Fleiri fréttir

Kia mest nýskráða tegundin í október

Kia var söluhæsti framleiðandinn á Íslandi í október með 132 nýskráðar bifreiðar. Toyota var í öðru sæti með 119 nýskráðar bifreiðar og Ford í þriðja sæti með 102 bifreiðar. Dacia var í þriðja sæti með 90 sæti en Duster var vinsælasta undirtegundin með 89 nýskráningar í október.

ESB ætlar að banna nýja sprengihreyfilsbíla frá árinu 2035

Evrópusambandið hefur tilkynnt umdeildar áætlanir sínar um að þvinga bílaframleiðendur til að selja einungis rafbíla í heimsálfunni frá og með árinu 2035. Þessi tilkynning hefur valdið mikilli óánægju, sérstaklega meðal framleiðenda.

Audi staðfestir innreið sína í Formúlu 1

Þýski bílaframleiðandinn Audi mun eignast hlut í Sauber liðinu sem nú gengur undir nafni Alfa Romeo í keppnum. Sauber liðið mun taka upp Audi nafnið frá og með tímabilinu 2026. Formúla 1 hefur lengi reynt að freista Volkswagen samsteypuna inn í mótaröðina á síðustu áratugum. Audi ætlar sér að verða samkeppnishæft á þremur árum.

Myndband: Ken Block skransar um Las Vegas á rafdrifnum Audi

Áhættu- og rallýökumaðurinn Ken Block hefur nú birt myndband sem ber titilinn Electrikhana þar sem hann skransar um götur og spilavíti Las Vegas á rafdrifnum Audi S1 Hoonitron. Í myndbandinu má sjá bregða fyrir ýmsum merkilegum kappakstursbílum.

Myndbönd: Gamlar Suzuki auglýsingar með Michael Jackson

Í gegnum tíðina hafa japanskir bílaframleiðendur gjarnan notað amerískar stjörnur til að auglýsa vörur sínar. Yfirleitt eru stjörnurnar fengnar til að auglýsa bíla sem ekki koma á markað á Vesturlöndum. Dæmi um slíkar stjörnur eru Eddie Murphy, Bruce Willis, Leonardo DiCapro og Meg Ryan. Sennilega stærsta stjarnan var þó Michael Jackson sem auglýsti Suzuki vespuna Love.

Tesla bætir tveimur litum við

Tesla Model Y bílar sem framleiddir eru í Gigafactory Berlín-Brandenburg, verða nú fáanlegir í Midnight Cherry Red og Quicksilver.

Rafjepplingurinn EQE SUV heimsfrumsýndur

Mercedes-Benz hefur heimsfrumsýnt nýjan og glæsilegan EQE SUV jeppling. Um er að ræða 100% rafmagnaðan jeppling hlaðinn búnaði og með þónokkuð afl.

Nýr Bronco til Íslands í nóvember

Ford Bronco er Íslendingum mjög vel kunnugur enda var hann óhemjuvinsæll fyrir nokkrum áratugum og hans helstu aðdáendur hafa engu gleymt. Hönnuðir nýja Ford Bronco sóttu innblástur í gamla útlitið frá árinu 1966 og héldu í hrátt yfirbragð og ævintýraandann sem vissulega liggur yfir jeppanum.

Tesla Semi kominn í framleiðslu og Pepsi efst á lista

Fimm árum eftir að Tesla kynnti rafflutningabílinn sinn er hann kominn í framleiðslu og væntanlegur til viðskiptavina. Pepsi fær fyrstu bílana ef marka má tíst frá Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla.

Max Verstappen og Viaplay í frekara samstarf

Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, og Viaplay hafa útvíkkað samstarf sitt. Max mun ber merki Viaplay á keppnishjálminum sínum frá og með Singapúrkappakstrinum sem fram fór í gær og á derhúfunni sinni frá upphafi næsta keppnistímabils.

Polestar 3 verður frumsýndur í október

Sænski bílaframleiðandinn Polestar mun frumsýna nýjustu viðbótina í sínu framboð í Kaupmannahöfn, þann 12. október næstkomandi. Um er að ræða rafjepplinginn Polestar 3.

Sjá næstu 50 fréttir