Fleiri fréttir

Fær tveggja leikja bann

Sænski framherjinn Henrik Larsson hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd sænska knattspyrnusambandsins eftir að hafa slegið til andstæðings síns í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Larsson átti á tíma yfir höfði sér lögreglukæru vegna þessa, en fallið var frá þeim áformum.

Fínt að mæta Chelsea snemma

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segist fagna því að mæta Chelsea strax í fyrstu umferð meistaradeildar Evrópu, þar sem spænska liðið á titil að verja frá í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem liðin etja kappi í keppninni og segir Ronaldinho að betra sé að mæta þeim í riðlakeppninni en í úrsláttarkeppninni í vor.

Dæmdur í tveggja leikja bann

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna brottvísunar sem hann hlaut í leik Íslands og Tékklands á Laugardalsvelli á dögunum. Það verður Elísabet Gunnarsdóttir sem tekur við liðinu á meðan Jörundur tekur bannið út, en hún er þjálfari Vals og ungmennalandsliðsins. Jörundur verður því í banni í þeim tveimur leikjum sem íslenska liðið á eftir að spila í riðli sínum, hinn fyrri er gegn Svíum hér heima á morgun.

Birgir Leifur í stuði í Óðinsvéum

Birgir Leifur Hafþórsson úr golfklúbbnum GKG er í fantaformi á áskorendamótinu í Óðinsvéum í Danmörku. Birgir lauk keppni á öðrum hring í morgun á fjórum höggum undir pari, líkt og á fyrsta hringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum. Hann er því á meðal efstu manna á samtals átta höggum undir pari.

Missir af landsleikjunum í næstu viku

Gary Neville hefur verið gert að taka sér frí frá landsleikjum Englendinga í undankeppni EM í næstu viku. Neville er enn ekki búinn að ná sér að fullu af meiðslum á kálfa sem hann varð fyrir á HM í sumar.

Lerner tryggir sér meirihluta í Aston Villa

Ameríski milljarðamæringurinn Randy Lerner hefur formlega eignast tæplega 60% hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa, en þetta var tilkynnt í kauphöllinni í Lundúnum í dag. Lerner hefur því formlega eignast hlut Doug Ellis, fyrrum stjórnarformanns félagsins og vantar því lítið upp á að eignast 75% hlut í félaginu svo hann geti talist formlegur eigandi félagsins.

Það versta sem ég hef lent í á ferlinum

Portúgalski miðjumaðurinn Pedro Mendes er nú á hægum batavegi eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir í leik Manchester City og Portsmouth á dögunum, þegar Ben Thatcher réðist á hann og sló hann í andlitið með olnboganum. Mendes segir þetta verstu lífsreynslu sína á knattspyrnuvellinum.

Anelka til Bolton fyrir metfé

Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur fest kaup á franska framherjanum Nicolas Anelka fyrir 8 milljónir punda, sem er metfé í sögu Bolton. Anelka kemur frá tyrkneska liðinu Fenerbahce þar sem hann hefur verið síðasta eitt og hálfa árið. Anelka spilaði áður með Arsenal, Liverpool og Manchester City og er því öllum hnútum kunnugur í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham mætir Slavia Prag

Í dag var dregið í næstu umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, en sigurvegarar í næstu umferð tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Tottenham, sem tekur nú þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í nokkur ár, mætir tékkneska liðinu Slavia Prag. Newcastle mætir FC Tallin frá Eistlandi, Rangers mæta norska liðinu Molde og West Ham mætir ítalska liðinu Palermo frá Sikiley.

Verð að vera þolinmóður

Sænska staðarblaðið Hallandsposten gerði framgöngu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar hjá Hannover 96 að umfjöllunarefni í gær en hann var áður á mála hjá Halmstad og varð í fyrra markakóngur sænsku deildarinnar. Hann hefur hins vegar ekki verið valinn í hópinn hjá Hannover í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Við bregðumst stuðningsmönnum okkar ekki aftur

Sir Alex Ferguson var ekkert að skafa af því í kvöld þegar hann var spurður um yfirlýst markmið Manchester United í riðlakeppni meistaradeildarinnar, en liðið hafnaði í riðli með Glasgow Celtic, Benfica og FC Kaupmannahöfn.

Riðillinn verður erfiður en skemmtilegur

Arsene Wenger á von á að Arsenal bíði erfitt en skemmtilegt verkefni í G-riðli meistaradeildar Evrópu í vetur þar sem liðið leikur ásamt Porto, CSKA Moskvu og Hamburg.

Vissi að við fengjum Barcelona

Peter Kenyon segir að það hafi nánast legið í loftinu að Chelsea og Barcelona ættu eftir að mætast enn eina ferðina í dag, þegar dregið var í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Hann skorar þó á menn að gleyma ekki hinum liðunum tveimur í A-riðlinum.

Newcastle í riðlakeppnina

Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Evrópumóts félagsliða þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli við lettneska liðið Ventspils á heimavelli sínum. Newcastle vann fyrri leik liðanna 1-0 og fer áfram á því, en þrátt fyrir að hafa vaðið í færum í leiknum í kvöld, var leikmönnum fyrirmunað að skora.

KR-ingar í annað sætið

KR-ingar skutust í annað sæti Landsbankadeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði ÍBV 2-0 í vesturbænum. Björgólfur Takefusa skoraði bæði mörk KR í kvöld. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var afar óhress með leik sinna manna í kvöld og sagði þá hafa spilað eins og "helvítis lopasokka og aumingja" í fyrri hálfleiknum í viðtali við Guðjón Guðmundsson á Sýn.

KR hefur yfir gegn ÍBV

Nú hefur verið flautað til leikhlés í viðureignunum þremur sem standa yfir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Björgólfur Takefusa skoraði bæði mörk KR sem hefur yfir 2-0 gegn ÍBV í Frostaskjóli sem sýndur er í beinni á Sýn. Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði mark ÍA sem hefur yfir 1-0 gegn Keflavík á Skaganum og markalaust er hjá Grindvíkingum og Víkingi í Grindavík.

Al Harrington loksins til Indiana

Framherjinn Al Harrington er loksins genginn í raðir Indiana Pacers frá Atlanta Hawks í NBA deildinni. Félögin hafa þráttað við samningaborðið í allt sumar en í dag varð loks ljóst að Harrington gengi aftur til liðs við félagið sem tók hann í nýliðavalinu árið 1998. Harrington er 26 ára gamall og skoraði 18 stig og hirti 7 fráköst að meðaltali með Atlanta Hawks í fyrra.

Juaquin til Valencia

Spænska stórliðið Valencia hefur náð samkomulagi við Real Betis um kaup á vængmanninum Juaquin fyrir um 25 milljónir evra ef marka má fréttir frá Spáni í dag. Sagt er að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum í samningi leikmannsins sem er til fimm ára. Juaquin var um tíma eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni og hafði Liverpool meðal annars verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum.

Martins genginn í raðir Newcastle

Nígeríumaðurinn Obafemi Martins er genginn formlega í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle frá Inter Milan á Ítalíu. Þessi 21 árs framherji hefur skrifað undir fimm ára samning við félagið og er kaupverðið sagt röskar 10 milljónir punda.

Birkir í byrjunarliði ÍBV

Gamla kempan Birkir Kristinsson hefur tekið fram hanskana á ný og er í byrjunarliði ÍBV sem sækir KR heim í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Birkir lagði hanskana á hilluna í fyrra, en hefur nú snúið aftur til að koma fyrrum félögum sínum í ÍBV til bjargar í markmannsvandræðum þeirra. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hægt er að fylgjast með gangi mála í leikjum kvöldsins á Boltavaktinni hér á Vísi.

KR - ÍBV í beinni á Sýn

Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld, en hér er um að ræða fyrstu leikina í 15. umferðinni. Leikur KR og ÍBV verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 17:50 frá KR-velli. Skagamenn taka á móti Keflvíkingum á Skipaskaga og þá eigast við Grindavík og Víkingur suður með sjó. Allir leikirnir hefjast klukkan 18:00.

Ronaldinho valinn bestur

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho var í dag kjörinn besti leikmaðurinn í meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, en tilkynnt var um valið um leið og dregið var í riðla fyrir keppnina í ár. Leikmenn Barcelona hirtu öll verðlaunin sem veitt voru í dag, nema verðlaunin fyrir besta markmanninn í meistaradeildinni sem féllu í hlut þýska markvarðarins Jens Lehmann hjá Arsenal.

Enn mætast Barcelona og Chelsea

Nú rétt áðan var dregið í riðla í meistaradeild Evrópu. Englandsmeistarar Chelsea drógust í riðil með Evrópumeisturum Barcelona og því er ljóst að liðin mætast þriðja árið í röð í keppninni. Eiður Smári Guðjohnsen fær því ef til vill tækifæri til að mæta sínum gömlu félögum í Chelsea á knattspyrnuvellinum fyrr en margan hefði grunað.

Thatcher skrifar Mendes afsökunarbréf

Forráðamenn Manchester City hafa sent frá sér tilkynningu vegna árásar Ben Thatcher á Pedro Mendes í leik Manchester City og Portsmouth í gær. Í tilkynningunni segir að Thatcher hafi skrifað Mendes bréf og beðið hann afsökunar á glórulausri framkomu sinni í gær. Þar kemur auk þess fram að forráðamenn City ætli að taka á málinu í sínum herbúðum og að Stuart Pearce muni ákveða refsingu leikmannsins.

Íslendingar þekktari fyrir skíðagöngu en knattspyrnu

Á heimasíðu Barcelona er nú hægt að nálgast upplýsingar um feril Eiðs Smára Guðjohnsen sem knattspyrnumanns og þar kemur fram að hann hafi vissulega fetað í fótspor föður síns á knattspyrnuvellinum. Ekki virðast umsjónarmenn síðunnar vera jafn vel að sér í íslenskri íþróttasögu, því þar kemur fram að Íslendingar séu þekktari fyrir afrek sín í skíðagöngu en á knattspyrnuvellinum.

Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum

Riðlakeppninni á HM í körfubolta í Japan er nú lokið og ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum keppninnar. Bandaríkjamenn völtuðu yfir Senegala í lokaleik sínum í dag og vann liðið því alla fimm leiki sína í riðlinum. Evrópumeistarar Grikkja lögðu Tyrki 76-69 og unnu einnig alla leiki sína í riðlakeppninni.

Abramovich sættir sig ekki við neitt minna en Evróputitil í ár

Ítalinn Claudio Ranieri, forveri Jose Mourinho hjá Chelsea, segir að Roman Abramovich eigandi félagsins sætti sig ekki við neitt minna en sigur í meistaradeildinni á þessari leiktíð. Ranieri segir að þó Mourinho segi það forgangsatriði að vinna ensku deildina, gæti hann jafnvel þurft að leita sér að nýju starfi ef hann stýrir liðinu ekki til sigurs í meistaradeildinni í vor.

Orðrómur á kreiki um drykkjuskap Raikkönen

Síðustu daga hefur þrálátur orðrómur verið á kreiki á vefsíðum sem tengjast Formúlu 1 að finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hafi verið tekinn fyrir ölvunarakstur eftir kappaksturinn í Ungverjalandi á dögunum. Raikkönen var sagður hafa týnt peningaveski sínum með nokkrum fjármunum, ökuskírteini sínu og vegabréfi, en sumir vilja meina að lögreglan hafi tekið það af honum eftir að hann var handtekinn.

Tilboði Atletico Madrid í Reyes hafnað

Spænska knattspyrnufélagið Atletico Madrid ætlaði sér að slá grönnum sínum í Real Madrid ref fyrir rass í gær með því að gera kauptilboð í spænska landsliðsmanninn Jose Anthonio Reyes hjá Arsenal, en himinn og haf er á milli þeirrar upphæðar sem enska félagið vill fá fyrir hann og þess sem Atletico er tilbúið að borga fyrir hann.

Dirk Nowitzki fór hamförum

Dirk Nowitzki var gjörsamlega óstöðvandi í morgun þegar Þjóðverjar unnu 108-103 sigur á Angóla í rafmögnuðum þríframlengdum leik á HM í körfubolta sem fram fer í Japan. Nowitzki skoraði 47 stig og hirti 16 fráköst fyrir Þjóðverja, en þetta var í fyrsta sinn í sögu HM sem leikur fer í þrjár framlengingar.

Atvik í leik Manchester City og Portsmouth til rannsóknar

Enska knattspyrnusambandið og lögreglan í Manchester eru nú að rannsaka ljótt atvik sem átti sér stað í leik Manchester City og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í gær, þegar Ben Thatcher, leikmaður City, rotaði Portúgalann Pedro Mendes hjá Portsmouth.

Hundóánægður með hugarfar leikmanna

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var skiljanlega ekki sáttur við sína menn eftir að þeir töpuðu 2-1 fyrir Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann sagði liðið sem hann horfði á missa niður 1-0 forystu og tapa á síðustu tíu mínútum leiksins ekki hafa verið "Jose Mourinho lið."

Þrír leikir í kvöld

Fimmtánda umferð Landsbankadeildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. KR mætir ÍBV vestur í bæ, ÍA tekur á móti Keflavík og Grindavík og Víkingur mætast suður með sjó. Umferðinni lýkur síðan á sunnudag þegar FH tekur á móti Breiðablik og Valsmenn heimsækja Fylki í Árbæinn.

Vill burt frá Stoke City

Hannes Þ. Sigurðsson staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann vilji fara frá Stoke City sem leikur í ensku 1. deildinni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa norsk lið mikinn áhuga á að klófesta kappann.

Valsmenn eru stórhuga fyrir komandi leiktíð

Valsmenn boðuðu til mjög svo veglegs blaðamannafundar í húsakynnum Frjálsa fjárfestingabankans í gær þar sem farið var yfir stöðu mála, bæði hjá meistaraflokki karla og kvenna. Markmið Vals er mjög einfalt, sigur í öllum keppnum sem í boði eru.

Arsenal í riðlakeppnina

Arsenal tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu með því að leggja króatíska liðið Dynamo Zagreb 2-1 á heimavelli sínum. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því komið áfram samanlagt 5-1. Gestirnir komust í 1-0 í kvöld og hleyptu smá lífi í einvígið, en mörk frá Freddy Ljungberg og Mathieu Flamini tryggðu Arsenal öruggan sigur.

Meistarabragur á Manchester United

Manchester United hélt uppteknum hætti í annari umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið burstaði Charlton 3-0 á útivelli. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Charlton, sem mátti sín lítils gegn sterku liði United. Darren Fletcher, Louis Saha og Ole Gunnar Solskjær skoruðu mörk United sem er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga.

Middlesbrough lagði Chelsea

Englandsmeistarar Chelsea töpuðu sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni strax í annari umferð, en í kvöld lá liðið 2-1 fyrir Middlesbrough á útivelli. Andriy Shevchenko kom Chelsea yfir í upphafi leiks, en Emanuel Pogatetz jafnaði metin á 80. mínútu og Mark Viduka skoraði svo sigurmark Boro á lokamínútunni. Þetta er annað árið í röð sem Boro leggur Englandsmeistarana á heimavelli sínum.

Á batavegi eftir vel heppnaða aðgerð

Sir Bobby Robson er sagður á góðum batavegi eftir að hann gekkst undir skurðaðgerð í dag, þar sem lítið æxli var fjarlægt úr heila hans. Hinn 73 ára gamli Robson verður undir ströngu eftirliti á sjúkrahúsi næstu tvo daga og ef allt gengur að óskum ætti hann að geta snúið fljótlega aftur til starfa fyrir írska landsliðsiðið.

Roy Keane að taka við Sunderland?

Breskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, verði ráðinn sem næsti knattspyrnustjóri 1.deildarliðs Sunderland. Því er haldið fram að Niall Quinn, stjórnarformaður Sunderland, sé þegar búinn að fá Keane til að samþykkja að taka við liðinu sem hefur gengið hörmulega í upphafi leiktíðar á Englandi og hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum eftir fall úr úrvalsdeildinni í vor.

Gravesen fer frá Real

Umboðsmaður danska landsliðsmannsins Thomas Gravesen hjá Real Madrid er nú staddur á Bretlandseyjum þar sem hann segist vera í viðræðum við nokkur félög með það í huga að koma leikmanninum frá spænska félaginu. Real er sagt vilja um 2 milljónir punda fyrir miðjumanninn og hefur hann helst verið orðaður við Glasgow Celtic í Skotlandi.

Lítið skorað í fyrri hálfleik

Fá mörk litu dagsins ljós í fyrri hálfleik í viðureignum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni, en síðari hálfleikur er nú hafinn í leikjunum sex sem standa yfir. Andriy Shevchenko skoraði mark Chelsea sem hefur yfir 1-0 gegn Middlesbrough.

Arsenal undir í hálfleik

Arsenal er undir 1-0 gegn Dynamo Zagreb þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því enn í ágætum málum með að komast áfram í riðlakeppnina. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Larsson sleppur með skrekkinn

Sænski framherjinn Henrik Larsson verður ekki ákærður fyrir líkamsárás eftir að sannað þótti að hann hefði kýlt andstæðing sinn í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Saksóknari tilkynnti þetta í dag, en Larsson á hinsvegar enn yfir höfði sér leikbann að hálfu sænska knattspyrnusambandsins.

Stefán fór á kostum hjá Lyn

Stefán Gíslason var hetja Lyn í kvöld þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Lilleström á heimavelli sínum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Stefán skoraði tvö marka Lyn og það síðara var jöfnunarmark liðsins í uppbótartíma. Indriði Sigurðsson var einnig í liði Lyn, en leikmenn Lilleström voru manni færri allan síðari hálfleikinn og komust raunar í 3-1 í leiknum áður en Stefán tók til sinna ráða í lokin.

Sjá næstu 50 fréttir