Sport

Meistarar gefast ekki upp

Arsene Wenger er ekki á þeim buxunum að gefast upp í baráttunni um enska meistaratitilinn og hefur nú hvatt sína menn til að sýna "meistaratakta" þegar þeir sækja Chelsea heim í kvöld. "Sannir meistarar gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana og ég hef beðið mína menn að fara til leiksins á Stamford Bridge með það fyrir augum að sigra - ekki til að forðast tap. Það er munurinn á sönnum meisturum og venjulegu fólki. Sannir meistarar berjast til síðasta manns og á meðan er enn tæknilegur möguleiki á sigri í deildinni, munum við halda áfram að berjast," sagði Wenger, sem verður án manna eins og Thierry Henry, Sol Campell og Freddie Ljungberg í leiknum í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×