Fleiri fréttir

Krókódíl lógað eftir árás á bíl

Þriggja metra langur krókódíll olli miklum skemmdum á lögreglubíl í Flórídaríki um síðustu helgi. Lögregla var kölluð á vettvang eftir að krókódíllinn birtist á golfvelli við Gainesville. Á meðan lögregluþjónn beið í bíl sínum eftir aðstoð réðst dýrið á bílinn. Krókódílabani kom

Olían á svipuðu róli og í mars

Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll, þegar mest var, um 8,2 prósent á bandarískum fjármálamörkuðum í gær í kjölfar gengisstyrkingar Bandaríkjadals.

Absinthe leyft í Frakklandi á ný

Franskir vínunnendur geta nú glaðst því að drykkurinn görótti absinthe, eða malurtarbrennivín, hefur verið leyfður eftir að sölubann frá árinu 1915 var afnumið af franska þinginu.

Minntist þeirra sem fórust

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lagði blómsveig á Ground Zero, staðinn þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Minningarstund fór fram þar í dag vegna hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Obama sagði við það tækifæri að fall Osama Bin Ladens sýndi að Bandaríkjamenn myndu alltaf ná réttlæti fram gegn hryðjuverkamönnum.

Fljótur að hugsa

Sautján ára piltur í Pittsburg í Bandaríkjunum var ekkert að tvínóna við hlutina þegar hann kom að manni sem hafði fengið hjartaáfall í bílnum sínum. Maðurinn hafði stoppað og lá meðvitundarlaus fram á stýrið.

Hvor þeirra var eiginlega skotinn?

Ótrúlega margir bæði fréttamenn og álitsgjafar hafa ruglað saman þeim Barack Obama og Osama Bin Laden. CNN, Fox News, Sky News og Associated press eru meðal þeirra sem hafa ruglast í ríminu.

Nei takk

Bandarískir kjósendur virðast hafa frekar lítinn áhuga á hugsanlegum frambjóðendum republikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári.

Bretar halda þjóðaratkvæðagreiðslu í dag

Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag og kjósa um umbætur á kosningakerfi landsins. Umbæturnar eru málamiðlun milli einmenningskjördæmakerfisins sem ríkt hefur og hlutfallskosninga.

Eitrað andrúmsloft á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn

Öryggisskoðun á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, stærsta spítala Danmerkur, leiddi í ljós að óvenjuhátt hlutfall er af eiturefninu PCB í andrúmsloftinu sem sjúklingar og starfsfólk anda að sér á spítalnum.

Taldir vera sekir um stríðsglæpi

Saksóknarar Alþjóðlega sakadómstólsins í Haag óska eftir því að handtökubeiðni verði gefin út á hendur þremur Líbíumönnum vegna glæpa gegn mannkyni.

Óttast um líf níu í námunni

Fimm létust og níu er saknað eftir gassprengingu í kolanámu í Coahuila-héraði í Mexíkó á þriðjudag. Sprengingin var gríðarlega öflug og eru litlar líkur taldar á því að þeir níu sem enn er saknað finnist á lífi.

Kosið um nýtt kosningakerfi í Bretlandi

Kosið verður í Bretlandi í dag um breytingar á kosningakerfinu, sem notað er í þingkosningum. Samkvæmt skoðanakönnunum er vart von til þess að breytingarnar verði samþykktar.

Stjórnvöld breyta sögu af drápi

Bandarísk stjórnvöld hafa leiðrétt lýsingar á vígi sérsveitarmanna á hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden á mánudag. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort mynd af líki hans verði gerð opinber.

Reuters birtir hrikalegar myndir frá árásinni á Bin Laden

Reuters fréttastofan hefur undir höndum myndir sem teknar eru við aðsetur Osama Bin Ladens í Abbottabad í Pakistan skömmu eftir að árásin var gerð þar á sunnudaginn. Myndirnar sína þrjá menn í blóði sínu. Bin Laden er ekki þeirra á meðal.

Birta ekki myndir af Osama Bin Laden látnum

Obama Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að birta ekki myndir af líki Osama Bin Laden en Hvíta húsið staðfesti í dag að hann hefði verið óvopnaður þegar hann var drepinn aðfaranótt mánudags. Hópur stuðningsmanna hans safnaðist saman í dag og brenndi meðal annars bandaríska fánann.

Árás gerð á höfnina í Misrata

Fjórir létust hið minnsta í líbísku borginni Misrata þegar hersveitir Gaddafís einræðisherra gerðu loftárásir á hafnarsvæði borgarinnar. Fregnir af málinu eru óljósar enn sem komið er en í höfninni er nú flutningaskip frá alþjóðlegum hjálparstofnunum sem kom til borgarinnar með hjálpargögn fyrir íbúana. Ekki er ljóst hvort skipið sjálft hafi orðið fyrir árás.

Íhuga að birta myndir af líki Bin Ladens

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA ýjaði að því í dag að myndir sem sýna sundurskotið lík Osama Bin Laden verði gerðar opinberar. Engin mynd hefur enn verið birt af líkinu en bandarísk yfirvöld óttast að slík birting myndi framkalla reiði fólks og að hún yrði talin ósmekkleg. Líkið af hryðjuverkaleiðtoganum var myndað á að minnsta kosti tveimur stöðum, í herstöð í Afganistan og um borð í herskipinu USS Vinson rétt áður en líkinu var varpað fyrir borð.

Kung fu flugfreyjur hjá kínverska ríkisflugfélaginu

Flugfreyjum hjá kínverska ríkisflugfélaginu er nú boðið að sækja námskeið í bardagaíþróttinni Kung fu til að verjast drukknum farþegum sem eiga það til að setja hendur sínar á óviðeigandi staði á líkama flugfreyjanna.

Fimm handteknir við Sellafield

Fimm menn voru handteknir við kjarnorkuverið Sellafield í Bretlandi á mánudag grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Samkvæmt heimildum AP-fréttaveitunnar eru mennirnir allir á þrítugsaldri og frá London, en þeir munu vera ættaðir frá Asíu.

Sérsveitarmenn tóku með sér mann úr húsi Osama

Pakistönsk stjórnvöld vissu ekki af árás á hús Osama bin Laden fyrr en hún var yfirstaðin. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki ákveðið hvort þau ætla að birta mynd af Osama bin Laden föllnum.

ESB fær að tala máli ríkjanna

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að veita Evrópusambandinu rétt til að tala máli allra 27 aðildarríkjanna á vettvangi þingsins.

Segist ekki fara lengra til hægri

„Við fengum umboðið vegna þess hvernig við höfum stjórnað Kanada og Kanadamenn reikna með því að við höldum áfram á sömu braut,“ sagði Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Íhaldsflokksins, eftir að úrslit þingkosninga á mánudag voru ljós.

Talibanar vilja frekari sannanir fyrir falli Bin Ladens

Talibanar í Afganistar sögðu í dag að þeir hefðu ekki séð nægar sannanir til að sýna fram á að Osama Bin Laden, leiðtogi al Qaida samtakanna, væri fallinn. Þetta eru fyrstu viðbrögð Talibana frá því að tilkynnt var að Bin Laden hefði verið ráðinn af dögum í Pakistan.

Fjögur ár liðin frá hvarfi Madeleine

Fjögur ár eru liðin í dag frá hvarfi Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi sínu í Portúgal þar sem hún var í fríi með foreldrum sínum. Madeleine litla var tæplega fjögurra ára gömul þegar hún hvarf og hefur ekkert mannshvarf vakið viðlíka athygli um heimsbyggðina á síðustu áratugum.

Bin Laden skýldi sér ekki á bakvið konu

Bandarísk yfirvöld hafa dregið til baka fréttir um að Osama Bin Laden hafi reynt að skýla sér á bakvið konu sína þegar bandarískir hermenn réðust inn í virki hans.

Assange ræðst harkalega á Facebook

Julian Assange stofnandi WikiLeaks hefur ráðist harkalega á Facebook og leitarsíður einsog Google og Yahoo. Honum er sérstaklega uppsigað við Facebook sem hann segir vera skelfilegustu njósnavél sem nokkrusinni hafi verið búin til.

Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk við Sellafield kjarnorkuverið

Breska lögreglan handtók í gær fimm menn sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárás á Sellafield kjarnorkuverið á Englandi. Þeim er haldið á grundvelli hryðjuverkalaganna bresku en lögreglan handtók þá þar sem þeir voru að taka myndir af verinu. Sky fréttastofan segir að um breska ríkisborgara af asískum uppruna sé að ræða.

Liggja yfir tölvu Bin Ladens

Her sérfræðinga í Afganistan liggur nú yfir tölvu Osama Bin Ladens sem bandarísku hermennirnir tóku með sér eftir að hafa ráðið hann af dögum. Bæði er verið að skoða harða diskinn en einnig býsnin öll af geisladiskum sem fundust á staðnum.

Ofboðslega ríkir Norðmenn -eða þannig

Um 200 Norðmenn eru nú hundrað þúsund milljörðum dollara ríkari eftir gjaldeyrisviðskipi. Vá. Gallinn er sá að um er að ræða Zimbabwe dollara sem Norðmennirnir fengu keypta fyrir 30 norskar krónur. Það gerir um 636 íslenskar krónur.

Barnaskóli í Bergen rýmdur eftir hótun

Mikið lið lögreglu er nú við Gimle barnaskólann í Bergen í Noregi en norska blaðinu Verdens Gang barst hótun um að árás yrði gerð í skólanum í dag. Blaðið hafði strax samband við lögreglu og hafa nemendur verið fluttir úr skólanum og eru undir eftirliti lögreglu. Samkvæmt hótunarbréfinu átti blóðbað að eiga sér stað í skólanum og var sérstaklega tekið fram að múslimar yrðu skotmörk.

Fylgdust með árásinni á Bin Laden í beinni útsendingu

Barack Obama og helstu ráðgjafar hans fylgdust með árásinni á virki Osama Bin Ladens í beinni útsendingu í stríðsherbergi Hvíta hússins. Kvikmyndatökuvélar voru bæði í þyrlunum og eins á hjálmum einhverra hermannanna. Forsetinn gat því fylgst með því sem gerðist bæði utan dyra og innan.

Brown varar Skota við íslenskum örlögum

Gordon Brown fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Verkamannaflokksins, varar Skota við því að það geti farið fyrir þeim eins og Íslendingum og Írum í bankahruninu, kjósi þeir yfir sig stjórn Skoska þjóðernisflokksins í komandi kosningum til skoska þingsins.

Mikil leit að sex skátum í Arkansas

Mikil leit stendur nú yfir af hópi sex skáta sem saknað er eftir helgarferð í skóglendi í Arkansas. Skátarnir, sem eru 14 ára gamlir, koma frá Lafayette í Louisiana.

Mannfjöldinn krafðist hefndar

Meira en tvö þúsund Líbíumenn komu saman í Trípolí í gær við útför næstyngsta sonar Múammars Gaddafís og þriggja barna hans í gær. Mikil reiði var í mannfjöldanum, sem krafðist hefndar.

Sjá næstu 50 fréttir