Fleiri fréttir

Hryllilegur morðvettvangur var leikmynd í hryllingsmynd

Lögreglan í Pittsburgh í Bandaríkjunum var kölluð að hóteli í borginni en þar virtist hafa verið framið hrottalegt morð. Í einu herbergjanna voru blóðslettur upp um alla veggi og höfuðleður lá á gólfinu. Málið var stórt og lögreglustjóri borgarinnar mætti á vettvang og lýsti því fyrir blaðamönnum að um væri að ræða hræðilegustu aðkomu sem hann hefði séð á sínum langa ferli sem spannaði 35 ár.

Lesbískar Barbídúkkur á umdeildu dagatali

Framleiðendur Barbí eru æfir og ætla að lögsækja listamenn sem búið hafa til dagatal með nektarmyndum af Barbídúkkum í lesbískum ástarlotum. Argentínsku listamennirnir Breno Costa and Guilherme Souza segjast hafa unnið dagatalið í samvinnu við leikfangaframleiðandann Matcbox sem er í eigu framleiðenda Barbí, Matell.

Bannað að hangsa

Frá og með næstu áramótum verður bannað að sitja eða liggja á hinum fjölförnu og líflegu gangstéttum San Francisco, og yfirleitt að hangsa þar.

Hrædd um að brjóstin verði gerð upptæk

Þjóðverji einn hefur krafist þess að fyrrverandi kærasta hans endurgreiði honum tæpar 600 þúsund krónur en hann hafði borgað fyrir brjóstastækkun hennar áður en þau hættu saman. Kærastan, sem kölluð er Anastasia í þýska blaðinu Bild, segist logandi hrædd um að brjóstin, eða sílíkon púðarnir öllu heldur, verði gerð upptæk.

Telja Picasso verkin stolin

Fjölskylda Pablos Picasso hefur höfðað mál á hendur rafvirkja sem skaut upp kollinum með 271 áður óséð verk eftir listamanninn.

Enn sótt að Obama vegna uppruna hans

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá enn einu málinu þar sem því var haldið fram að Barack Obama væri ekki bandarískur ríkisborgari.

Norðmenn blása á Wikileaks

Jónas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs segir að norskir diplomatar verði ekki múlbundnir á nokkurn hátt í kjölfar Wikileaks skjalanna.

Handrukkari hvað?

Ítalski handverksmaðurinn Giuseppe Raeli var ekkert að kalla til handrukkara þegar menn tregðuðust við að greiða reikninga hans. Hann einfaldlega drap þá sem borguðu ekki.

Wikileaks: Næsti leki afhjúpar bankakerfið

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, sem í gær birti 250 þúsund leyniskjöl úr bandarísku utanríkisþjónustunni, segir í samtali við Forbes tímaritið, að næsti leki muni afhjúpa spillingu bankakerfisins í heiminum.

Hélt bekkjarfélögum sínum í gíslingu

Nemandi við menntaskóla í Wisconsins í Bandaríkjunum hélt 23 nemendum og kennara þeirra í gíslingu í nokkrar klukkustundir í gærkvöldi. Lögregla var kölluð að skólanum skömmu eftir að nemandinn sem var fimmtán ára gamall, dró upp tvær skammbyssur og hótaði að skjóta bekkjarfélaga sína.

Stærsta húsleit alríkislögreglu

Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, staðfestir að yfirvöld rannsaki mál sem tengist hugsanlegum fjármálabrotum á Wall Street.

Stórskotalið frestar æfingu

Suður-kóreski herinn tilkynnti í gær að til stæði að hefja á ný stórskotaliðsæfingar á eyjum skammt frá norður-kóresku yfirráðasvæði. Stuttu síðar var tilkynnt að æfingunum hefði verið frestað.

Rússar staðfesta glæp Stalíns

Rússneska dúman, neðri deild rússneska þjóðþingsins, samþykkti fyrir helgi yfirlýsingu þar sem staðfest er að Jósef Stalín hafi gefið út skipun um fjöldamorðin í Katýnskógi Pólskir ráðamenn fögnuðu yfirlýsingunni og sögðu hana marka tímamót í samskiptum landanna.

Palestínumenn í innbyrðis deilum

Meðan Ísraelar og Palestínumenn eiga í stopulum friðarviðræðum hafa Palestínumenn innbyrðis einnig reynt að slíðra sverðin, með álíka litlum árangri. Sveinn Rúnar Hauksson segir þetta stóra málið meðal Palestínumanna í dag.

Játar að hafa fyrirskipað 80 prósent morða í Ciudad Juraez

Lögreglan í Mexíkó handsamaði Arturo Gallegos Caestrellon í borginni Ciudad Juraez sem er landamærabær við Bandaríkin. Arturo er grunaðu um að vera ábyrgur fyrir 80 prósent morða í borginni, sem hafa verið 2700 bara á þessu ári.

Lóðrétt á leið til andskotans

Litlu munaði að Boeing 737 þota frá Air India færist maí síðastliðnum þegar aðstoðarflugmaðurinn sem er 25 ára gamall var að stilla sæti sitt.

Þú verður víst blindur af því

Það tók lækna í Danmörku nokkurn tíma að komast að því hvað olli því að maður sem leitaði til þeirra varð alltaf blindur um stund eftir að hann fékk kynferðislega fullnægingu.

Ófremdarástand á Kastrup flugvelli

Yfir 160 flugtökum og lendingum var aflýst á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í dag. Talsmaður flugvallarins sagði í samtali við Berlingske Tidende að þetta hafi verið verstu veðurskilyrði sem komið hafa á flugvellinum í 22 ár.

Kristófer Kólumbówicz?

Alþjóðlegur hópur virtra sagnfræðinga hefur komist að þeirri niðurstöðu eftir tuttugu ára rannsóknir að Kristófer Kólumbus hafi verið pólskur innflytjandi.

Sjúkrabílar í hergagnaflutningum

Í einu af skeytunum sem Wikileaks birtir um samskipti milli bandarískra sendiráða og utanríkisráðuneytisins er því haldið fram að Íran hafi notað sjúkrabíla til þess að koma hergögnum til Hisbolla hreyfingarinnar í Líbanon í 34 daga stríði hennar við Ísrael árið 2006.

Ég á sólina -borgiði

Fjörutíu og níu ára spænsk kona hefur slegið eign sinni á sólina og gengið frá öllum skjölum þar að lútandi. Hún hyggst rukka alla þá sem nota þessa eign hennar hvort sem er til ræktunar eða sólbaða.

Ekki tala of hátt í símann

Skrifstofustjóri í bæjarstjórn Karlskrona í Svíþjóð hefur verið rekinn úr starfi fyrir símtal sem hann átti í járnbrautarlest.

Enn eitt áfall fyrir Silviu drottningu

Silvia Svíadrottning hefur orðið fyrir enn einu áfallinu. Í fréttaskýringaþætti í sænska sjónvarpinu í gær var því haldið fram að faðir hennar Walther Sommerlath hafi verið miklu tengdari nazistahreyfingunni en hingaðtil hefur komið fram.

Berlusconi hlær að Wikileaks

Þótt ýmsir ráðamenn víðsvegar um heiminn séu sármóðgaðir vegna ummæla um sig í diplomatapóstum sem Wikileaks hefur birt á það ekki við um forsætisráðherra Ítalíu.

Leslie Nielsen er látinn

Gamanleikarinn Leslie Nielsen er látinn, 84 ára að aldri. Nielsen er frægastur fyrir hlutverk sín í Airplane myndunum og Naked Gun þríleiknum. Hann lést á sjúkrahúsi í Flórída en hann hafði barist við lungnabólgu undanfarið.

Fyrirskipaði að njósnað skyldi um SÞ

Upplýsingar úr 250 þúsund leynilegum skjölum sem vefsíðan Wikileaks hefur undir höndum, voru birtar í fjölmiðlum víða um heim í gærkvöldi. Skjölin sem um ræðir koma úr sendiráðum Bandaríkjanna um allan heim og veita sjaldséða innsýn í starfsemi bandarísku utanríkisþjónustunnar.

Kosta um 600 þúsund líf á hverju ári

Óbeinar reykingar kosta 600 þúsund manns lífið ár hvert. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar, sem birt er í breska læknatímaritinu Lancet. Rannsökuð voru gögn frá árinu 2004 frá alls 192 löndum. Í ljós kom að 40 prósent barna og þrjátíu prósent karla og kvenna sem ekki reykja anda reglulega að sér reyk frá reykingafólki.

Tölvuhakkarar réðust á Wikileaks

Wikileaks síðan, sem birt hefur viðkvæm gögn um stríð Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan auk fleiri gagna, varð fyrir árás tölvuhakkara í dag.

Samkomulag um fjárhagsaðstoð við Írland

Írsk og Evrópsk stjórnvöld ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa komist að samkomulagi um fjárhagsaðstoð við Írland. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vonast til að fjármálaráðherrar aðildarríkja undirriti samkomulagið í dag.

Þúsundir mótmæltu á Írlandi í dag

Þúsundir mótmæltu hugsanlegri aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Írlandi í dag en ríkisstjórn landsins hefur boðað gríðarlegan niðurskurð næstu fjögur árin.

Sprengdu sig í loft upp inn á lögreglustöð

Tveir menn sprengdu sig í loft upp fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í bænum Paktika í Afganistan í morgun. Að minnsta kosti 12 lögreglumenn létust í sjálfsmorðsárásinni og þá eru 13 lögreglumenn særðir.

Sauma þurfti 12 spor í vörina á Barack Obama

Sauma þurfti tólf spor í vörina á Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, eftir að hann var að leika sér í körfubolta með sínum nánustu samstarfsmönnum í gærmorgun. Forsetinn fékk olnbogaskot frá mótherja sínum í vörina á meðan á leiknum stóð.

Óheppinn ellilífeyrisþegi í Þýskalandi

Lögreglan í Þýskalandi þurfti að bjarga ellilífeyrisþega úr prísund í kjallaranum sínum fyrir helgi. Maðurinn hafði ætlað að innsigla innganginn að kjallaranum, en varð fyrir því óláni að standa öfugu megin við innganginn og múraði sjálfan sig inni.

Dauða hermanna verður hefnt

Tveir Suður-Kóreskir hermenn sem létust í stórskotaárásum Norður-Kóreu á eyjuna Jon-pjong fyrr í vikunni voru jarðsungnir í gærkvöldi.

Upplýsa með leynd um leka

Breska stjórnin staðfesti í gær að bandarísk stjórnvöld hefðu skýrt frá því við hverju mætti búast í væntanlegum leka á vefsíðunni Wikileaks. Bretar vildu þó ekki upplýsa blaðamenn um það hvert inntak lekans gæti orðið.

Bjargað eftir 50 daga á reki

Unglingum frá Fiji eyju var í gær bjargað eftir 50 daga á reki í litlum bát. Einn drengjanna er 14 ára en hinir tveir 15. Þeir lögðu upp frá heimili sínu 5. október síðastliðnum á tólf feta kænu sem þeir ætluðu að sigla til nágrannaeyjar. Síðan heyrðist ekkert til þeirra.

Komnir heim

Rússneskt Soyuz geimfar flutti í dag tvo Bandaríkjamenn og einn Rússa heim frá Alþjóðlegu geimstöðinni. Þeir höfðu verið um borð í geimstöðinni frá 15. júní. 2. nóvember síðastliðinn héldu þeir uppá að tíu ár voru liðin frá því geimfarar hófu fyrst störf í stöðinni. Þrír geimfarar eru þar enn um borð, einn Bandaríkjamaður og tveir Rússar. Þeir fá til sín þrjá nýja félaga 17. desember næstkomandi.

Önnur sprenging í kolanámunni

Enn ein sprenging varð í dag í kolanámunni á Nýja Sjálandi þar sem 29 námumenn fórust. Sprengingin varð næstum upp á mínútu einni viku eftir fyrstu sprenginguna sem talið er að hafi orðið námumönnunum að fjörtjóni.

Bandaríkin jafna við Rússa í Afganistan

Bandarískt herlið hefur í dag verið í Afganistan í níu ár og 50 daga. Það er nákvæmlega jafn lengi og Sovéski herinn hélt þar út á árunum 1979 til 1989.

Segja Kóreu á barmi styrjaldar

Norður-Kórea hóf í dag á ný skothríð í grennd við eyna sem ráðist var á fyrr í þessari viku. Ekki var þó skotið á eyna sjálfa heldur á haf út.

Bandaríkjamenn dauðhræddir við diplomatapósta

Bandarísk stjórnvöld eru nú að búa bandalagsþjóðir sínar undir leka á tæplega þrem milljónum tölvupósta sem hafa farið á milli utanríkisráðuneytisins og sendiráða Bandaríkjanna undanfarin ár.

Sjá næstu 50 fréttir