Fleiri fréttir Íhugaði að fara til Newcastle Framherjinn öflugi Wayne Rooney hjá Manchester United greinir frá því í æfisögu sinni sem kemur út fljótlega að hann hafi átt í miklum deilum við David Moyes, stjóra Everton, rétt áður en hann gekk í raðir Manchester United. Hann segir að um tíma hafi Newcastle verið eina liðið sem sýndi sér áhuga og segir að líklega hefði hann frekar farið þangað en að vera áfram hjá Everton. 25.7.2006 13:32 KR-ingar í undanúrslit KR-ingar eru komnir í undanúrslitin í Visa-bikarnum eftir sigur á ÍBV í vítakeppni í Frostaskjóli í kvöld. Bjarni Aðalsteinsson kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik, en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR í þeim síðari. Staðan var jöfn 1-1 að lokinni framlengingu og það var markvörðurinn Kristján Finnbogason sem var hetja sinna manna og tryggði þeim 4-2 sigur. 24.7.2006 22:07 Veigar á skotskónum í sigri Stabæk Veigar Páll Gunnarsson skoraði síðasta mark norska liðsins Stabæk í 3-1 sigri þess á Tromsö í leik kvöldsins í norska boltanum. Veigar átti auk þess þátt í öðru marki liðsins og er markahæsti leikmaður deildarinnar um þessar mundir. Stabæk er í öðru sæti deildarinnar. 24.7.2006 22:05 Erum að reyna að kaupa Cristiano Ronaldo Forseti spænska knattspyrnufélagsins Valencia segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að reyna að lokka portúgalska vængmanninn Cristiano Ronaldo til Spánar frá Manchester United. 24.7.2006 20:59 Kynlíf og leikjatölvur ástæða daprar frammistöðu á HM Breska slúðurblaðið The Sun hefur það eftir franskri unnustu brasilíska knattspyrnusnillingsins Ronaldinho að slaka frammistöðu hans á HM megi rekja til þess að hann eyddi mörgum nóttum í að stunda kynlíf og leika sér í tölvuleikjum á meðan á keppninni stóð. 24.7.2006 20:15 Ætlar að vinna báða leikina gegn Chelsea Jose Mourinho skartar nýrri klippingu þessa dagana og segir sá portúgalski að krúnuraksturinn tákni það að hann sé tilbúinn í stríðið sem enska úrvalsdeildin verður í vetur. Kollegi hans Sir Alex Ferguson er á sama hátt tilbúinn í slaginn og ætlar að vinna báða deildarleikina við þá bláu. 24.7.2006 19:32 Vieira hefði aldrei átt að fara frá Arsenal Framherjinn Dennis Bergkamp sem lék kveðjuleik sinn með Arsenal á nýja Emirates vellinum um síðustu helgi, sagði í samtali við breska blaðið Sun að Patrick Vieira hefði aldrei átt að fara frá Arsenal. Vieira er nú talinn vera á leið til Inter Milan, en Bergkamp segist hafa fundið fyrir því um helgina að sá franski ætti enn stóran hlut í hjörtum stuðningsmanna Arsenal. 24.7.2006 19:30 Knapi til rannsóknar fyrir að skalla hest sinn Breski knapinn Paul O´Neill á hefur verið kallaður inn á teppi hjá æðstu mönnum í hestaíþróttinni þar í landi eftir að myndir náðust af honum skalla hest sinn um helgina. Myndirnar hafa eðlilega vakið mikla reiði, en O´Neill brást svona við eftir að hafa dottið af baki við eina hindrunina. 24.7.2006 18:39 Mjög ósáttur við ljósmyndara Hinn dagfarsprúði sigurvegari Opna breska meistaramótsins, Tiger Woods, var fjarri því að vera sáttur með ágang ljósmyndara á meðan mótið stóð yfir um helgina. Þar átti hann ekki við atvinnuljósmyndarana, heldur áhugamenn sem tóku myndir af honum, sumir hverjir með farsímamyndavélum. 24.7.2006 18:27 Liverpool með bestan árangur allra liða Breska blaðið The Times birtir í dag úttekt á árangri liða í efstu deild frá því deildarkeppni hófst árið 1888. Þar kemur fram að Liverpool er sigursælasta liðið í sögu deildarinnar, nokkuð á undan erkifjendum sínum Manchester United. Arsenal vermir þriðja sætið. 24.7.2006 17:54 Framtíð mín er á Anfield Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso hjá Liverpool er nú kominn aftur til æfinga með liðinu eftir sumarfrí. Hann segir framtíð sína klárlega vera á Anfield og segist ekkert kippa sér upp við orðróm á borð við þann sem fór af stað fyrir nokkru um að hann væri á leið til Real Madrid í heimalandi sínu. 24.7.2006 17:43 Mig langar að lyfta Englandsbikarnum Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segist að mestu vera búinn að jafna sig á vonbrigðunum með Englendingum á HM og ætlar sér stóra hluti með liði Liverpool á komandi leiktíð. 24.7.2006 17:15 Al Harrington sagður á leið til Indiana Heimildarmaður ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum segir að aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum svo framherjinn sterki Al Harrington geti gengið í raðir Indiana Pacers. Harrington hefur leikið með Atlanta Hawks undanfarin ár, en virðist nú vera aftur á leið til liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1998. 24.7.2006 16:39 Casiraghi og Zola ráðnir þjálfarar Ítalska knattspyrnusambandið hefur ráðið gömlu kempurnar Pierluigi Casiraghi og Gianfranco Zola til starfa sem þjálfara U21 árs landsliðsins. Casiraghi lék síðast með liði Chelsea, en þurfti að hætta vegna meiðsla. Zola lagði skóna á hilluna í fyrra eftir glæsilegan feril þar sem hann lék einnig lengi með Chelsea. 24.7.2006 16:19 Íhugar að létta sig Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton, sem er orðinn áhorfendum Sýnar af góðu kunnur, íhugar nú að fara niður um þyngdarflokk í kjölfar þess að Kanadamaðurinn Arturo Gatti tapaði fyrir Carlos Baldomir um helgina. Hatton er í sama þyngdarflokki og Gatti, en sá var hugsaður sem næsti andstæðingur Bretans þangað til hann tapaði um helgina í bardaga sem sýndur var á Sýn. 24.7.2006 16:12 Hefur ekki áhyggjur af áhlaupi Ferrari Heimsmeistarinn Fernando Alonso í Formúlu 1 hefur ekki áhyggjur þó Michael Schumacher og Ferrari hafi unnið tvær síðustu keppnir og eigi þá næstu á heimavelli hans, Hockenheim-brautinni í Þýskalandi. 24.7.2006 16:06 Platini gefur formlega kost á sér til forseta Franska knattspyrnugoðsögnin Michel Platini hefur nú formlega boðið sig fram á móti Lennart Johanson sem næsti forseti evrópska knattspyrnusambandsins og hefur franska knattspyrnusambandið skilað inn umsókn hans. Platini er eini mótframbjóðandi Svíans, sem hefur setið í valdastóli síðan árið 1990. 24.7.2006 15:51 Vieira á leið til Inter Franski landsliðsmaðurinn Patrick Vieira er sagður vera nálægt því að ganga í raðir Inter Milan fyrir um 9 milljónir punda. Roberto Mancini, þjálfari Inter, er mjög hrifinn af hinum þrítuga Vieira, en segir liðið væntanlega breyta nokkuð um stíl á næstu leiktíð ef af kaupum þessum verður. "Við missum væntanlega einhverja tækni og útsjónasemi þegar Veron fer, en í stað þess fáum við kraft og styrk í formi Vieira," sagði Mancini. 24.7.2006 15:46 Lee McCulloch framlengir við Wigan Miðjumaðurinn Lee McCulloch hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Wigan og gildir samningurinn til fjögurra ára. McCulloch er skoskur landsliðsmaður og hefur verið lykilmaður Wigan síðan hann kom frá liði Motherwell í heimalandinu árið 2001. Hann er einnig í miklum metum hjá Paul Jewell knattspyrnustjóra, sem segir leikmanninn endurspegla það sem lið Wigan stendur fyrir á vellinum. 24.7.2006 15:40 Veit ekki hvort Carrick er falur fyrir 20 milljónir Martin Jol, stjóri Tottenham, segist vera feginn að vera búinn að endurheimta miðjumanninn Michael Carrick úr sumarfríi og vonar að leikmaðurinn verði áfram hjá félaginu. Manchester United hefur þegar verið neitað um 10 milljón punda tilboð í leikmanninn og breskir fjölmiðlar leiða líkum að því að Alex Ferguson og félagar eigi eftir að hækka boð sitt. 24.7.2006 15:27 Viggó Sigurðsson tekur við liði Flensburg Viggó Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Flensburg til bráðabirgða í kjölfar þess að þjálfari liðsins, hinn sænski Kent-Harry Andreson þarf að fara í uppskurð. Viggó þjálfaði lið Wuppertal í Þýskalandi um miðjan síðasta áratug. 24.7.2006 15:23 Ferillinn senn á enda Króatíski framherjinn Dado Prso hjá Glasgow Rangers segist óttast að hann þurfi að leggja skóna á hilluna að loknu næsta tímabili, en samningur hans rennur út næsta vor. Prso lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna og segist ekki eiga von á að geta leikið meira en eitt tímabil í viðbót vegna þrálátra hnémeiðsla. Prso er 32 ára gamall og spilaði með franska liðinu Mónakó áður en hann gekk í raðir Rangers. 24.7.2006 14:45 Bayern herðir róðurinn Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eru nú farnir að herða róðurinn í þeirri von að landa hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy frá Manchester United. Enn ber nokkuð í milli peningatilboðs Bayern og þess verðs sem United vill fá fyrir hann, en Franz Beckenbauer segir þýska liðið ætla að losa annað hvort Claudio Pizarro eða Roy Makaay frá félaginu í staðinn. 24.7.2006 14:10 Chelsea bíður eftir ásættanlegu tilboði í Crespo Úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem það áréttar að argentínski framherjinn Hernan Crespo sé samningsbundinn félaginu næstu tvö ár og verði því ekki seldur nema fyrir ásættanlegt fé. Crespo tjaldar öllu til að fá að fara aftur til Ítalíu, en segist mjög þakklátur forráðamönnum og stuðningsmönnum Chelsea. 24.7.2006 14:03 Duff kostaði 5 milljónir punda Newcastle hefur nú formlega kynnt Damien Duff sem nýjan leikmann félagsins, en það kom mörgum á óvart í dag þegar kaupverðið var skráð aðeins 5 milljónir punda en ekki 10 eins og breskir miðlar hafa greint frá yfir helgina. Duff segist hafa fylgt hjartanu þegar hann ákvað að ganga í raðir Newcastle frekar en einhvers af hinum liðunum sem voru á eftir honum. 24.7.2006 14:00 Þáttur um Esso-mótið á Sýn annað kvöld Annað kvöld verður á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar sérstakur þáttur helgaður Esso-mótinu í knattspyrnu sem fram fór á Akureyri á dögunum, en þetta var í 20. sinn sem mótið er haldið. Þorsteinn Gunnarsson íþróttafréttamaður var á svæðinu og tók fjölda viðtala við keppendur og áhorfendur á mótinu. Þátturinn hefst klukkan 20:10 annað kvöld. 24.7.2006 13:46 Keflvíkingar lögðu Skagamenn í frábærum leik Keflavík, Víkingur og Þróttur tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Visa-bikars karla í knattspyrnu. Keflvíkingar lögðu Skagamenn 4-3 í frábærum leik á Skaganum, Víkingur lagði Val 2-1 á útivelli og Þróttarar gerðu góða ferð norður á Akureyri og burstuðu KA 5-1. Á morgun mætast svo KR og ÍBV um síðasta sætið í undanúrslitunum. 23.7.2006 21:30 Jafnt á öllum vígstöðvum í hálfleik Nú hefur verið flautað til leikhlés í leikjunum þremur sem fram fara í 8-liða úrslitum Visa-bikarsins í knattspyrnu og er staðan jöfn 1-1 í þeim öllum. Valsmenn taka á móti Víkingum á Laugardalsvelli, ÍA tekur á móti Keflvíkingum á Skaganum og þá mætast KA og Þróttur fyrir norðan. 23.7.2006 20:39 Tiger Woods varði titil sinn Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur tryggt sér sigur á opna breska meistaramótinu í golfi, annað árið í röð. Woods lék af fádæma öryggi í dag og tryggði sér sigur með því að leika lokahringinn á 67 höggum og endaði á 18 höggum undir pari. Chris DiMarco lék á 68 höggum í dag og lauk keppni tveimur höggum á eftir Woods, sem grét fögrum tárum þegar sigurinn var í höfn. 23.7.2006 17:28 Baldomir vann sannfærandi sigur á Gatti Argentínumaðurinn Carlos Alberto Baldomir vann í nótt sannfærandi sigur á Kanadamanninum Arturo Gatty í bardaga þeirra um WBC-titilinn í veltivigt. Baldomir hafði yfirhöndina allan tímann og sló Gatti tvisvar niður með stuttu millibili í 9. lotu og var í kjölfarið dæmdur sigurinn. Gatti sagðist vera að hugsa um að leggja hanskana á hilluna eftir bardagann, en Baldomir hefur augastað á Bretanum Ricky Hatton í framtíðinni. Bardaginn var sýndur beint á Sýn. 23.7.2006 17:08 Slæmur endasprettur hjá Birgi Birgir Leifur Hafþórsson náði sér aldrei á strik á lokadeginum á áskorendamótinu í Austurríki í dag, en hann var í þriðja sæti á mótinu í gær eftir að leika frábært golf. Birgir hafnaði í 49-55 sæti á mótinu eftir lokadaginn, sem hann lék á 8 höggum yfir pari. Hann lauk keppni á 2 höggum undir pari. 23.7.2006 16:52 Floyd Landis sigraði Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis er sigurvegari í Frakklandshjólreiðunum árið 2006. Landis var nánast öruggur með sigurinn eftir góða frammistöðu í gær og varð með sigrinum þriðji Bandaríkjamaðurinn til að vinna keppnina. Oscar Pereiro frá Spáni varð annar í keppninni og Þjóðverjinn Andreas Kloeden þriðji. 23.7.2006 16:39 Vieira er velkominn hingað Serbneski varnarmaðurinn Sinisa Mihajlovic hjá Inter Milan á Ítalíu, segist muni bjóða Patrick Vieira velkominn ef hann kjósi að ganga í raðir Inter eins og orðrómur hefur verið á kreiki um að undanförnu. Mihajlovic var dæmdur í sex leikja bann árið 2000 fyrir að ausa Vieira kynþáttaníð í leik í meistaradeildinni. 23.7.2006 16:15 Skandall í uppsiglingu í Tyrklandi? Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur nú hrundið af stað rannsókn á mútumáli í efstu deild þar í landi. Eitt dagblaðanna hélt því fram á dögunum að forráðamenn knattspyrnuliðsins Denzilspor hefðu mútað nokkrum leikmönnum andstæðinga sinna til að tapa leik gegn sér til að forðast fall og nú reynir tyrkneska sambandið allt sem í valdi þess stendur til að hreinsa málið út af borðinu áður en deildarkeppnin hefst í byrjun ágúst. 23.7.2006 16:00 Hundfúll yfir að vera fallinn úr Evrópukeppninni Manuel Pellegrini, þjálfari spænska liðsins Villarreal, var mjög óhress með að liðið félli óvænt úr Intertoto keppninni gegn slóvenska liðinu NK Maribor í gær. Pellegrini gagnrýndi leikmenn liðsins harðlega eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Slóvenana á útivelli og féll því úr keppni eftir að hafa tapað heimaleiknum 2-1. 23.7.2006 15:30 Damien Duff kominn til Newcastle Írski vængmaðurinn Damien Duff gekk í gærkvöld formlega í raðir Newcastle eftir að hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu. Duff kostar Newcastle um 10 milljónir punda og hefur skrifað undir fimm ára samning við félagið. Hann var keyptur frá Blackburn til Chelsea á 17 milljónir punda árið 2003 og hafði unnið tvo Englandsmeistaratitla með Lundúnaliðinu. 23.7.2006 15:27 Lögmaður Juventus biðst vægðar Cesare Zaccone, lögmaður ítalska stórliðsins Juventus, baðst vægðar fyrir hönd félagsins þegar réttarhöldin héldu áfram í dag. Zaccone segir að refsingin sem Juventus var fengin sé allt of þung og eigi eftir að hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir félagið. 23.7.2006 15:00 Í viðræðum við Bayern Munchen Framkvæmdastjóri Bayern Munchen segir að félagið sé nú í formlegum viðræðum við hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy um að ganga í raðir félagsins, en Nistelrooy hefur gefið það út að hann hafi þrisvar sinnum farið fram á að verða seldur frá Manchester Untied. Karl-Heinz Rummenigge segir Nistelrooy hafa lýst yfir áhuga á að ganga í raðir þýska liðsins, búið sé að ræða fjármálahliðina og nú sé boltinn alfarið hjá Manchester United. 23.7.2006 14:32 Verðlaunagripum Wayne Rooney stolið Lögreglan í Liverpool hefur nú til rannsóknar innbrot sem framið var á heimili foreldra knattspyrnumannsins Wayne Rooney í nótt. Fjölda verðlaunagripa og annara muna tengdum knattspyrnuferli hans var stolið að sögn breska sjónvarpssins. Lögregla hefur þegar gefið það út til almennings að láta vita ef eitthvað af mununum verða settir á sölu á netinu. 23.7.2006 14:24 Vill ólmur spila áfram Varnarmaðurinn Sol Campbell sem nýlega hætti hjá Arsenal, segir tæplega koma til greina fyrir sig að spila á Englandi í framtíðinni því hann vilji reyna fyrir sér á meginlandi Evrópu. Campbell segist vera með samningstilboð í höndunum frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. 23.7.2006 14:14 Ég er með hreina samvisku Ítalski varnarmaðurinn Marco Materazzi hefur veitt sitt fyrsta viðtal síðan hann var dæmdur í leikbann og sekt fyrir athæfi sitt í úrslitaleik HM um daginn, en Materazzi segist vera með hreina samvisku þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur mikið. 23.7.2006 14:08 Arsenal lagði Ajax Það var mikið um dýrðir í London í dag þegar Arsenal kvaddi goðsögnina Dennis Bergkamp í opnunarleik félagsins á nýja Emirates-leikvangnum. Gamlar hetjur sem leikið hafa með Arsenal og Ajax í gegn um tíðina leiddu þar saman hesta sína fyrir framan fullt hús áhorfenda, sem kvöddu Bergkamp og þökkuðu honum fyrir rúmlega áratugar þjónustu sína við félagið. 22.7.2006 20:15 Floyd Landis í vænlegri stöðu Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis hefur forystu fyrir síðasta keppnisdaginn í Frakklandshjólreiðunum eftir að hann kom þriðji í mark á 19. leiðinni í dag. Hann klæðist því gulu treyjunni á morgun, þegar hjólað verður inn í Parísarborg í lokaáfanga þessarar frægustu hjólreiðakeppni heims. 22.7.2006 19:00 Berbatov með tvö glæsimörk í sigri Tottenham Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov stimplaði rækilega inn í lið Tottenham Hotspur í dag þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í æfingaleik gegn Birmingham á útivelli. Tottenham stillti upp sókndjörfu liði í leiknum með þá Robbie Keane og Jermain Defoe í fremstu víglínu ásamt Berbatov, en það var Búlgarinn sem stal senunni með tveimur þrumuskotum í 2-0 sigri Lundúnaliðsins. 22.7.2006 18:30 Tiger Woods í forystu fyrir lokadaginn Bandaríski kylfingurinn Tiger Wodds hefur eins höggs forystu á opna breska meistaramótinu í golfi þegar keppni er að ljúka á þriðja degi. Woods lék á höggi undir pari í dag og og er því samtals á 13 höggum undir pari á mótinu. Höggi þar á eftir koma þeir Sergio Garcia, Chris DiMarco og Ernie Els. 22.7.2006 17:42 Sjá næstu 50 fréttir
Íhugaði að fara til Newcastle Framherjinn öflugi Wayne Rooney hjá Manchester United greinir frá því í æfisögu sinni sem kemur út fljótlega að hann hafi átt í miklum deilum við David Moyes, stjóra Everton, rétt áður en hann gekk í raðir Manchester United. Hann segir að um tíma hafi Newcastle verið eina liðið sem sýndi sér áhuga og segir að líklega hefði hann frekar farið þangað en að vera áfram hjá Everton. 25.7.2006 13:32
KR-ingar í undanúrslit KR-ingar eru komnir í undanúrslitin í Visa-bikarnum eftir sigur á ÍBV í vítakeppni í Frostaskjóli í kvöld. Bjarni Aðalsteinsson kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik, en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR í þeim síðari. Staðan var jöfn 1-1 að lokinni framlengingu og það var markvörðurinn Kristján Finnbogason sem var hetja sinna manna og tryggði þeim 4-2 sigur. 24.7.2006 22:07
Veigar á skotskónum í sigri Stabæk Veigar Páll Gunnarsson skoraði síðasta mark norska liðsins Stabæk í 3-1 sigri þess á Tromsö í leik kvöldsins í norska boltanum. Veigar átti auk þess þátt í öðru marki liðsins og er markahæsti leikmaður deildarinnar um þessar mundir. Stabæk er í öðru sæti deildarinnar. 24.7.2006 22:05
Erum að reyna að kaupa Cristiano Ronaldo Forseti spænska knattspyrnufélagsins Valencia segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að reyna að lokka portúgalska vængmanninn Cristiano Ronaldo til Spánar frá Manchester United. 24.7.2006 20:59
Kynlíf og leikjatölvur ástæða daprar frammistöðu á HM Breska slúðurblaðið The Sun hefur það eftir franskri unnustu brasilíska knattspyrnusnillingsins Ronaldinho að slaka frammistöðu hans á HM megi rekja til þess að hann eyddi mörgum nóttum í að stunda kynlíf og leika sér í tölvuleikjum á meðan á keppninni stóð. 24.7.2006 20:15
Ætlar að vinna báða leikina gegn Chelsea Jose Mourinho skartar nýrri klippingu þessa dagana og segir sá portúgalski að krúnuraksturinn tákni það að hann sé tilbúinn í stríðið sem enska úrvalsdeildin verður í vetur. Kollegi hans Sir Alex Ferguson er á sama hátt tilbúinn í slaginn og ætlar að vinna báða deildarleikina við þá bláu. 24.7.2006 19:32
Vieira hefði aldrei átt að fara frá Arsenal Framherjinn Dennis Bergkamp sem lék kveðjuleik sinn með Arsenal á nýja Emirates vellinum um síðustu helgi, sagði í samtali við breska blaðið Sun að Patrick Vieira hefði aldrei átt að fara frá Arsenal. Vieira er nú talinn vera á leið til Inter Milan, en Bergkamp segist hafa fundið fyrir því um helgina að sá franski ætti enn stóran hlut í hjörtum stuðningsmanna Arsenal. 24.7.2006 19:30
Knapi til rannsóknar fyrir að skalla hest sinn Breski knapinn Paul O´Neill á hefur verið kallaður inn á teppi hjá æðstu mönnum í hestaíþróttinni þar í landi eftir að myndir náðust af honum skalla hest sinn um helgina. Myndirnar hafa eðlilega vakið mikla reiði, en O´Neill brást svona við eftir að hafa dottið af baki við eina hindrunina. 24.7.2006 18:39
Mjög ósáttur við ljósmyndara Hinn dagfarsprúði sigurvegari Opna breska meistaramótsins, Tiger Woods, var fjarri því að vera sáttur með ágang ljósmyndara á meðan mótið stóð yfir um helgina. Þar átti hann ekki við atvinnuljósmyndarana, heldur áhugamenn sem tóku myndir af honum, sumir hverjir með farsímamyndavélum. 24.7.2006 18:27
Liverpool með bestan árangur allra liða Breska blaðið The Times birtir í dag úttekt á árangri liða í efstu deild frá því deildarkeppni hófst árið 1888. Þar kemur fram að Liverpool er sigursælasta liðið í sögu deildarinnar, nokkuð á undan erkifjendum sínum Manchester United. Arsenal vermir þriðja sætið. 24.7.2006 17:54
Framtíð mín er á Anfield Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso hjá Liverpool er nú kominn aftur til æfinga með liðinu eftir sumarfrí. Hann segir framtíð sína klárlega vera á Anfield og segist ekkert kippa sér upp við orðróm á borð við þann sem fór af stað fyrir nokkru um að hann væri á leið til Real Madrid í heimalandi sínu. 24.7.2006 17:43
Mig langar að lyfta Englandsbikarnum Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segist að mestu vera búinn að jafna sig á vonbrigðunum með Englendingum á HM og ætlar sér stóra hluti með liði Liverpool á komandi leiktíð. 24.7.2006 17:15
Al Harrington sagður á leið til Indiana Heimildarmaður ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum segir að aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum svo framherjinn sterki Al Harrington geti gengið í raðir Indiana Pacers. Harrington hefur leikið með Atlanta Hawks undanfarin ár, en virðist nú vera aftur á leið til liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1998. 24.7.2006 16:39
Casiraghi og Zola ráðnir þjálfarar Ítalska knattspyrnusambandið hefur ráðið gömlu kempurnar Pierluigi Casiraghi og Gianfranco Zola til starfa sem þjálfara U21 árs landsliðsins. Casiraghi lék síðast með liði Chelsea, en þurfti að hætta vegna meiðsla. Zola lagði skóna á hilluna í fyrra eftir glæsilegan feril þar sem hann lék einnig lengi með Chelsea. 24.7.2006 16:19
Íhugar að létta sig Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton, sem er orðinn áhorfendum Sýnar af góðu kunnur, íhugar nú að fara niður um þyngdarflokk í kjölfar þess að Kanadamaðurinn Arturo Gatti tapaði fyrir Carlos Baldomir um helgina. Hatton er í sama þyngdarflokki og Gatti, en sá var hugsaður sem næsti andstæðingur Bretans þangað til hann tapaði um helgina í bardaga sem sýndur var á Sýn. 24.7.2006 16:12
Hefur ekki áhyggjur af áhlaupi Ferrari Heimsmeistarinn Fernando Alonso í Formúlu 1 hefur ekki áhyggjur þó Michael Schumacher og Ferrari hafi unnið tvær síðustu keppnir og eigi þá næstu á heimavelli hans, Hockenheim-brautinni í Þýskalandi. 24.7.2006 16:06
Platini gefur formlega kost á sér til forseta Franska knattspyrnugoðsögnin Michel Platini hefur nú formlega boðið sig fram á móti Lennart Johanson sem næsti forseti evrópska knattspyrnusambandsins og hefur franska knattspyrnusambandið skilað inn umsókn hans. Platini er eini mótframbjóðandi Svíans, sem hefur setið í valdastóli síðan árið 1990. 24.7.2006 15:51
Vieira á leið til Inter Franski landsliðsmaðurinn Patrick Vieira er sagður vera nálægt því að ganga í raðir Inter Milan fyrir um 9 milljónir punda. Roberto Mancini, þjálfari Inter, er mjög hrifinn af hinum þrítuga Vieira, en segir liðið væntanlega breyta nokkuð um stíl á næstu leiktíð ef af kaupum þessum verður. "Við missum væntanlega einhverja tækni og útsjónasemi þegar Veron fer, en í stað þess fáum við kraft og styrk í formi Vieira," sagði Mancini. 24.7.2006 15:46
Lee McCulloch framlengir við Wigan Miðjumaðurinn Lee McCulloch hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Wigan og gildir samningurinn til fjögurra ára. McCulloch er skoskur landsliðsmaður og hefur verið lykilmaður Wigan síðan hann kom frá liði Motherwell í heimalandinu árið 2001. Hann er einnig í miklum metum hjá Paul Jewell knattspyrnustjóra, sem segir leikmanninn endurspegla það sem lið Wigan stendur fyrir á vellinum. 24.7.2006 15:40
Veit ekki hvort Carrick er falur fyrir 20 milljónir Martin Jol, stjóri Tottenham, segist vera feginn að vera búinn að endurheimta miðjumanninn Michael Carrick úr sumarfríi og vonar að leikmaðurinn verði áfram hjá félaginu. Manchester United hefur þegar verið neitað um 10 milljón punda tilboð í leikmanninn og breskir fjölmiðlar leiða líkum að því að Alex Ferguson og félagar eigi eftir að hækka boð sitt. 24.7.2006 15:27
Viggó Sigurðsson tekur við liði Flensburg Viggó Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Flensburg til bráðabirgða í kjölfar þess að þjálfari liðsins, hinn sænski Kent-Harry Andreson þarf að fara í uppskurð. Viggó þjálfaði lið Wuppertal í Þýskalandi um miðjan síðasta áratug. 24.7.2006 15:23
Ferillinn senn á enda Króatíski framherjinn Dado Prso hjá Glasgow Rangers segist óttast að hann þurfi að leggja skóna á hilluna að loknu næsta tímabili, en samningur hans rennur út næsta vor. Prso lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna og segist ekki eiga von á að geta leikið meira en eitt tímabil í viðbót vegna þrálátra hnémeiðsla. Prso er 32 ára gamall og spilaði með franska liðinu Mónakó áður en hann gekk í raðir Rangers. 24.7.2006 14:45
Bayern herðir róðurinn Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eru nú farnir að herða róðurinn í þeirri von að landa hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy frá Manchester United. Enn ber nokkuð í milli peningatilboðs Bayern og þess verðs sem United vill fá fyrir hann, en Franz Beckenbauer segir þýska liðið ætla að losa annað hvort Claudio Pizarro eða Roy Makaay frá félaginu í staðinn. 24.7.2006 14:10
Chelsea bíður eftir ásættanlegu tilboði í Crespo Úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem það áréttar að argentínski framherjinn Hernan Crespo sé samningsbundinn félaginu næstu tvö ár og verði því ekki seldur nema fyrir ásættanlegt fé. Crespo tjaldar öllu til að fá að fara aftur til Ítalíu, en segist mjög þakklátur forráðamönnum og stuðningsmönnum Chelsea. 24.7.2006 14:03
Duff kostaði 5 milljónir punda Newcastle hefur nú formlega kynnt Damien Duff sem nýjan leikmann félagsins, en það kom mörgum á óvart í dag þegar kaupverðið var skráð aðeins 5 milljónir punda en ekki 10 eins og breskir miðlar hafa greint frá yfir helgina. Duff segist hafa fylgt hjartanu þegar hann ákvað að ganga í raðir Newcastle frekar en einhvers af hinum liðunum sem voru á eftir honum. 24.7.2006 14:00
Þáttur um Esso-mótið á Sýn annað kvöld Annað kvöld verður á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar sérstakur þáttur helgaður Esso-mótinu í knattspyrnu sem fram fór á Akureyri á dögunum, en þetta var í 20. sinn sem mótið er haldið. Þorsteinn Gunnarsson íþróttafréttamaður var á svæðinu og tók fjölda viðtala við keppendur og áhorfendur á mótinu. Þátturinn hefst klukkan 20:10 annað kvöld. 24.7.2006 13:46
Keflvíkingar lögðu Skagamenn í frábærum leik Keflavík, Víkingur og Þróttur tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Visa-bikars karla í knattspyrnu. Keflvíkingar lögðu Skagamenn 4-3 í frábærum leik á Skaganum, Víkingur lagði Val 2-1 á útivelli og Þróttarar gerðu góða ferð norður á Akureyri og burstuðu KA 5-1. Á morgun mætast svo KR og ÍBV um síðasta sætið í undanúrslitunum. 23.7.2006 21:30
Jafnt á öllum vígstöðvum í hálfleik Nú hefur verið flautað til leikhlés í leikjunum þremur sem fram fara í 8-liða úrslitum Visa-bikarsins í knattspyrnu og er staðan jöfn 1-1 í þeim öllum. Valsmenn taka á móti Víkingum á Laugardalsvelli, ÍA tekur á móti Keflvíkingum á Skaganum og þá mætast KA og Þróttur fyrir norðan. 23.7.2006 20:39
Tiger Woods varði titil sinn Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur tryggt sér sigur á opna breska meistaramótinu í golfi, annað árið í röð. Woods lék af fádæma öryggi í dag og tryggði sér sigur með því að leika lokahringinn á 67 höggum og endaði á 18 höggum undir pari. Chris DiMarco lék á 68 höggum í dag og lauk keppni tveimur höggum á eftir Woods, sem grét fögrum tárum þegar sigurinn var í höfn. 23.7.2006 17:28
Baldomir vann sannfærandi sigur á Gatti Argentínumaðurinn Carlos Alberto Baldomir vann í nótt sannfærandi sigur á Kanadamanninum Arturo Gatty í bardaga þeirra um WBC-titilinn í veltivigt. Baldomir hafði yfirhöndina allan tímann og sló Gatti tvisvar niður með stuttu millibili í 9. lotu og var í kjölfarið dæmdur sigurinn. Gatti sagðist vera að hugsa um að leggja hanskana á hilluna eftir bardagann, en Baldomir hefur augastað á Bretanum Ricky Hatton í framtíðinni. Bardaginn var sýndur beint á Sýn. 23.7.2006 17:08
Slæmur endasprettur hjá Birgi Birgir Leifur Hafþórsson náði sér aldrei á strik á lokadeginum á áskorendamótinu í Austurríki í dag, en hann var í þriðja sæti á mótinu í gær eftir að leika frábært golf. Birgir hafnaði í 49-55 sæti á mótinu eftir lokadaginn, sem hann lék á 8 höggum yfir pari. Hann lauk keppni á 2 höggum undir pari. 23.7.2006 16:52
Floyd Landis sigraði Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis er sigurvegari í Frakklandshjólreiðunum árið 2006. Landis var nánast öruggur með sigurinn eftir góða frammistöðu í gær og varð með sigrinum þriðji Bandaríkjamaðurinn til að vinna keppnina. Oscar Pereiro frá Spáni varð annar í keppninni og Þjóðverjinn Andreas Kloeden þriðji. 23.7.2006 16:39
Vieira er velkominn hingað Serbneski varnarmaðurinn Sinisa Mihajlovic hjá Inter Milan á Ítalíu, segist muni bjóða Patrick Vieira velkominn ef hann kjósi að ganga í raðir Inter eins og orðrómur hefur verið á kreiki um að undanförnu. Mihajlovic var dæmdur í sex leikja bann árið 2000 fyrir að ausa Vieira kynþáttaníð í leik í meistaradeildinni. 23.7.2006 16:15
Skandall í uppsiglingu í Tyrklandi? Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur nú hrundið af stað rannsókn á mútumáli í efstu deild þar í landi. Eitt dagblaðanna hélt því fram á dögunum að forráðamenn knattspyrnuliðsins Denzilspor hefðu mútað nokkrum leikmönnum andstæðinga sinna til að tapa leik gegn sér til að forðast fall og nú reynir tyrkneska sambandið allt sem í valdi þess stendur til að hreinsa málið út af borðinu áður en deildarkeppnin hefst í byrjun ágúst. 23.7.2006 16:00
Hundfúll yfir að vera fallinn úr Evrópukeppninni Manuel Pellegrini, þjálfari spænska liðsins Villarreal, var mjög óhress með að liðið félli óvænt úr Intertoto keppninni gegn slóvenska liðinu NK Maribor í gær. Pellegrini gagnrýndi leikmenn liðsins harðlega eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Slóvenana á útivelli og féll því úr keppni eftir að hafa tapað heimaleiknum 2-1. 23.7.2006 15:30
Damien Duff kominn til Newcastle Írski vængmaðurinn Damien Duff gekk í gærkvöld formlega í raðir Newcastle eftir að hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu. Duff kostar Newcastle um 10 milljónir punda og hefur skrifað undir fimm ára samning við félagið. Hann var keyptur frá Blackburn til Chelsea á 17 milljónir punda árið 2003 og hafði unnið tvo Englandsmeistaratitla með Lundúnaliðinu. 23.7.2006 15:27
Lögmaður Juventus biðst vægðar Cesare Zaccone, lögmaður ítalska stórliðsins Juventus, baðst vægðar fyrir hönd félagsins þegar réttarhöldin héldu áfram í dag. Zaccone segir að refsingin sem Juventus var fengin sé allt of þung og eigi eftir að hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir félagið. 23.7.2006 15:00
Í viðræðum við Bayern Munchen Framkvæmdastjóri Bayern Munchen segir að félagið sé nú í formlegum viðræðum við hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy um að ganga í raðir félagsins, en Nistelrooy hefur gefið það út að hann hafi þrisvar sinnum farið fram á að verða seldur frá Manchester Untied. Karl-Heinz Rummenigge segir Nistelrooy hafa lýst yfir áhuga á að ganga í raðir þýska liðsins, búið sé að ræða fjármálahliðina og nú sé boltinn alfarið hjá Manchester United. 23.7.2006 14:32
Verðlaunagripum Wayne Rooney stolið Lögreglan í Liverpool hefur nú til rannsóknar innbrot sem framið var á heimili foreldra knattspyrnumannsins Wayne Rooney í nótt. Fjölda verðlaunagripa og annara muna tengdum knattspyrnuferli hans var stolið að sögn breska sjónvarpssins. Lögregla hefur þegar gefið það út til almennings að láta vita ef eitthvað af mununum verða settir á sölu á netinu. 23.7.2006 14:24
Vill ólmur spila áfram Varnarmaðurinn Sol Campbell sem nýlega hætti hjá Arsenal, segir tæplega koma til greina fyrir sig að spila á Englandi í framtíðinni því hann vilji reyna fyrir sér á meginlandi Evrópu. Campbell segist vera með samningstilboð í höndunum frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. 23.7.2006 14:14
Ég er með hreina samvisku Ítalski varnarmaðurinn Marco Materazzi hefur veitt sitt fyrsta viðtal síðan hann var dæmdur í leikbann og sekt fyrir athæfi sitt í úrslitaleik HM um daginn, en Materazzi segist vera með hreina samvisku þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur mikið. 23.7.2006 14:08
Arsenal lagði Ajax Það var mikið um dýrðir í London í dag þegar Arsenal kvaddi goðsögnina Dennis Bergkamp í opnunarleik félagsins á nýja Emirates-leikvangnum. Gamlar hetjur sem leikið hafa með Arsenal og Ajax í gegn um tíðina leiddu þar saman hesta sína fyrir framan fullt hús áhorfenda, sem kvöddu Bergkamp og þökkuðu honum fyrir rúmlega áratugar þjónustu sína við félagið. 22.7.2006 20:15
Floyd Landis í vænlegri stöðu Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis hefur forystu fyrir síðasta keppnisdaginn í Frakklandshjólreiðunum eftir að hann kom þriðji í mark á 19. leiðinni í dag. Hann klæðist því gulu treyjunni á morgun, þegar hjólað verður inn í Parísarborg í lokaáfanga þessarar frægustu hjólreiðakeppni heims. 22.7.2006 19:00
Berbatov með tvö glæsimörk í sigri Tottenham Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov stimplaði rækilega inn í lið Tottenham Hotspur í dag þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í æfingaleik gegn Birmingham á útivelli. Tottenham stillti upp sókndjörfu liði í leiknum með þá Robbie Keane og Jermain Defoe í fremstu víglínu ásamt Berbatov, en það var Búlgarinn sem stal senunni með tveimur þrumuskotum í 2-0 sigri Lundúnaliðsins. 22.7.2006 18:30
Tiger Woods í forystu fyrir lokadaginn Bandaríski kylfingurinn Tiger Wodds hefur eins höggs forystu á opna breska meistaramótinu í golfi þegar keppni er að ljúka á þriðja degi. Woods lék á höggi undir pari í dag og og er því samtals á 13 höggum undir pari á mótinu. Höggi þar á eftir koma þeir Sergio Garcia, Chris DiMarco og Ernie Els. 22.7.2006 17:42