Fleiri fréttir

Chelsea staðfestir áhuga sinn á Shevchenko

Forráðamenn Chelsea hafa nú staðfest það í samtali við breska fjölmiðla að félagið hafi áhuga á úkraínska framherjanum Andriy Shevchenko hjá AC Milan og reyni væntanlega að fá hann í sínar raðir í sumar.

Keflvíkingar með fyrsta mark sumarsins

Nú er kominn hálfleikur í fyrstu þremur leikjum sumarsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Það var Keflvíkingurinn Símun Samuelsen sem skoraði fyrsta mark sumarsins þegar hann kom Keflvíkingum yfir gegn ÍBV í Eyjum, en Bo Henriksen jafnaði síðar leikinn úr vítaspyrnu.

Ballack í raðir Chelsea á mánudag

Nú hefur verið staðfest að Michael Ballack hjá Bayern Munchen muni ganga formlega í raðir Englandsmeistara Chelsea á mánudaginn, þegar haldinn verður sérstakur blaðamannafundur til að tilkynna komu hans. Jose Mourinho segist ánægður með þær viðræður sem hann hafi átt við þýska leikmanninn og fagnar jákvæðu hugarfari hans í garð vistaskiptanna.

Juventus meistari

Juventus tryggði sér í dag Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu, annað árið í röð, þegar liðið lagði Reggina 2-0 í lokaumferðinni þar í landi. Helstu keppinautar Juve í AC Milan unnu einnig leik sinn, en Tórínó-liðið hafði þriggja stiga forystu fyrir leikinn. David Trezeguet og Alessandro del Piero skoruðu mörk meistaranna í dag.

Alonso sigraði á heimavelli

Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði örugglega í Spánarkappakstrinum sem fram fór í Barcelona í dag. Alonso leiddi frá upphafi til enda í dag og olli fjölmörgum stuðningsmönnum sínum engum vonbrigðum. Michael Schumacher hjá Ferrar hafnaði í öðru sæti og Giancarlo Fisichella hjá Renault varð þriðji.

Dallas komið í vænlega stöðu

Dallas Mavericks hefur náð 2-1 forystu í einvígi sínu við meistara San Antonio í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Í gær vann liðið 105-104 í æsispennandi leik og næsti leikur fer einnig fram á heimavelli Dallas.

Cleveland lagði Detroit

Cleveland Cavaliers lagði Detroit Pistons 86-77 í nótt og minnkaði munninn í 2-1 í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. LeBron James skoraði 15 af 21 stigi sínu í fjórða leikhluta og hirti auk þess 10 fráköst og var með 10 stoðsendingar. Rip Hamilton var stigahæstur hjá Detroit með 22 stig.

Guðjón Þórðarson situr fyrir svörum

Aðra hverju viku gefst lesendum Fréttablaðsins og Vísis.is tækifæri til að spyrja fólk úr heimi íþróttanna að því sem þeim lystir. Að þessu sinni er það Guðjón Þórðarson sem situr fyrir svörum en hann stýrir nú Notts County á Englandi. Guðjón hefur meðal annars stýrt Stoke og íslenska landsliðinu, sem hann segir að sé skemmtilegasta starf hans sem þjálfari.

Biðum eftir vítakeppninni

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og maður bikarúrslitaleiksins í dag, sagði að sigurinn hefði verið einstakur fyrir sig. Þrátt fyrir hetjulega tilburði markvarðarins Jose Reina í lokin, var það Gerrard sem var maður leiksins og hann þakkaði sigurinn baráttuanda Liverpool-liðsins.

Nistelrooy fyrir Diarra?

Talsmaður franska stórliðsins Lyon segir að félagið hefði ekkert á móti því að krækja í Ruud van Nistelrooy í staðinn ef Manchester United hefði áhuga á að kaupa miðjumanninn sterka Mahamadou Diarra.

De Santis fer ekki á HM

Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt FIFA að það sé hætt við að senda dómarann Massimo de Santis til keppni á HM eftir að ljóst var að hann væri viðriðinn stóra knattspyrnuhneykslið þar í landi. Aðstoðardómararnir sem áttu að fara með de Santis á HM hafa einnig verið settir út úr myndinni.

Federer og Nadal mætast í úrslitum í Róm

Það verða Roger Federer og Rafael Nadal sem leika til úrslita á meistaramótinu í tennis sem fram fer í Róm, eftir að þeir lögðu andstæðinga sína í undanúrslitum í dag. Nadal er eini maðurinn sem hefur lagt Federer að velli á árinu og með sigri getur hann jafnað metið yfir flesta sigurleiki í röð á leirvelli.

Hearts bikarmeistari

Úrvalsdeildarlið Hearts frá Edinborg varð í dag skoskur bikarmeistari í sjöunda sinn þegar liðið lagði 2. deildarlið Gretna í úrslitaleik eftir framlengingu og vítakeppni. Gretna-liðið hefur farið upp um deild tvö ár í röð og slapp við að mæta úrvalsdeildarliði í bikarnum í ár alla leið í úrslitin, þar sem heppnin var á bandi Hearts í vítakeppninni.

Skotar fögnuðu sigri

Skotar tryggðu sér í dag sigur á æfingamótinu Kirin Cup í Japan, þrátt fyrir markalaust jafntefli í leiknum sem réði úrslitum á mótinu. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum en náðu ekki að nýta færi sín og því fögnuðu Skotarnir sigrinum.

Körfuboltaveisla um helgina á Sýn og NBA TV

Það verður að venju mikið um dýrðir í NBA körfuboltanum um helgina og hægt verður að fylgjast með fjölda leikjanna á Sýn og NBA TV, en báðir leikir kvöldsins verða til að mynda í sjónvarpinu. Leikur Cleveland og Detroit verður sýndur á Sýn um klukkan 22 í kvöld og þá verður bein útsending á NBA TV síðar um miðnætti frá þriðja leik Dallas og San Antonio.

Óheppnin eltir Coulthard

David Coulthard hafði ekki heppnina með sér í tímatökunum fyrir Spánarkappaksturinn í dag, en hann verður á morgun aðeins áttundi ökumaðurinn í sögunni til að taka þátt í 200 keppnum. Coulthard ók bíl sínum út af brautinni í dag og þarf að ræsa í næst síðasta sætinu á morgun.

Shevchenko er ekki til sölu

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að þangað til félaginu berst formleg beiðni frá frá leikmanninum sjálfum um að fá að vera settur á sölulista, sé Andriy Shevchenko hreinlega ekki til sölu.

Liverpool bikarmeistari

Liverpool vann í dag enska bikarinn í knattspyrnu þegar liðið lagði West Ham í dramatískum leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Þar var það markvörður liðsins Jose Reina sem var hetja dagsins þegar hann varði þrjár spyrnur West Ham-manna í vítakeppninni.

Ólöf aftur á pari

Íslandsmeistarinn Ólöf María Jónsdóttir úr Keili lauk þriðja hringnum á opna Spánarmótinu á pari í dag og er því samtals á einu höggi undir pari. Ólöf er því í 18.-22 sæti keppenda á mótinu.

Wigan hafnar tilboði Tottenham í Chimbonda

Wigan hefur sagt þvert nei við 3 milljón punda tilboði Tottenham í bakvörðinn knáa Pascal Chimbonda og stendur félagið fast á því að fá helmingi hærri upphæð en það fyrir leikmanninn. Chimbonda vill fara frá Wigan í sumar.

Kristján skoraði fyrir Brann

Íslendingalið Brann sigraði Sandefjord 2-0 í fyrsta leiknum í norska boltanum í dag. Kristján Örn Sigurðsson skoraði annað marka Brann í leiknum, sem reyndar var nokkuð umdeilt. Ólafur Örn Bjarnason var einnig í liði Brann í dag, sem skaust í annað sæti deildarinnar með sigrinum.

Framlengt í Cardiff

Úrslitaleikurinn í enska bikarnum í dag er að verða ansi sögulegur, en grípa þarf til framlengingar eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma er 3-3. Lengst af leit út fyrir að West Ham færi með sigur af hólmi í leiknum, en Steven Gerrard var enn og aftur hetja þeirra rauðklæddu þegar hann skoraði stórglæsilegt mark með viðstöðulausu skoti af 30 metra færi undir lokin.

Malbranque settur á sölulista

Franski miðjumaðurinn Steed Malbranque hefur verið settur á sölulista hjá enska úrvaldeildarliðinu Fulham eftir að hann hafnaði tilboði félagsins um nýjan samning. Forráðamenn Fulham segjast hafa boðið hinum hæfileikaríka Frakka besta samning í sögu félagsins, en hafa afráðið að skella honum á sölulista eftir að hann hafnaði tilboðinu.

West Ham yfir í hálfleik

West Ham hefur yfir 2-1 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleiknum í enska bikarnum á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Jamie Carragher kom West Ham yfir með sjálfsmarki og Dean Ashton bætti við öðru marki skömmu síðar. Djibril Cisse minnkaði muninn fyrir Liverpool.

Cisse minnkar muninn

Franski sóknarmaðurinn Djibril Cisse er búinn að minnka muninn fyrir Liverpool gegn West Ham í úrslitaleik enska bikarsins og staðan því orðin 2-1 fyrir West Ham. Cisse skoraði með þrumuskoti eftir góðan undirbúning frá Steven Gerrard. Leikurinn hefur verið einstaklega fjörugur fram til þessa og er í beinni útsendingu á Sýn.

Crespo fer frá Chelsea

Jose Mourinho hefur gefið það út að hann sé á höttunum eftir nýjum framherja, því hann ætli að leyfa Argentínumanninum Hernan Crespo að yfirgefa herbúðir liðsins í sumar. "Hernan er frábær leikmaður, en hefur ekki farið leynt með ósk sína að snúa aftur til Ítalíu og ég hef ákveðið að leyfa honum það," sagði Mourinho.

West Ham komið í 2-0

West Ham hefur náð tveggja marka forystu gegn Liverpool í úrslitaleik enska bikarsins. Lundúnaliðið komst yfir á 21. mínútu með sjálfsmarki Jamie Carragher og Dean Ashton bætti við öðru marki á 28. mínútu eftir mistök Jose Reina í marki Liverpool.

Alonso á ráspól

Heimamaðurinn Fernando Alonso verður á ráspól í Spánarkappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hann náði besta tímanum í tímatökum í dag. Félagi hans hjá Renault, Giancarlo Fisichella náði öðrum besta tímanum og Michael Schumacher varð að gera sér þriðja sætið að góðu.

Byrjunarliðin klár

Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin fyrir bikarúrslitaleik West Ham og Liverpool sem hefst klukkan 14 og er sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Shawn Marion frábær gegn Clippers

Shawn Marion fór á kostum í nótt þegar Phoenix Suns lagði LA Clippers á útivelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar 94-91. Marion skoraði 32 stig, hirti 19 fráköst og stóð sig frábærlega í vörninni þar sem honum var fengið að taka Sam Cassell úr umferð.

Miami lagði New Jersey

Dwayne Wade lét ekki olnbogaskot og blóðugt andlit stöðva sig á lokasprettinum í nótt þegar hann tryggði Miami góðan útisigur á New Jersey Nets í undanúrslitum Austurdeildarinnar 103-92. Þetta var fyrsti leikurinn í einvíginu sem talist gat spennandi, en það var Wade sem gerði gæfumuninn fyrir Miami þegar hann skoraði helming 30 stiga sinna í leiknum á síðustu fjórum og hálfri mínútunni.

Rooney allur að koma til

Waney Rooney, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins er sagður vera á góðum batavegi. Eins og flestir vita þá ristarbrotnaði hann fyrir hálfum mánuði í leik gegn Chelsea í ensku deildinni. Menn eru á því að snillingurinn verði búinn að ná sér fyrir HM sem hefst í næsta mánuði.

Chris Sutton farinn frá Birmingham

Forráðamenn Birmingham hafa ákveðið að endurnýja ekki samning framherjans Chris Sutton og verður hann því laus allra mála í sumar og er frjálst að yfirgefa félagið. Birmingham er sem kunnugt er fallið í 1. deildina, en þó miklar vonir hafi verið bundnar við komu Sutton á sínum tíma, náði hann sér aldrei á strik með liðinu og skoraði aðeins eitt mark í ellefu leikjum.

Clippers - Phoenix í beinni á NBA TV

Þriðji leikur LA Clippers og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 2:30 í nótt, en leikurinn fer fram á heimavelli Clippers í Staples Center í Los Angeles. Liðin hafa unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu, sem hefur verið eitt það fjörugasta í annari umferðinni.

Staðfestir hugsanlega brottför

Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hefur nú staðfest að þær fréttir sem af honum bárust í morgun séu réttar - hann sé að íhuga að yfirgefa herbúðir AC Milan. Shevchenko segir að hann íhugi að fara af fjölskylduástæðum.

Robinson féll á lyfjaprófi og fær fimm leikja bann

Hinn gamalreyndi framherji New Jersey Nets, Clifford Robinson, hefur enn og aftur komið sér í vandræði vegna eiturlyfjaneyslu og í dag var hann dæmdur í fimm leikja bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Forráðamenn deildarinnar gefa aldrei upp hvaða lyf það eru sem um ræðir þegar leikmenn falla á prófun, en í þessu tilfelli má gera ráð fyrir að um kannabisefni hafi verið að ræða.

Leitin að eftirmanni Curbishley gengur vel

Stjórnarformaður Charlton Athletic segir að fresturinn til að sækja um starf knattspyrnustjóra hjá liðinu í kjölfar afsagnar Alan Curbishley sé runninn út og segir hann að næstu dagar og vikur fari í að ræða við þá stjóra sem stjórninni líst hvað best á.

Alonso í stuði

Heimsmeistarinn Fernando Alonso náði bestum tíma aðalökumanna á æfingum fyrir tímatökur í Spánarkappakstrinum sem fram fer á sunnudaginn. Alonso var reyndar sektaður fyrir að aka of hratt á viðgerðarsvæðinu í fyrri umferð sinni, en hann náði þriðja besta tíma allra á æfingunni. Besta tímanum náði Anthony Davidson, æfingaökumaður hjá Honda-liðinu.

Gatling með nýtt heimsmet í 100m hlaupi

Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatling setti nýtt heimsmet í 100 metra hlaupi í dag þegar hann kom í mark á tímanum 9,76 sekúndum á móti í Katar. Eldra metið átti Jamaíkumaðurinn Asafa Powell, en það var 9,77 sekúndur.

Ólöf lék vel í dag

Ólöf María Jónsdóttir lauk keppni á öðrum deginum á Spánarmótinu í golfi á höggi undir pari í dag og á því mjög góða möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Ólöf lék á pari í gær og er í hópi efstu manna á mótinu enn sem komið er.

Risser semur við Breiðablik

Karlalið Breiðabliks í Landsbankadeildinni gerði í dag samning við namíbíska landsliðsmanninn Oliver Risser um að leika með liðinu í sumar, en hann hefur spilað í Þýskalandi um árabil. Þá hefur félagið fengið til sína tvo Serba til reynslu, þá Nenad Zivanovic og Srdjan Gasic.

Boothroyd sleppur við refsingu

Adrian Boothroyd, knattspyrnustjóri Watford í ensku 1. deildinni, sleppur við leikbann eftir að hafa misst stjórn á sér í síðari leik Watford og Crystal Palace í úrslitakeppni 1. deildar á dögunum. Boothroyd lenti í riskingum á hliðarlínunni og litlu munaði að allt logaði í slagsmálum milli leikmanna.

Alonso tæpur hjá Liverpool

Leikur ársins á Englandi fer fram á morgun, sjálfur úrslitaleikurinn í enska bikarnum milli Liverpool og West Ham. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 13. Miðjumaðurinn Xabi Alonso hjá Liverpool er tæpur vegna ökklameiðsla og hjá West Ham hafa þeir Dean Ashton og Matthew Etherington ekki geta æft í dag vegna meiðsla en hafa þó ekki verið afskrifaðir fyrir morgundaginn.

Fleiri hneykslismál í uppsiglingu?

Fréttir á Ítalíu herma að þar í landi sé að hefjast ítarlega rannsókn í knattspyrnuheiminum eftir að grunur vaknaði um að úrslitum leikja í A-deildinni þar í landi hafi verið hagrætt með mútum. Forráðamenn Lazio, Juventus og Fiorentina liggja undir grun, auk þess sem HM dómarinn Massimo De Santis er sagður liggja undir grun.

McClaren er í einstakri stöðu

Bryan Robson segir að Steve McClaren, sem nýverið var ráðinn næsti landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, sé í einstakri aðstöðu til að gera kollegum sínum á Englandi stóran greiða með því að standa sig vel í starfi þegar hann tekur við eftir HM í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir