Fleiri fréttir

Fjórða tap Íslands í röð

U16 ára landslið kvenna í körfubolta tapaði í gær með fjórtán stiga mun, 59-73, fyrir Írlandi í fyrsta leik sínum í milliriðli B-deildar Evrópumótsins. Írska liðið hafði forystuna allan tímann. Íslensku stelpurnar hafa því tapað öllum fjórum leikjum sínum á mótinu til þessa en í dag leika þær gegn Finnlandi sem vann Írland 63-57 á þriðjudag.

Fer líklega til Reading

Yngsti leikmaður Landsbankadeildarinnar, hinn sextán ára gamli Viktor Unnar Illugason hjá Breiðabliki, heldur að öllum líkindum til Englands í haust.

Dirk Kuyt enn í myndinni

Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle, er enn að velta því fyrir sér hvort hann eigi að leggja fram tíu milljónir punda í sóknarmanninn Dirk Kuyt. Roeder fylgdist með þessum 25 ára leikmanni þegar hann lék með Feyenoord um síðustu helgi og lét hafa eftir sér við enska fjölmiðla að hann hefði verið hrifinn af frammistöðu hans.

Báðir munu styrkja liðið

"Það er frábært fyrir liðið að hafa fengið þessa tvo leikmenn, ég er sannfærður um að þeir munu báðir styrkja okkur töluvert," sagði Iain Dowie, knattspyrnustjóri úrvalsdeildarliðsins Charlton, eftir að tveir nýjustu leikmenn félagsins voru kynntir til leiks. Það eru miðjumaðurinn Amady Faye sem kemur frá Newcastle og varnarmaðurinn Djimi Traore sem kemur frá Liverpool.

Nýju mennirnir björguðu Liverpool

Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vandræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöruleik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálfleik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumaðurinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi.

Jöfn skipti í Frostaskjólinu

KR og Keflavík gerðu í gær 2-2 jafntefli í fyrsta leik 13. umferðar Landsbanka-deildarkarla. Keflvíkingar voru ekki sáttir við dómgæsluna eftir leik.

Ásthildur aftur inn í hópinn

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn sem mætir Tékklandi laugardaginn 19. ágúst. Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2007 og er Ísland, sem stendur í þriðja sæti riðilsins, með jafnmörg stig og Tékkar. Einn nýliði er í hópnum en það er Katrín Ómarsdóttir. Þá kemur fyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir aftur inn í liðið en hún var í leikbanni í síðasta leik gegn Portúgal.

Vill sem fyrst til Real Madrid

Jose Antonio Reyes, leikmaður Arsenal, vill fá félagaskipti yfir til Real Madrid sem fyrst. Viðræður milli spænska stórliðsins og Arsenal standa nú yfir en Reyes, sem er 22 ára, vill komast heim til Spánar. „Ég og fjölskylda mín erum nokkuð hrædd um að eitthvað fari úrskeiðis. Ég vil að gengið verði frá málum sem fyrst,“ sagði Reyes.

Indriði mun styrkja lið okkar mikið

Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008.

ÍBV farið að safna liði

Kvennalið ÍBV í handbolta hefur fengið liðsstyrk því Valentina Radu, 25 ára örvhent rúmensk skytta, hefur samið við félagið en hún á nokkra A-landsleiki að baki. Á síðasta ári lék hún með Rulmentul Brasov sem varð meistari í heimalandi hennar auk þess sem það vann Áskorendakeppni Evrópu.

Annar leikur Blikastúlkna

Kvennalið Breiðabliks leikur í dag sinn annan leik í Evrópukeppni félagsliða en leikið er í Austurríki. Eftir 4-0 sigur í fyrsta leik er komið að heimaliðinu Neulengbach í dag en það lið vann sinn fyrsta leik 5-1 og því má reikna með hörkuleik.

Jafnt hjá KR og Keflavík

KR og Keflavík skildu jöfn í fyrsta leik 13. umferðar Landsbankadeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. Guðmundur Steinarsson kom Keflvíkingum yfir á 11. mínútu en Grétar Ólafur Hjartarson jafnaði á þeirri 27. Björgólfur Takefusa kom svo KR-ingum í 2-1 á 55. mínútu og Þórarinn Kristjánsson jafnaði á 79. mínútu og þar við sat.

Marc Raquil sigraði með naumindum

Marc Raquil, sem er þekktur fyrir góðan endasprett, sigraði í fjögurhundruð metra hlaupi karla á á Evrópumeistaramótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Hann var á tímanum 45,02 sekúndur og varð rétt á undan Rússanum Vladislav Frolov sem var á 45.09.

Liverpool hefur leik

Liverpool er rétt í þessu að hefja leik í Meistaradeild Evrópu gegn Macabi Haifa á Anfield Road í Liverpool. Tveir af þeim nýju leikmönnum sem Liverpool fékk til liðs við sig fyrir keppnistímabilið eru í byrjunarliðinu, þeir Jermaine Pennant og Craig Bellamy. Leikurinn er í beinni á Sýn og VefTV.

Kim Gevaert fyrst í mark

Kim Gevaert frá Belgíu vann hundarð metra spretthlaup kvenna á Evrópumeistaramótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Hún var á tímanum 11,06, Yekaterina Grigoryeva varð önnur og Irina Khabarova kom þriðja í mark, þær eru báðar frá Rússlandi og mældust á sama tíma 11,22 sekúndur.

Guðjón Valur er fyrirliði Gummersbach

Landsliðmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið valinn fyrirliði VfL-Gummersbach í þýska handboltanum á komandi leiktíð. Fjórir Íslendingar eru í herbúðum Gummersbach, ásamt Guðjóni þeir Róbert Gunnarsson, Sverre Andreas Jakobsson og Þjálfarinn Alfreð Gíslason.

Þrjú lið berjast um Ribery

Umboðsmaður Franck Ribery segir að þrjú lið séu að berjast um vængmanninn. Það eru franska liðið Lyon, Arsenal og Real Madrid. Ribery er 23 ára franskur landsliðsmaður og sló algjörlega í gegn á HM í sumar en hann er hjá Marseille í heimalandinu. Ribery hefur látið það í ljós að hann vilji fara í annað lið og er talið að Marseille vilji þá selja hann úr landi.

Verður með á sunnudag

Neyðarástand hefur gripið um sig í herbúðum Brann í Noregi síðan Kristján Örn Sigurðsson fór meiddur af velli í toppslag deildarinnar gegn Lilleström fyrir skömmu. Óttast var að hann yrði frá svo vikum skipti en stuðningsmönnum liðsins til mikillar ánægju sagði hann í gær að hann myndi spila gegn núverandi meisturum Vålerenga á sunnudag. Hann missir þó af leik Brann í UEFA-bikarkeppninni gegn Åtvidaberg frá Svíþjóð á morgun.

Veigar Páll framlengdi samninginn við Stabæk

Framherjinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk þrátt fyrir að erlend lið hafi sýnt honum mikinn áhuga. Veigar Páll hefur átt frábært tímabil í Noregi og er markahæstur.

Tveir nýliðar og fimm heimamenn valdir

Alls eru fimm leikmenn í Landsbankadeild karla og fimm­tán atvinnumenn í ýmsum Evrópu­löndum í landsliði Íslands sem mætir Spáni í vináttulandsleik í knattspyrnu á þriðjudaginn kemur. Þá eru tveir nýliðar, þeir Ármann Smári Björnsson og Matthías Guðmundsson, sem áttu sjálfsagt alls ekki von á því að verða valdir í landsliðið.

Campbell til Portsmouth

Portsmouth tilkynnti það í gær að varnarmaðurinn Sol Campbell væri orðinn leikmaður félagsins. Þessi 31 árs enski landsliðsmaður fékk samningi sínum við Arsenal rift í júlí og mun samningur hans við Portsmouth vera til tveggja ára. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir þessar fréttir koma sér á óvart því upphaflega hafi Campbell beðið um að losna frá samningi sínum til að spila utan Englands.

Eru tilbúnir að selja Senna

Spænska liðið Villarreal er reiðubúið að selja miðjumanninn Marcos Senna til Manchester United ef enska liðið er tilbúið til að greiða rétta upphæð. Senna er þrítugur spænskur landsliðsmaður. "Við erum tilbúnir að ræða við forráðamenn Manchester United og ef tilboð þeirra er jákvætt fyrir alla aðila munum við láta leikmanninn af hendi," sagði Jose Llaneza, stjórnarmaður félagsins.

Góður útisigur

Arsenal er komið langleiðina í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið Dinamo Zagreb örugglega 3-0 á útivelli í gær. Þetta var fyrri viðureign liðanna í þriðju umferð forkeppninnar en mörk Arsenal komu öll í seinni hálfleik. Cesc Fabregas skoraði tvö af mörkunum en mínútu eftir að hann braut ísinn á 63. mínútu skoraði Robin Van Persie eftir að hafa fengið langa sendingu frá Alexander Hleb.

Erna B. Sigurðardóttir: skoraði þrennu og lagði eitt upp í stórsigri breiðabliks í gær

"Við hefðum vel getað unnið þennan leik stærra, við klúðruðum fullt af færum," sagði Erna B. Sigurðardóttir eftir að kvennalið Breiðabliks vann 4-0 sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1° Dezembro í undankeppni Evrópumóts félagsliða kvenna í gær. "Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn, þær eru fljótar og teknískar en áttu ekki möguleika gegn okkur."

Veigar Páll áfram í Stabæk

Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk til ársins 2009. Mörg lið víða um Evrópu hafa sýnt honum áhuga undanfarnar vikur en ekkert tilboð hefur enn borist í hann.

Indriði Sigurðsson farinn frá KR

Indriði Sigurðsson leikur ekki með KR á þessu ári. Indriði hefur samið við Oslóarfélagið SFK Lyn og heldur utan í fyrramálið. Frá þessu er greint á heimasíðu KR.

Valinn í norska landsliðið á ný

Ole Gunnar Solskjær, leikmaður Manchester United, var í gær valinn í norska landsliðið sem mætir Brasilíu þann 16. ágúst í Osló. Solskær hefur verið meira og minna meiddur í tvö ár en stóð sig vel á Amsterdam-mótinu um helgina en Sir Alex Ferguson, stjóri United, biðlaði til Solskjær um að hætta að spila með landsliði sínu.

Snýr aftur til Inter á Ítalíu

Argentínumaðurinn Hernan Crespo er genginn í raðir Ítalíumeistara Inter á nýjan leik frá Chelsea sem gætu nú þurft að kaupa sér einn sóknarmann til í sumar. Crespo hefur aldrei leynt ást sinni á Ítalíu hann spilaði þar á árunum 1999 til 2003. Hann var síðan lánaður til AC Milan en spilaði á síðasta tímabili með Chelsea. Þrátt fyrir að standa sig með prýði unaði hann ekki lífinu á Englandi og fékk draum sinn uppfylltann með því að fara til Inter á ný.

Myndar sérstakt samband með Ronaldinho

Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eina mark Barcelona í 1-1 jafnteflisleik gegn Guadalajara í æfingaferð spænska félagsins um Bandaríkin em nú stendur yfir. Eiður skoraði þar sitt annað mark í jafn mörgum leikjum en bæði komu eftir undirbúning Brasilíumannsins Ronaldinho og virðast þeir félagar vera að finna sig vel saman.

Á leiðinni til Chelsea

Vinstri bakvörðurinn Ashley Cole mun að öllum líkindum ganga í raðir Englandsmeistar Chelsea í vikunni en hann var ekki í leikmannahópi Arsenal sem fór til Króatíu í gær. Ef Cole hefði spilað með Arsenal gegn Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildarinnar mætti hann ekki spila í keppninni með öðru liði.

Stefnan er sett á að vinna riðilinn

Blikastúlkur eru nú í Austurríki þar sem þær taka þátt í Evrópukeppni félagsliða kvenna. Með þeim í riðli eru SV Neulengbach frá Austurríki, Newtownabbey frá Norður-Írlandi og SU 1° Dezembro frá Portúgal. Fyrsti leikur Breiðabliks er í dag þegar stelpurnar mæta stöllum sínum frá Portúgal. Sigurvegari riðilsins kemst í aðra umferð en þar er einnig um riðla að ræða. Sú umferð fer fram um miðjan september.

Indriði hjá Lyn

Indriði Sigurðsson er nú til reynslu hjá norska liðinu Lyn en semji hann við liðið fer hann til Noregs frá KR án þess að spila leik fyrir Vesturbæjarfélagið sem hann samdi við á dögunum. Samningur hans við það segir til um að hann megi fara frítt frá þeim ef erlent lið býður honum samning.

Tap gegn Dönum

Bronsverðlaunin á Norðurlandamótinu í körfubolta rann Íslandi úr greipum en liðið tapaði um helgina fyrir Dönum í lokaleik sínum á mótinu. Tapið var sárt en Danir skoruðu aðeins einu stigi meira en Íslendingar í leiknum en það dugði þeim til 82-81 stigs sigurs.

Vonast til að fara til Real

Fjölmiðlar á Spáni segja Jose Antonio Reyes, leikmann Arsenal, enn hafa fullan hug á því að fara til Real Madrid. Spænska stórliðið hefur lengi haft augastað á Spánverjanum sem vonast til að þurfa ekki að spila með liði sínu í forkeppni meistaradeildarinnar gegn Dinamo Zagreb þar sem það myndi hindra hann í að spila í meistaradeildinni sjálfri með Real.

Við eigum mikið inni og munum bara bæta okkur

Íslenska landsliðið í körfubolta vann sinn fyrsta sigur á Norðurlandamótinu í Finnlandi í gær. Ísland lagði Norðmenn af velli með 90 stigum gegn 69 og segir þjálfari liðsins, Sigurður Ingimundarson, liðið vera á réttri braut.

Pirraður á meiðslunum

Jóhannes Harðarson, leikmaður Start í Noregi, er enn ekki góður af meiðslunum sem hafa hrjáð hann síðan í byrjun árs. Jóhannes meiddist aftur um leið og hann hafði náð sér og á enn nokkuð í land með að ná fullum bata.

United vann

Manchester United vann opnunarleik Amsterdammótsins gegn Porto í Hollandi í gær með þremur mörkum gegn einu en mótið verður sýnt beint á Sýn alla helgina. Paul Scholes kom United yfir með góðu skoti áður en Wayne Rooney skoraði glæsilegt mark eftir einleik. Ole Gunnar Solskjær, sem er óðum að ná sér eftir erfið meiðsli, skoraði svo þriðja mark United áður en Pepé minnkaði muninn með stórbrotnu marki.

Nýr stjóri hjá Aston Villa

Aston Villa hefur fundið nýjan knattspyrnustjóra en það er Martin O'Neill sem hefur ekki verið viðriðinn fótboltann undanfarið ár. Hann hætti með skoska liðið Glasgow Celtic þar sem eiginkona hans, Geraldine, átti við alvarleg veikindi að stríða. Hún er hins vegar á skjótum batavegi og mun O'Neill halda með aSton Villa í æfingaferð til Þýskalands og Hollands um helgina að því er BBC hermir.

Anna Lísa og Örn Ævar meistarar

Anna Lísa Jóhannsdóttir úr GR og Örn Ævar Hjartarson úr GS urðu Íslandsmeistarar í holukeppni en mótið fór fram á Grafarholtsvelli. Anna Lísa vann Þórdísi Geirsdóttur í úrslitaleiknum 3/2 en staðan var jöfn eftir þrettán holur áður en leiðir skildust. Anna Lísa vann þá þrjár holur í röð og tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

Einvígi Alonso og Schumacher

Um helgina verður Formúlu 1 kappakstur í Búdapest og er mikil spenna fyrir hann. Michael Schumacher á þarna möguleika á að vinna sitt fjórða mót í röð en sex mót eru eftir. Fernando Alonso er í efsta sæti í keppni ökumanna en Schumacher er aðeins ellefu stigum á eftir honum og því ljóst að allt getur gerst.

Fyrsta markið fyrir Barcelona

Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði í gær sitt fyrsta mark í búningi Barcelona en hann er nýgenginn í raðir Spánar- og Evrópumeistaranna. Markið kom í æfingaleik við UANL Tígrana í Mexíkó. Barcelona sigraði með þremur mörkum gegn engu og skoraði brasilíski snillingurinn Ronaldinho eitt mark úr aukaspyrnu, en hann kom inn sem varamaður í leiknum líkt og Eiður Smári.

Fer til Häcken til að fá að spila

Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Häcken. Ari er nítján ára gamall og hefur leikið frábærlega með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. "Þetta gerðist alveg ótrúlega fljótt, nú er það bara frágengið að ég mun fara út á miðvikudaginn og gangast undir læknisskoðun," sagði Ari sem er alveg pottþéttur á því að hann muni fljúga í gegnum þá skoðun.

Hólmar til Silkeborg

Hólmar Örn Rúnarsson er nánast búinn að ná samkomulagi við Silkeborg um kaup og kjör en danska liðið eru nú í viðræðum við Keflvíkinga um kaupverð á miðjumanninum. Hólmar sagðist vera spenntur fyrir atvinnumennskunni þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær en hann verður líklega orðinn leikmaður Silkeborg innan skamms.

Örn í tíunda sæti

Örn Arnarson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar bætti Íslandsmet sitt í 100 metra flugsundi um tæpa hálfa sekúndu í undanrásum á Evrópumótinu í Búdapest í gær. Örn lenti í sjötta sæti á tímanum 53,42 sekúndum en hann keppti síðan í undanúrslitum í gærdag. Þar lenti Örn í tíunda sæti þegar hann synti á 53,54 sekúndum. og komst ekki í úrslitin. Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi synti 50m bringusund í undanrásum í gær og var það síðasta grein hans á mótinu. Jakob synti á tímanum 29,09 sem dugði honum í 34. sætið.

Sjá næstu 50 fréttir