Myndband: Ken Block skransar um Las Vegas á rafdrifnum Audi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. október 2022 07:00 Hoonitron í Las Vegas. Áhættu- og rallýökumaðurinn Ken Block hefur nú birt myndband sem ber titilinn Electrikhana þar sem hann skransar um götur og spilavíti Las Vegas á rafdrifnum Audi S1 Hoonitron. Í myndbandinu má sjá bregða fyrir ýmsum merkilegum kappakstursbílum. Drifrásin í Hoonitron bíl Block er fengin úr Formúla E bíl. Óljóst er hversu mikið afl nákvæmlega bíllinn hefur en ljóst er að það nægir til að drifta um Las Vegas og það á býsna mikilli ferð. Mælt er með að hljóðið sé haft á og átakanna notið. Bíllinn er búinn tveimur mótorum sem þýðir að hann er fjórhjóladrifinn. Block fór í gegnum meira en tvöfalt magn dekkja miðað við venjuleg myndbönd frá honum. Af myndbandinu að dæma virðist það ekki hafa verið mikið mál að tæta í gegnum dekkin á þessu tryllitæki. Meðal annarra bíla má sjá Audi Quattro Gruppe B A2 frá árinu 1984, 200 Trans Am frá 1988, 90 IMSA GTO frá 1989, Audi R8 LMP og fleiri. Þá má einnig sjá Tom Kristensen, nífaldan sigurvegara Le Mans sólarhringskappakstursins í myndbandinu. Ef vel er að gáð má líka sjá einhvern leika Elvis. Bílar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent
Drifrásin í Hoonitron bíl Block er fengin úr Formúla E bíl. Óljóst er hversu mikið afl nákvæmlega bíllinn hefur en ljóst er að það nægir til að drifta um Las Vegas og það á býsna mikilli ferð. Mælt er með að hljóðið sé haft á og átakanna notið. Bíllinn er búinn tveimur mótorum sem þýðir að hann er fjórhjóladrifinn. Block fór í gegnum meira en tvöfalt magn dekkja miðað við venjuleg myndbönd frá honum. Af myndbandinu að dæma virðist það ekki hafa verið mikið mál að tæta í gegnum dekkin á þessu tryllitæki. Meðal annarra bíla má sjá Audi Quattro Gruppe B A2 frá árinu 1984, 200 Trans Am frá 1988, 90 IMSA GTO frá 1989, Audi R8 LMP og fleiri. Þá má einnig sjá Tom Kristensen, nífaldan sigurvegara Le Mans sólarhringskappakstursins í myndbandinu. Ef vel er að gáð má líka sjá einhvern leika Elvis.
Bílar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent