Fleiri fréttir Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. 10.6.2020 08:59 Í beinni: Saksóknari segir Skandia-manninn bera ábyrgð á morðinu Sænski rannsóknarhópurinn sem hefur haft morðið á forsætisráðherranum Olof Palme til rannsóknar mun kynna niðurstöður sínar á fréttamannafundi klukkan 7:30 að íslenskum tíma. 10.6.2020 07:15 Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9.6.2020 22:46 Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9.6.2020 22:43 WHO leiðréttir „misskilning“ um einkennalausa smitbera Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða. 9.6.2020 20:22 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9.6.2020 19:31 Hundruð sögð látin vegna kórónuveirunnar í Jemen Læknar og mannréttindabaráttufólk í Jemen telja líklegt að hundruð hafi látist á síðustu dögum í landinu af völdum kórónuveirunnar. 9.6.2020 19:00 Fimm hundruð minnast Floyd í Houston Jarðarför George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis, hófst klukkan fimm. 9.6.2020 18:30 Ríkisstjórn Bolsonaro skipað að birta tölfræði um faraldurinn Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta að halda áfram að birta tölfræði um kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að hylma yfir alvarleika faraldursins með því að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. 9.6.2020 18:29 Auka vernd beltisdýra í Kína Yfirvöld í Kína hafa fjarlægt beltisdýr af opinberum lista yfir dýr sem nýta má við hefðbundnar lækningar. 9.6.2020 15:55 George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9.6.2020 15:49 Forseti Búrúndí er látinn Pierre Nkurunziza, forseti Afríkuríkisins Búrúndí, er látinn, 55 ára að aldri. 9.6.2020 14:55 „Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. 9.6.2020 14:26 Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Deilur prinsins og saksóknara í Bandaríkjunum halda áfram. 9.6.2020 12:00 Meintur njósnari fyrir CIA og Mossad dæmdur til dauða í Íran Írani sem sagður er hafa útvegað leyniþjónustum Bandaríkjanna og Ísrael upplýsingar um ferðir hershöfðingjans Qassem Soleimani, sem felldur var í loftárás í byrjun janúar, verður tekinn af lífi. 9.6.2020 09:05 Lögreglumaðurinn þarf að reiða fram meira en 165 milljónir til að losna Dómari í Minnesota hefur ákveðið að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis á dögunum og olli í kjölfarið einhverjum mestu mótmælum í Bandaríkjunum í áratugi, geti losnað úr varðhaldi, reiði hann fram 1,25 milljónir Bandaríkjadala. 9.6.2020 07:33 Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9.6.2020 06:38 Telja morðvopnið í máli Palme fundið Talið er að skotvopnið sem notað var til þess að myrða Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Stokkhólmi 28. febrúar 1986 sé fundið og greinir SVT frá því að ríkissaksóknari Svíþjóðar muni tilkynna það á blaðamannafundi höldnum næsta miðvikudag. 8.6.2020 21:59 Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8.6.2020 20:50 Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. 8.6.2020 20:36 Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist hvarfi sex ára drengs Lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Lögreglan kannar nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni að bera ábyrgð á hvarfi René. 8.6.2020 19:08 Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. 8.6.2020 17:40 Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. 8.6.2020 16:09 Umdeildur falinn fjársjóður fundinn í Bandaríkjunum Eftir áratugslanga leit hefur umdeildur falinn fjársjóður auðjöfursins Forrest Fenn verið fundinn í Klettafjöllum Bandaríkjanna. 8.6.2020 14:58 Starship nú í forgangi hjá SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. 8.6.2020 13:35 Lögðu fram opinbera beiðni um að ræða við Andrés vegna Epstein Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum hafa lagt fram formlega beiðni til yfirvalda Bretlands um að fá að ræða við Andrés Bretaprins. Það vilja þeir gera vegna rannsóknar þeirra á kynferðisbrotum Jeffrey Epstein. 8.6.2020 11:16 Líkamsræktarstöðvar, Tívolí og Lególand opna á ný í Danmörku Tímamót urðu í baráttu Dana við kórónuveiruna í dag þegar tilslakanir voru gerðar á samkomubanni í landinu. 8.6.2020 11:15 Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. 8.6.2020 09:15 Keyrði inn í þvögu mótmælenda og skaut einn Maður í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hefur verið handtekinn eftir að hann ók inn í þvögu mótmælenda og skaut minnst einn. Myndband náðist af atvikinu. 8.6.2020 08:06 Allir sem koma til Bretlands í tveggja vikna sóttkví Forstjóri Ryanair lággjaldaflugfélagsins er afar ósáttur við reglurnar og segir þær munu valda ómældu tjóni á ferðamannaiðnaðinum í landinu. 8.6.2020 07:57 Fyrrverandi forsætisráðherra verður næsti fjármálaráðherra Katri Kulmuni tilkynnti um afsögn sína í kjölfar fjölmiðlaumræðu í tengslum við greiðslu ráðuneytis hennar á háum reikningum til ráðgjafastofu sem veitti ráðherranum þjálfun í framkomu og ræðuflutningi. 8.6.2020 07:36 Bjargað eftir sex daga í brunni á Balí Breskum manni var um helgina bjargað upp úr brunni sem hann féll ofan í á eyjunni Balí, en þar hafði hann þurft að dúsa í heila sex daga. 8.6.2020 07:18 Nýsjálendingar telja sig hafa útrýmt kórónuveirunni Svo virðist sem heilbrigðisyfirvöldum á Nýja-Sjálandi hafi svo gott sem tekist að vinna bug á kórónuveirufaraldrinum í landinu, en engin virk smit eru í landinu, svo vitað sé. 8.6.2020 06:25 Borgarfulltrúar í Minneapolis vilja leggja lögregluna niður 7.6.2020 23:39 Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7.6.2020 23:30 Ein náma í Póllandi tengd við mikið hópsmit Meira en tvo þriðju af þeim 1,151 nýju kórónuveirusmitum sem greint var frá í dag í Póllandi má rekja til einnar námu í Suður-Póllandi. 7.6.2020 22:49 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7.6.2020 20:45 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7.6.2020 19:00 Bindur enda á útgöngubann í New York Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. 7.6.2020 17:07 Dómsmálaráðherrann segir Trump aldrei hafa beðið um að hermenn yrðu sendir til að kveða niður mótmæli Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, segir Bandaríkjaforseta ekki hafa gengið það langt að óska eftir því að tíu þúsund hermenn verði kallaðir út til þess að aðstoða lögreglu við að kveða niður óeirðir og mótmæli í bandarískum borgum. 7.6.2020 16:25 Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7.6.2020 15:18 Seinagangur á Bretlandi talinn hafa kostað mannslíf Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. 7.6.2020 14:27 Vantreysta lögreglunni og óttast hana Doktor í afbrotafræði segir að svart fólk í Bandaríkjunum verði ekki eingöngu fyrir óhóflegri valdbeitingu af hendi lögreglunnar heldur teygi misréttið anga sína til réttarkerfisins. Rannsóknir sýni að svart fólk treystir ekki lögreglunni í Bandaríkjunum og óttast hana. 7.6.2020 13:38 Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs. 7.6.2020 12:13 Vara við smithættu eftir fjölmenn samstöðmótmæli á Bretlandi Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London. 7.6.2020 10:19 Sjá næstu 50 fréttir
Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. 10.6.2020 08:59
Í beinni: Saksóknari segir Skandia-manninn bera ábyrgð á morðinu Sænski rannsóknarhópurinn sem hefur haft morðið á forsætisráðherranum Olof Palme til rannsóknar mun kynna niðurstöður sínar á fréttamannafundi klukkan 7:30 að íslenskum tíma. 10.6.2020 07:15
Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9.6.2020 22:46
Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9.6.2020 22:43
WHO leiðréttir „misskilning“ um einkennalausa smitbera Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða. 9.6.2020 20:22
Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9.6.2020 19:31
Hundruð sögð látin vegna kórónuveirunnar í Jemen Læknar og mannréttindabaráttufólk í Jemen telja líklegt að hundruð hafi látist á síðustu dögum í landinu af völdum kórónuveirunnar. 9.6.2020 19:00
Fimm hundruð minnast Floyd í Houston Jarðarför George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis, hófst klukkan fimm. 9.6.2020 18:30
Ríkisstjórn Bolsonaro skipað að birta tölfræði um faraldurinn Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta að halda áfram að birta tölfræði um kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að hylma yfir alvarleika faraldursins með því að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. 9.6.2020 18:29
Auka vernd beltisdýra í Kína Yfirvöld í Kína hafa fjarlægt beltisdýr af opinberum lista yfir dýr sem nýta má við hefðbundnar lækningar. 9.6.2020 15:55
George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9.6.2020 15:49
Forseti Búrúndí er látinn Pierre Nkurunziza, forseti Afríkuríkisins Búrúndí, er látinn, 55 ára að aldri. 9.6.2020 14:55
„Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. 9.6.2020 14:26
Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Deilur prinsins og saksóknara í Bandaríkjunum halda áfram. 9.6.2020 12:00
Meintur njósnari fyrir CIA og Mossad dæmdur til dauða í Íran Írani sem sagður er hafa útvegað leyniþjónustum Bandaríkjanna og Ísrael upplýsingar um ferðir hershöfðingjans Qassem Soleimani, sem felldur var í loftárás í byrjun janúar, verður tekinn af lífi. 9.6.2020 09:05
Lögreglumaðurinn þarf að reiða fram meira en 165 milljónir til að losna Dómari í Minnesota hefur ákveðið að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis á dögunum og olli í kjölfarið einhverjum mestu mótmælum í Bandaríkjunum í áratugi, geti losnað úr varðhaldi, reiði hann fram 1,25 milljónir Bandaríkjadala. 9.6.2020 07:33
Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9.6.2020 06:38
Telja morðvopnið í máli Palme fundið Talið er að skotvopnið sem notað var til þess að myrða Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Stokkhólmi 28. febrúar 1986 sé fundið og greinir SVT frá því að ríkissaksóknari Svíþjóðar muni tilkynna það á blaðamannafundi höldnum næsta miðvikudag. 8.6.2020 21:59
Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8.6.2020 20:50
Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. 8.6.2020 20:36
Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist hvarfi sex ára drengs Lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Lögreglan kannar nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni að bera ábyrgð á hvarfi René. 8.6.2020 19:08
Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. 8.6.2020 17:40
Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. 8.6.2020 16:09
Umdeildur falinn fjársjóður fundinn í Bandaríkjunum Eftir áratugslanga leit hefur umdeildur falinn fjársjóður auðjöfursins Forrest Fenn verið fundinn í Klettafjöllum Bandaríkjanna. 8.6.2020 14:58
Starship nú í forgangi hjá SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. 8.6.2020 13:35
Lögðu fram opinbera beiðni um að ræða við Andrés vegna Epstein Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum hafa lagt fram formlega beiðni til yfirvalda Bretlands um að fá að ræða við Andrés Bretaprins. Það vilja þeir gera vegna rannsóknar þeirra á kynferðisbrotum Jeffrey Epstein. 8.6.2020 11:16
Líkamsræktarstöðvar, Tívolí og Lególand opna á ný í Danmörku Tímamót urðu í baráttu Dana við kórónuveiruna í dag þegar tilslakanir voru gerðar á samkomubanni í landinu. 8.6.2020 11:15
Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. 8.6.2020 09:15
Keyrði inn í þvögu mótmælenda og skaut einn Maður í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hefur verið handtekinn eftir að hann ók inn í þvögu mótmælenda og skaut minnst einn. Myndband náðist af atvikinu. 8.6.2020 08:06
Allir sem koma til Bretlands í tveggja vikna sóttkví Forstjóri Ryanair lággjaldaflugfélagsins er afar ósáttur við reglurnar og segir þær munu valda ómældu tjóni á ferðamannaiðnaðinum í landinu. 8.6.2020 07:57
Fyrrverandi forsætisráðherra verður næsti fjármálaráðherra Katri Kulmuni tilkynnti um afsögn sína í kjölfar fjölmiðlaumræðu í tengslum við greiðslu ráðuneytis hennar á háum reikningum til ráðgjafastofu sem veitti ráðherranum þjálfun í framkomu og ræðuflutningi. 8.6.2020 07:36
Bjargað eftir sex daga í brunni á Balí Breskum manni var um helgina bjargað upp úr brunni sem hann féll ofan í á eyjunni Balí, en þar hafði hann þurft að dúsa í heila sex daga. 8.6.2020 07:18
Nýsjálendingar telja sig hafa útrýmt kórónuveirunni Svo virðist sem heilbrigðisyfirvöldum á Nýja-Sjálandi hafi svo gott sem tekist að vinna bug á kórónuveirufaraldrinum í landinu, en engin virk smit eru í landinu, svo vitað sé. 8.6.2020 06:25
Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7.6.2020 23:30
Ein náma í Póllandi tengd við mikið hópsmit Meira en tvo þriðju af þeim 1,151 nýju kórónuveirusmitum sem greint var frá í dag í Póllandi má rekja til einnar námu í Suður-Póllandi. 7.6.2020 22:49
Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7.6.2020 20:45
„I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7.6.2020 19:00
Bindur enda á útgöngubann í New York Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. 7.6.2020 17:07
Dómsmálaráðherrann segir Trump aldrei hafa beðið um að hermenn yrðu sendir til að kveða niður mótmæli Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, segir Bandaríkjaforseta ekki hafa gengið það langt að óska eftir því að tíu þúsund hermenn verði kallaðir út til þess að aðstoða lögreglu við að kveða niður óeirðir og mótmæli í bandarískum borgum. 7.6.2020 16:25
Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7.6.2020 15:18
Seinagangur á Bretlandi talinn hafa kostað mannslíf Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. 7.6.2020 14:27
Vantreysta lögreglunni og óttast hana Doktor í afbrotafræði segir að svart fólk í Bandaríkjunum verði ekki eingöngu fyrir óhóflegri valdbeitingu af hendi lögreglunnar heldur teygi misréttið anga sína til réttarkerfisins. Rannsóknir sýni að svart fólk treystir ekki lögreglunni í Bandaríkjunum og óttast hana. 7.6.2020 13:38
Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs. 7.6.2020 12:13
Vara við smithættu eftir fjölmenn samstöðmótmæli á Bretlandi Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London. 7.6.2020 10:19