Fleiri fréttir Obama flýr íslenskt öskuský Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun hraða brottför sinni frá Írlandi vegna eldgossins í Grímsvötnum. Þetta segir Sky fréttastofan. Obama fór í heimsókn til Írlands í dag, ásamt Michelle eiginkonu sinni. Þau hugðust vera þar í einn sólarhring en þau munu fara í kvöld vegna mögulegra truflana á flugsamgöngum. 23.5.2011 17:49 Bandarískir njósnarar í Svíþjóð Svenska Dagbladet heldur því fram að Bandaríkjamenn hafi njósnað um grunaða hryðjuverkamenn í Svíþjóð, rétt eins og gert var áður en ráðist var til atlögu við Ósama bin Laden í Pakistan. 23.5.2011 16:09 Valdabarátta í Kreml Vladimir Putin vill verða forseti Rússlands á nýjan leik og valdabarátta milli hans og Dmitrys Medvedev núverandi forseta er þegar hafin. 23.5.2011 14:33 Úps -hvað varð um heimsendi? Bandaríski klerkurinn sem spáði heimsendi síðastliðinn laugardag er steinhissa á því að heimurinn skuli vera hérna ennþá. Harold Camping hafði lesið út úr biblíunni að heimsendir myndi hefjast klukkan sex að staðartíma um heim allan. 23.5.2011 11:33 Flugstjóri Air France var aftur í vélinni Flugstjóri Air France vélarinnar sem fórst á leið frá Rio de Janeiro til Parísar fyrir tveim árum var ekki í stjórnklefanum þegar vélin flaug inn í óveður. Þýska tímaritið Der Spiegel hefur þetta eftir ónafngreindum sérfræðingi sem hefur heyrt hljóðupptökur úr stjórnklefanum. 228 manns voru um borð og fórust allir. 23.5.2011 11:28 Barack Obama er líka Íri Það hefur nú komið í ljós ofan á allt annað að Barack Obama er Íri. Langa, langa, langa langafi hans Falmouth Kearney fluttist til Bandaríkjanna frá smábænum Moneygall í hungursneyðinni miklu sem varaði milli 1845 til 1852. 23.5.2011 09:46 16 drukknuðu í barnaafmæli 16 farþegar drukknuðu þegar skemmtibátur sökk nærri Hanoi borg í Víetnam í gær. Málið er hinn mesti harmleikur en farþegarnir voru að fagna þriggja ára afmæli lítils drengs. 23.5.2011 09:27 Talibanar náðu pakistanskri herstöð á sitt vald Byssumenn á vegum Talibana réðust inn í herstöð Í Pakistan í gærkvöldi og sprengdu upp herþotur. Mennirnir eiga nú í skotbardögum við pakistanska herinn. 23.5.2011 08:42 Minnsta kosti 30 fórust í óveðri Um 30 Bandaríkjamenn fórust Þegar skýstrókur gekk yfir bæinn Joplin í Missouri fylki í Bandaríkjunum í gær. 23.5.2011 08:37 Föst vegna ösku - aftur Norska blaðið Aftenposten greinir frá tveimur vinkonum sem báðar sátu fastar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli fyrir rúmu ári. Önnur í New York og hin í Stokkhólmi. Nú eru ferðaplön þeirra aftur í uppnámi. Ástæðan. Þær ákváðu að skella sér í sumarfrí á Íslandi. Vinkonurnar heita Randi Roaldsnes og Karen Sofie Haraldsen. Þær eru hér ásamt þrettán vinum í skemmtiferð og hafa það bara gott - eða kjempefint, eins og segir í greininni. 22.5.2011 14:05 Yfir tuttugu konur ákærðar Einn karlmaður og 23 konur voru í gær ákærð í Falun í Svíþjóð vegna barnakláms. Karlmaðurinn sendi konunum, sem eru á aldrinum 37 til 70 ára, myndir og myndbönd sem sýndu meðal annars börn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi. 22.5.2011 10:45 Taka við tilnefningum um nýjan forstjóra AGS Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tilkynnti í gærkvöldi að byrjað yrði á mánudaginn að taka við tilnefningum að nýjum yfirmanni sjóðsins, eftirmanni Dominique Strauss-Kahn sem sagði af sér í síðustu viku eftir að herbergisþerna á hóteli í New York kærði hann fyrir nauðgun. 21.5.2011 10:19 Heimurinn er enn til Heimurinn er enn til og lífið gengur sinn vanagang þvert á dómsdagsspár bandaríska predikarans Harold Camping. Hann hafði spáð því að klukkan 18 í hverjum heimshluta myndu jarðskjálftar hefjast, og í framhaldinu yrðu hinir dyggðugu geislaðir upp til himna. 21.5.2011 10:13 Verra fyrir þekkta en óþekkta Fyrrverandi dómsmálaráðherra Frakka, Elisabeth Guigou, segir myndbirtingu af Dominique Strauss-Kahn, þar sem hann er leiddur um í járnum, ógeðfellda og grimmdarlega. Hún stóð sjálf fyrir setningu laga í Frakklandi sem banna birtingu slíkra mynda. 21.5.2011 09:30 Doherty aftur á bak við lás og slá Breski rokkarinn Pete Doherty var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa kókaín í vörslu sinni. Hinn 32 ára gamli söngvari var handtekinn í janúar í fyrra en þetta er í þriðja sinn sem hann er dæmdur í fangelsi. Þar fyrir utan hefur hann fengið 25 vægari dóma fyrir eiturlyfjanotkun. 20.5.2011 13:43 Fornleifafundur breytir sögu Danmerkur Merkur fornleifafundur í Jelling í Danmörku þýðir að Danir þurfa að endurskrifa sögu sína. 20.5.2011 07:41 Dómsdagsspámaður dvelur heima í dag Bandaríski útvarpsprédikarinn Harold Camping sem lýst hefur því yfir að dómsdagur renni upp á morgun ætlar að verja síðasta degi sínum með eiginkonunni á heimili þeirra í Kaliforníu. 20.5.2011 07:38 Tíðni húðkrabbameins í Danmörku hefur tvöfaldast Nýjar tölur frá dönsku krabbameinssamtökunum Kræftens Bekæmpelse sýna að tíðni húðkrabbameins hjá fólki undir 35 ára aldri hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum. 20.5.2011 07:29 Fullyrðir að Strauss-Kahn hafi keypt vændiskonur Kona sem rekur vændisþjónustu í New York fullyrðir að Dominique Strauss Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi ítrekað keypt af henni vændiskonur. 20.5.2011 07:22 Ísraelsmenn hafna tillögum Baracks Obama Tillögur Baracks Obama Bandaríkjaforseta um að færa landamæri Ísraels aftur til þess sem þau voru fyrir sex daga stríðið árið 1967 falla í grýttan jarðveg í Ísrael. 20.5.2011 07:21 Eyðing regnskóga í Brasilíu eykst sexfalt Nýjar gervihnattamyndir sýna að eyðing regnskóganna í Brasilíu hefur aukist sexfalt milli ára. Eyðingin í ár nemur tæpum 600 ferkílómetrum en hún var rúmlega 100 ferkílómetrar á sama tíma í fyrra. 20.5.2011 07:19 Flugsveitir NATO eyðilögðu átta líbýsk herskip Flugsveitir NATO réðust á herskip í þremur höfnum í Líbýu í nótt í umfangsmiklum loftárásum og sökktu eða eyðilögðu átta herskip í þeim. Eldur logar enn af nokkrum skipanna og mikinn reyk leggur frá þeim. 20.5.2011 07:16 Obama styður kröfur Palestínumanna Barack Obama Bandaríkjaforseti styður kröfu Palestínumanna um að væntanlegt ríki þeirra miðist við landamærin eins og þau voru árið 1967, áður en Ísraelar hertóku Vesturbakkann og Gasasvæðið. Þetta kom fram í ræðu hans um málefni Mið-Austurlanda í gær. 20.5.2011 05:00 Verður að vera í stofufangelsi Dominique Strauss-Kahn var í gær látinn laus gegn tryggingu í New York. Hann sagði af sér á miðvikudag sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna ásakana um kynferðisbrot gegn þernu á hóteli í New York. 20.5.2011 04:00 Netanyahu hafnar hugmyndum Obama Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafnar tillögum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um sjálfsætt ríki Palestínumanna og segir þær óverjandi. Obama hélt fyrr í dag ræðu um málefni Mið-Austurlanda og sagði að ríki Palestínumanna verði miðist við þau landamæri sem voru í gildi árið 1967 fyrir sex daga stríðið. Hann sagði Ísraela og Palestínumenn verða að tryggja öryggi landamæranna. Þá ítrekaði Obama að Bandaríkin væru enn traustir bandamenn Ísraela í öryggismálum. 19.5.2011 20:44 Syngur lög í uppáhaldi Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney ætlar að gefa út plötu með öllum sínum uppáhaldslögum úr æsku. Hann hefur þegar tekið upp um tólf lög ásamt söngkonunni Diönu Krall. 19.5.2011 20:30 Réttað að nýju yfir Strauss-Kahn Réttarhöld yfir Dominique Strauss-Kahn hófust að nýju undir kvöld. Verjendur hans ítreka kröfu um að Strauss-Kahn verði látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn greiðslu tryggingagjalds. 19.5.2011 19:31 Skortur á drykkjarvatni hrjáir Kínverja Mikill skortur á drykkjarvatni hrjáir nú íbúa í austurhluta Kína. Ástæðan fyrir skortinum eru miklir þurrkar undanfarna mánuði sem hafa leitt til þess að mjög hefur minnkað í vatnsbólum eða þau jafnvel tæmst. 19.5.2011 07:54 Síðasta upptakan með Osama bin Laden á netið Hryðjuverkasamtökin al-Kaída hafa lagt síðustu hljóðupptökuna með Osama bin Laden fram á netið. 19.5.2011 07:50 Þriðji hver háskólastúdent í Berlín íhugar að stunda vændi Þriðji hver háskólastúdent í Berlín hefur íhugað að stunda vændi til þess að fjármagna nám sitt. 19.5.2011 07:39 Evrópulöndin vilja halda forstjórastólnum Evrópulöndin innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) róa nú að því öllum árum að halda yfirráðum sínum yfir forstjórastól sjóðsins. Núverandi forstjóri, Dominique Strauss-Kahn, er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hann hafi beitt starfsstúlku á hóteli í New York kynferðislegu ofbeldi og efast er um að hann eigi afturkvæmt í embættið. 19.5.2011 07:00 Svarar engu um framboð Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti blés til mikils blaðamannafundar í gær þar sem hann svaraði spurningum í heila klukkustund. Þótt hann hafi engu svarað um það hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram til forseta næsta kjörtímabil má líta á blaðamannafundinn sem fyrsta skref hans í þá áttina að gera sig gildandi í augum þjóðarinnar gegn vini sínum Vladimír Pútín. 19.5.2011 07:00 Deilt um endastöð kjarnorkuúrgangs „Við þurfum skammtímalosunarstað, og það strax,“ segir þýski jarðfræðingurinn Frank Schilling í viðtali við tímaritið Der Spiegel um kjarnorkuúrgang, sem fellur til úr kjarnorkuverum landsins. 19.5.2011 06:30 Ráðherra ber við mismælum um nauðganir Stjórnarandstæðingar í Bretlandi hafa kallað eftir afsögn Kenneths Clarke dómsmálaráðherra vegna ummæla sem hann lét falla í útvarpsviðtali í gærmorgun. Þar mátti skilja á orðum ráðherra að hann teldi ekki allar nauðganir falla undir skilgreininguna „alvarlegar nauðganir“. 19.5.2011 05:30 Strauss-Kahn sætir sjálfsvígseftirliti Gordon Brown hefur verið nefndur sem næsti forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstaklega er fylgst með Dominique Strauss-Kahn til að tryggja að hann taki ekki eigið líf í fangelsinu á Rikers-eyju. 18.5.2011 18:45 Krefjast þess að Clarke segi af sér Hörð gagnrýni beinist nú að breska dómsmálaráðherranum Ken Clarke, en skilja mátti á honum í viðtali við BBC í morgun að hann teldi sumar nauðganir alvarlegri en aðrar. Ráðherann, sem er íhaldsmaður, hefur hinsvegar neitað að biðjast afsökunar á ummælunum en formaður Verkamannaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, vill að hann segi af sér. 18.5.2011 16:46 Elsta manneskja í heimi er 114 ára og á 5 barnabarnabarnabörn Hin brasilíska Maria Gomes Valentim er elsta lifandi manneskjan í heiminum í dag en hún er hvorki meira né minna en 114 ára og 313 daga gömul. 18.5.2011 16:25 Kjaftaði stanslaust í 16 tíma Hefur þig einhverntíma langað til að kyrkja manneskju sem talaði hátt og lengi í farsímann sinn? Ef svo, ertu heppinn að hafa ekki verið í klefa með henni Lakeyshu Beard þegar hún tók sér far með lest þvert yfir Bandaríkin á dögunum. 18.5.2011 15:03 Margir vilja losna við símaskrána Borgarsstjórnin í San Francisco hefur samþykkt að íbúar borgarinnar fái ekki sjálfkrafa senda símaskrána heim til sín. Margir vilja leggja skrána alveg af en borgarfeðurnir vilja ekki ganga svo langt. 18.5.2011 14:08 Höfundur Family Guy gerir nýja Flintstones-þætti Aðdáendur "The Flintstones" þáttanna þurfa ekki að bíða lengur eftir nýjum þáttum því FOX sjónvarpstöðin tilkynnti í vikunni að Seth MacFarlane, höfundur Family Guy, ætli að búa til nýja seríu af þessum gömlu og klassísku þáttum. 18.5.2011 14:07 Vilja stytta nauðgunardóma um helming Breska ríkisstjórnin vill stytta fangelsisdóma fyrir nauðganir um helming ef ódæðismennnirnir játa sekt sína strax í upphafi málaferla. Í dag gilda þær reglur að dómar eru styttir um þriðjung við játningu. 18.5.2011 11:25 Kaffidrykkja dregur úr líkunum á krabbameini í blöðruhálskirtli Ný bandarísk rannsókn sýnir að kaffidrykkja dregur verulega úr líkunum á því að karlmenn fái krabbamein í blöðruhálskritli. 18.5.2011 07:56 Fundu yfir 500 laumufarþega í gámum í Mexíkó Lögreglan í Mexíkó fann 513 laumufarþega í nokkrum gámum á tveimur tengivögnum tveggja vörubíla í gær. 18.5.2011 07:55 Mikil áfengisdrykkja skaðar minni ungmenna Ný rannsókn á vegum Santiago háskólans á Spáni sýnir að mikil áfengisdrykkja ungmenna gerir það að verkum að minni þeirra skaðast. 18.5.2011 07:48 Danir gera tilkall til norðurpólsins „Konungsríkið býst við að gera tilkall til landgrunnsins á fimm svæðum umhverfis Grænland og Færeyjar, þar á meðal til sjálfs norðurpólsins,“ segir í drögum að sameiginlegri stefnu Danmerkur, Grænlands og Færeyja í norðurskautsmálum næstu tíu árin. 18.5.2011 07:45 Sjá næstu 50 fréttir
Obama flýr íslenskt öskuský Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun hraða brottför sinni frá Írlandi vegna eldgossins í Grímsvötnum. Þetta segir Sky fréttastofan. Obama fór í heimsókn til Írlands í dag, ásamt Michelle eiginkonu sinni. Þau hugðust vera þar í einn sólarhring en þau munu fara í kvöld vegna mögulegra truflana á flugsamgöngum. 23.5.2011 17:49
Bandarískir njósnarar í Svíþjóð Svenska Dagbladet heldur því fram að Bandaríkjamenn hafi njósnað um grunaða hryðjuverkamenn í Svíþjóð, rétt eins og gert var áður en ráðist var til atlögu við Ósama bin Laden í Pakistan. 23.5.2011 16:09
Valdabarátta í Kreml Vladimir Putin vill verða forseti Rússlands á nýjan leik og valdabarátta milli hans og Dmitrys Medvedev núverandi forseta er þegar hafin. 23.5.2011 14:33
Úps -hvað varð um heimsendi? Bandaríski klerkurinn sem spáði heimsendi síðastliðinn laugardag er steinhissa á því að heimurinn skuli vera hérna ennþá. Harold Camping hafði lesið út úr biblíunni að heimsendir myndi hefjast klukkan sex að staðartíma um heim allan. 23.5.2011 11:33
Flugstjóri Air France var aftur í vélinni Flugstjóri Air France vélarinnar sem fórst á leið frá Rio de Janeiro til Parísar fyrir tveim árum var ekki í stjórnklefanum þegar vélin flaug inn í óveður. Þýska tímaritið Der Spiegel hefur þetta eftir ónafngreindum sérfræðingi sem hefur heyrt hljóðupptökur úr stjórnklefanum. 228 manns voru um borð og fórust allir. 23.5.2011 11:28
Barack Obama er líka Íri Það hefur nú komið í ljós ofan á allt annað að Barack Obama er Íri. Langa, langa, langa langafi hans Falmouth Kearney fluttist til Bandaríkjanna frá smábænum Moneygall í hungursneyðinni miklu sem varaði milli 1845 til 1852. 23.5.2011 09:46
16 drukknuðu í barnaafmæli 16 farþegar drukknuðu þegar skemmtibátur sökk nærri Hanoi borg í Víetnam í gær. Málið er hinn mesti harmleikur en farþegarnir voru að fagna þriggja ára afmæli lítils drengs. 23.5.2011 09:27
Talibanar náðu pakistanskri herstöð á sitt vald Byssumenn á vegum Talibana réðust inn í herstöð Í Pakistan í gærkvöldi og sprengdu upp herþotur. Mennirnir eiga nú í skotbardögum við pakistanska herinn. 23.5.2011 08:42
Minnsta kosti 30 fórust í óveðri Um 30 Bandaríkjamenn fórust Þegar skýstrókur gekk yfir bæinn Joplin í Missouri fylki í Bandaríkjunum í gær. 23.5.2011 08:37
Föst vegna ösku - aftur Norska blaðið Aftenposten greinir frá tveimur vinkonum sem báðar sátu fastar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli fyrir rúmu ári. Önnur í New York og hin í Stokkhólmi. Nú eru ferðaplön þeirra aftur í uppnámi. Ástæðan. Þær ákváðu að skella sér í sumarfrí á Íslandi. Vinkonurnar heita Randi Roaldsnes og Karen Sofie Haraldsen. Þær eru hér ásamt þrettán vinum í skemmtiferð og hafa það bara gott - eða kjempefint, eins og segir í greininni. 22.5.2011 14:05
Yfir tuttugu konur ákærðar Einn karlmaður og 23 konur voru í gær ákærð í Falun í Svíþjóð vegna barnakláms. Karlmaðurinn sendi konunum, sem eru á aldrinum 37 til 70 ára, myndir og myndbönd sem sýndu meðal annars börn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi. 22.5.2011 10:45
Taka við tilnefningum um nýjan forstjóra AGS Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tilkynnti í gærkvöldi að byrjað yrði á mánudaginn að taka við tilnefningum að nýjum yfirmanni sjóðsins, eftirmanni Dominique Strauss-Kahn sem sagði af sér í síðustu viku eftir að herbergisþerna á hóteli í New York kærði hann fyrir nauðgun. 21.5.2011 10:19
Heimurinn er enn til Heimurinn er enn til og lífið gengur sinn vanagang þvert á dómsdagsspár bandaríska predikarans Harold Camping. Hann hafði spáð því að klukkan 18 í hverjum heimshluta myndu jarðskjálftar hefjast, og í framhaldinu yrðu hinir dyggðugu geislaðir upp til himna. 21.5.2011 10:13
Verra fyrir þekkta en óþekkta Fyrrverandi dómsmálaráðherra Frakka, Elisabeth Guigou, segir myndbirtingu af Dominique Strauss-Kahn, þar sem hann er leiddur um í járnum, ógeðfellda og grimmdarlega. Hún stóð sjálf fyrir setningu laga í Frakklandi sem banna birtingu slíkra mynda. 21.5.2011 09:30
Doherty aftur á bak við lás og slá Breski rokkarinn Pete Doherty var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa kókaín í vörslu sinni. Hinn 32 ára gamli söngvari var handtekinn í janúar í fyrra en þetta er í þriðja sinn sem hann er dæmdur í fangelsi. Þar fyrir utan hefur hann fengið 25 vægari dóma fyrir eiturlyfjanotkun. 20.5.2011 13:43
Fornleifafundur breytir sögu Danmerkur Merkur fornleifafundur í Jelling í Danmörku þýðir að Danir þurfa að endurskrifa sögu sína. 20.5.2011 07:41
Dómsdagsspámaður dvelur heima í dag Bandaríski útvarpsprédikarinn Harold Camping sem lýst hefur því yfir að dómsdagur renni upp á morgun ætlar að verja síðasta degi sínum með eiginkonunni á heimili þeirra í Kaliforníu. 20.5.2011 07:38
Tíðni húðkrabbameins í Danmörku hefur tvöfaldast Nýjar tölur frá dönsku krabbameinssamtökunum Kræftens Bekæmpelse sýna að tíðni húðkrabbameins hjá fólki undir 35 ára aldri hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum. 20.5.2011 07:29
Fullyrðir að Strauss-Kahn hafi keypt vændiskonur Kona sem rekur vændisþjónustu í New York fullyrðir að Dominique Strauss Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi ítrekað keypt af henni vændiskonur. 20.5.2011 07:22
Ísraelsmenn hafna tillögum Baracks Obama Tillögur Baracks Obama Bandaríkjaforseta um að færa landamæri Ísraels aftur til þess sem þau voru fyrir sex daga stríðið árið 1967 falla í grýttan jarðveg í Ísrael. 20.5.2011 07:21
Eyðing regnskóga í Brasilíu eykst sexfalt Nýjar gervihnattamyndir sýna að eyðing regnskóganna í Brasilíu hefur aukist sexfalt milli ára. Eyðingin í ár nemur tæpum 600 ferkílómetrum en hún var rúmlega 100 ferkílómetrar á sama tíma í fyrra. 20.5.2011 07:19
Flugsveitir NATO eyðilögðu átta líbýsk herskip Flugsveitir NATO réðust á herskip í þremur höfnum í Líbýu í nótt í umfangsmiklum loftárásum og sökktu eða eyðilögðu átta herskip í þeim. Eldur logar enn af nokkrum skipanna og mikinn reyk leggur frá þeim. 20.5.2011 07:16
Obama styður kröfur Palestínumanna Barack Obama Bandaríkjaforseti styður kröfu Palestínumanna um að væntanlegt ríki þeirra miðist við landamærin eins og þau voru árið 1967, áður en Ísraelar hertóku Vesturbakkann og Gasasvæðið. Þetta kom fram í ræðu hans um málefni Mið-Austurlanda í gær. 20.5.2011 05:00
Verður að vera í stofufangelsi Dominique Strauss-Kahn var í gær látinn laus gegn tryggingu í New York. Hann sagði af sér á miðvikudag sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna ásakana um kynferðisbrot gegn þernu á hóteli í New York. 20.5.2011 04:00
Netanyahu hafnar hugmyndum Obama Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafnar tillögum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um sjálfsætt ríki Palestínumanna og segir þær óverjandi. Obama hélt fyrr í dag ræðu um málefni Mið-Austurlanda og sagði að ríki Palestínumanna verði miðist við þau landamæri sem voru í gildi árið 1967 fyrir sex daga stríðið. Hann sagði Ísraela og Palestínumenn verða að tryggja öryggi landamæranna. Þá ítrekaði Obama að Bandaríkin væru enn traustir bandamenn Ísraela í öryggismálum. 19.5.2011 20:44
Syngur lög í uppáhaldi Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney ætlar að gefa út plötu með öllum sínum uppáhaldslögum úr æsku. Hann hefur þegar tekið upp um tólf lög ásamt söngkonunni Diönu Krall. 19.5.2011 20:30
Réttað að nýju yfir Strauss-Kahn Réttarhöld yfir Dominique Strauss-Kahn hófust að nýju undir kvöld. Verjendur hans ítreka kröfu um að Strauss-Kahn verði látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn greiðslu tryggingagjalds. 19.5.2011 19:31
Skortur á drykkjarvatni hrjáir Kínverja Mikill skortur á drykkjarvatni hrjáir nú íbúa í austurhluta Kína. Ástæðan fyrir skortinum eru miklir þurrkar undanfarna mánuði sem hafa leitt til þess að mjög hefur minnkað í vatnsbólum eða þau jafnvel tæmst. 19.5.2011 07:54
Síðasta upptakan með Osama bin Laden á netið Hryðjuverkasamtökin al-Kaída hafa lagt síðustu hljóðupptökuna með Osama bin Laden fram á netið. 19.5.2011 07:50
Þriðji hver háskólastúdent í Berlín íhugar að stunda vændi Þriðji hver háskólastúdent í Berlín hefur íhugað að stunda vændi til þess að fjármagna nám sitt. 19.5.2011 07:39
Evrópulöndin vilja halda forstjórastólnum Evrópulöndin innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) róa nú að því öllum árum að halda yfirráðum sínum yfir forstjórastól sjóðsins. Núverandi forstjóri, Dominique Strauss-Kahn, er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hann hafi beitt starfsstúlku á hóteli í New York kynferðislegu ofbeldi og efast er um að hann eigi afturkvæmt í embættið. 19.5.2011 07:00
Svarar engu um framboð Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti blés til mikils blaðamannafundar í gær þar sem hann svaraði spurningum í heila klukkustund. Þótt hann hafi engu svarað um það hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram til forseta næsta kjörtímabil má líta á blaðamannafundinn sem fyrsta skref hans í þá áttina að gera sig gildandi í augum þjóðarinnar gegn vini sínum Vladimír Pútín. 19.5.2011 07:00
Deilt um endastöð kjarnorkuúrgangs „Við þurfum skammtímalosunarstað, og það strax,“ segir þýski jarðfræðingurinn Frank Schilling í viðtali við tímaritið Der Spiegel um kjarnorkuúrgang, sem fellur til úr kjarnorkuverum landsins. 19.5.2011 06:30
Ráðherra ber við mismælum um nauðganir Stjórnarandstæðingar í Bretlandi hafa kallað eftir afsögn Kenneths Clarke dómsmálaráðherra vegna ummæla sem hann lét falla í útvarpsviðtali í gærmorgun. Þar mátti skilja á orðum ráðherra að hann teldi ekki allar nauðganir falla undir skilgreininguna „alvarlegar nauðganir“. 19.5.2011 05:30
Strauss-Kahn sætir sjálfsvígseftirliti Gordon Brown hefur verið nefndur sem næsti forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstaklega er fylgst með Dominique Strauss-Kahn til að tryggja að hann taki ekki eigið líf í fangelsinu á Rikers-eyju. 18.5.2011 18:45
Krefjast þess að Clarke segi af sér Hörð gagnrýni beinist nú að breska dómsmálaráðherranum Ken Clarke, en skilja mátti á honum í viðtali við BBC í morgun að hann teldi sumar nauðganir alvarlegri en aðrar. Ráðherann, sem er íhaldsmaður, hefur hinsvegar neitað að biðjast afsökunar á ummælunum en formaður Verkamannaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, vill að hann segi af sér. 18.5.2011 16:46
Elsta manneskja í heimi er 114 ára og á 5 barnabarnabarnabörn Hin brasilíska Maria Gomes Valentim er elsta lifandi manneskjan í heiminum í dag en hún er hvorki meira né minna en 114 ára og 313 daga gömul. 18.5.2011 16:25
Kjaftaði stanslaust í 16 tíma Hefur þig einhverntíma langað til að kyrkja manneskju sem talaði hátt og lengi í farsímann sinn? Ef svo, ertu heppinn að hafa ekki verið í klefa með henni Lakeyshu Beard þegar hún tók sér far með lest þvert yfir Bandaríkin á dögunum. 18.5.2011 15:03
Margir vilja losna við símaskrána Borgarsstjórnin í San Francisco hefur samþykkt að íbúar borgarinnar fái ekki sjálfkrafa senda símaskrána heim til sín. Margir vilja leggja skrána alveg af en borgarfeðurnir vilja ekki ganga svo langt. 18.5.2011 14:08
Höfundur Family Guy gerir nýja Flintstones-þætti Aðdáendur "The Flintstones" þáttanna þurfa ekki að bíða lengur eftir nýjum þáttum því FOX sjónvarpstöðin tilkynnti í vikunni að Seth MacFarlane, höfundur Family Guy, ætli að búa til nýja seríu af þessum gömlu og klassísku þáttum. 18.5.2011 14:07
Vilja stytta nauðgunardóma um helming Breska ríkisstjórnin vill stytta fangelsisdóma fyrir nauðganir um helming ef ódæðismennnirnir játa sekt sína strax í upphafi málaferla. Í dag gilda þær reglur að dómar eru styttir um þriðjung við játningu. 18.5.2011 11:25
Kaffidrykkja dregur úr líkunum á krabbameini í blöðruhálskirtli Ný bandarísk rannsókn sýnir að kaffidrykkja dregur verulega úr líkunum á því að karlmenn fái krabbamein í blöðruhálskritli. 18.5.2011 07:56
Fundu yfir 500 laumufarþega í gámum í Mexíkó Lögreglan í Mexíkó fann 513 laumufarþega í nokkrum gámum á tveimur tengivögnum tveggja vörubíla í gær. 18.5.2011 07:55
Mikil áfengisdrykkja skaðar minni ungmenna Ný rannsókn á vegum Santiago háskólans á Spáni sýnir að mikil áfengisdrykkja ungmenna gerir það að verkum að minni þeirra skaðast. 18.5.2011 07:48
Danir gera tilkall til norðurpólsins „Konungsríkið býst við að gera tilkall til landgrunnsins á fimm svæðum umhverfis Grænland og Færeyjar, þar á meðal til sjálfs norðurpólsins,“ segir í drögum að sameiginlegri stefnu Danmerkur, Grænlands og Færeyja í norðurskautsmálum næstu tíu árin. 18.5.2011 07:45