Fleiri fréttir

Alfreð velur hópinn gegn Svíum

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem mætir Svíum í næsta mánuði þar sem leikið verður um laust sæti á HM í Þýskalandi á næsta ári. Baldvin Þorsteinsson og Einar Örn Jónsson detta út úr upprunalegum 20 manna æfingahópi og því er nú klárt hvaða 18 menn það verða sem mæta Svíunum í leikjunum mikilvægu í júní.

Veglegt aukablað fylgir DV í dag

Einstaklega vönduð umfjöllun um Landsbankadeildina í knattspyrnu í sumar er komin út í sérstöku aukablaði sem fylgir helgarblaði DV í dag. Þar er að finna ítarlega samantekt á öllum liðunum í deildinni, spá fyrir sumarið, viðtöl, tölfræði og rúsínan í pylsuendanum eru glæsilegar myndir sem teknar voru af þjálfurum og leikmönnum í deildinni.

Magath sáttur við tvo titla

Felix Magath, stjóri Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, segist afar sáttur við að hafa landað tveimur titlum í hús á leiktíðinni og þykir gagnrýnendur liðsins of grimmir þegar þeir velta sér upp úr því að liðið hafi fallið úr leik strax í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar.

Boltinn er hjá þeim

Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City segir að boltinn sé í höndum forráðamanna félagsins þegar kemur að því að framlengja samning hans. Barton gerði allt vitlaust hjá félaginu í vetur þegar hann fór fram á að verða seldur eftir að erfiðlega gekk að smíða nýjan samning handa honum.

Nýr forseti kosinn 2. júlí

Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid tilkynnti í dag að nýr forseti yrði kjörinn þann 2. júlí næstkomandi, en mikil upplausn hefur verið í herbúðum liðsins á leiktíðinni. Real getur tryggt sér öruggt sæti í meistaradeildinni með sigri í lokaleik sínum í deildinni gegn Evrópumeisturum félagsliða í Sevilla. Real hefur nú ekki unnið titil í þrjú ár, sem er lengsta gúrkutíð í sögu félagsins.

Haukar deildarbikarmeistarar

Haukar urðu í kvöld deildarbikarmeistarar karla í handknattleik þegar liðið lagði Fylkir í rafmögnuðum og tvíframlengdum leik í Árbænum 36-35. Haukarnir unnu því einvígið samtals 2-0. Andri Stefan var markahæstur hjá Haukum með 9 mörk og Jón Karl Björnsson skoraði 8 en hjá Fylki voru Eymar Kruger og Heimir Örn Árnason markahæstir með 8 mörk hvor.

Spáir að England nái í úrslitaleikinn

Sven-Göran Eriksson er bjartsýnn á gengi sinna manna í enska landsliðinu á HM í sumar og spáir því að ef liðið hafi heppnina með sér muni það ná alla leið í úrslitaleikinn í Berlín þann 9. júlí.

Blikar burstuðu Val

Íslandsmeistarar Breiðabliks burstuðu Val 5-1 í meistarakeppni kvenna í knattspyrnu á Stjörnuvelli í kvöld, eftir að hafa verið yfir 3-1 í hálfleik. Edda Garðarsdóttir og Vanja Stefanovic skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og Greta Mjöll Samúelsdóttir eitt. Guðný Óðinsdóttir skoraði mark Vals.

Inter bikarmeistari annað árið í röð

Inter Milan varð í kvöld bikarmeistari á Ítalíu annað árið í röð eftir að liðið lagði Roma 3-1 á heimavelli sínum í síðari leik liðanna og því samanlagt 4-2. Esteban Cambiasso, Julio Cruz og Obafemi Martins skoruðu mörk heimamanna í kvöld, en Shabani Nonda minnkaði muninn fyrir Rómverja.

Malmö lagði Djurgården

Nokkrir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Malmö vann sigur á Djurgården 3-2, þar sem Emil Hallfreðsson var í liði Malmö og Kári Árnason kom inn sem varamaður í liði Djurgården.

Breiðablik yfir í hálfleik

Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa vænlega stöðu þegar flautað hefur verið til leikhlés í meistarakeppni kvenna í knattspyrnu. Breiðablik er yfir 3-1 gegn Val, en leikurinn fer fram á Stjörnuvellinum í Garðabæ.

Íslandsmeistararnir verja titla sína

Í dag var haldinn árlegur kynningarfundur fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu þar sem forráðamenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna í Landsbankadeildinni spáðu í spilin fyrir komandi vertíð í sumar. Íslandsmeisturunum frá því í fyrra, FH og Breiðablik er spáð áframhaldandi velgengni í sumar.

Stjórn Juventus segir af sér

Stjórn knattspyrnufélagsins Juventus sagði af sér á einu bretti í dag eftir að sannað þótti að stjórnarmenn félagsins hefðu með skipulögðum hætti haft áhrif á það hvaða dómarar dæmdu leiki liðsins í gegn um tíðina. Sönnunargögn eins og upptökur af símtölum voru lögð fram í málinu og því gátu stjórnarmenn ekki annað en sagt af sér.

Bowen fékk flest atkvæði í varnarúrvalinu

Bruce Bowen hjá San Antonio Spurs fékk flest atkvæði allra þegar tilkynnt var hvaða leikmenn væru í varnarliði ársins í NBA deildinni í dag. Bowen hlaut fleiri atkvæði en nýkjörinn varnarmaður ársins, Ben Wallace hjá Detroit.

Enginn leikmaður stærri en Manchester United

Bryan Robson ráðleggur framherjanum Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United að endurskoða viðhorf sín ef hann ætli sér að eiga framtíð hjá liðinu, því enginn leikmaður sé stærri en Manchester United.

Alonso hefur engar áhyggjur af Ferrari

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segist ekki hafa meiri áhyggjur af Ferrari-liðinu en öðrum keppinautum sínum það sem af er keppnistímabilinu, en Ferrari hefur sem kunnugt er sigrað í tveimur síðustu keppnum.

Sharapova vill jafna verðlaunafé

Tenniskonan Maria Sharapova hefur nú bæst í hóp þeirra kvenna sem fara fram á það við alþjóða tennissambandið að verðlaunafé á mótum verði jafnað í karla- og kvennaflokki. Enn eru nokkur mót sem greiða körlunum hærra verðlaunafé en konunum og þar fer hið íhaldssama Wimbledon-mót fremst í flokki.

Hefur fulla trú á Walcott á HM

Arsene Wenger segist hafa fulla trú á því að táningurinn Theo Walcott geti gert fína hluti með enska landsliðinu á HM í sumar ef hann fær á annað borð tækifæri til þess.

Gallas tilbúinn að kaupa sig út

Breska blaðið The Independent segir að franski varnarmaðurinn William Gallas sé tilbúinn til að kaupa sig út úr samningi sínum við Englandsmeistara Chelsea til að komast í burtu frá Englandi. Gallas á eitt ár og fimm milljónir punda eftir af samningi sínum, en er sagður vilja reyna fyrir sér á meginlandinu þar sem fjöldi liða hefur sýnt honum áhuga.

Birmingham hefur enga sál

Fyrrum fyrirliði Birmingham sparar ekki stóru orðin nú þegar hann er á förum frá félaginu og kennir Steve Bruce um að liðið hafi fallið í fyrstu deildina í vetur. Hann segir ennfremur að liðið hafi enga sál.

Ólöf María á pari

Ólöf María Jónsdóttir lék fyrsta keppnisdaginn á pari á móti á Panoramica-vellinum á Spáni í dag, en mótið er liður í evrópsku mótaröðinni. Ólöf lék á 72 höggum og er því greinilega að ná sér betur á strik en á fyrsta mótinu í Tenerife um daginn, þar sem hún komst ekki í gegn um niðurskurðinn.

Hatton er óhræddur

Enski hnefaleikarinn Ricky Hatton er óhræddur við þá áskorun sem hann tekst á við annað kvöld þegar hann berst við hinn örvhenta Luiz Collazo í Boston. Hatton ætlar sér sem kunnugt er stóra hluti í Bandaríkjunum og bíður færis að fá að berjast við Floyd Mayweather í framtíðinni. Bardaginn annað kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn.

Skotar möluðu Búlgara

Skotar unnu 5-1 stórsigur á Búlgörum í opnunarleik sínum á Kirin Cup-mótinu sem haldið er í Japan um þessar mundir. Rangers-leikmennirnir Kris Boyd og Chris Burke skoruðu báðir tvö mörk í sínum fyrsta leik fyrir landsliðið.

Hreinsað til hjá Manchester City

Segja má að vorhreingerningar séu nú hafnar í herbúðum Manchester City, en í dag voru hvorki meira né minna en tíu leikmenn látnir fara frá félaginu. Þar á meðal voru þeir Kiki Musampa, David Sommeil og Albert Riera, en félagið mun ekki endurnýja samninga þessara leikmanna.

Tottenham að landa Berbatov?

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að úrvalsdeildarlið Tottenham sé nálægt því að landa búlgarska framherjanum Dimitar Berbatov frá Bayer Leverkusen fyrir hátt í 11 milljónir punda. Berbatov var í hópi markahæstu manna í þýsku úrvalsdeildinni í vetur en vitað er að framherjinn knái vill skipta um umhverfi fyrir næstu leiktíð.

Clippers burstaði Phoenix

LA Clippers jafnaði metin í einvíginu við Phoenix Suns í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í nótt með öruggum 122-97 sigri á útivelli. Heimamenn áttu ekkert svar við stóru mönnunum hjá Clippers og það voru ekki síst fráköstin sem gerðu útslagið í gær, þar sem Clippers hafði ótrúlega yfirburði 57-26.

Viðsnúningur í Miami

Annar leikur Miami og New Jersey í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA í nótt bauð upp á algjöran viðsnúning frá fyrsta leiknum, en heimamenn í Miami mættu miklu ákveðnari til leiks í gær og gerðu nánast út um leikinn á fyrstu sex mínútunum.

Úrslit fyrsta dags Reykjavíkurmeistaramóts í hestaíþróttum

Úrslit fyrsta dags Reykjavíkurmeistaramóts Reykjavíkurmeistaramót Akkúrat og Höfðabíla hófst í gær í blíðskaparveðri. Sigurður Sigurðarson á Drífu frá Hafsteinsstöðum var efstur í meistaraflokki í gæðingaskeiði með 8,21.

McClaren kennir dómurunum um tapið

Steve McClaren, stjóri Middlesbrough, kennir dómurum leiksins um tapið stóra fyrir Sevilla í úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Hann segist stoltur af frammistöðu leikmanna sinna, en taldi þá ekki eiga möguleika í leiknum því allt hafi gengið þeim í óhag hvað varðar dómgæsluna.

Eigandi Dallas sektaður um 14 milljónir

Hinn litríki eigandi NBA-liðs Dallas Mavericks, milljarðamæringurinn Mark Cuban, var í dag sektaður um sem nemur 14 milljónum íslenskra króna fyrir ósæmilega hegðun um helgina. Helmingur sektarinnar kemur til vegna þess að hann fór inn á völlinn í fyrsta leik San Antonio Spurs og Dallas Mavericks á dögunum, en hinn helmingurinn vegna skrifa hans á bloggsíðu sinni þar sem hann gagnrýndi störf dómara í deildinni.

Hammarby á toppinn

Íslendingaliðið Hammarby smellti sér á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar liðið burstaði Gais 5-2. Gunnar Þór Gunnarsson var í liði Hammarby í leiknum og Jóhann Guðmundsson var í liði Gais.

Sevilla burstaði Middlesbrough

Sevilla er Evrópumeistari félagsliða eftir öruggan 4-0 sigur á Middlesbrough í úrslitaleiknum í kvöld. Luis Fabiano kom spænska liðinu á bragðið á 26. mínútu, en í síðari hálfleikurinn var eign Sevilla. Maresca skoraði tvívegis á sex mínútum og Freddy Kanoute bætti við fjórða markinu skömmu fyrir leikslok.

Beiðni Tottenham vísað frá

Enska knattspyrnusambandið hefur vísað frá beiðni Tottenham um að fá að spila lokaleik sinn gegn West Ham í úrvalsdeildinni á ný og taldi sambandið Lundúnaliðið ekki færa næg rök fyrir því að grípa þyrfti til svo róttækra aðgerða. Beiðni Tottenham var lögð fram eftir að tíu leikmenn liðsins voru nánast ófærir um að spila lokaleikinn eftir að hafa fengið matareitrun kvöldið áður.

Sevilla hefur yfir í hálfleik

Spænska liðið Sevilla hefur yfir 1-0 gegn Middlesbrough þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleik liðanna um Evrópubikar félagsliða, en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Það var Luis Fabiano sem skoraði mark Sevilla á 21. mínútu.

Schwarzer stendur í marki Boro

Nú líður senn að því að úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða milli Sevilla og Middlesbrough fari að hefjast og búið er að tilkynna byrjunarliðin. Mark Schwarzer stendur á ný í marki Middlesbrough eftir meiðsli og þeir Jimmy Floyd Hasselbaink og Mark Viduka eru í fremstu víglínu. Fredi Kanoute er á varamannabekk Sevilla, en hann var tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla.

Arsenal með hæstu sjónvarpstekjurnar

Í dag var birtur listi yfir sjónvarpstekjur félaganna í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu 2005-2006. Arsenal er í efsta sætinu á listanum og á það að mestu að þakka árangur sinn í meistaradeild Evrópu. Englandsmeistarar Chelsea eru í öðru sæti listans, Liverpool í þriðja og Manchester United í fjórða sætinu.

Chris Paul nýliði ársins með yfirburðum

Í dag var staðfest að leikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets hefði hlotið nafnbótina nýliði ársins í NBA deildinni eins og greint var frá fyrir nokkru. Paul var nálægt því að hljóta einróma kosningu, en allir utan einn af þeim 125 sem kusu, völdu hann í fyrsta sætið. Deron Williams hjá Utah Jazz hlaut efsta sætið hjá einum þeirra.

Coppell framlengir við Reading

Knattspyrnustjórinn Steve Coppell hefur framlengt samning sinn við Íslendingaliðið Reading um eitt ár, en liðið leikur sem kunnugt er í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa unnið fyrstu deildina með miklum yfirburðum. Coppell var fyrir vikið kjörinn stjóri ársins í deildinni. "Það var aldrei spurning fyrir mig að skrifa undir nýjan samning," sagði Coppell.

Ósáttur við miðastuldinn

Rafa Benitez hefur skorað á enska knattspyrnusambandið að bregðast betur við atburðunum sem áttu sér stað á föstudaginn síðasta, þegar 1600 miðum á úrslitaleik Liverpool og West Ham í enska bikarnum var stolið í Liverpool. Benitez segir lið sitt ekki mega við því að missa þessa stuðningsmenn af pöllunum um helgina.

Einar tekur við ÍBV

Einar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari Íslandsmeistara ÍBV í DHL-deild kvenna í handknattleik fyrir næstu leiktíð og tekur hann við af Alfreð Finnssyni sem stýrt hefur liðinu undanfarin tvö ár. Einar kemur úr röðum Fram, þar sem hann hefur starfað sem leikmaður og þjálfari síðustu ár. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV.

Óskar áfram með Val

Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að Óskar Bjarni Óskarsson muni halda áfram að þjálfa liðið á næstu leiktíð og sé reiðubúinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning. Þá hefur félagið náð samkomulagi við hornamanninn Baldvin Þorsteinsson um að framlengja samning hans um tvö ár.

Miami - New Jersey í beinni á NBA TV

Annar leikur Miami Heat og New Jersey Nets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland klukkan 12 á miðnætti í kvöld. Miami þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld eftir að hafa tapað fyrsta leiknum illa á heimavelli sínum.

Hneykslaður á tilboði Tottenham

Paul Jewell hjá Wigan hefur staðfest að Tottenham hafi spurst fyrir um bakvörðinn Pascal Chimbonda strax eftir lokaleikinn í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi, en var hneykslaður yfir þeirri upphæð sem Lundúnaliðið bauð í hann. Chimbonda er nær örugglega talinn vera á förum frá Wigan í sumar.

Við erum litla liðið í úrslitaleiknum

Steve McClaren segir að spænska liðið Sevilla verði klárlega talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en segist ekkert hafa á móti því að sínir menn verði taldir litla liðið fyrir leikinn. Bein útsending verður frá leiknum á Sýn í kvöld og hefst hún klukkan 18:00.

Roader fær undanþágu

Nú stendur fátt í vegi fyrir því að Glenn Roader fái að taka við stjórn Newcastle eftir allt saman, en beiðni félagsins um að vita honum undanþágu sem knattspyrnustjóra var hafnað á dögunum. Roader hefur ekki tilskilin leyfi til að stýra liði í úrvalsdeildinni, en stjórnarformaður Newcastle hefur nú hlotið stuðning kollega sinna í deildinni um að hleypa Roader að og mun hann afla sér tilskilinna réttinda meðfram starfi sínu sem knattspyrnustjóri.

Sjá næstu 50 fréttir