Fleiri fréttir

Detroit - Philadelphia

Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers eru ekki öfundsverðir af því að mæta sjálfum NBA meisturum Detroit Pistons í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrsti leikur liðanna verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 21:50.

Boston - Indiana

Viðureign Boston Celtics og Indiana Pacers verður forvitnilegt einvígi, en margir hallast að því að Indiana liðið gæti komið á óvart í úrslitakeppninni. Liðið hefur orðið fyrir miklu mótlæti í vetur í kjölfar áfloganna frægu í Detroit í haust og mikil meiðsli hafa hrjáð lykilmenn þeirra í allan vetur.

Chicago - Washington

Viðureign Chicago Bulls og Washington Wizards verður einvígi varnarliðs og sóknarliðs. Washington liðið hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 1982 og því er kannski á brattann að sækja fyrir liðið, sem hefur komið gríðarlega á óvart í vetur.

Hann verður að hætta sjálfur

Stjórn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni mun aldrei reka knattspyrnustjórann Sir Alex Ferguson. Þetta lét Sir Bobby Charlton hafa eftir sér á dögunum en hann er sem kunnugt er fyrrum leikmaður sem situr nú í stjórn United.

Ekki fíkniefnaneytandi

Ólafur Aron Ingvason, leikmaður Njarðvíkinga, gæti átt yfir höfði sér keppnisbann vegna neyslu á amfetamíni en samkvæmt fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld reyndust bæði A og B sýni jákvæð sem tekin voru eftir bikarúrslitaleik Njarðvíkur og Fjölnis sem fram fór 13. febrúar síðastliðinn.

Haukar í úrslit

Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson lögðu grunninn að 29-27 sigri Hauka á Val í undanúrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitunum en Valsmenn hafa lokið leik í vetur.

ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik

<font face="Helv"> </font>ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik í Eyjum með fjögurra marka sigri á ÍBV, 33-29, í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Austurbergi í gær. ÍR-ingar skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum og héldu frumkvæðinu út leikinn þrátt fyrir að Eyjamenn hafi náð að minnka muninn niður í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks.

Ísland enn í 95. sæti

Ísland er í 95. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem birtur var í morgun og stendur í stað frá síðasta mánuði. Besti árangur Íslands á styrkleikalistanum er 37. sæti í september 1994 og september1995. Þegar núverandi landsliðsþjálfarar tóku við var Ísland í 60. sæti en hefur fallið um 35 sæti síðan þá.

Chelsea íhugar málssókn

Lið Chelsea í ensku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur fengið grænt ljós á að höfða mál gegn fyrrum leikmanni sínum Adrian Mutu, sem eins og kunnugt er var rekinn frá félaginu í kjölfar þess að hann var fundinn sekur um neyslu kókaíns.

Ferguson heimtar sigur í kvöld

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, krefst þess að sínir menn vinni sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en liðin eigast við á Goodison Park í Liverpool.

FH-ingar vígja knattspyrnuhús

FH-ingar vígja nýtt knattspyrnuhús á svæði félagsins í Kaplakrika í dag. Framkvæmdin hefur vakið athygli annarra íþróttafélaga og bæjarfélaga þar sem FH ingar fara þá leið að byggja yfir hálfan knattspyrnuvöll og yfirbyggingin er stálgrind þar sem dúkur er strengdur yfir.

Logi með 6 mörk fyrir Lemgo

Lemgo lagði Wallau Massenheim með 41 marki gegn 34 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Logi Geirsson skoraði sex mörk fyrir Lemgo og Einar Örn Jónsson tvö mörk fyrir Wallau. Lemgo er í 4. sæti deildarinnar og Wallau Massenheim í 9. sæti.

Shalke sigraði í vítaspyrnukeppni

Schalke sigraði Werder Bremen í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í gær eftir staðan var jöfn, 2-2, að lokinnni framlengingu. Frank Rost, markvörður Schalke, varði þrjár spyrnur Brimarborgara og skoraði svo úr síðustu spyrnunni sjálfur og tryggði sigur Schalke.

Schumacher aðvarar Alonso

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher, virðist vera kominn í sálfræðistríð við Fernando Alonso hjá Renault, sem er efstur í keppni ökuþóra það sem af er móti.

Diouf vill semja við Bolton

Senegalski framherjinn El-Hadji Diouf, sem verið hefur lánsmaður hjá Bolton á leiktíðinni, segist vilja gera samning við félagið og vera þar áfram.

Meistarar gefast ekki upp

Arsene Wenger er ekki á þeim buxunum að gefast upp í baráttunni um enska meistaratitilinn og hefur nú hvatt sína menn til að sýna "meistaratakta" þegar þeir sækja Chelsea heim í kvöld.

Benitez styður Gerrard

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool segist standa fast á bak við Steven Gerrard, fyrirliða liðsins, sem hefur átt undir högg að sækja á síðustu vikum.

Deron Williams í háskólavalið

Deron Williams, leikstjórnandi Illinois Illini í bandaríska háskólakörfuboltanum, tilkynnti í gær að hann yrði í háskólavalinu sem fram fer 28. júní næstkomandi.

Bolton og Southampton skildu jöfn

Bolton mistókst að komst upp í fjórða sætið eftir jafntefli gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þá skildu Middlesbrough og Fulham einnig jöfn, 1-1.

Juve - Inter á Sýn í kvöld

Heil umferð er í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Stórleikur kvöldsins er viðureign toppliðs Juventus og Internationale sem er í þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18.30. AC Milan, sem er í 2. sæti, tekur á móti Chievo.

Cleveland heldur enn í vonina

Cleveland Cavaliers halda enn í vonina um að komast í úrslitakeppni NBA-körfuboltans eftir fjórtán stiga sigur á Boston Celtics, 100-86, í nótt. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Boston hvíldi marga af lykilmönnum sínum.

Baldur til Keflavíkur

Rúnar Arnarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, staðfesti við Fréttablaðið í gær að félagið væri við það að landa Mývetningnum Baldri Sigurðssyni frá Völsungi á Húsavík. Baldur mun að öllum líkindum skrifa undir þriggja ára samning við Keflvíkinga.

Óttast að félagið fari í gjaldþrot

Einar Örn Jónsson og félagar hans hjá þýska liðinu Wallau Massenheim þurfa að bíða áfram í óvissu um framtíð félagsins en það rambar á barmi gjaldþrots og leikmenn hafa ekki enn fengið greidd laun á þessu ári. Einar og félagar áttu von á því að fá skýr svör um framtíðina á fundi í gær en stóðu eftir litlu nær

Horfði á sjónvarpið með grímuna

Andri Stefan lék mjög vel fyrir Hauka í fyrsta leiknum gegn Val í undanúrslitum DHL-deildarinnar á þriðjudag. Hann skoraði sjö mörk og hélt sóknarleik Hauka á floti löngum stundum. Frammistaða Andra vekur ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að hann er nefbrotinn og þarf að spila með andlitsgrímu sem gerir Andra ekki auðveldara fyrir.

Þórir á leið til Þýskalands

Stjórn handknattleiksdeildar Hauka á verk fyrir höndum í sumar við að safna liði fyrir komandi tímabil enda munu nokkrir lykilmenn ganga til liðs við erlend félög í sumar. Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að semja við félag Loga Geirssonar, Lemgo, og Vignir Svavarsson við danska félagið Skjern. Hornamaðurinn Þórir Ólafsson staðfesti síðan við Fréttablaðið í gær að hann myndi skrifa undir samning við þýska félagið TuS N-Lubbecke um næstu helgi

Hver greiðir laun Guðmundar?

Stjórn handknattleiksdeildar Fram rak þjálfara sinn, Heimi Ríkarðsson, úr starfi síðastliðinn mánudag og réð í hans stað Guðmund Guðmundsson, fyrrum landsliðsliðsþjálfara. Að sögn Heimis kom nafn Guðmundar inn í umræðuna á sérstakan hátt en að hans sögn sóttist stjórn Fram ekki eftir því að fá Guðmund til starfa heldur fékk Fram mjög freistandi tilboð frá einstaklingi sem þeir virðist ekki hafa getað hafnað

Haukar sigursælir

Það er óhætt að fullyrða að Haukar séu að vinna fyrirmyndarstarf í kvennakörfuboltanum enda streyma meistaratitlarnir til Hafnarfjarðar og menn þar á bæ eru að leggja grunninn að sigursælu meistaraflokksliði næstu árin.

Ísland enn í 95. sæti FIFA-listans

Íslenska landsliðið í knattspyrnu heldur kyrru fyrir í 95. sæti styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í gær. Íslenska landsliðið tapaði 0-4 fyrir Króatíu og gerði markalaust jafntefli í vináttulandsleik gegn Ítalíu á tímabilinu.

Rúnar á leið til Þórs

Handboltakappinn Rúnar Sigtryggson er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins búinn að ná samkomulagi við Þór á Akureyri um að þjálfa liðið á næstu leiktíð og bendir allt til þess að samningur þess efnis verði undirritaður fyrir helgi.

Strazdas á leið frá HK

HK hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku því nú er ljóst að skyttan öfluga frá Litháen, Augustas Strazdas, mun ekki verða áfram í herbúðum liðsins á næsta ári.

Heldur KA í gíslingu

Jónatan Magnússon, handboltamaður hjá KA og fyrirliði liðsins, hefur gefið upp drauminn um atvinnumennsku í bili og bendir allt til þess að hann muni spila á Íslandi næsta vetur.

Handboltinn í hættu á ÓL

Allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt er um á Ólympíuleikunum gætu verið í hættu um að missa sæti sitt í dagskrá leikanna þegar kosið verður um framtíðargeinar leikanna í sumar.

Ragna í æfingabúðir

Badmintonkonunni Rögnu Ingólfsdóttur, Íslandsmeistara í einliðaleik síðustu þrjú árin, hefur hlotnast sá heiður að vera boðin þátttaka í æfingabúðum á vegum Badmintonsambands Evrópu. Þessar æfingabúðir eru eingöngu fyrir þá spilara sem Evrópusambandið telur að eigi mikla möguleika á að komast á Ólympíuleikana í Kína 2008 og þurfa þeir að vera fæddir 1983 eða síðar.

Petkevicius semur við Fram

Framarar hafa samið við fyrsta leikmanninn í tíð Guðmundar Guðmundssonar, nýráðins þjálfara liðsins, því í gær var samningur við markvörðinn Egidijus Petkevicius framlengdur um eitt ár.

Sigurður og Helena best í körfunni

Sigurður Þorvaldsson úr Snæfelli og Helena Sverrisdóttir úr Haukum voru valin leikmenn ársins á Lokahófi KKÍ sem fór fram með glæsibrag í Stapanum í Njarðvík í gærkvöldi.

Liverpool komið yfir

Fernando Morientes hefur komið Liverpool yfir gegn Portsmouth, 0-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en 8 leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea í stórleiknum gegn Arsenal og Hermann Hreiðarsson er að venju í byrjunaliði Charlton sem leikur á útivelli gegn Aston Villa.

Inter yfir gegn Juventus

Inter Milan er yfir, 0-1, á útivelli gegn toppliði Juventus í stórleik kvöldsins í ítölsku 1. deildinni í knattpsyrnu en heil umferð er leikin þar í kvöld. Vinni Inter geta erkifjendur þeirra í AC Milan smyglað sér á topp deildarinnar með sigri á Chievo en staðan þar er 0-0 í hálfleik. Leikur Juventus og Inter er sýndur beint á Sýn.

Portsmouth jafnar gegn Liverpool

Diomansy Kamara er búinn að jafna metin fyrir Portsmouth gegn Liverpool og staðan eftir 34 mínútna leik er 1-1. Fernando Morientes kom Liveprool yfir á 4. mínútu. W.B.A. er yfir á útivelli gegn Tottenham 0-1.

Liverpool aftur komið yfir

Luis Garcia hefur komið Liverpool yfir á ný gegn Portsmouth, 1-2 í ensku úrvaldeildinni í knattspyrnu og kom mark hans á lokamínútu fyrri hálfleiks. Nú er kominn hálfleikur í fimm leikjum og ljóst að ekki er mikið um að menn séu á skotskónum. W.B.A. er þó yfir gegn Tottenham 0-1 en þetta eru einu leikirnir sem búið er að skora í.

Lokahóf KKÍ í Stapanum í kvöld

Í kvöld fer fram lokahóf körfuknattleikssambands Íslands í Stapanum í Njarðvík og þar verður valið atkvæðamesta körfuboltafólk landsins í vetur. Það verður laust fyrir miðnætti sem í ljós kemur hvaða leikmenn hafa verið valdir leikmenn ársins í Intersport-deildinni og 1. deild kvenna og Vísir.is mun greina frá útkomunni úr kjörinu strax eftir að útkoman úr kjörinu liggur fyrir.

Ísland stendur í stað

Íslenska karlalandsliðið í knattpyrnu er í 95. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem kynntur var í dag og stendur í stað frá síðasta mánuði. Ísland lék tvo leiki frá því að síðasti listi var kynntur. 4-0 tapleik gegn Króatíu ytra í undankeppni HM og markalausan jafnteflisleik gegn Ítölum. Brasilíumenn eru sem fyrr efstir á listanum en Tékkar klifra upp um 2 sæti.

Rooney kærir The Sun

Enski knattspyrnulandsliðsmaðurinn Wayne Rooney hefur lagt fram kæru á hendur götublaðinu The Sun sem heldur því fram að sóknamaðurinn ákafi hafi lagt hendur á kærustu sína á skemmtistað í Manchester. Meint atvik á að hafa átt sér stað 10. apríl sl. og segir blaðið að Rooney hafi verið úti að skemmta sér ásamt liðsfélögum sínum úr Man Utd.

Everton yfir gegn Man Utd

Everton er yfir gegn Man Utd, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á heimavelli sínum Goodison park þegar um 20 mínútur eru eftir af leiknum. Duncan Ferguson skoraði markið á 55. mínútu. Það er ennþá markalaust hjá Chelsea og Arsenal og Liverpool er ennþá 1-2 yfir gegn Portsmouth. Staðan í leikjum kvöldsins er eftirfarandi:

Chelsea og Arsenal skildu jöfn

Chelsea og Arsenal skildu jöfn, markalaus í ensku úrcalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld og færast Chelsea æ nær meistaratitlinum á Englandi. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn í liði Chelsea sem er nú með 11 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar 5 umferðir eru eftir. Everton vann óvæntan sigur á Man Utd, 1-0.

Inter lagði Juve og Milan vann

Inter Milan vann óvæntan 0-1 útisigur á Juventus í stórleik Serie A í ítalska fótboltanum í kvöld og setti fyrir vikið toppbaráttuna í deildinni í háspennu. Julio Cruz skoraði sigurmarkið á 24. mínútu en á sama tíma náði AC Milan að jafna Juve að stigum með 1-0 sigri á Chievo þar sem Clarence Seedorf skoraði sigurmarkið.

Sjá næstu 50 fréttir