sem vann sigur á mótinu árin 1994 og 1999, var aðeins hársbreidd frá því að falla úr keppni en naut góðs stuðnings 23000 áhorfenda í New York og náði að tryggja sér sæti í næstu umferð þar sem hann mætir Marcos Baghdatis. 29.8.2006 15:45
Norðanliðin keppast um Woodgate Ensku úrvalsdeildarfélögin Newcastle og Middlesbrough eru nú sögð í kapphlaupi um að reyna að fá fyrrum landsliðsmanninn Jonathan Woodgate að láni frá spænska félaginu Real Madrid. Woodgate hefur átt mjög erfitt uppdráttar vegna meiðsla undanfarin ár, en í gær átti hann fund með forráðamönnum Boro. Síðan er talið að Newcastle hafi blandað sér inn í málið með því að bera víurnar í hann. 29.8.2006 15:15
Spænskir fjölmiðlar hæla Eiði Smára Spænskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir ljóshærða víkingnum Eiði Smára Guðjohnsen í dag eftir að hann tryggði Barcelona 3-2 sigur á Celta Vigo í opnunarleik Evrópumeistaranna í spænsku deildinni í gærkvöld. 29.8.2006 14:59
Fer ekki til Celtic Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen mun ekki ganga í raðir skoska liðsins Glasgow Celtic eftir að slitnaði upp úr viðræðum milli hans og forráðamanna félagsins. Talið var víst að Gravesen færi til Celtic, en nú þarf miðjumaðurinn að treysta á að eitthvað af liðunum í ensku úrvalsdeildinni geri honum tilboð fljótlega, því senn líður að lokun félagaskiptagluggans og leikmaðurinn ekki talinn eiga afturkvæmt í herbúðir Real Madrid. 29.8.2006 14:40
Fer ekki til Manchester United Nú er endanlega orðið ljóst að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen verður áfram í herbúðum félagsins og mun ekki fara til Manchester United. Umboðsmaður hans hefur staðfest að enginn möguleiki sé á að leikmaðurinn fái að yfirgefa Bayern, enda hefur stjórnarformaðurinn þar lagt húsið sitt undir þegar hann segir að Hargreaves fari ekki fet - Manchester United verði að snúa sér annað. 29.8.2006 14:34
Mido kominn aftur til Tottenham Egypski framherjinn Mido er genginn aftur í raðir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, en hann er nú formlega orðinn leikmaður félagsins eftir að hafa verið tilkynnt að hann væri ekki inni í framtíðarplönum ítalska liðsins Roma. Mido spilaði sem lánsmaður hjá Tottenham á síðustu leiktíð og skoraði 11 mörk í 27 leikjum. 29.8.2006 14:28
Ekkert mál að vinna með Quinn Harðjaxlinn Roy Keane segir að samstarf sitt við Niall Quinn, stjórnarformann Sunderland, eigi vafalítið eftir að ganga vel fyrir sig þó þeir félagar hafi rifist eins og hundur og köttur þegar þeir léku fyrir írska landsliðið á HM árið 2002. Keane tók við liði Sunderland í ensku fyrstu deildinni í dag. 29.8.2006 14:17
Spánn og Argentína í undanúrslit Spánverjar og Argentínumenn mætast í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í körfuknattleik í Japan á föstudaginn eftir að liðin unnu bæði mjög sannfærandi sigra á andstæðingum sínum í 8-liða úrslitunum. Bæði lið hafa unnið alla sjö leiki sína á mótinu og ljóst að einvígi þeirra í undanúrslitunum verður frábær slagur. 29.8.2006 13:59
Keflavík mætir KR eða Þrótti í úrslitaleiknum Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar en Keflavík kjöldró Víkinga í fyrri undanúrlsitaleik bikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu Keflavík 4 - Víkingur 0. 28.8.2006 21:48
Keflvíkingar komnir í 3-0 gegn Víkingi Keflvíkingar hafa vænlega stöðu í undanúrslitaleik VISA-bikarsins gegn Víkingum. Staðan er 3-0 Keflavík í vil. Guðmundur Steinarsson bætti við öðru marki fyrir Keflavík á 71. mínútu og Þórarinn Kristjánsson skoraði þriðja mark þeirra á 78. mínútu eftir hroðaleg mistök í vörn Víkinga. Keflvíkingar eru því að tryggja sig inn í úrslitaleik VISA-bikarsins. Síðari undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld en þá mætast KR og Þróttur á Laugardalsvelli. 28.8.2006 21:33
Keflavík hefur yfir 1-0 í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Víkingi í hálfleik í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikars karla. Jónas Guðni Sævarsson skorðai mark keflvíkinga á 22. mínútu. Víkingar sóttu í sig veðrið á síðustu mínútunum en náðu ekki að jafna metin. 28.8.2006 20:49
Keflavík komið yfir gegn Víkingi Keflavík hefur forystu gegn Víkingi í undanúrslitum VISA-bikars karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Jónas Guðni Sævarsson skoraði mark keflvíkinga á 22. mínútu eftir laglega sendingu frá Baldri Sigurðssyni. 28.8.2006 20:38
Öruggur sigur Bandaríkjanna Bandaríska landsliðið í körfubolta vann öruggan sigur á liði Ástrala í 16 liða úrslitum á HM í körfubolta í Japan í gær. Lokatölur urðu 113-73. Carmelo Anthony skoraði 20 stig, Joe Johnson 18 og Dwyane Wade 15 fyrir bandaríska liðið sem mæti Þjóðverjum í næstu umferð. Önnur úrslit í gær voru þau Þjóðverjar unnu Nígeríu 78-77, Frakkar báru sigurorð á Angóla 68-62 og Grikkir unnu öruggan sigur á Kína 95-64. 28.8.2006 14:30
Það neikvæða á Íslandi í dag er dómgæslan „Við gátum ekki neitt í dag. Ég veit ekki hvað er að gerast í hausnum á mönnum, við erum værukærir og það er bara eins og við nennum þessu ekki,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, eftir slakan leik FH-liðsins í gær. 28.8.2006 14:15
Tvö töpuð stig hjá Breiðablik FH fagnaði ekki sigri á Íslandsmótinu í gær en meistararnir voru afspyrnuslakir gegn Blikum á heimavelli. Gestirnir úr Kópavogi voru klaufar og hefðu hæglega getað tryggt sér öll stigin þrjú í 1-1 jafntefli. 28.8.2006 14:00
Treysti sér ekki til að spila Það vakti athygli manna á leik FH og Breiðablik í gær að Marel Jóhann Baldvinsson var ekki með Blikum. 28.8.2006 13:45
Óttast um framtíðina Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen óttast mjög að hann verði læstur inni hjá Real Madrid þar sem ekki er enn búið að ganga frá sölu eða láni á honum til annars félags en hann á enga framtíð hjá Madrídar-liðinu eftir að Fabio Capello tók við liðinu. 28.8.2006 13:30
Tap fyrir Svíum í lokaleiknum í Hollandi Íslenska landsliðið hefur undanfarna daga tekið þátt í æfingamóti í Hollandi en því lauk um helgina. Lokaleikur liðsins var viðureign við frændur vora Svía og höfðu Svíarnir betur, 63-75. Ísland varð þar með í þriðja sæti á mótinu en liðið lagði Belgíu en tapaði fyrir Hollandi og Svíþjóð. 28.8.2006 13:30
Orðaður við Man. Utd Brunaútsölunni hjá Juventus er hugsanlega ekki lokið þrátt fyrir fögur loforð um annað því franski landsliðsframherjinn David Trezeguet var orðaður við Manchester United í ítölsku blöðunum um helgina. Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að þegar sé byrjað að funda um kaupin á framherjanum. 28.8.2006 13:00
Mætti á æfingu í gær Roy Keane mætti á æfingu hjá Sunderland í gær ásamt stjórnarformanninum Naill Quinn. Keane var ekki þar sem leikmaður heldur er talið að Naill Quinn hafi verið að kynna hann fyrir hópnum, en Roy Keane hefur mikið verið orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá Sunderland síðustu daga. 28.8.2006 12:30
Hvað gerir "Bikar-Höski" gegn Keflavík í kvöld? Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, verður undir smásjánni í leik Víkings við Keflavík í kvöld en hann hefur skorað grimmt í bikarnum. Einnig verður áhugavert að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar og Guðmundar Mete. 28.8.2006 12:15
Haukar unnu hjá körlunum Haukar báru sigurorð af HK í úrslitaleik Reykjavík Open sem fram fór um helgina með 31 marki gegn 27. 28.8.2006 12:00
Fylkismenn komnir í bullandi fallbaráttuslag Fylkismenn eru í miklum vandræðum eftir 0-1 tapleik gegn Valsmönnum á heimavelli í gær. Liðið hefur ekki náð miklu úr síðustu leikjum sínum og af leik liðsins að dæma í gær er það einfaldlega ekki líklegt til frekari afreka á vellinum í haust. Valsmenn einbeittu sér að varnarleiknum í gær og uppskáru dýrmæt þrjú stig. 28.8.2006 11:30
Fyrsti sigur Massa og Alonso jók forskotið Formúla 1 Það var mikil spenna í Tyrklandskappakstrinum í gær en eftir magnaðan kappakstur var það Felipe Massa sem fagnaði sigri. Hann fagnaði mikið og Spánverjinn Fernando Alonso fagnaði einnig vel og innilega enda kom hann í mark annar og rétt á undan Michael Schumacher og er því 12 stigum á undan Þjóðverjanum í stigakeppni ökumanna. 28.8.2006 11:30
Framlengir við Aston Villa Gareth Barry hefur bundið enda á allar vangaveltur um framtíð sína og skrifað undir nýjan samning við Aston Villa sem gildir til ársins 2010. Hann var mjög eftirsóttur í sumar og flestir sparkspekingar voru á því að hann myndi yfirgefa Villa Park en af því verður ekki. 28.8.2006 11:00
Chelsea vann góðan útisigur á Blackburn í gær Chelsea gerði góða ferð til Blackburn í gær og vann 2-0 sigur. Frank Lampard skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu og Didier Drogba, sem komið hafði inn á sem varamaður í leiknum, innsiglaði sigurinn undir lokinn. 28.8.2006 10:45
Arsenal-ferlinum er lokið Ef eitthvað er að marka spænska landsliðsmanninn Jose Antonio Reyes þá hefur hann leikið sinn síðasta leik í búningi Arsenal. Hann hefur margoft lýst yfir áhuga sínum á því að fara aftur heim til Spánar og bæði Real og Atletico Madrid hafa gert tilboð í hann en án árangurs. 28.8.2006 10:30