Sport

Ole Gunnar gerist þjálfari?

Ole Gunnar Solskjær, leikmaður Manchester United, hefur lýst yfir áhuga á að gerast þjálfari nái hann ekki fullum bara af meiðslum sínum á næstunni. Solskjær fór í hnéuppskurð á síðasta ári og hefur ekkert geta leikið með á tímabilinu. Upphaflega stóð til að Solskjær myndi snúa á völlinn á ný á næsta tímabili. "Ef hnéið ræður við álagið þá get ég vel hugsað mér að spila tvö tímabil í viðbót fyrir United," sagði Solskjær sem sagðist hræddur um að væntingar fólks myndu vera of miklar. "Mig hefur aldrei langað jafn mikið að drífa mig út á völlinn og ég mun gera mitt besta."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×