Fleiri fréttir

Macr­on ætl­ar í mikl­a hern­að­ar­upp­bygg­ing­u

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar.

Sam­þ­ykkj­­a ekki enn skrið­dr­ek­­a­­send­­ing­­ar til Úkra­­ín­­u

Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði við blaðamenn í Ramstein í Þýskalandi í dag að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Hann sagði þó að ráðuneyti hans myndi fara yfir birgðastöðu Þjóðverja og kanna hve marga skriðdreka hægt væri að senda og hve fljótt, verði slík ákvörðun tekin á næstunni.

Bíll Julian Sands er fundinn

Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag.

Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum.

Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins

Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn.

Tíu hand­teknir eftir of­beldis­öldu í Stokk­hólmi

Tíu manns hafa verið handteknir undanfarinn sólarhring í Stokkhólmi, grunaðir um að eiga aðild að skotárásum og sprengingum sem hafa átt sér stað í sænsku höfuðborginni síðustu vikur. Talsmaður lögreglunnar segir að handtökurnar eigi eftir að verða fleiri.

Tankurinn tómur og tími kominn til að kveðja

Fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það hafa verið forréttindi að fá að leiða þjóð sína á erfiðum tímum undanfarin tæpu sex ár. Nú væri tankur hennar hins vegar tómur og tími til kominn að kalla til nýjan leiðtoga.

Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Leikarinn Alec Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að hann skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Nýju Mexíkó í október 2021.

Dæmdur í lífs­tíðar­fangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa

Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. 

Ardern segir af sér

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur.

Trump vill komast aftur á Facebook

Donald Trump vill komast aftur á Facebook eftir að hafa verið bannaður á miðlinum í kjölfar innrásarinnar í bandaríska þinghúsið í janúar árið 2021. Talið er að hann vilji komast þangað til þess að koma kosningaherferð sinni á flug en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2024.

Dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að af­höfða eigin­konu sína

Íranskur karlmaður var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að afhöfða sautján ára eiginkonu sína. Konan hafði flúið land þegar maðurinn vildi ekki leyfa henni að skilja við sig en sneri aftur eftir að fjölskylda hennar sagðist geta tryggt öryggi hennar. Hún var myrt nokkrum dögum síðar. 

Tekin af lífi með barnið í höndunum

Lögreglan í Tulare-sýslu í Kaliforníu segir allt útlit fyrir að morðin á sex einstaklingum í smábænum Goshen í morgun hafi verið aftökur. Móður á táningsaldri var á flótta undan morðingjunum með tíu mánaða gamalt barn hennar er þau voru bæði tekin af lífi.

Fékk sæti í tveimur þingnefndum þrátt fyrir lygar

Bandaríski þingmaðurinn George Santos fékk sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildarinnar í gær. Það er þrátt fyrir að margir Repúblikanar kalli eftir afsögn hans vegna umfangsmikilla lyga fyrir kosningarnar og að kallað sé eftir því að hann verði rannsakaður vegna lyganna og fjármála hans.

Elsta manneskja heims er látin

Systir Andre, frönsk nunna sem tók á síðasta ári við titlinum „elsta manneskja heims“, er látin. Hún var 118 ára gömul og hefði orðið 119 í næsta mánuði.

Spilltur fyrrverandi þingmaður lofar að leysa frá skjóðunni

Ítalinn Pier Antonio Panzeri, sem er fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu og meintur höfuðpaur í stóru mútumáli sem nú skekur sambandið segist ætla að greina frá öllu og í sambandi við málið og hvaða lönd komu þar nærri.

Mót­mæla­réttur Breta í húfi

Breskir mótmælendur eru uggandi yfir nýrri löggjöf um mótmæli sem er til umræðu hjá þinginu. Yrði frumvarpið og lagfæringar þess að lögum myndi það hefta verulega leiðir sem hafa verið notaðar af hagsmunasamtökum til þess að koma skilaboðum sínum áleiðis.

Hvítabirnir á Suðaustur-Grænlandi koma vísindamönnum á óvart

Lítill en einangraður stofn hvítabjarna, sem heldur til á Suðaustur-Grænlandi, hefur sýnt einstaka hæfni við að laga sig að breyttum lífsskilyrðum með hverfandi hafís og er auk þess erfðafræðilega frábrugðinn öðrum stofnum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem kallar eftir sérstakri verndun þessa undirstofns.

„Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“

Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. 

Deilt í Disney

Forsvarsmenn Disney sögðu í dag að það hafði verið rétt af þeim að neita fjárfestinum Nelson Peltz um sæti í stjórn félagsins. Hann hefði ekki reynslu til að hjálpa Disney og að hann skorti skilning á starfsemi félagsins. Peltz segist vilja bjarga Disney frá því sem hann kallar „krísu“.

Annar flugritinn sendur til Frakklands til greiningar

Yfirvöld í Nepal hafa sent annan af flugritum flugvélar sem brotlenti á sunnudaginn til Frakklands til rannsóknar. Um er að ræða þann flugrita sem geymir gögn um flugferðina en hinn flugritinn, sem tekur upp samskipti flugmanna í stjórnklefa flugvélarinnar verður rannsakaður í Nepal.

Á að ákveða hvort Úkraína fái vestræna skriðdreka

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, tilkynnti í morgun að hann myndi skipa Boris Pistorius í embætti varnarmálaráðherra. Sá hefur verið innanríkisráðherra Neðra-Saxlands frá árinu 2013 en hans fyrsta verk í nýju embætti verður að taka ákvörðun um það hvort flytja megi Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í fjármálaráðherra og spyrjum út í afstöðu hans til Þjóðarhallarinnar sem kynnt var með pompi og pragt í gær. 

Tapaði kosningum og lét skjóta á hús Demókrata

Fyrrverandi frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisþings New Mexico í Bandaríkjunum var handtekinn í gær. Hann er grunaður um að hafa greitt mönnum fyrir að skjóta á hús fjögurra Demókrata í ríkinu og tekið þátt í minnst einni skotárás.

Wagner-liði vill hæli í Noregi

Fyrrverandi yfirmaður í rússneska málaliðahópnum Wagner Group hefur beðið um hæli í Noregi. Andrey Medvedev flúði yfir landamæri Noregs og Rússlands við Pasvikdalen á föstudaginn þar sem hann var handtekinn af norskum landamæravörðum.

Lýsa yfir stríði á hendur blóð­nefs­vefurum

Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið.

Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu

Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn.

Kínverjum fækkar í fyrsta sinn frá árinu 1961

Kínverjum fer nú fækkandi í fyrsta sinn síðan árið 1961. Í lok síðasta árs voru Kínverjar 1.41175 milljarðar en ári áður voru þeir 1.41260 milljarðar, sem er fækkun um 850 þúsund einstaklinga á einu ári.

Stur­geon segir beitingu neitunar­valdsins árás

Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að beita neitunarvaldi sínu gagnvart skoska þinginu og lagafrumvarpi þess sem myndi gera fólki auðveldara fyrir að ákvarða og breyta eigin kynskráningu.

Tugir látnir og inn­flutningur notaðra dekkja bannaður í Senegal

Meira en tuttugu eru látin eftir að árekstur varð á milli trukks og rútu í norðanverðu Senegal í dag. Nærri fimmtíu manns voru í rútunni en hámarksfjöldi leyfðra farþega var 32. Talið er að innflutningur og sala notaðra dekkja eigi þátt í þeim mikla fjölda umferðarslysa sem verða á svæðinu. 

Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate

Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 

Sjá næstu 50 fréttir