Fleiri fréttir Wenger hrósar van Persie Arsene Wenger hrósaði sóknarmanni sínum Robin van Persie eftir að varamaðurinn skoraði mark á móti Newcastle í 2-0 sigri Arsenal í gær, en sagðist viss um að Newcastle liðið ætti eftir að verða sterkt í vetur. 15.8.2005 00:01 Mourinho ósáttur við sjálfan sig Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea náði ekki upp í nefið á sér af óánægju með leik liðs síns í sigrinum á Wigan í gær og sagðist axla ábyrgðina sjálfur. 15.8.2005 00:01 GR og GKj meistarar í sveitakeppni Kvennalið Golfklúbbs Reykjavíkur og karlalið Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ urðu í gær Íslandsmeistarar í sveitakeppni í golfi. GR sigraði Golfklúbinn Keili í úrslitum með tveimur vinningum gegn einum en Kjalarmenn höfðu betur í baráttu við Golfklúbb Reykjavíkur í karlaflokki, sigruðu með þremur vinningum gegn tveimur. 15.8.2005 00:01 Arnar meistari í níunda sinn Arnar Sigurðsson, Tennisfélagi Kópavogs, varð um helgina Íslandsmeistari í tennis í níunda sinn í röð þegar hann sigraði Raj Bonifacius, Víkingi, í úrslitum í tveimur settum. Iris Staub sigraði Sigurlaugu Sigurðardóttur í úrslitum í einliðaleik kvenna í tveimur settum. Þær Íris og Sigurlaug eru báðar í Tennisfélagi Kópavogs. 15.8.2005 00:01 Nýtt heimsmet í spjótkasti kvenna Eitt heimsmet féll á síðasta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum í Helsinki í Finnlandi í gær. Osleidys Mendez frá Kúbu kastaði spjótinu 71,70 metra og bætti eigið heimsmet um 16 sentímetra. Bandaríkjamenn unnu flest verðlaun á mótinu, 25, þar af 14 gullverðlaun. 15.8.2005 00:01 Arnar Þór skoraði gegn Mouscron Í belgíska fótboltanum skoraði Arnar Þór Viðarsson annað mark Lokeren í 2-0 sigri á Mouscron. Gunther Van Handenhoven skoraði seinna markið eftir sendingu Arnars Grétarssonar. 15.8.2005 00:01 Áttunda mark Ásthildar í Svíþjóð Ásthildur Helgadóttir skoraði fyrir Malmö í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið sigraði Sunnanå 3-2. Umeå og Malmö eru efst í deildinni með 37 stig úr 13 leikjum. Ásthildur er búin að skora 8 mörk í deildinni. 15.8.2005 00:01 AC Milan vann Berlusconi-bikarinn AC Milan sigraði Juventus 2-1 í Berlusconi-bikarnum í fótbolta í gær. Patrick Viera kom Juventus yfir en Brasilíumennirnir Kaka og Serginho skoruðu fyrir AC Milan. Tveir leikmenn Juventus fóru meiddir af velli, Pavel Nedved og Gianluigi Buffon. Ítalska úrvalsdeildin hefst eftir hálfan mánuð. 15.8.2005 00:01 Stúlknalandsliðið í áttunda sæti Íslenska stúlknalandsliðið í körfuknattleik tapaði fyrir Portúgölum í tvíframlengdum leik um sjöunda sætið á Evrópumótinu í Bosníu í gær. Portúgalar sigruðu með 80 stigum gegn 78. Helena Sverrisdóttir skoraði 27 stig, tók 17 fráköst og átti 11 stoðsendingar. Íslenska karlalandsliðið mætir Hollendingum í vináttuleik í Hollandi í kvöld. Íslendingar mæta Hollendingum í tveimur leikjum og halda síðan til Kína og keppa tvo leiki við heimamenn. 15.8.2005 00:01 Clijsters sigraði í Los Angeles Belgíska tenniskonan Kim Clijsters sigraði Danielu Hantuchovu frá Slóvakíu 6-4 og 6-1 í úrslitum á tennismóti í Los Angeles í gærkvöldi. Clijsters hefur spilað 32 leiki á mótum í Bandaríkjunum og unnið 31 þeirra. Síðast tapaði hún fyrir löndu sinni Justine Henin Hardenne í úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu 2003. 15.8.2005 00:01 Tveir leikir í kvöld - Boltavakt Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í kvöld, annars vegar eigast við Valur og Keflavík á Hlíðarenda klukkan 19:15 og hins vegar Þróttur og FH á Laugardalsvelli klukkan 20. Leikur Þróttar og FH verður í beinni í á Sýn og einnig verður hægt að fylgjast með leikjunum hér á <strong>BOLTAVAKT</strong> Vísis. 15.8.2005 00:01 PGA meistaramótið hafið á ný PGA meistaramótið í golfi sem frestað var vegna veðurs í gær er hafið á nýjan leik og bein útsending er frá mótinu á Sýn. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum er með forsytu á samtals 4 höggum undir pari og er hann í síðasta hollinu ásamt Davis Love III á 14. holu. Steve Elkington frá Ástralíu og Daninn Thomas Björn koma næstir á 3 höggum undir pari. 15.8.2005 00:01 Rautt verður gullt Steve Bennet dómarinn sem rak Jermaine Jenas af velli í leik Arsenal og Newcastle hefur ákveðið að breyta rauða spjaldinu sem hann gaf Jenas í gullt spjald og því þarf leikmaðurinn ekki að fara í þriggja leikja bann. 15.8.2005 00:01 Mickelson tapar höggi. Phil Mickelson og Steve Elkington eru jafnir og efstir á PGA mótinu í golfi á þremur höggum undir pari. Elkington á eina holu eftir en Mickelson tvær, mótið er í beinni á Sýn. 15.8.2005 00:01 Mickelson PGA meistari Phil Mickelson sigrði rétt í þessu á PGA Meistaramótinu í golfi á fjórum höggum undir pari. Mickelson fékk fugl á síðustu holunni og tryggði sér þar með sigurinn. Daninn Thomas Bjorn og Ástralinn Steve Elkington urðu jafnir í öðru sæti, höggi á eftir Mickelson. 15.8.2005 00:01 Ellington til WBA Nathan Ellington er genginn til liðs við WBA frá Wigan fyrir 3 milljónir punda. Ellington, 24 ára er mikill markaskorari og gerði 59 mörk í 134 deildarleikjum fyrir Wigan. Kaupverðið nam 3 milljónum punda. 15.8.2005 00:01 Buffon frá í átta vikur Gianlugi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins er meiddur og mun því missa af upphafi leiktíðarinnar. Buffon fór úr axlarlið í leik gegn A.C. Milan um helgina og verður frá keppni í 8 vikur. 15.8.2005 00:01 Mörkin í símann Allir GSM viðskiptavinir Og Vodafone eiga nú kost á því að skoða mörkin úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á þessu keppnistímabili. Þjónustan gefur knattspyrnuáhugamönnum tækifæri að fá send myndskeið af mörkum úr leikjum í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í símann fáeinum andartökum eftir að þau eru skoruð. 15.8.2005 00:01 Hermann kominn með nýtt númer Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu er búinn að skipta um númer hjá Charlton, Hermann sem hefur verið númer 12 síðustu leiktíðir er kominn í treyju númer 3 sem er hið eina sanna númer vinstri bakvarðar. Hermann verður ekki með landsliðinu sem mætir Suður Afríku á miðvikudag á Laugardalsvelli, landsliðsþjálfararnir gáfu honum frí. 15.8.2005 00:01 Hodgson þjálfar Finna Englendingurinn Roy Hodgson þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Finna frá og með haustinu 2006. Hodgson er reyndur þjálfari sem víða hefur komið við á ferli sínum og meðal annars hefur hann þjálfað Inter Mílan, Udinese, Blackburn og FC Kaupmannahöfn. 15.8.2005 00:01 Baros nálgast Aston Villa Milan Baros, leikmaður Liverpool, er að öllum líkindum á leið til Aston Villa samkvæmt nýjustu tíðindum. Liðin hafa samið um kaupverð sem nemur 6 milljónum punda. Baros, 24 ára er framherji og tékkneskur landsliðsmaður. 15.8.2005 00:01 Breiðablik sigraði Stjörnuna Breiðablik sigraði Stjörnuna 3-1 í Landsbankadeild kvenna í kvöld og eru því komnar með fjögurra stiga forskot á Val á toppi deildarinnar. Mörk Breiðabliks gerðu þær Ólína Viðarsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir. Mark Stjörnunnar gerði Guðríður Hannesdóttir. 15.8.2005 00:01 Markalaust hjá Val og Keflavík Valur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Hlíðarenda í kvöld í Landsbankadeild karla. Þetta var í fyrsta skipti í deildinni í sumar þar sem Keflvíkingar halda hreinu. Valsmenn eru sem fyrr í öðru sæti en eru líklega að missa FH 11 stigum á undan sér en þeir eru að vinna Þrótt 3-1 í þessum skrifuðu orðum. 15.8.2005 00:01 Stórsigur FH FH burstaði Þrótt 5-1 í Landsbankadeild karla í kvöld. FH er nú komið með 11 stiga forskot á Val á toppi deildarinnar. Tryggvi Guðmundsson gerði tvö mörk fyrir FH( annað úr víti) og þeir Auðun Helgason, Davíð Viðarsson og Allan Borgvardt eitt mark hvor. Mark Þróttar gerði Páll Einarsson úr vítaspyrnu. 15.8.2005 00:01 Ísland vann Holland Ísland vann Holland 78-74 í landsleik í körfubolta í Groningen í Hollandi í kvöld. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að hafa 2-3 stiga forystu allan fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 36-37 fyrir Ísland. Stórleikur Íslands í þriðja leikhluta skóp svo sigurinn en strákarnir unnu þriðja leikhluta 16-30. 15.8.2005 00:01 Michelsen og Love jafnir og efstir Það stefnir í spennandi keppni á lokadegi PGA - stórmeistaramótsins í golfi sem fram fer í New Jersey. Phil Michelson og Davis Love III eru efstir og jafnir á sex höggum undir pari. 14.8.2005 00:01 Sparkassen Cup Íslenskir handknattleiksmenn hafa komið mikið við sögu á Sparkassen Cup í Þýskalandi. Lemgo sigraði Dusseldorf í undanúrslitum, 36 - 25 en Markús Máni Micaelson skoraði 4. mörk fyrir Dusseldorf í leiknum. 14.8.2005 00:01 Íris Staub Íslandsmeistari Íris Staub vann í gær Íslandsmeistaratitilinn í tennis þegar hún sigraði Sigurlaugu Sigurðardóttur í tveimur settum, 6 - 0 , og 6 - 0. Arnar Sigurðsson og Raj Bonifacius mætast í úrslitum í karlaflokki í dag. 14.8.2005 00:01 Valur burstaði Parnú Íslandsmeistarar Vals í kvennaknattspyrnu unnu öruggan 8 - 1 sigur á eistneska liðinu Parnú í lokaleiknum í undanriðli Evrópubikarkeppninnar í Finnlandi. Dóra María Lárusdóttir skoraði þrennu og þær Laufey Óalfsdóttir , Guðný Óðinsdóttir og Málfríður Sigurðardóttir eitt mark hver. Valur vann alla leiki sína í Finnlandi og lauk keppni með níu stig. 14.8.2005 00:01 Botnslagur í 1. deild Það var einn leikur á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Fjölnir og Völsungur frá Húsavík gerðu jafntefli 1 - 1 í botnbaráttunni. Hermann Aðalgeirsson kom Völsungum yfir en Tómas Leifsson jafnaði leikinn fyrir Fjölni. Völsungar eru í áttunda sæti í deildinni með 13. stig og Fjölnir í því níunda einnig með 13 stig. 14.8.2005 00:01 Arsenal sigraði Newcastle Arsenal sigraði Newcastle 2-0 í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli sínum Highbury. Mörk Arsenal komu á síðustu tíu mínútum leiksins, fyrst skoraði Thierry Henry úr vítaspyrnu á 81. mínútu og sjö mínútum síðar bætti Robin van Persie við marki fyrir Arsenal. Jermaine Jenas, leikmanni Newcastle var vikið af leikvelli í fyrri hálfleik. 14.8.2005 00:01 Eiður Smári í byrjunarliðinu Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem er að leika við Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Eiður er fremstur á miðjunni í leikkerfinu 4-3-3. 14.8.2005 00:01 Þrír leikir í dag - Boltavaktin Þrír leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild karla í dag. Klukkan 17 mætast KR og ÍBV í fallslag á KR vellinum og klukkan 18 eru tveir leikir, Grindavík fær Fylki í heimsókn og Framarar fara uppá Skaga til að etja kappi við heimamenn í ÍA. 14.8.2005 00:01 Meistaraheppni Chelsea Hernan Crespo skoraði sigurmark Chelsea þegar venjulegum leiktíma var lokið í 1-0 sigri Englandsmeistaranna á Wigan. Óhætt er að segja að markið hafi verið af dýrari gerðinni, vinstri fótar skot utan teigs beint í eftri 90 gráðurnar. Eiður Smári fór meiddir af leikvelli í hálfleik. 14.8.2005 00:01 Mikilvægur KR sigur KR vann mikilvægan sigur á ÍBV í botnabaráttu Landsbankadeildar karla í dag. Sigmundur Kristjánsson gerði sigurmark vesturbæinga um miðbik fyrri hálfleiks. 14.8.2005 00:01 Gunnar Heiðar með þrennu Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerði þrennu mörk fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, sem burstaði botnliðið Sundsvall 6-0. Gunnar Heiðar er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar með 9 mörk. Djurgården endurheimti efsta sætið, þegar liðið lagði Gefle á útivelli 3-1. Kári Árnason lék fyrstu 54 mín. í liði Djurgården 14.8.2005 00:01 Sigrar hjá Grindavík og Fram Framarar og Grindvíkingar unnu leiki sína í dag í Landsbankadeild karla. Grindavík sigraði Fylki 3-0 með mörkum frá Óla Stefáni Flóventssyni, Óskari Erni Haukssyni og sjálfsmarki Guðna Rúnars Helgasonar. Fram sigraði ÍA á Akranesi 2-1. Bo Henriksen og Viðar Guðjónsson gerðu mörk Framara en Hjörtur Hjartarson gerði mark Skagamanna úr víti. 14.8.2005 00:01 Stefán sigraði í Íslendingaslagnum Stefán Gíslason og félagar í Lyn sigruðu Hannes Sigurðsson og félaga í Viking á heimavelli 2-1 í norku úrvalsdeildinni. Brann lið þeirra Ólafs Bjarnasonar og Kristjáns Sigurðssonar tapaði fyrir Bodo Glimt 2-1. Í þriðja leik dagsins sigraði Tromsö lið Molde 2-1. 14.8.2005 00:01 Essien til Chelsea Michael Essien gengur á morgun til liðs við Englandsmeistara Chelsea frá franska liðinu Lyon. Talið er að Chelsea greiði 28 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla miðvallarleikmann frá Gana. 14.8.2005 00:01 Keppni hætt vegna veðurs Keppni á PGA-Meistaramótinu í golfi var frestað um klukkan ellefu í kvöld vegna þrumuveðurs á Baltusrol-vellinum í New Jersey og hefur verið ákveðið að hefja leik aftur á morgun. Sjónvarpsstöðin Sýn mun vera með beina útsendigu á morgun og hefst útsending klukkan 14:00. Þegar leik var hætt var Phil Mickelson frá Bandaríkjunum með forsytu. 14.8.2005 00:01 Enska landsliðið sem mætir Dönum Andy Johnson, leikmaður Crystal Palace í ensku Championship deildinni, hefur þurft að draga sig úr landsliðshópi Englendinga sem mæta Dönum á Parken á miðvikudag í vináttulandsleik. Í hans stað hefur Sven Göran Erikson, landsliðsþjálfari Englendinga valið Darren Bent leikmann Charlton. 14.8.2005 00:01 Phi Mickelson efstur - Tiger slapp Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson lék á 65 höggum í dag og er efstur eftir tvo hringi á PGA-Meistaramótinu í golfi. Hann er samtals á 8 höggum undir pari og hefur þriggja högga forskot á Jerry Kelly sem er í öðru sæti. Þrír kylfingar deila þriðja sætinu, þeir Rory Sabbatini, Davis Love III og Lee Westwood, á 4 höggum undir pari. 13.8.2005 00:01 Úrslit fyrstu deildar 12 ágúst Þrír leikir voru á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kópavogi. KA gerði góða ferð á Siglufjörð og burstaði KS , 5 - 0. Pálmi Rafn Pálmason fór á kostum í liði KA og skoraði þrennu og þeir Hreinn Hringsson og Jóhann Þórhallsson skoruðu sitt hvort markið. Þór vann Hauka , 2 - 0 , á Akureyri. Þórður Halldórsson og Hlynur Birgisson skoruðu mörk Þórs. 13.8.2005 00:01 Stjarnan vann landslið Katar Stjarnan úr Garðabæ vann landslið Katar 28 - 23 á Sparkassen Cup í Þýskalandi í gær. David Kekelia var markahæstur í liði Stjörnunnar með 6. mörk. 13.8.2005 00:01 Enn eitt heimsmet Isinbayevu Rússneska stúlkan Yelena Isinbayeva setti enn eitt heimsmetið í stangarstökki þegar hún sigraði á heimsmeistaramótinu í frjálsum - íþróttum í Helsinki í gær. Isinbayeva stökk 5.01 metra og bætti eigið heimsmet sem hún setti fyrir þremur vikum um einn sentimetra. Þetta er 18. heimsmetið sem Isinbayeva setur. 13.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Wenger hrósar van Persie Arsene Wenger hrósaði sóknarmanni sínum Robin van Persie eftir að varamaðurinn skoraði mark á móti Newcastle í 2-0 sigri Arsenal í gær, en sagðist viss um að Newcastle liðið ætti eftir að verða sterkt í vetur. 15.8.2005 00:01
Mourinho ósáttur við sjálfan sig Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea náði ekki upp í nefið á sér af óánægju með leik liðs síns í sigrinum á Wigan í gær og sagðist axla ábyrgðina sjálfur. 15.8.2005 00:01
GR og GKj meistarar í sveitakeppni Kvennalið Golfklúbbs Reykjavíkur og karlalið Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ urðu í gær Íslandsmeistarar í sveitakeppni í golfi. GR sigraði Golfklúbinn Keili í úrslitum með tveimur vinningum gegn einum en Kjalarmenn höfðu betur í baráttu við Golfklúbb Reykjavíkur í karlaflokki, sigruðu með þremur vinningum gegn tveimur. 15.8.2005 00:01
Arnar meistari í níunda sinn Arnar Sigurðsson, Tennisfélagi Kópavogs, varð um helgina Íslandsmeistari í tennis í níunda sinn í röð þegar hann sigraði Raj Bonifacius, Víkingi, í úrslitum í tveimur settum. Iris Staub sigraði Sigurlaugu Sigurðardóttur í úrslitum í einliðaleik kvenna í tveimur settum. Þær Íris og Sigurlaug eru báðar í Tennisfélagi Kópavogs. 15.8.2005 00:01
Nýtt heimsmet í spjótkasti kvenna Eitt heimsmet féll á síðasta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum í Helsinki í Finnlandi í gær. Osleidys Mendez frá Kúbu kastaði spjótinu 71,70 metra og bætti eigið heimsmet um 16 sentímetra. Bandaríkjamenn unnu flest verðlaun á mótinu, 25, þar af 14 gullverðlaun. 15.8.2005 00:01
Arnar Þór skoraði gegn Mouscron Í belgíska fótboltanum skoraði Arnar Þór Viðarsson annað mark Lokeren í 2-0 sigri á Mouscron. Gunther Van Handenhoven skoraði seinna markið eftir sendingu Arnars Grétarssonar. 15.8.2005 00:01
Áttunda mark Ásthildar í Svíþjóð Ásthildur Helgadóttir skoraði fyrir Malmö í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið sigraði Sunnanå 3-2. Umeå og Malmö eru efst í deildinni með 37 stig úr 13 leikjum. Ásthildur er búin að skora 8 mörk í deildinni. 15.8.2005 00:01
AC Milan vann Berlusconi-bikarinn AC Milan sigraði Juventus 2-1 í Berlusconi-bikarnum í fótbolta í gær. Patrick Viera kom Juventus yfir en Brasilíumennirnir Kaka og Serginho skoruðu fyrir AC Milan. Tveir leikmenn Juventus fóru meiddir af velli, Pavel Nedved og Gianluigi Buffon. Ítalska úrvalsdeildin hefst eftir hálfan mánuð. 15.8.2005 00:01
Stúlknalandsliðið í áttunda sæti Íslenska stúlknalandsliðið í körfuknattleik tapaði fyrir Portúgölum í tvíframlengdum leik um sjöunda sætið á Evrópumótinu í Bosníu í gær. Portúgalar sigruðu með 80 stigum gegn 78. Helena Sverrisdóttir skoraði 27 stig, tók 17 fráköst og átti 11 stoðsendingar. Íslenska karlalandsliðið mætir Hollendingum í vináttuleik í Hollandi í kvöld. Íslendingar mæta Hollendingum í tveimur leikjum og halda síðan til Kína og keppa tvo leiki við heimamenn. 15.8.2005 00:01
Clijsters sigraði í Los Angeles Belgíska tenniskonan Kim Clijsters sigraði Danielu Hantuchovu frá Slóvakíu 6-4 og 6-1 í úrslitum á tennismóti í Los Angeles í gærkvöldi. Clijsters hefur spilað 32 leiki á mótum í Bandaríkjunum og unnið 31 þeirra. Síðast tapaði hún fyrir löndu sinni Justine Henin Hardenne í úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu 2003. 15.8.2005 00:01
Tveir leikir í kvöld - Boltavakt Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í kvöld, annars vegar eigast við Valur og Keflavík á Hlíðarenda klukkan 19:15 og hins vegar Þróttur og FH á Laugardalsvelli klukkan 20. Leikur Þróttar og FH verður í beinni í á Sýn og einnig verður hægt að fylgjast með leikjunum hér á <strong>BOLTAVAKT</strong> Vísis. 15.8.2005 00:01
PGA meistaramótið hafið á ný PGA meistaramótið í golfi sem frestað var vegna veðurs í gær er hafið á nýjan leik og bein útsending er frá mótinu á Sýn. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum er með forsytu á samtals 4 höggum undir pari og er hann í síðasta hollinu ásamt Davis Love III á 14. holu. Steve Elkington frá Ástralíu og Daninn Thomas Björn koma næstir á 3 höggum undir pari. 15.8.2005 00:01
Rautt verður gullt Steve Bennet dómarinn sem rak Jermaine Jenas af velli í leik Arsenal og Newcastle hefur ákveðið að breyta rauða spjaldinu sem hann gaf Jenas í gullt spjald og því þarf leikmaðurinn ekki að fara í þriggja leikja bann. 15.8.2005 00:01
Mickelson tapar höggi. Phil Mickelson og Steve Elkington eru jafnir og efstir á PGA mótinu í golfi á þremur höggum undir pari. Elkington á eina holu eftir en Mickelson tvær, mótið er í beinni á Sýn. 15.8.2005 00:01
Mickelson PGA meistari Phil Mickelson sigrði rétt í þessu á PGA Meistaramótinu í golfi á fjórum höggum undir pari. Mickelson fékk fugl á síðustu holunni og tryggði sér þar með sigurinn. Daninn Thomas Bjorn og Ástralinn Steve Elkington urðu jafnir í öðru sæti, höggi á eftir Mickelson. 15.8.2005 00:01
Ellington til WBA Nathan Ellington er genginn til liðs við WBA frá Wigan fyrir 3 milljónir punda. Ellington, 24 ára er mikill markaskorari og gerði 59 mörk í 134 deildarleikjum fyrir Wigan. Kaupverðið nam 3 milljónum punda. 15.8.2005 00:01
Buffon frá í átta vikur Gianlugi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins er meiddur og mun því missa af upphafi leiktíðarinnar. Buffon fór úr axlarlið í leik gegn A.C. Milan um helgina og verður frá keppni í 8 vikur. 15.8.2005 00:01
Mörkin í símann Allir GSM viðskiptavinir Og Vodafone eiga nú kost á því að skoða mörkin úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á þessu keppnistímabili. Þjónustan gefur knattspyrnuáhugamönnum tækifæri að fá send myndskeið af mörkum úr leikjum í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í símann fáeinum andartökum eftir að þau eru skoruð. 15.8.2005 00:01
Hermann kominn með nýtt númer Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu er búinn að skipta um númer hjá Charlton, Hermann sem hefur verið númer 12 síðustu leiktíðir er kominn í treyju númer 3 sem er hið eina sanna númer vinstri bakvarðar. Hermann verður ekki með landsliðinu sem mætir Suður Afríku á miðvikudag á Laugardalsvelli, landsliðsþjálfararnir gáfu honum frí. 15.8.2005 00:01
Hodgson þjálfar Finna Englendingurinn Roy Hodgson þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Finna frá og með haustinu 2006. Hodgson er reyndur þjálfari sem víða hefur komið við á ferli sínum og meðal annars hefur hann þjálfað Inter Mílan, Udinese, Blackburn og FC Kaupmannahöfn. 15.8.2005 00:01
Baros nálgast Aston Villa Milan Baros, leikmaður Liverpool, er að öllum líkindum á leið til Aston Villa samkvæmt nýjustu tíðindum. Liðin hafa samið um kaupverð sem nemur 6 milljónum punda. Baros, 24 ára er framherji og tékkneskur landsliðsmaður. 15.8.2005 00:01
Breiðablik sigraði Stjörnuna Breiðablik sigraði Stjörnuna 3-1 í Landsbankadeild kvenna í kvöld og eru því komnar með fjögurra stiga forskot á Val á toppi deildarinnar. Mörk Breiðabliks gerðu þær Ólína Viðarsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir. Mark Stjörnunnar gerði Guðríður Hannesdóttir. 15.8.2005 00:01
Markalaust hjá Val og Keflavík Valur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Hlíðarenda í kvöld í Landsbankadeild karla. Þetta var í fyrsta skipti í deildinni í sumar þar sem Keflvíkingar halda hreinu. Valsmenn eru sem fyrr í öðru sæti en eru líklega að missa FH 11 stigum á undan sér en þeir eru að vinna Þrótt 3-1 í þessum skrifuðu orðum. 15.8.2005 00:01
Stórsigur FH FH burstaði Þrótt 5-1 í Landsbankadeild karla í kvöld. FH er nú komið með 11 stiga forskot á Val á toppi deildarinnar. Tryggvi Guðmundsson gerði tvö mörk fyrir FH( annað úr víti) og þeir Auðun Helgason, Davíð Viðarsson og Allan Borgvardt eitt mark hvor. Mark Þróttar gerði Páll Einarsson úr vítaspyrnu. 15.8.2005 00:01
Ísland vann Holland Ísland vann Holland 78-74 í landsleik í körfubolta í Groningen í Hollandi í kvöld. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að hafa 2-3 stiga forystu allan fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 36-37 fyrir Ísland. Stórleikur Íslands í þriðja leikhluta skóp svo sigurinn en strákarnir unnu þriðja leikhluta 16-30. 15.8.2005 00:01
Michelsen og Love jafnir og efstir Það stefnir í spennandi keppni á lokadegi PGA - stórmeistaramótsins í golfi sem fram fer í New Jersey. Phil Michelson og Davis Love III eru efstir og jafnir á sex höggum undir pari. 14.8.2005 00:01
Sparkassen Cup Íslenskir handknattleiksmenn hafa komið mikið við sögu á Sparkassen Cup í Þýskalandi. Lemgo sigraði Dusseldorf í undanúrslitum, 36 - 25 en Markús Máni Micaelson skoraði 4. mörk fyrir Dusseldorf í leiknum. 14.8.2005 00:01
Íris Staub Íslandsmeistari Íris Staub vann í gær Íslandsmeistaratitilinn í tennis þegar hún sigraði Sigurlaugu Sigurðardóttur í tveimur settum, 6 - 0 , og 6 - 0. Arnar Sigurðsson og Raj Bonifacius mætast í úrslitum í karlaflokki í dag. 14.8.2005 00:01
Valur burstaði Parnú Íslandsmeistarar Vals í kvennaknattspyrnu unnu öruggan 8 - 1 sigur á eistneska liðinu Parnú í lokaleiknum í undanriðli Evrópubikarkeppninnar í Finnlandi. Dóra María Lárusdóttir skoraði þrennu og þær Laufey Óalfsdóttir , Guðný Óðinsdóttir og Málfríður Sigurðardóttir eitt mark hver. Valur vann alla leiki sína í Finnlandi og lauk keppni með níu stig. 14.8.2005 00:01
Botnslagur í 1. deild Það var einn leikur á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Fjölnir og Völsungur frá Húsavík gerðu jafntefli 1 - 1 í botnbaráttunni. Hermann Aðalgeirsson kom Völsungum yfir en Tómas Leifsson jafnaði leikinn fyrir Fjölni. Völsungar eru í áttunda sæti í deildinni með 13. stig og Fjölnir í því níunda einnig með 13 stig. 14.8.2005 00:01
Arsenal sigraði Newcastle Arsenal sigraði Newcastle 2-0 í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli sínum Highbury. Mörk Arsenal komu á síðustu tíu mínútum leiksins, fyrst skoraði Thierry Henry úr vítaspyrnu á 81. mínútu og sjö mínútum síðar bætti Robin van Persie við marki fyrir Arsenal. Jermaine Jenas, leikmanni Newcastle var vikið af leikvelli í fyrri hálfleik. 14.8.2005 00:01
Eiður Smári í byrjunarliðinu Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem er að leika við Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Eiður er fremstur á miðjunni í leikkerfinu 4-3-3. 14.8.2005 00:01
Þrír leikir í dag - Boltavaktin Þrír leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild karla í dag. Klukkan 17 mætast KR og ÍBV í fallslag á KR vellinum og klukkan 18 eru tveir leikir, Grindavík fær Fylki í heimsókn og Framarar fara uppá Skaga til að etja kappi við heimamenn í ÍA. 14.8.2005 00:01
Meistaraheppni Chelsea Hernan Crespo skoraði sigurmark Chelsea þegar venjulegum leiktíma var lokið í 1-0 sigri Englandsmeistaranna á Wigan. Óhætt er að segja að markið hafi verið af dýrari gerðinni, vinstri fótar skot utan teigs beint í eftri 90 gráðurnar. Eiður Smári fór meiddir af leikvelli í hálfleik. 14.8.2005 00:01
Mikilvægur KR sigur KR vann mikilvægan sigur á ÍBV í botnabaráttu Landsbankadeildar karla í dag. Sigmundur Kristjánsson gerði sigurmark vesturbæinga um miðbik fyrri hálfleiks. 14.8.2005 00:01
Gunnar Heiðar með þrennu Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerði þrennu mörk fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, sem burstaði botnliðið Sundsvall 6-0. Gunnar Heiðar er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar með 9 mörk. Djurgården endurheimti efsta sætið, þegar liðið lagði Gefle á útivelli 3-1. Kári Árnason lék fyrstu 54 mín. í liði Djurgården 14.8.2005 00:01
Sigrar hjá Grindavík og Fram Framarar og Grindvíkingar unnu leiki sína í dag í Landsbankadeild karla. Grindavík sigraði Fylki 3-0 með mörkum frá Óla Stefáni Flóventssyni, Óskari Erni Haukssyni og sjálfsmarki Guðna Rúnars Helgasonar. Fram sigraði ÍA á Akranesi 2-1. Bo Henriksen og Viðar Guðjónsson gerðu mörk Framara en Hjörtur Hjartarson gerði mark Skagamanna úr víti. 14.8.2005 00:01
Stefán sigraði í Íslendingaslagnum Stefán Gíslason og félagar í Lyn sigruðu Hannes Sigurðsson og félaga í Viking á heimavelli 2-1 í norku úrvalsdeildinni. Brann lið þeirra Ólafs Bjarnasonar og Kristjáns Sigurðssonar tapaði fyrir Bodo Glimt 2-1. Í þriðja leik dagsins sigraði Tromsö lið Molde 2-1. 14.8.2005 00:01
Essien til Chelsea Michael Essien gengur á morgun til liðs við Englandsmeistara Chelsea frá franska liðinu Lyon. Talið er að Chelsea greiði 28 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla miðvallarleikmann frá Gana. 14.8.2005 00:01
Keppni hætt vegna veðurs Keppni á PGA-Meistaramótinu í golfi var frestað um klukkan ellefu í kvöld vegna þrumuveðurs á Baltusrol-vellinum í New Jersey og hefur verið ákveðið að hefja leik aftur á morgun. Sjónvarpsstöðin Sýn mun vera með beina útsendigu á morgun og hefst útsending klukkan 14:00. Þegar leik var hætt var Phil Mickelson frá Bandaríkjunum með forsytu. 14.8.2005 00:01
Enska landsliðið sem mætir Dönum Andy Johnson, leikmaður Crystal Palace í ensku Championship deildinni, hefur þurft að draga sig úr landsliðshópi Englendinga sem mæta Dönum á Parken á miðvikudag í vináttulandsleik. Í hans stað hefur Sven Göran Erikson, landsliðsþjálfari Englendinga valið Darren Bent leikmann Charlton. 14.8.2005 00:01
Phi Mickelson efstur - Tiger slapp Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson lék á 65 höggum í dag og er efstur eftir tvo hringi á PGA-Meistaramótinu í golfi. Hann er samtals á 8 höggum undir pari og hefur þriggja högga forskot á Jerry Kelly sem er í öðru sæti. Þrír kylfingar deila þriðja sætinu, þeir Rory Sabbatini, Davis Love III og Lee Westwood, á 4 höggum undir pari. 13.8.2005 00:01
Úrslit fyrstu deildar 12 ágúst Þrír leikir voru á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kópavogi. KA gerði góða ferð á Siglufjörð og burstaði KS , 5 - 0. Pálmi Rafn Pálmason fór á kostum í liði KA og skoraði þrennu og þeir Hreinn Hringsson og Jóhann Þórhallsson skoruðu sitt hvort markið. Þór vann Hauka , 2 - 0 , á Akureyri. Þórður Halldórsson og Hlynur Birgisson skoruðu mörk Þórs. 13.8.2005 00:01
Stjarnan vann landslið Katar Stjarnan úr Garðabæ vann landslið Katar 28 - 23 á Sparkassen Cup í Þýskalandi í gær. David Kekelia var markahæstur í liði Stjörnunnar með 6. mörk. 13.8.2005 00:01
Enn eitt heimsmet Isinbayevu Rússneska stúlkan Yelena Isinbayeva setti enn eitt heimsmetið í stangarstökki þegar hún sigraði á heimsmeistaramótinu í frjálsum - íþróttum í Helsinki í gær. Isinbayeva stökk 5.01 metra og bætti eigið heimsmet sem hún setti fyrir þremur vikum um einn sentimetra. Þetta er 18. heimsmetið sem Isinbayeva setur. 13.8.2005 00:01