Fleiri fréttir Hálfleikstölur í Meistaradeildinni Aðeins eitt mark hefur verið skorað þegar hálfleikur stendur yfir í leikjum kvöldsins í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sylvain Wiltord skoraði á 10. mínútu mark Lyon sem er 1-0 yfir gegn PSV Eindhoven. Fyrri leik liðanna lauk 1-1. Staðan hjá Juventus og Liverpool er 0-0 í hálfleik. 13.4.2005 00:01 3-0 tap vegna fótboltabullna Ítalska knattspyrnusambandið hefur nú þegar tekið fyrsta skrefið í áttina að hertri meðferð gegn knattspyrnubullum þar í landi í kjölfar ólátanna á leik AC Milan og Inter Milan á San Siro í gærkvöldi. Héðan í frá verður engin miskunn hjá Magnúsi hjá ítalska sambandinu sem hefur boðað róttækar aðgerðir. 13.4.2005 00:01 PSV hefur jafnað gegn Lyon Alex da Dias Costa hefur jafnað metin fyrir PSV Eindhoven gegn Lyon í Meistaradeildinni og er staðan í leik liðanna orðin 1-1. Markið kom á 66. mínútu en Sylvain Wiltord hafði komið Lypon yfir á 10. mínútu. Verði þetta úrslit leiksins þarf að framlengja hann þar sem fyrri leik liðanna lauk einnig 1-1. 13.4.2005 00:01 Liverpool sló út Juventus Liverpool tryggði sér í kvöld farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn með því að slá út Juventus en liðin gerðu markalaust jafntefli á Delle Alpi heimavelli Juve. Samtals vinnur Liverpool rimmuna 2-1 eftir sigur í fyrri leik liðanna fyrir viku. Leikur PSV Eindhoven og Lyon er farinn í framlengingu en honum lauk 1-1, eins og fyrri leik liðanna. 13.4.2005 00:01 Guðjón Valur með 4 fyrir Essen Tveir leikir fóru fram í þýska handboltanum í kvöld en tveir Íslendingar voru í sviðsljósinu. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Essen í 33-26 sigri á Post Schwerin. Logi Geirsson skoraði eitt mark úr vítaskoti fyrir Lemgo sem 37-32 sigur á Lubecke. Logi og félagar í Lemgo eru í 4. sæti eftir 27 umferðir í handbolta bundesligunni og Essen í 6. sæti. 13.4.2005 00:01 PSV í undanúrslitin PSV Eindhoven sló Lyon út í vítaspyrnukeppni í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld, 4-2 og er komið í undanúrslitin þar sem hollenska liðið mætir AC Milan eftir 2 vikur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en fyrri leik liðanna í Frakklandi í síðustu viku lauk með sömu úrslitum. Ekkert var skorað í framlengingunni. 13.4.2005 00:01 Lék rúmar 4000 mínútur í röð Það er óhætt að segja að Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson sé búinn að vera fastamaður í liði 1. deildarliðs Reading í vetur en hann varð af sínum fyrstu mínútum á leiktíðinni um síðustu helgi er honum var skipt af velli gegn Sunderland. 13.4.2005 00:01 Mikill heiður fyrir Jón Arnór Körfuknattleiksmanninum Jóni Arnóri Stefánssyni hjá Dynamo St. Petersburg í Rússlandi hlotnaðist á dögunum sá mikli heiður að vera valinn í Stjörnuleik FIBA Europe sem fram fer á Kýpur í dag. 13.4.2005 00:01 Úrslitin í NBA í nótt Detroit Pistons, núverandi meistari NBA-körfuboltans, er á mikilli siglingu þessa daganna en liðið mætti Chicago Bulls á útivelli í nótt í æsispennandi viðureign. 12.4.2005 00:01 Saha ekki með gegn Newcastle Louis Saha, leikmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun ekki leika með liðinu gegn Newcastle í undanúrslitum FA Cup bikarsins sem fram fer á sunnudaginn. 12.4.2005 00:01 Þurfum að kaupa stór nöfn Arsenal þarf að kaupa stór nöfn til að geta haldið sér í toppslagnum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 12.4.2005 00:01 Tyson mætir McBride Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, er sagður ætla að snúa í hringinn á nýjan leik þann 11. júní næstkomandi í MCI Center í Washington í Bandaríkjunum. 12.4.2005 00:01 Liverpoolunnendur varaðir við Lögreglan á Englandi varaði stuðningsmenn Liverpool við að fara til Ítalíu á seinni viðureign Juventus og Liverpool í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu sem fram fer annað kvöld. 12.4.2005 00:01 Ferrari á eftir Alonso? Forráðamenn Renaultliðsins í Formúlu 1 kappakstrinum vilja gera langtímasamning við Fernando Alonso til að tryggja að hann semji ekki við aðal keppinaut liðsins, Ferrari. 12.4.2005 00:01 Baron Davis og Vince Carter bestir Vince Carter hjá New Jersey Nets og Baron Davis, leikmaður Golden State Warriors, voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-körfuboltanum. 12.4.2005 00:01 Árni kannar aðstæður hjá Flensburg Árni Þór Sigtryggsson, landsliðsmaður í hanknattleik og leikmaður Þórs á Akureyri, heldur í dag til Þýskalands til skoðunnar hjá þýska meistaraliðinu Flensburg, einu besta félagsliði heims. Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Pólverja og aðstoðarþjálfari Flensburgar, sá Árna Þór leika með landsliðinu skipað leikmönnum 21 árs og yngri í Laugardalshöll um páskana og mælti með pilti við forráðamenn Flensburgar. 12.4.2005 00:01 Hmam til Montpellier Túnisbúinn Wissem Hmam, sem varð markahæstur á heimameistaramótinu í handknattleik í byrjun árs, hefur gert fimm ára samning við franska meistaraliðið Montpellier. Honum er ætlað að leysa af hólmi landsliðsmanninn Nikola Karabatic, en hann hefur samið við Kiel í Þýskalandi. 12.4.2005 00:01 Brann sigraði Molde í Noregi Brann sigraði Molde með tveimur mörkum gegn engu í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Ólafur Örn Bjarnason lék allan leikinn með Brann en Kristján Örn Sigurðsson sat á varamannabekknum. 12.4.2005 00:01 Wolves lagði Ipswich óvænt Wolves vann Ipswich með tveimur mörkum gegn engu í ensku fyrstu deildinni í gærkvöld. Ipswich í þriðja sæti deildarinnar með 79 stig, jafnmörg og Wigan sem er í öðru sæti. Sunderland er í fyrsta sæti með 84 stig en Wolves í 12. sæti með 56 stig. 12.4.2005 00:01 Einar Örn frá í þrjár vikur Einar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Wallau Massenheim í Þýskalandi, er meiddur á ökkla og verður frá æfingum og keppni í þrjár vikur, en hann meiddist í leik gegn Düsseldorf um helgina. Þá er Arnór Atlason, leikmaður Magdeburgar, einnig frá vegna meiðsla, en hann meiddist á æfingu í síðustu viku og verður líka frá í þrjár vikur. 12.4.2005 00:01 Ole Gunnar gerist þjálfari? Ole Gunnar Solskjær, leikmaður Manchester United, hefur lýst yfir áhuga á að gerast þjálfari nái hann ekki fullum bara af meiðslum sínum á næstunni. 12.4.2005 00:01 Hugsanlega hættur að spila Það er óhætt að segja að það hafi verið í mörg horn að líta fyrir Keflvíkinginn Sverri Sverrisson í vetur. 12.4.2005 00:01 Kallaður í hópinn hjá Liverpool Franski framherjinn Djibril Cisse hefur mjög óvænt verið kallaður inn í leikmannahóp Liverpool fyrir síðari leik liðsins við Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 12.4.2005 00:01 Eiður Smári í byrjunarliðinu Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Bayern Munchen í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eiður Smári er í fremstu víglínu ásamt Didier Drogba. Hjá Bayern koma framherjarnir Claudio Pizarro og Roy Makaay leikfærir en þeir voru ekki með í fyrri leiknum sem endað með 4-2 sigri Chelsea. 12.4.2005 00:01 Del Piero miðlar til aðdáandanna Fyrirliði Juventus, Alessandro Del Piero, hefur miðlað til stuðningsmanna Juventus um að haga sér vel á leik liðsins gegn Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 12.4.2005 00:01 Lampard kemur Chelsea yfir Frank Lampard var nú rétt í þessu að koma Chelsea yfir gegn Bayern Munchen, í þýskalandi, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Markið var nánast endurtekning á markinu sem hann skoraði í fyrri leiknum. 12.4.2005 00:01 Milan komið yfir gegn Inter Andrei Shevchenko var að koma AC Milan yfir gegn Inter í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Milan sigraði fyrri leikinn 2-0 og eru því möguleikar Inter eru nú orðnir litlir en til að komast áfram þurfa þeir nú að skora 4 mörk. 12.4.2005 00:01 Hálfleikur í Meistaradeildinni Nú er búið að blása til leikhlés í leikjunum tveimur í Meistaradeild Evrópu. 12.4.2005 00:01 Leboeuf ætlar að hætta Fyrrum landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, Franck Leboeuf, sem spilar sem stendur í Katar með Al-Saad, ætlar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. 12.4.2005 00:01 Bayern búið að jafna Bayern Munchen var rétt í þessu að jafna leikinn gegn Chelsea. Bayern fékk aukaspyrnu sem hitti beint á kollinn á Michael Ballack sem átti góðan skalla sem Cech varði frábærlega í stöngina og þaðan út í teig. Þar var Claudio Pizarro einn og óvaldaður og setti boltann í netið nánast af marklínu. Bayern þarf nú tvö mörk á 25 mínútum til að komast áfram í keppninni. 12.4.2005 00:01 Drogba að tryggja Chelsea áfram Didier Drogba var rétt í þessu að koma Chelsea í 2-1 gegn Bayern Munchen. Joe Cole sendi fyrir og þar kom Drogba og stangaði boltann í fjærhornið. Markið kom á 80. mínútu og þurfa því leikmenn Bayern að skora þrjú mörk á tíu mínútum til að komast áfram og má því segja að Chelsea sé komið með annan fótinn í undanúrslitin. 12.4.2005 00:01 Chelsea í undanúrslitin Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea tapaði 3-2 gegn Bayern Munchen í kvöld í þýskalandi en unnu samanlagt 6-5 og mæta annað hvort Juventus eða Liverpool í undanúrslitunum. 12.4.2005 00:01 Leik Inter og Milan hætt Leik Inter og AC Milan í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var hætt í kvöld vegna óláta áhorfenda. Markus Merk, dómari leiksins, blés leikinn af og kallaði leikmenn til búningsherbergja á 73. mínútu eftir að stuðningsmenn Inter skutu ógrynni af flugeldum inná leikvanginn 12.4.2005 00:01 ÍBV og Haukar sigruðu ÍBV og Haukar sigruðu í leikjum sínum í undanúrslitum í handbolta kvenna í kvöld. ÍBV sigraði Stjörnuna í Eyjum með eins marks mun, 20-19, á meðan Haukar burstuðu Val með fjórtán marka mun, 33-19. 12.4.2005 00:01 Sannfærandi sigur Haukastelpna Haukar sigruðu Val á sannfærandi hátt í fjórðungsúrslitum DHL deildar kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 33-19 eftir að Haukar hefðu leitt 15-6 í hálfleik. Haukar geta þar með tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í öðrum leiknum í Valsheimilinu á fimmtudaginn. 12.4.2005 00:01 Eva Björk tryggði ÍBV sigurinn Eva Björk Hlöðversdóttir tryggði ÍBV sigur á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum DHL-deildar kvenna í handbolta með marki úr vítakasti 20 sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan fékk síðustu sóknina í leiknum en varnarveggurinn varði skot Hindar Hannesdóttur og leiktíminn rann út og ÍBV vann 20-19 í mjög spennandi leik. 12.4.2005 00:01 Gerrard meiddur Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool er meiddur á nára og talið er hugsanlegt að hann missi af síðari leiknum við Juventus í Meistaradeildinni í vikunni. 11.4.2005 00:01 Woods sigraði fyrir pabba Golfsnillingurinn Tiger Woods, tileinkaði veikum föður sínum sigurinn á Mastersmótinu í gærkvöldi, þar sem hann klæddist græna jakkanum eftir sigur í bráðabana við Chris DiMarco. 11.4.2005 00:01 NBA - Spurs aftur í framlengingu San Antonio Spurs lentu annan daginn í röð í tvöfaldri framlengingu í nótt, þegar þeir heimsóttu sjóðheitt lið Golden State Warriors. Rétt eins og í fyrri leiknum, náðu Spurs að hafa sigur og sækja nú fast á hæla Phoenix Suns í baráttunni um efsta sætið í Vesturdeildinni. 11.4.2005 00:01 Mourinho verður í stúkunni Jose Mourinho segist muni verða í áhorfendastúkunni þegar Chelsea sækir Bayern Munchen heim á Ólympíuleikvanginn í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni í vikunni. 11.4.2005 00:01 Neville varar félaga sína við Hinn reyndi varnarmaður Manchester United, Gary Neville, sagði í samtali við Manchester United TV að leikmenn liðsins þyrftu alvarlega að athuga sinn gang ef þeir ætluðu sér að eiga sæti í liðinu í framtíðinni, eftir að liðið hlaut háðlega útreið gegn botnliði Norwich um helgina. 11.4.2005 00:01 Naumur sigur Þróttar á KA Þróttur sigraði KA með einu marki gegn engu í A-riðli deildabikarkeppni karla í knattspyrnu í gær. Sævar Eyjólfsson skoraði markið. Í deildabikarkeppni kvenna sigraði ÍBV FH 4-1. Olga Færsæth skoraði tvö mörk fyrir ÍBV og þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir sitt markið hvor. Kristín Sigurðardóttir skoraði mark FH. 11.4.2005 00:01 Gerrard verður ekki með gegn Juve Nú rétt í þessu staðfestu læknar Liverpool liðsins að fyrirliðinn Steven Gerrard geti ekki leikið með liðinu gegn Juventus í síðari leik liðanna á miðvikudagskvöld. 11.4.2005 00:01 Valur vann Þórismótið Valsmenn höfðu sigur á Þórismótinu í knattspyrnu, sem fram hefur farið í Portúgal undanfarna daga. Þeir sigruðu Íslandsmeistara FH í úrslitaleik, 1-0 með marki Garðars Gunnlaugssonar úr vítaspyrnu. 11.4.2005 00:01 Slagsmál í Dallas Kirk Snyder, leikmaður Utah Jazz og Jerry Stackhouse, leikmaður Dallas Mavericks gætu átt yfir höfði sér sektir eða leikbönn fyrir að slást eftir leik liðanna í Dallas um helgina. 11.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hálfleikstölur í Meistaradeildinni Aðeins eitt mark hefur verið skorað þegar hálfleikur stendur yfir í leikjum kvöldsins í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sylvain Wiltord skoraði á 10. mínútu mark Lyon sem er 1-0 yfir gegn PSV Eindhoven. Fyrri leik liðanna lauk 1-1. Staðan hjá Juventus og Liverpool er 0-0 í hálfleik. 13.4.2005 00:01
3-0 tap vegna fótboltabullna Ítalska knattspyrnusambandið hefur nú þegar tekið fyrsta skrefið í áttina að hertri meðferð gegn knattspyrnubullum þar í landi í kjölfar ólátanna á leik AC Milan og Inter Milan á San Siro í gærkvöldi. Héðan í frá verður engin miskunn hjá Magnúsi hjá ítalska sambandinu sem hefur boðað róttækar aðgerðir. 13.4.2005 00:01
PSV hefur jafnað gegn Lyon Alex da Dias Costa hefur jafnað metin fyrir PSV Eindhoven gegn Lyon í Meistaradeildinni og er staðan í leik liðanna orðin 1-1. Markið kom á 66. mínútu en Sylvain Wiltord hafði komið Lypon yfir á 10. mínútu. Verði þetta úrslit leiksins þarf að framlengja hann þar sem fyrri leik liðanna lauk einnig 1-1. 13.4.2005 00:01
Liverpool sló út Juventus Liverpool tryggði sér í kvöld farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn með því að slá út Juventus en liðin gerðu markalaust jafntefli á Delle Alpi heimavelli Juve. Samtals vinnur Liverpool rimmuna 2-1 eftir sigur í fyrri leik liðanna fyrir viku. Leikur PSV Eindhoven og Lyon er farinn í framlengingu en honum lauk 1-1, eins og fyrri leik liðanna. 13.4.2005 00:01
Guðjón Valur með 4 fyrir Essen Tveir leikir fóru fram í þýska handboltanum í kvöld en tveir Íslendingar voru í sviðsljósinu. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Essen í 33-26 sigri á Post Schwerin. Logi Geirsson skoraði eitt mark úr vítaskoti fyrir Lemgo sem 37-32 sigur á Lubecke. Logi og félagar í Lemgo eru í 4. sæti eftir 27 umferðir í handbolta bundesligunni og Essen í 6. sæti. 13.4.2005 00:01
PSV í undanúrslitin PSV Eindhoven sló Lyon út í vítaspyrnukeppni í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld, 4-2 og er komið í undanúrslitin þar sem hollenska liðið mætir AC Milan eftir 2 vikur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en fyrri leik liðanna í Frakklandi í síðustu viku lauk með sömu úrslitum. Ekkert var skorað í framlengingunni. 13.4.2005 00:01
Lék rúmar 4000 mínútur í röð Það er óhætt að segja að Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson sé búinn að vera fastamaður í liði 1. deildarliðs Reading í vetur en hann varð af sínum fyrstu mínútum á leiktíðinni um síðustu helgi er honum var skipt af velli gegn Sunderland. 13.4.2005 00:01
Mikill heiður fyrir Jón Arnór Körfuknattleiksmanninum Jóni Arnóri Stefánssyni hjá Dynamo St. Petersburg í Rússlandi hlotnaðist á dögunum sá mikli heiður að vera valinn í Stjörnuleik FIBA Europe sem fram fer á Kýpur í dag. 13.4.2005 00:01
Úrslitin í NBA í nótt Detroit Pistons, núverandi meistari NBA-körfuboltans, er á mikilli siglingu þessa daganna en liðið mætti Chicago Bulls á útivelli í nótt í æsispennandi viðureign. 12.4.2005 00:01
Saha ekki með gegn Newcastle Louis Saha, leikmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun ekki leika með liðinu gegn Newcastle í undanúrslitum FA Cup bikarsins sem fram fer á sunnudaginn. 12.4.2005 00:01
Þurfum að kaupa stór nöfn Arsenal þarf að kaupa stór nöfn til að geta haldið sér í toppslagnum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 12.4.2005 00:01
Tyson mætir McBride Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, er sagður ætla að snúa í hringinn á nýjan leik þann 11. júní næstkomandi í MCI Center í Washington í Bandaríkjunum. 12.4.2005 00:01
Liverpoolunnendur varaðir við Lögreglan á Englandi varaði stuðningsmenn Liverpool við að fara til Ítalíu á seinni viðureign Juventus og Liverpool í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu sem fram fer annað kvöld. 12.4.2005 00:01
Ferrari á eftir Alonso? Forráðamenn Renaultliðsins í Formúlu 1 kappakstrinum vilja gera langtímasamning við Fernando Alonso til að tryggja að hann semji ekki við aðal keppinaut liðsins, Ferrari. 12.4.2005 00:01
Baron Davis og Vince Carter bestir Vince Carter hjá New Jersey Nets og Baron Davis, leikmaður Golden State Warriors, voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-körfuboltanum. 12.4.2005 00:01
Árni kannar aðstæður hjá Flensburg Árni Þór Sigtryggsson, landsliðsmaður í hanknattleik og leikmaður Þórs á Akureyri, heldur í dag til Þýskalands til skoðunnar hjá þýska meistaraliðinu Flensburg, einu besta félagsliði heims. Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Pólverja og aðstoðarþjálfari Flensburgar, sá Árna Þór leika með landsliðinu skipað leikmönnum 21 árs og yngri í Laugardalshöll um páskana og mælti með pilti við forráðamenn Flensburgar. 12.4.2005 00:01
Hmam til Montpellier Túnisbúinn Wissem Hmam, sem varð markahæstur á heimameistaramótinu í handknattleik í byrjun árs, hefur gert fimm ára samning við franska meistaraliðið Montpellier. Honum er ætlað að leysa af hólmi landsliðsmanninn Nikola Karabatic, en hann hefur samið við Kiel í Þýskalandi. 12.4.2005 00:01
Brann sigraði Molde í Noregi Brann sigraði Molde með tveimur mörkum gegn engu í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Ólafur Örn Bjarnason lék allan leikinn með Brann en Kristján Örn Sigurðsson sat á varamannabekknum. 12.4.2005 00:01
Wolves lagði Ipswich óvænt Wolves vann Ipswich með tveimur mörkum gegn engu í ensku fyrstu deildinni í gærkvöld. Ipswich í þriðja sæti deildarinnar með 79 stig, jafnmörg og Wigan sem er í öðru sæti. Sunderland er í fyrsta sæti með 84 stig en Wolves í 12. sæti með 56 stig. 12.4.2005 00:01
Einar Örn frá í þrjár vikur Einar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Wallau Massenheim í Þýskalandi, er meiddur á ökkla og verður frá æfingum og keppni í þrjár vikur, en hann meiddist í leik gegn Düsseldorf um helgina. Þá er Arnór Atlason, leikmaður Magdeburgar, einnig frá vegna meiðsla, en hann meiddist á æfingu í síðustu viku og verður líka frá í þrjár vikur. 12.4.2005 00:01
Ole Gunnar gerist þjálfari? Ole Gunnar Solskjær, leikmaður Manchester United, hefur lýst yfir áhuga á að gerast þjálfari nái hann ekki fullum bara af meiðslum sínum á næstunni. 12.4.2005 00:01
Hugsanlega hættur að spila Það er óhætt að segja að það hafi verið í mörg horn að líta fyrir Keflvíkinginn Sverri Sverrisson í vetur. 12.4.2005 00:01
Kallaður í hópinn hjá Liverpool Franski framherjinn Djibril Cisse hefur mjög óvænt verið kallaður inn í leikmannahóp Liverpool fyrir síðari leik liðsins við Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 12.4.2005 00:01
Eiður Smári í byrjunarliðinu Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Bayern Munchen í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eiður Smári er í fremstu víglínu ásamt Didier Drogba. Hjá Bayern koma framherjarnir Claudio Pizarro og Roy Makaay leikfærir en þeir voru ekki með í fyrri leiknum sem endað með 4-2 sigri Chelsea. 12.4.2005 00:01
Del Piero miðlar til aðdáandanna Fyrirliði Juventus, Alessandro Del Piero, hefur miðlað til stuðningsmanna Juventus um að haga sér vel á leik liðsins gegn Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 12.4.2005 00:01
Lampard kemur Chelsea yfir Frank Lampard var nú rétt í þessu að koma Chelsea yfir gegn Bayern Munchen, í þýskalandi, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Markið var nánast endurtekning á markinu sem hann skoraði í fyrri leiknum. 12.4.2005 00:01
Milan komið yfir gegn Inter Andrei Shevchenko var að koma AC Milan yfir gegn Inter í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Milan sigraði fyrri leikinn 2-0 og eru því möguleikar Inter eru nú orðnir litlir en til að komast áfram þurfa þeir nú að skora 4 mörk. 12.4.2005 00:01
Hálfleikur í Meistaradeildinni Nú er búið að blása til leikhlés í leikjunum tveimur í Meistaradeild Evrópu. 12.4.2005 00:01
Leboeuf ætlar að hætta Fyrrum landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, Franck Leboeuf, sem spilar sem stendur í Katar með Al-Saad, ætlar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. 12.4.2005 00:01
Bayern búið að jafna Bayern Munchen var rétt í þessu að jafna leikinn gegn Chelsea. Bayern fékk aukaspyrnu sem hitti beint á kollinn á Michael Ballack sem átti góðan skalla sem Cech varði frábærlega í stöngina og þaðan út í teig. Þar var Claudio Pizarro einn og óvaldaður og setti boltann í netið nánast af marklínu. Bayern þarf nú tvö mörk á 25 mínútum til að komast áfram í keppninni. 12.4.2005 00:01
Drogba að tryggja Chelsea áfram Didier Drogba var rétt í þessu að koma Chelsea í 2-1 gegn Bayern Munchen. Joe Cole sendi fyrir og þar kom Drogba og stangaði boltann í fjærhornið. Markið kom á 80. mínútu og þurfa því leikmenn Bayern að skora þrjú mörk á tíu mínútum til að komast áfram og má því segja að Chelsea sé komið með annan fótinn í undanúrslitin. 12.4.2005 00:01
Chelsea í undanúrslitin Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea tapaði 3-2 gegn Bayern Munchen í kvöld í þýskalandi en unnu samanlagt 6-5 og mæta annað hvort Juventus eða Liverpool í undanúrslitunum. 12.4.2005 00:01
Leik Inter og Milan hætt Leik Inter og AC Milan í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var hætt í kvöld vegna óláta áhorfenda. Markus Merk, dómari leiksins, blés leikinn af og kallaði leikmenn til búningsherbergja á 73. mínútu eftir að stuðningsmenn Inter skutu ógrynni af flugeldum inná leikvanginn 12.4.2005 00:01
ÍBV og Haukar sigruðu ÍBV og Haukar sigruðu í leikjum sínum í undanúrslitum í handbolta kvenna í kvöld. ÍBV sigraði Stjörnuna í Eyjum með eins marks mun, 20-19, á meðan Haukar burstuðu Val með fjórtán marka mun, 33-19. 12.4.2005 00:01
Sannfærandi sigur Haukastelpna Haukar sigruðu Val á sannfærandi hátt í fjórðungsúrslitum DHL deildar kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 33-19 eftir að Haukar hefðu leitt 15-6 í hálfleik. Haukar geta þar með tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í öðrum leiknum í Valsheimilinu á fimmtudaginn. 12.4.2005 00:01
Eva Björk tryggði ÍBV sigurinn Eva Björk Hlöðversdóttir tryggði ÍBV sigur á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum DHL-deildar kvenna í handbolta með marki úr vítakasti 20 sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan fékk síðustu sóknina í leiknum en varnarveggurinn varði skot Hindar Hannesdóttur og leiktíminn rann út og ÍBV vann 20-19 í mjög spennandi leik. 12.4.2005 00:01
Gerrard meiddur Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool er meiddur á nára og talið er hugsanlegt að hann missi af síðari leiknum við Juventus í Meistaradeildinni í vikunni. 11.4.2005 00:01
Woods sigraði fyrir pabba Golfsnillingurinn Tiger Woods, tileinkaði veikum föður sínum sigurinn á Mastersmótinu í gærkvöldi, þar sem hann klæddist græna jakkanum eftir sigur í bráðabana við Chris DiMarco. 11.4.2005 00:01
NBA - Spurs aftur í framlengingu San Antonio Spurs lentu annan daginn í röð í tvöfaldri framlengingu í nótt, þegar þeir heimsóttu sjóðheitt lið Golden State Warriors. Rétt eins og í fyrri leiknum, náðu Spurs að hafa sigur og sækja nú fast á hæla Phoenix Suns í baráttunni um efsta sætið í Vesturdeildinni. 11.4.2005 00:01
Mourinho verður í stúkunni Jose Mourinho segist muni verða í áhorfendastúkunni þegar Chelsea sækir Bayern Munchen heim á Ólympíuleikvanginn í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni í vikunni. 11.4.2005 00:01
Neville varar félaga sína við Hinn reyndi varnarmaður Manchester United, Gary Neville, sagði í samtali við Manchester United TV að leikmenn liðsins þyrftu alvarlega að athuga sinn gang ef þeir ætluðu sér að eiga sæti í liðinu í framtíðinni, eftir að liðið hlaut háðlega útreið gegn botnliði Norwich um helgina. 11.4.2005 00:01
Naumur sigur Þróttar á KA Þróttur sigraði KA með einu marki gegn engu í A-riðli deildabikarkeppni karla í knattspyrnu í gær. Sævar Eyjólfsson skoraði markið. Í deildabikarkeppni kvenna sigraði ÍBV FH 4-1. Olga Færsæth skoraði tvö mörk fyrir ÍBV og þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir sitt markið hvor. Kristín Sigurðardóttir skoraði mark FH. 11.4.2005 00:01
Gerrard verður ekki með gegn Juve Nú rétt í þessu staðfestu læknar Liverpool liðsins að fyrirliðinn Steven Gerrard geti ekki leikið með liðinu gegn Juventus í síðari leik liðanna á miðvikudagskvöld. 11.4.2005 00:01
Valur vann Þórismótið Valsmenn höfðu sigur á Þórismótinu í knattspyrnu, sem fram hefur farið í Portúgal undanfarna daga. Þeir sigruðu Íslandsmeistara FH í úrslitaleik, 1-0 með marki Garðars Gunnlaugssonar úr vítaspyrnu. 11.4.2005 00:01
Slagsmál í Dallas Kirk Snyder, leikmaður Utah Jazz og Jerry Stackhouse, leikmaður Dallas Mavericks gætu átt yfir höfði sér sektir eða leikbönn fyrir að slást eftir leik liðanna í Dallas um helgina. 11.4.2005 00:01