Fyrirskipaði að njósnað skyldi um SÞ 29. nóvember 2010 06:00 Julian Assange. Wikileaks lá niðri fram eftir degi í gær eftir árás tölvuþrjóta í aðdraganda skjalabirtingarinnar.Fréttablaðið/AP Upplýsingar úr 250 þúsund leynilegum skjölum sem vefsíðan Wikileaks hefur undir höndum, voru birtar í fjölmiðlum víða um heim í gærkvöldi. Skjölin sem um ræðir koma úr sendiráðum Bandaríkjanna um allan heim og veita sjaldséða innsýn í starfsemi bandarísku utanríkisþjónustunnar. Meðal þess sem kemur fram í skjölunum er að Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, og fleiri leiðtogar í arabaheiminum hafa hvatt Bandaríkin til að gera innrás í Íran til bregðast við tilraunum Írana til að koma sér upp kjarnavopnum. Þar er einnig lýst yfir miklum áhyggjum af öryggi kjarnaefna í Pakistan sem nota mætti til að smíða kjarnavopn og sagt er frá umfangsmiklu tölvuþrjótaneti kínverskra stjórnvalda. Bandarísk stjórnvöld fordæmdu skjalabirtinguna í gær og sögðu hana stefna lífi bandarískra ríkisborgara í hættu. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, vísaði gagnrýninni á bug og sagði bandarísk stjórnvöld hrædd við að svara fyrir gjörðir sínar. Tölvuþrjótar réðust á Wikileaks um miðjan dag í gær og lá síðan niðri fram á kvöld. Nokkrir alþjóðlegir fjölmiðlar, þar á meðal New York Times og The Guardian, höfðu hins vegar fengið aðgang að skjölunum með fyrirvara og birtu upplýsingar úr þeim í gærkvöldi. Einhvers misskilnings virðist gæta um tengsl Wikileaks við Ísland því Liz Cheney, fyrrum starfsmaður í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og dóttir Dicks Cheney fyrrum varaforseta, kom fram á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær og hvatti þar íslensk stjórnvöld til að loka fyrir vefsíðuna. Í skjölunum kunna að leynast upplýsingar um samskipti Bandaríkjamanna við íslensk stjórnvöld eða lýsingar á íslenskum stjórnmálamönnum. Enginn þeirra fjölmiðla sem fengið hafa aðgang að skjölunum hafði þó fjallað um íslensk málefni í gærkvöldi, en í gögnum á vefsíðu Guardian kemur fram að alls 290 skjöl eru frá sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík. Nýjasta skjalið er frá 24. febrúar 2010 en það elsta frá 20. desember 2005. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Upplýsingar úr 250 þúsund leynilegum skjölum sem vefsíðan Wikileaks hefur undir höndum, voru birtar í fjölmiðlum víða um heim í gærkvöldi. Skjölin sem um ræðir koma úr sendiráðum Bandaríkjanna um allan heim og veita sjaldséða innsýn í starfsemi bandarísku utanríkisþjónustunnar. Meðal þess sem kemur fram í skjölunum er að Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, og fleiri leiðtogar í arabaheiminum hafa hvatt Bandaríkin til að gera innrás í Íran til bregðast við tilraunum Írana til að koma sér upp kjarnavopnum. Þar er einnig lýst yfir miklum áhyggjum af öryggi kjarnaefna í Pakistan sem nota mætti til að smíða kjarnavopn og sagt er frá umfangsmiklu tölvuþrjótaneti kínverskra stjórnvalda. Bandarísk stjórnvöld fordæmdu skjalabirtinguna í gær og sögðu hana stefna lífi bandarískra ríkisborgara í hættu. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, vísaði gagnrýninni á bug og sagði bandarísk stjórnvöld hrædd við að svara fyrir gjörðir sínar. Tölvuþrjótar réðust á Wikileaks um miðjan dag í gær og lá síðan niðri fram á kvöld. Nokkrir alþjóðlegir fjölmiðlar, þar á meðal New York Times og The Guardian, höfðu hins vegar fengið aðgang að skjölunum með fyrirvara og birtu upplýsingar úr þeim í gærkvöldi. Einhvers misskilnings virðist gæta um tengsl Wikileaks við Ísland því Liz Cheney, fyrrum starfsmaður í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og dóttir Dicks Cheney fyrrum varaforseta, kom fram á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær og hvatti þar íslensk stjórnvöld til að loka fyrir vefsíðuna. Í skjölunum kunna að leynast upplýsingar um samskipti Bandaríkjamanna við íslensk stjórnvöld eða lýsingar á íslenskum stjórnmálamönnum. Enginn þeirra fjölmiðla sem fengið hafa aðgang að skjölunum hafði þó fjallað um íslensk málefni í gærkvöldi, en í gögnum á vefsíðu Guardian kemur fram að alls 290 skjöl eru frá sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík. Nýjasta skjalið er frá 24. febrúar 2010 en það elsta frá 20. desember 2005. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“