Erlent

Leslie Nielsen er látinn

Gamanleikarinn Leslie Nielsen er látinn, 84 ára að aldri. Nielsen er frægastur fyrir hlutverk sín í Airplane myndunum og Naked Gun þríleiknum. Hann lést á sjúkrahúsi í Flórída en hann hafði barist við lungnabólgu undanfarið.

Nielsen sem fæddur var í Kanada, hóf ferilinn í alvarlegum myndum en þegar hann sló í gegn í Airplane árið 1980 var ekki aftur snúið og lék hann í rúmlega 100 gamanmyndum á ferlinum.

Meðfylgjandi myndskeið sýnir nokkur klassísk atriði með Nielsen.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×