Fleiri fréttir

Um 500 þúsund Bretar hafa aldrei unnið handtak

Á Bretlandi voru um 500 þúsund manns sem höfðu aldrei unnið eitt einasta starf á ævinni þegar að Verkamannaflokkurinnfór frá völdum á síðasta ári. Þetta sýna tölur bresku hagstofunnar. Fjöldi þeirra nánast tvöfaldaðist á árunum 1997-2010, eftir því sem fram kemur á vef Daily Mail.

Ástand Giffords betra

Þingmaðurinn Gabrielle Giffords, sem var skotin í höfuðið fyrr í mánuðinum, hefur verið flutt á endurhæfingarstöð eftir að læknar mátu ástand hennar „gott“ í stað „alvarlegt.“

Facebook-síða stofnandans „hökkuð“

Tölvuþrjótur náði að brjótast inn á Facebook-síðu Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, í gærkvöldi. Þar birti hann „status“ þar sem hann spurði afhverju ætti ekki að breyta Facebook í félagslegt viðskiptanet. Tölvuþrjóturinn hefur ekki fundist.

Þótti vera í of flegnu - myndinni því breytt

Íranskir fjölmiðlar breyttu mynd sem tekin var af Catherine Ashton, framkvæmdastjóra utanríkismála hjá Evrópusambandinu, þegar hún gekk út af fundi með Saeed Jalili varnamálaráðherra Írans. Ástæðan var sú að írönskum fjölmiðlum þóttu sjást of mikið í bringuna á henni.

Heppnir Norðmenn

Tveir Norðmenn unnu sitthvorar 46,7 milljónirnar í Víkingalottóinu í kvöld. Tölurnar voru 4 18 25 29 39 47. Bónustölurnar voru 31 og 44 og þá var ofurtalan 45.

Námuverkamenn fórust í gassprengingu

Að minnsta kosti fimm námuverkamenn fórust þegar að sprenging varð í kolanámu í norðaustur Kólumbíu. Fyrstu fregnir af málinu greindu frá því að þrjátíu námuverkamenn væru fastir neðanjarðar en yfirvöld hafa nú staðfest að þrettán hafi lokast inn í námunni.

Ben Ali eftirlýstur um allan heim

Stjórnvöld í Túnis hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Zine Ben Ali, fyrrverandi forseta landsins sem hraktist í útlegð á dögunum vegna mikilla mótmæla í landinu. Handtökuskipunin nær einnig til nánustu fjölskyldu Ben Alis. Dómsmálaráðherra Túnis segir að alþjóðalögreglan Interpol hafi verið beðin um að hafa hendur í hári forsetans fyrrverandi en hann er sagður staddur í Sádí Arabíu. Yfirvöld vilja ákæra leiðtogann fyrrverandi fyrir þjófnað og fjárdrátt.

Sonur Mubaraks flýr land

Sonur Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, flúði land í gær samkvæmt arabískum fjölmiðlum eftir að óeirðir brutust út í Kairó með þeim afleiðingum að þrír létust og þúsundir slösuðust.

Selja börn óléttra kvenna

Búlgarska lögreglan hefur upprætt mansalshring þar í landi sem flytur þungaðar konur til Egyptalands þar sem þær eru neyddar til þess að eignast börnin og þau svo seld.

Þrír látnir og þúsundir slasaðir eftir mótmæli í Kairó

Að minnsta kosti þrír létust í ofbeldisfullum mótmælum í Kairó í Egyptalandi í gær en lögreglan batt í nótt enda á óeirðirnar. Skipuleggjendur mótmælanna segja óeirðirnar í gær marka upphafið af endinum á valdatíð núverandi stjónrvalda.

Hörð átök í Kaíró - táragasi beitt

Þúsundir mótmæla í Kairó í Egyptalandi í einhverjum fjölmennustu mótmælum sem fram hafa farið í Mið-Austurlöndum. Hörð átök brutust út í dag þegar mótmælendum og lögreglu lenti saman. Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur, sem eru andvígir stjórn Hosni Mubaraks, sem hefur stjórnað Egyptalandi í 30 ár.

Þúsundir mótmæltu Mubarak

Þúsundir manna söfnuðust saman á götum Kairó, höfuðborgar Egyptalands í dag, og kröfðust afsagnar Hosni Mubaraks, forseta landsins.

Hryðjuverk á Filippseyjum

Tveir létust og minnsta kosti átján slösuðust í sprengingu sem varð í strætisvagni í Manilla á Filippseyjum í nótt. Talið er að sprengjan sé verk hryðjuverkamanna. Sprengjunni var komið fyrir undir sæti inni í strætisvagninum en hún var mjög öflug. Ekki er ljóst hversu margir voru í strætisvagninum en einhverjir farþegar sluppu ómeiddir. Ekki er vitað hverjir voru að verki samkvæmt AP fréttastofunni.

Braust inn á Facebook-síðu forseta Frakklands

Óprúttin tölvuþrjótur braust inn á Facebook-síðu forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy í fyrradag og tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram til embættis forseta.

Mótmæli boðuð í Egyptalandi

Mótmæli hafa verið boðuð í Egyptalandi á morgun. Heldur sundurleitur hópur mun sameina krafta sína í mótmælunum, en það eru ungir aðgerðarsinnar, verkamenn, fótboltaaðdáendur og íslamistar.

Þriggja leitað vegna hryðjuverkanna í Moskvu

Þriggja manna er leitað í tengslum við hryðjuverkin á flugvelli í Moskvu í gær þar sem 35 létust og um 150 slösuðust. Rússnesk yfirvöld fengu ábendingar fyrir um viku síðan að það yrði hugsanlega ráðist á flugvöllinn.

Tugir létust í sprengingu í Moskvu

Að minnsta kosti 31 lét lífið á Domodedovo flugvellinum í Moskvu í mikilli sprengingu í dag. Fleiri en hundrað eru sárir en fyrstu vísbendingar benda til þess að um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða. FLugvöllurinn er í um 40 kílómetra fjarlægð frá miðbæ Moskvu og er hann fjölfarnasti flugvöllur borgarinnar. Lögreglan í Moskvu hefur í kjölfar sprengingarinnar stóraukið öryggisgæsluna í borginni og á öðrum flugvöllum.

Neyðarfundur vegna stjórnarkreppu í Írlandi

Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, hefur boðað til neyðarfundar í dag með forystumönnum stærstu stjórnmálaflokkanna þar í landi. Stjórnarkreppa ríkir á Írlandi eftir að Græningjar sögðu sig frá stjórnarsamstarfinu í gær og óljóst hvort að umdeilt fjárlagafrumvarp verði samþykkt á írska þinginu. Frumvarpið er forsenda þess að Írar fái áttatíu og fimm millljarða evru lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Græningjar segjast vera tilbúnir að styðja frumvarpið en með þeim skilyrðum að afgreiðslu þess verði flýtt og boðað til kosninga strax í næsta mánuði.

Ljónakjöt á matseðlinum

Mexískóskur veitingastaður í Arizonafylki Bandaríkjanna stefnir á að auka við fjölbreytilegan matseðilinn á næstunni en þegar er þar boðið upp á krókódílakjöt, kengúrukjöt og snákakjöt.

Mansal í Kína að aukast

Mansal færist í aukanna í Kína samkvæmt þarlendum fjölmiðlum en glæpasamtök eru farin að nýta sér neyð og fátækt kínverskra kvenna í meira mæli. Þannig eru kínverska konur úr fátækum héruðum landsins neyddar í vændi í Evrópu, suðaustur Asíu og Afríku.

Rússneskur njósnari orðinn þáttakynnir

Rússneski njósnarinn og kynbomban Anna Chapman er orðinn þáttastjórnandi í rússneskum ráðgátu-þætti. Anna varð heimsfræg þegar í ljós kom að hún hafði starfað sem rússneskur njósnari í Bandaríkjunum. Í dag er hún heimsfræg, ekki síst fyrir kynþokkann.

Sýklalyf geta leitt til asma

Börn sem fá sýklalyf áður en þau verða sex ára gömul eru helmingi líklegri til þess að fá asma samkvæmt norska blaðinu Verdens Gange. Rannsókn var framkvæmd í Þrándheimi í Noregi en fjórtán hundruð börnum og mæðrum var fylgt frá óléttu til sex ára aldurs.

Misnotaðir aðgerðarsinnar mótmæla

Aðgerðarsinnar af kvenkyni ætla að mótmæla fyrir utan Scotland Yard í Bretlandi í dag og krefjast þess að fá nöfn allra lögreglumannanna sem fóru sem flugumenn inn í samtök þeirra.

Breskar konur þurfa að hætta að sukka

Konur í Bretlandi eru líklegri til þess að fá brjóstakrabbamein meðal annars vegna mikillar áfengisdrykkju. Þetta kemur fram í rannsóknum sem greint var frá í Bretlandi í gær. Alls fá 46 þúsund konur árlega brjóstakrabbamein í Bretlandi.

Óttast mafíuhefndir

Bandaríska alríkislögreglan óttast blóðbað í New York eftir að 127 mafíósar voru handteknir í borginni. Sérfræðingar telja mafíuna hyggja á hefndir þar sem innvígðir flugumenn hljóðrituðu samtöl þeirra.

Söfnuðu braki af bændum og stálu hönnuninni

Sérfræðingum í bandaríska hernum brá heldur betur í brún á dögunum þegar kínverski herinn frumsýndi nýja stealth herþotu sem er nær ógjörningur að sjá á flugi. Svo virðist sem hönnun vélarinnar sé stolin.

Aldrei fleiri sjórán en 2010

Sjórán náðu nýjum hæðum á nýliðnu ári en þá voru 53 skip og áhafnir þeirra tekin yfir af sjóræningjum. Í gögnum Alþjóða siglingamálastofnunarinnar kemur fram að 49 sjórán voru úti fyrir ströndum Sómalíu. Alþjóðlegur floti herskipa kom í veg fyrir að enn fleiri skip væru tekin af sómalískum sjóræningjum sem hafa haldið hafsvæðinu í herkví um árabil.

Ríkisstjórn Írlands sprungin

Ríkisstjórn Írlands er sprungin, að því er fréttastofa BBC greinir frá. Græningjar ákváðu í dag að draga sig út úr ríkisstjórninni. Því er búist við því að kosið verði í Írlandi í næsta mánuði en áður hafði verið gert ráð fyrir að kosningar færu fram þann 11. mars næstkomandi.

Græningjar ákveða hvort þeir halda áfram

Græningjar á Írlandi ákveða í dag hvort þeir ætli að halda áfram þátttöku í ríkisstjórn landsins. Ef flokkurinn dregur sig í hlé í ríkisstjórnarsamstarfinu munu kosningar verða haldnar í næsta mánuði, en áður hafði verið gert ráð fyrir að þær yrðu þann 11. mars.

Enn meiri flóðum spáð

Enn meiri flóðum er spáð í Ástralíu á næstunni og segja veðurfræðingar að stórt flóð allt að 90 kílómetra að lengd fari yfir norðurhluta Victoríu fylkis þar í landi innan tíu daga.

Staðgöngumóðir heldur barninu

Dómari í Bretlandi hefur dæmt að staðgöngumóðir sem ákvað að ganga með barn fyrir par skuli halda barninu. Konan samþykkti að ganga með barnið fyrir parið en snerist svo hugur og vildi ekki láta það af hendi. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að það þjónaði hagsmunum barnsins, sem er

Birna hafnaði litlum húni

Danskir dýravinir eru í sárum eftir að það mistókst að koma ísbjarnarunga sem birna ól í Skandinavisk Dyrerpark þar í landi. Húnninn var veikburða vegna þess að birnan neitaði að sinna honum eftir að hann kom í heiminn.

Cameron stefnir að fleiri vinnufundum

Leiðtogafundur Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, sem haldinn var í London á fimmtudag, verður einungis sá fyrsti, verði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að ósk sinni.

Efast ekki um Íraksstríðið

Heilu ári áður en Bretar og Bandaríkjamenn réðust inn í Írak var Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Breta, orðinn sannfærður um nauðsyn þess að steypa Saddam Hussein af stóli.

Britney Spears enn gríðarlega vinsæl

Bandaríska söngkonan Britney Spears nýtur enn mikilla vinsælda. Von er á plötu með vorinu en fyrir rúmri viku setti hún smáskífu í sölu með laginu Hold It Against Me. Smáskífan hefur slegið í gegn er í efsta sæti á hinum þekkta vinsældarlista Billboards.

Þingkonan flutt á endurhæfingarstöð

Bandaríski þingmaðurinn, Gabrielle Giffords, var síðdegis flutt á endurhæfingarstöð í Houston í Texas. Tæpar tvær vikur eru frá því að hún var skotin í höfuðið af stuttu færi.

Fær að fara á netið

Aung San Suu Kyi, leiðtogi Lýðræðisflokksins í Myanmar, hefur loksins fengið aðgang að internetinu en tveir mánuðir eru frá því að hún var látin laus úr stofufangelsi. Herforingjastjórnin gaf nýverið leyfi fyrir því að hún fengi þráðlausa tengingu við internetið. Tæknimenn gengu frá tæknihliðinni í dag.

Svipt hjúkrunarleyfinu eftir kynmök við sjúkling

Hjúkrunarkona í Oklahómafylki Bandaríkjanna hefur verið svipt leyfinu til að starfa sem hjúkrunarfræðingur næstu tuttugu árin eftir að hún hafði kynmök við deyjandi sjúkling sinn á heimili hans.

Sjá næstu 50 fréttir