Fleiri fréttir Watford og Leeds mætast í úrslitum Nú er ljóst að það verða Watford og Leeds United sem leika til úrslita um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni næsta haust, eftir að Watford gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace í síðari leik liðanna í undanúrslitum í kvöld. Watford vann fyrri leikinn 3-0 á útivelli og því var alltaf á brattann að sækja fyrir lærisveina Ian Dowie í kvöld. 9.5.2006 21:00 Logi skoraði 6 mörk í sigri Lemgo Íslendingaliðið Lemgo vann góðan 30-25 sigur á sterku liði Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Logi Geirsson skoraði 6 mörk fyrir Lemgo, en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. 9.5.2006 20:39 Boðar reglubreytingar á næsta ári David Stern, framkvæmdastjóri NBA deildarinnar, hefur viðurkennt að reglurnar sem notast var við til að raða liðum inn í úrslitakeppnina í vetur hafi verið gallaðar og segir að til standi að breyta þeim á næsta tímabili. 9.5.2006 18:36 Walcott sannfærður um að höndla pressuna á HM Theo Walcott, leikmaður Arsenal sem var valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM í Þýskalandi í sumar er hvergi banginn og segist alveg geta höndla pressuna sem verður á honum. Þessi 17 ára gamli leikmaður hefur ekki leikið einn leik fyrir Arsenal í úrvalsdeildinni en hann gekk til liðs við þá í janúar frá Southampton. 9.5.2006 18:00 McClaren vill klára dæmið með stæl Juande Ramos, þjálfari Sevilla frá Spáni, segist búast við erfiðum leik þegar lið hans mætir Middlesbrough í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða annað kvöld, en það verður einmitt síðasti leikur McClaren sem stjóri Middlesbrough. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. 9.5.2006 17:45 Stuðningsmenn Liverpool sitja í súpunni Nokkrir af stuðningsmönnum Liverpool gætu nú þurft að sætta sig við að missa af úrslitaleiknum í enska bikarnum í Cardiff um næstu helgi eftir að fjöldi miða á leikinn voru á meðal þess sem stolið var úr sendibíl frá póstinum í miðborg Liverpool á föstudaginn. Miðarnir hafa þegar verið gerðir ógildir en miðasalan í Cardiff hefur neitað að gera aðra miða í stað þeirra sem stolið var og því missa stuðningsmennirnir líklega af leiknum vegna þessa leiðindaatviks. 9.5.2006 17:13 Nadal stefnir óðum að metinu Spænski tenniskappinn Rafael Nadal stefnir nú hraðbyri að meti Guillermo Vila yfir flesta sigurleiki í röð á leirvelli, en í dag vann hann sinn 48. leik í röð þegar hann lagði Carlos Moya í fyrstu umferð Masters-mótsins í Róm. Nadal vann sigur 6-1,2-6 og 6-2 og getur náð meti Vila ef hann ver titil sinn frá í fyrra á mótinu. 9.5.2006 17:04 Tottenham heimtar annan leik Forráðamenn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni hafa nú ritað formanni deildarinnar bréf og farið þess á leit að leikur liðsins við West Ham í lokaumferð mótsins á sunnudag verði endurtekinn í kjölfar þess að flestir leikmenn Tottenham þjáðust af matareitrun daginn sem leikurinn fór fram. Tottenham tapaði leiknum og missti fyrir vikið af sæti í meistaradeildinni. 9.5.2006 16:45 Snæfell ræður bandarískan þjálfara Úrvalsdeildarlið Snæfells í körfubolta hefur ráðið til starfa bandarískan þjálfara að nafni Geof Kotila, sem kemur hingað til lands síðar í sumar og mun stýra liðinu næsta vetur. Kotila þessi hefur áður getið sér gott orð meðal annars í Danmörku, þar sem hann stýrði liði Bakken Bears. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 9.5.2006 16:39 Ásthildur leikur ekki með Blikum í sumar Kvennalið Breiðabliks í Landsbankadeildinni hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir átökin í sumar, því ljóst er að landsliðskonan Ásthildur Helgadóttir mun ekki spila með liðinu í sumar. Ásthildur hefur náð samkomulagi við lið sitt Malmö í Svíþjóð um að leika áfram með liðinu, þrátt fyrir að vera áfram búsett hérlendis. Þetta kemur fram á heimasíðu Breiðabliks í dag. 9.5.2006 16:25 Spilar ekki kveðjuleik Alan Shearer Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur farið þess á leit að Michael Owen taki ekki þátt í kveðjuleik Alan Shearer á St. James´ Park á laugardaginn þar sem hann vill að framherjinn jafni sig betur af meiðslum sínum. Það verða Newcastle og Glasgow Celtic sem mætast í kveðjuleik Shearer um helgina. 9.5.2006 16:20 Ætlar sér stóra hluti í Ameríku Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton ætlar að sýna úr hverju hann er gerður á laugardagskvöldið þegar hann keppir sinn fyrsta bardaga í Bandaríkjunum. Bardaginn er sá fyrsti af þremur í samningi hans við HBO-sjónvarpsstöðina. Bardagi Hatton og Luis Collazo í Boston verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á laugardagskvöldið. 9.5.2006 15:45 Slasaðist í átökum á næturklúbbi Enski landsliðsmaðurinn Wayne Bridge lenti í átökum á næturklúbbi í London í gærkvöldi og slasaðist lítillega á andliti. Hann var staddur á klúbbnum ásamt nokkrum öðrum leikmönnum til að fagna því að deildarkeppninni væri lokið, en lenti í riskingum við nokkra menn og voru þrír þeirra handteknir í kjölfarið. Bridge hlaut lítinn skurð í andlitinu en afþakkaði aðstoð sjúkraliða sem kallaðir voru á svæðið. 9.5.2006 15:08 Engar auglýsingar á búningum Barcelona Spænska knattspyrnustórveldið Barcelona ætlar að halda í gamlar hefðir sínar og bera ekki auglýsingu styrktaraðila framan á treyju sinni á næstu leiktíð. Barcelona er eina stórliðið í Evrópu sem ekki ber auglýsingar á treyjunum, en þó samningaviðræður við hugsanlega stuðningsaðila hafi staðið yfir undanfarið, var ákveðið að bakka út úr þeim. 9.5.2006 15:01 Tim Howard lánaður til Everton Manchester United hefur ákveðið að lána bandaríska markvörðinn Tim Howard til Everton í eitt ár. Howard hefur ekki fengið mörg tækifæri í marki United síðan Hollendingurinn Edwin van der Sar gekk í raðir liðsins, en búast má við að Howard verði aðalmarkvörður Everton á næstu leiktíð. 9.5.2006 14:20 Mourinho stjóri ársins Jose Mourinho var í morgun kjörinn knattspyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni en sérstök nefnd þjálfara, leikmanna og stuðningsmanna stendur að valinu. Undir stjórn Mourinho vann Chelsea annan meistaratitil sinn í röð, en það afrek hefur aðeins Manchester United unnið síðan úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. 9.5.2006 14:03 Phoenix hafði betur í skoteinvígi við Clippers Það var lítið um varnir í fyrsta leik Phoenix Suns og LA Clippers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í nótt, þar sem heimamenn höfðu sigur 130-123. Steve Nash var afhent styttan fyrir að vera kjörinn verðmætasti leikmaður ársins fyrir leikinn, en hann féll klárlega í skuggann af öðrum leikmanni lengst af í nótt í leik sem sýndur var beint á NBA TV. 9.5.2006 13:41 New Jersey skellti Miami New Jersey Nets vann í nótt nokkuð auðveldan sigur á Miami 100-88 á útivelli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA deildinni. New Jersey hafði gott forskot allan leikinn, en þó heimamenn næðu góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum, var sigur Nets aldrei í hættu. 9.5.2006 13:34 Chris Paul nýliði ársins Bandaríska dagblaðið Times-Picayune hefur eftir heimildarmanni sínum í NBA deildinni að leikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets verði útnefndur nýliði ársins í deildinni á miðvikudaginn. Þessar fréttir hafa enn ekki verið staðfestar, en reynist þær réttar, koma þær sannarlega ekki á óvart. Paul bar höfuð og herðar yfir aðra nýliða í deildinni í vetur og líklega yrði það að teljast hneyksli ef annar maður hlyti nafnbótina. 8.5.2006 22:15 Leeds í úrslitaleikinn Leeds tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári þegar liðið lagði Preston 2-0 á útivelli og samtals 3-1. Rob Hulse og Frazer Richardson skoruðu mörk Leeds í kvöld og náði liðið að halda forystu sinni í leiknum þrátt fyrir að tveimur leikmönnum liðsins væri vísað af velli með rauð spjöld í síðari hálfleiknum. Leeds mætir Crystal Palace eða Watford í úrslitaleiknum. 8.5.2006 21:40 Koeman tekur við PSV Ronald Koeman hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri PSV Eindhoven í Hollandi og hefur þegar skrifað undir tveggja ára samning við hollenska liðið. Hann sagði upp störfum hjá portúgalska liðinu Benfica í dag og sagði fjölskylduástæður hafa ráðið miklu um að hann kaus að snúa aftur til heimalandsins. Koeman stýrði Benfica í þriðja sæti deildarinnar, en undir stjórn hans náði liðið óvæntum árangri í meistaradeildinni. 8.5.2006 21:15 Wallace varnarmaður ársins Ben Wallace, miðherji Detroit Pistons, hefur verið kjörinn varnarmaður ársins í fjórða sinn á ferlinum. Wallace er aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að hljóta þessa nafnbót fjórum sinnum á ferlinum. 8.5.2006 20:45 Fékk landsliðssætið á meðan hann tók bílprófið Theo Walcott fékk í dag að vita það síðastur manna að hann hefði verið valinn í HM-hóp Englendinga í knattspyrnu, því hann var upptekinn við að taka bílprófið þegar hringt var í faðir hans og honum tilkynnt um fréttirnar góðu. Walcott er sagður hafa fengið nett áfall þegar hann heyrði tíðindin. 8.5.2006 20:23 Ég hef aldrei séð Walcott spila Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur verið gagnrýndur harðlega í breskum fjölmiðlum í dag eftir að hann valdi táninginn Theo Walcott hjá Arsenal í HM hóp sinn. Eriksson viðurkennir að hann hafi hvorki séð drenginn spila með berum augum, né yfir höfuð talað við hann. 8.5.2006 18:40 Sigfús semur við Fram til þriggja ára Leikstjórnandinn snjalli Sigfús Sigfússon hjá Íslandsmeisturum Fram hefur gert nýjan þriggja ára samning við Safamýrarliðið. Sigfús var lykilmaður í spútnikliði Fram í vetur og var meðal annars kosinn efnilegasti leikmaður ársins af þjálfurum í DHL-deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram í dag. 8.5.2006 18:14 Redknapp samþykkir nýjan samning Harry Redknapp samþykkti í dag að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth, en aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum áður en samningurinn verður formlega undirritaður. Redknapp var samningslaus í gær eftir að liðið spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu, en Redknapp tókst að bjarga liðinu frá falli eftir að útlitið hafði um tíma verið heldur dökkt í vetur. 8.5.2006 18:10 Vongóður um að spila úrslitaleikinn Miðjumaðurinn Xabi Alonso fór í aðra myndatöku í dag eftir að hann meiddist á ökkla í leiknum gegn Portsmouth í gær, en þá kom í ljós að meiðsli hans eru ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu og því gæti farið svo að hann yrði klár í slaginn í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. 8.5.2006 17:15 Hefði aldrei tekið Walcott fram yfir Defoe Sir Bobby Robson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist hafa áhyggjur af landsliðshópnum sem Sven-Göran Eriksson tilkynnti í dag og segist sérstaklega óttast að þunn sveit framherja eigi eftir að verða liðinu að falli á HM í sumar. 8.5.2006 16:55 Alonso kallar á úrbætur Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault vill að lið hans spýti í lófana fyrir næstu keppni til að bregðast við góðri byrjun fyrrum heimsmeistarans Michael Schumacher og Ferrari í móti ársins, en Þjóðverjinn hefur nú unnið tvær keppnir í röð. Næsta mót fer fram á heimavelli Alonso á Spáni strax um næstu helgi. 8.5.2006 16:31 Preston - Leeds í beinni í kvöld Síðari undanúrslitaleikur Preston og Leeds United í umspili um laust sæti í ensku úvalsdeildinni á næstu leiktíð verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18:30. Fyrri leiknum á Elland Road lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að allt verður í járnum í síðari leiknum í kvöld, þar sem sigurvegarinn mætir annað hvort Crystal Palace eða Watford í úrslitaleiknum í Cardiff þann 21. maí. 8.5.2006 16:22 Duncan Ferguson á förum Úrvalsdeildarlið Everton hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við framherjann skapheita Duncan Ferguson og sömu sögu er að segja af kínverska landsliðsmanninum Li-Tie. Þá ætlar félagið ekki að kaupa varnarmanninn Matteo Ferrari sem verið hefur á lánssamningi frá Roma. Everton hefur hinsvegar boðið þeim Alan Stubbs og David Weir áframhaldandi samninga. 8.5.2006 16:09 Fleiri en einn leikmaður neitaði að spila Ástandið í herbúðum Birmingham á síðustu dögum félagsins í ensku úrvalsdeildinni voru ekki ánægjulegir ef marka má nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins. Steve Bruce hefur gefið upp að fleiri en einn leikmaður liðsins hafi neitað að spila í lokaleiknum gegn Bolton í gær, en liðið var sem kunnugt er þegar fallið í fyrstu deild. 8.5.2006 15:55 Mikil áhætta að velja Walcott Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segist viðurkenna að það sé mikil áhætta fólgin í því að velja hinn 17 ára gamla Theo Walcott í enska landsliðshópinn, en Walcott hefur enn ekki spilað leik fyrir aðallið Arsenal síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir 17 milljónir punda í janúar. 8.5.2006 14:45 Theo Walcott í enska landsliðshópinn Sven-Göran Eriksson hefur nú valið 23-manna landsliðshóp sinn fyrir HM í Þýskalandi í sumar og óhætt er að segja að valið komi nokkuð á óvart. Hinn ungi Theo Walcott hjá Arsenal er einn þeirra sem valdir eru í landsliðshópinn, en hann hefur enn ekki spilað leik fyrir aðallið félagsins. Þá sitja menn eins og Darren Bent, Shaun Wright-Phillips, Ledley King og Jermain Defoe úti í kuldanum. 8.5.2006 13:52 Shevchenko meiddur Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan getur ekki leikið knattspyrnu það sem eftir lifir maímánaðar eftir að hann meiddist á hné í leik með liði sínu um helgina. Meiðsli hans eru þó ekki talin það alvarleg að setja þáttöku hans á HM í sumar í hættu. "Shevchenko ætti að geta spilað fótbolta aftur eftir 25 daga," er sagt á heimasíðu Milan. 8.5.2006 13:44 Tottenham íhugar málssókn Úrvalsdeildarfélagið Tottenham bíður nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum sem verið er að gera á matvælum á Marriott-hótelinu í London, þar sem tíu leikmenn liðsins veiktust af því sem talið er hafa verið matareitrun skömmu fyrir leikinn mikilvæga gegn West Ham í gær. Ekki er útilokað að félagið fari í mál við hótelið ef sýnt þykir að maturinn á hótelinu hafi verið skemmdur. 8.5.2006 13:29 Daníel Jakobsson nýr formaður Skíðasamband Íslands Daníel Jakobsson var kosinn nýr formaður Skíðasamband Íslands sem haldið var um liðna helgi í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Friðrik Einarsson lét af formennsku í framhaldi af því að hann var kosinn inn í framkvæmdastjórn ÍSÍ á Íþróttaþingi fyrir viku síðan. 8.5.2006 11:31 Varnarleikur meistaranna gerði útslagið San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. 8.5.2006 05:45 Detroit lék sér að Cleveland Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland. 8.5.2006 05:30 Nash verðmætasti leikmaðurinn Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. 8.5.2006 05:00 Ég hef aldrei lent í öðru eins Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham ætlar að kyngja þeim bitra bita að liðið missti af Meistaradeildarsæti vegna matareitrunar, þegjandi og hljóðalaust. Tottenham tapaði fyrir West Ham, 2-1 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og Arsenal hrifsaði af nágrönnum sínum fjórða sæti deildarinnar með 4-2 sigri á Wigan. 7.5.2006 23:10 Valur meistari meistaranna Bikarmeistarar Vals urðu í kvöld meistarar meistaranna í knattspyrnu karla þegar þeir lögðu Íslandsmeistara FH, 1-0 í Kaplakrika. Matthías Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu eftir eitilharðan undirbúning Ara Skúlasonar. 7.5.2006 21:25 Podolski á leið til Bayern Munchen Skærasta framtíðarstjarna Þjóðverja, hinn tvítugi sóknarmaður, Lukas Podolski er á leið til nýbakaðra meistara Bayern Munchen. Uli Höness, stjórnarformaður Bayern sem tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í gær segist í viðtali við þýska fjölmiðla í dag hafa náð samkomulagi við leikmanninn. 7.5.2006 20:45 Borgvardt lagði upp mark Bryne Allan Borgvardt lék allan leikinn og lagði upp eina mark Bryne sem gerði 1-1 jafntefli við Manglerud/Star í norsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Allan hefur skorað 3 mörk í 5 leikjum fyrir Bryne sem er taplaust í 3. sæti deildarinnar með 10 stig, fimm stigum á eftir toppliði Álasunds. 7.5.2006 19:43 Veigar og Kristján skoruðu gegn hvorum öðrum í Noregi Veigar Páll Gunnarsson heldur áfram að skora í Noregi og er nú þriðji markahæstur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 4 mörk en hann skoraði fyrsta mark Stabæk sem gerði 2-2 jafntefli við Brann í dag. Kristján Örn Sigurðsson var hetja sinna manna þegar hann náði að jafna metin fyrir Brann 2 mínútum fyrir leikslok. 7.5.2006 19:24 Sjá næstu 50 fréttir
Watford og Leeds mætast í úrslitum Nú er ljóst að það verða Watford og Leeds United sem leika til úrslita um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni næsta haust, eftir að Watford gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace í síðari leik liðanna í undanúrslitum í kvöld. Watford vann fyrri leikinn 3-0 á útivelli og því var alltaf á brattann að sækja fyrir lærisveina Ian Dowie í kvöld. 9.5.2006 21:00
Logi skoraði 6 mörk í sigri Lemgo Íslendingaliðið Lemgo vann góðan 30-25 sigur á sterku liði Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Logi Geirsson skoraði 6 mörk fyrir Lemgo, en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. 9.5.2006 20:39
Boðar reglubreytingar á næsta ári David Stern, framkvæmdastjóri NBA deildarinnar, hefur viðurkennt að reglurnar sem notast var við til að raða liðum inn í úrslitakeppnina í vetur hafi verið gallaðar og segir að til standi að breyta þeim á næsta tímabili. 9.5.2006 18:36
Walcott sannfærður um að höndla pressuna á HM Theo Walcott, leikmaður Arsenal sem var valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM í Þýskalandi í sumar er hvergi banginn og segist alveg geta höndla pressuna sem verður á honum. Þessi 17 ára gamli leikmaður hefur ekki leikið einn leik fyrir Arsenal í úrvalsdeildinni en hann gekk til liðs við þá í janúar frá Southampton. 9.5.2006 18:00
McClaren vill klára dæmið með stæl Juande Ramos, þjálfari Sevilla frá Spáni, segist búast við erfiðum leik þegar lið hans mætir Middlesbrough í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða annað kvöld, en það verður einmitt síðasti leikur McClaren sem stjóri Middlesbrough. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. 9.5.2006 17:45
Stuðningsmenn Liverpool sitja í súpunni Nokkrir af stuðningsmönnum Liverpool gætu nú þurft að sætta sig við að missa af úrslitaleiknum í enska bikarnum í Cardiff um næstu helgi eftir að fjöldi miða á leikinn voru á meðal þess sem stolið var úr sendibíl frá póstinum í miðborg Liverpool á föstudaginn. Miðarnir hafa þegar verið gerðir ógildir en miðasalan í Cardiff hefur neitað að gera aðra miða í stað þeirra sem stolið var og því missa stuðningsmennirnir líklega af leiknum vegna þessa leiðindaatviks. 9.5.2006 17:13
Nadal stefnir óðum að metinu Spænski tenniskappinn Rafael Nadal stefnir nú hraðbyri að meti Guillermo Vila yfir flesta sigurleiki í röð á leirvelli, en í dag vann hann sinn 48. leik í röð þegar hann lagði Carlos Moya í fyrstu umferð Masters-mótsins í Róm. Nadal vann sigur 6-1,2-6 og 6-2 og getur náð meti Vila ef hann ver titil sinn frá í fyrra á mótinu. 9.5.2006 17:04
Tottenham heimtar annan leik Forráðamenn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni hafa nú ritað formanni deildarinnar bréf og farið þess á leit að leikur liðsins við West Ham í lokaumferð mótsins á sunnudag verði endurtekinn í kjölfar þess að flestir leikmenn Tottenham þjáðust af matareitrun daginn sem leikurinn fór fram. Tottenham tapaði leiknum og missti fyrir vikið af sæti í meistaradeildinni. 9.5.2006 16:45
Snæfell ræður bandarískan þjálfara Úrvalsdeildarlið Snæfells í körfubolta hefur ráðið til starfa bandarískan þjálfara að nafni Geof Kotila, sem kemur hingað til lands síðar í sumar og mun stýra liðinu næsta vetur. Kotila þessi hefur áður getið sér gott orð meðal annars í Danmörku, þar sem hann stýrði liði Bakken Bears. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 9.5.2006 16:39
Ásthildur leikur ekki með Blikum í sumar Kvennalið Breiðabliks í Landsbankadeildinni hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir átökin í sumar, því ljóst er að landsliðskonan Ásthildur Helgadóttir mun ekki spila með liðinu í sumar. Ásthildur hefur náð samkomulagi við lið sitt Malmö í Svíþjóð um að leika áfram með liðinu, þrátt fyrir að vera áfram búsett hérlendis. Þetta kemur fram á heimasíðu Breiðabliks í dag. 9.5.2006 16:25
Spilar ekki kveðjuleik Alan Shearer Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur farið þess á leit að Michael Owen taki ekki þátt í kveðjuleik Alan Shearer á St. James´ Park á laugardaginn þar sem hann vill að framherjinn jafni sig betur af meiðslum sínum. Það verða Newcastle og Glasgow Celtic sem mætast í kveðjuleik Shearer um helgina. 9.5.2006 16:20
Ætlar sér stóra hluti í Ameríku Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton ætlar að sýna úr hverju hann er gerður á laugardagskvöldið þegar hann keppir sinn fyrsta bardaga í Bandaríkjunum. Bardaginn er sá fyrsti af þremur í samningi hans við HBO-sjónvarpsstöðina. Bardagi Hatton og Luis Collazo í Boston verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á laugardagskvöldið. 9.5.2006 15:45
Slasaðist í átökum á næturklúbbi Enski landsliðsmaðurinn Wayne Bridge lenti í átökum á næturklúbbi í London í gærkvöldi og slasaðist lítillega á andliti. Hann var staddur á klúbbnum ásamt nokkrum öðrum leikmönnum til að fagna því að deildarkeppninni væri lokið, en lenti í riskingum við nokkra menn og voru þrír þeirra handteknir í kjölfarið. Bridge hlaut lítinn skurð í andlitinu en afþakkaði aðstoð sjúkraliða sem kallaðir voru á svæðið. 9.5.2006 15:08
Engar auglýsingar á búningum Barcelona Spænska knattspyrnustórveldið Barcelona ætlar að halda í gamlar hefðir sínar og bera ekki auglýsingu styrktaraðila framan á treyju sinni á næstu leiktíð. Barcelona er eina stórliðið í Evrópu sem ekki ber auglýsingar á treyjunum, en þó samningaviðræður við hugsanlega stuðningsaðila hafi staðið yfir undanfarið, var ákveðið að bakka út úr þeim. 9.5.2006 15:01
Tim Howard lánaður til Everton Manchester United hefur ákveðið að lána bandaríska markvörðinn Tim Howard til Everton í eitt ár. Howard hefur ekki fengið mörg tækifæri í marki United síðan Hollendingurinn Edwin van der Sar gekk í raðir liðsins, en búast má við að Howard verði aðalmarkvörður Everton á næstu leiktíð. 9.5.2006 14:20
Mourinho stjóri ársins Jose Mourinho var í morgun kjörinn knattspyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni en sérstök nefnd þjálfara, leikmanna og stuðningsmanna stendur að valinu. Undir stjórn Mourinho vann Chelsea annan meistaratitil sinn í röð, en það afrek hefur aðeins Manchester United unnið síðan úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. 9.5.2006 14:03
Phoenix hafði betur í skoteinvígi við Clippers Það var lítið um varnir í fyrsta leik Phoenix Suns og LA Clippers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í nótt, þar sem heimamenn höfðu sigur 130-123. Steve Nash var afhent styttan fyrir að vera kjörinn verðmætasti leikmaður ársins fyrir leikinn, en hann féll klárlega í skuggann af öðrum leikmanni lengst af í nótt í leik sem sýndur var beint á NBA TV. 9.5.2006 13:41
New Jersey skellti Miami New Jersey Nets vann í nótt nokkuð auðveldan sigur á Miami 100-88 á útivelli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA deildinni. New Jersey hafði gott forskot allan leikinn, en þó heimamenn næðu góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum, var sigur Nets aldrei í hættu. 9.5.2006 13:34
Chris Paul nýliði ársins Bandaríska dagblaðið Times-Picayune hefur eftir heimildarmanni sínum í NBA deildinni að leikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets verði útnefndur nýliði ársins í deildinni á miðvikudaginn. Þessar fréttir hafa enn ekki verið staðfestar, en reynist þær réttar, koma þær sannarlega ekki á óvart. Paul bar höfuð og herðar yfir aðra nýliða í deildinni í vetur og líklega yrði það að teljast hneyksli ef annar maður hlyti nafnbótina. 8.5.2006 22:15
Leeds í úrslitaleikinn Leeds tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári þegar liðið lagði Preston 2-0 á útivelli og samtals 3-1. Rob Hulse og Frazer Richardson skoruðu mörk Leeds í kvöld og náði liðið að halda forystu sinni í leiknum þrátt fyrir að tveimur leikmönnum liðsins væri vísað af velli með rauð spjöld í síðari hálfleiknum. Leeds mætir Crystal Palace eða Watford í úrslitaleiknum. 8.5.2006 21:40
Koeman tekur við PSV Ronald Koeman hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri PSV Eindhoven í Hollandi og hefur þegar skrifað undir tveggja ára samning við hollenska liðið. Hann sagði upp störfum hjá portúgalska liðinu Benfica í dag og sagði fjölskylduástæður hafa ráðið miklu um að hann kaus að snúa aftur til heimalandsins. Koeman stýrði Benfica í þriðja sæti deildarinnar, en undir stjórn hans náði liðið óvæntum árangri í meistaradeildinni. 8.5.2006 21:15
Wallace varnarmaður ársins Ben Wallace, miðherji Detroit Pistons, hefur verið kjörinn varnarmaður ársins í fjórða sinn á ferlinum. Wallace er aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að hljóta þessa nafnbót fjórum sinnum á ferlinum. 8.5.2006 20:45
Fékk landsliðssætið á meðan hann tók bílprófið Theo Walcott fékk í dag að vita það síðastur manna að hann hefði verið valinn í HM-hóp Englendinga í knattspyrnu, því hann var upptekinn við að taka bílprófið þegar hringt var í faðir hans og honum tilkynnt um fréttirnar góðu. Walcott er sagður hafa fengið nett áfall þegar hann heyrði tíðindin. 8.5.2006 20:23
Ég hef aldrei séð Walcott spila Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur verið gagnrýndur harðlega í breskum fjölmiðlum í dag eftir að hann valdi táninginn Theo Walcott hjá Arsenal í HM hóp sinn. Eriksson viðurkennir að hann hafi hvorki séð drenginn spila með berum augum, né yfir höfuð talað við hann. 8.5.2006 18:40
Sigfús semur við Fram til þriggja ára Leikstjórnandinn snjalli Sigfús Sigfússon hjá Íslandsmeisturum Fram hefur gert nýjan þriggja ára samning við Safamýrarliðið. Sigfús var lykilmaður í spútnikliði Fram í vetur og var meðal annars kosinn efnilegasti leikmaður ársins af þjálfurum í DHL-deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram í dag. 8.5.2006 18:14
Redknapp samþykkir nýjan samning Harry Redknapp samþykkti í dag að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth, en aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum áður en samningurinn verður formlega undirritaður. Redknapp var samningslaus í gær eftir að liðið spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu, en Redknapp tókst að bjarga liðinu frá falli eftir að útlitið hafði um tíma verið heldur dökkt í vetur. 8.5.2006 18:10
Vongóður um að spila úrslitaleikinn Miðjumaðurinn Xabi Alonso fór í aðra myndatöku í dag eftir að hann meiddist á ökkla í leiknum gegn Portsmouth í gær, en þá kom í ljós að meiðsli hans eru ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu og því gæti farið svo að hann yrði klár í slaginn í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. 8.5.2006 17:15
Hefði aldrei tekið Walcott fram yfir Defoe Sir Bobby Robson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist hafa áhyggjur af landsliðshópnum sem Sven-Göran Eriksson tilkynnti í dag og segist sérstaklega óttast að þunn sveit framherja eigi eftir að verða liðinu að falli á HM í sumar. 8.5.2006 16:55
Alonso kallar á úrbætur Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault vill að lið hans spýti í lófana fyrir næstu keppni til að bregðast við góðri byrjun fyrrum heimsmeistarans Michael Schumacher og Ferrari í móti ársins, en Þjóðverjinn hefur nú unnið tvær keppnir í röð. Næsta mót fer fram á heimavelli Alonso á Spáni strax um næstu helgi. 8.5.2006 16:31
Preston - Leeds í beinni í kvöld Síðari undanúrslitaleikur Preston og Leeds United í umspili um laust sæti í ensku úvalsdeildinni á næstu leiktíð verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18:30. Fyrri leiknum á Elland Road lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að allt verður í járnum í síðari leiknum í kvöld, þar sem sigurvegarinn mætir annað hvort Crystal Palace eða Watford í úrslitaleiknum í Cardiff þann 21. maí. 8.5.2006 16:22
Duncan Ferguson á förum Úrvalsdeildarlið Everton hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við framherjann skapheita Duncan Ferguson og sömu sögu er að segja af kínverska landsliðsmanninum Li-Tie. Þá ætlar félagið ekki að kaupa varnarmanninn Matteo Ferrari sem verið hefur á lánssamningi frá Roma. Everton hefur hinsvegar boðið þeim Alan Stubbs og David Weir áframhaldandi samninga. 8.5.2006 16:09
Fleiri en einn leikmaður neitaði að spila Ástandið í herbúðum Birmingham á síðustu dögum félagsins í ensku úrvalsdeildinni voru ekki ánægjulegir ef marka má nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins. Steve Bruce hefur gefið upp að fleiri en einn leikmaður liðsins hafi neitað að spila í lokaleiknum gegn Bolton í gær, en liðið var sem kunnugt er þegar fallið í fyrstu deild. 8.5.2006 15:55
Mikil áhætta að velja Walcott Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segist viðurkenna að það sé mikil áhætta fólgin í því að velja hinn 17 ára gamla Theo Walcott í enska landsliðshópinn, en Walcott hefur enn ekki spilað leik fyrir aðallið Arsenal síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir 17 milljónir punda í janúar. 8.5.2006 14:45
Theo Walcott í enska landsliðshópinn Sven-Göran Eriksson hefur nú valið 23-manna landsliðshóp sinn fyrir HM í Þýskalandi í sumar og óhætt er að segja að valið komi nokkuð á óvart. Hinn ungi Theo Walcott hjá Arsenal er einn þeirra sem valdir eru í landsliðshópinn, en hann hefur enn ekki spilað leik fyrir aðallið félagsins. Þá sitja menn eins og Darren Bent, Shaun Wright-Phillips, Ledley King og Jermain Defoe úti í kuldanum. 8.5.2006 13:52
Shevchenko meiddur Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan getur ekki leikið knattspyrnu það sem eftir lifir maímánaðar eftir að hann meiddist á hné í leik með liði sínu um helgina. Meiðsli hans eru þó ekki talin það alvarleg að setja þáttöku hans á HM í sumar í hættu. "Shevchenko ætti að geta spilað fótbolta aftur eftir 25 daga," er sagt á heimasíðu Milan. 8.5.2006 13:44
Tottenham íhugar málssókn Úrvalsdeildarfélagið Tottenham bíður nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum sem verið er að gera á matvælum á Marriott-hótelinu í London, þar sem tíu leikmenn liðsins veiktust af því sem talið er hafa verið matareitrun skömmu fyrir leikinn mikilvæga gegn West Ham í gær. Ekki er útilokað að félagið fari í mál við hótelið ef sýnt þykir að maturinn á hótelinu hafi verið skemmdur. 8.5.2006 13:29
Daníel Jakobsson nýr formaður Skíðasamband Íslands Daníel Jakobsson var kosinn nýr formaður Skíðasamband Íslands sem haldið var um liðna helgi í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Friðrik Einarsson lét af formennsku í framhaldi af því að hann var kosinn inn í framkvæmdastjórn ÍSÍ á Íþróttaþingi fyrir viku síðan. 8.5.2006 11:31
Varnarleikur meistaranna gerði útslagið San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. 8.5.2006 05:45
Detroit lék sér að Cleveland Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland. 8.5.2006 05:30
Nash verðmætasti leikmaðurinn Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. 8.5.2006 05:00
Ég hef aldrei lent í öðru eins Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham ætlar að kyngja þeim bitra bita að liðið missti af Meistaradeildarsæti vegna matareitrunar, þegjandi og hljóðalaust. Tottenham tapaði fyrir West Ham, 2-1 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og Arsenal hrifsaði af nágrönnum sínum fjórða sæti deildarinnar með 4-2 sigri á Wigan. 7.5.2006 23:10
Valur meistari meistaranna Bikarmeistarar Vals urðu í kvöld meistarar meistaranna í knattspyrnu karla þegar þeir lögðu Íslandsmeistara FH, 1-0 í Kaplakrika. Matthías Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu eftir eitilharðan undirbúning Ara Skúlasonar. 7.5.2006 21:25
Podolski á leið til Bayern Munchen Skærasta framtíðarstjarna Þjóðverja, hinn tvítugi sóknarmaður, Lukas Podolski er á leið til nýbakaðra meistara Bayern Munchen. Uli Höness, stjórnarformaður Bayern sem tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í gær segist í viðtali við þýska fjölmiðla í dag hafa náð samkomulagi við leikmanninn. 7.5.2006 20:45
Borgvardt lagði upp mark Bryne Allan Borgvardt lék allan leikinn og lagði upp eina mark Bryne sem gerði 1-1 jafntefli við Manglerud/Star í norsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Allan hefur skorað 3 mörk í 5 leikjum fyrir Bryne sem er taplaust í 3. sæti deildarinnar með 10 stig, fimm stigum á eftir toppliði Álasunds. 7.5.2006 19:43
Veigar og Kristján skoruðu gegn hvorum öðrum í Noregi Veigar Páll Gunnarsson heldur áfram að skora í Noregi og er nú þriðji markahæstur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 4 mörk en hann skoraði fyrsta mark Stabæk sem gerði 2-2 jafntefli við Brann í dag. Kristján Örn Sigurðsson var hetja sinna manna þegar hann náði að jafna metin fyrir Brann 2 mínútum fyrir leikslok. 7.5.2006 19:24