Erlent

Dauða hermanna verður hefnt

Íúar eyjunnar Yeongpyeong hafa reynt að bjarga því sem bjargað verður úr rústum húsa sinna eftir árás Norður-Kóreu á eyjuna.
Íúar eyjunnar Yeongpyeong hafa reynt að bjarga því sem bjargað verður úr rústum húsa sinna eftir árás Norður-Kóreu á eyjuna. Mynd/AFP
Tveir Suður-Kóreskir hermenn sem létust í stórskotaárásum Norður-Kóreu á eyjuna Jon-pjong fyrr í vikunni voru jarðsungnir í gærkvöldi.

Hershöfðingi sem hélt ræðu við athöfnina fullyrti að dauða þeirra yrði hefnt, en vaxandi reiði gætir í Suður-Kóreu gagnvart Norðanmönnum.

Mörgum Sunnanmönnum þykir sem forsetinn Lí Mjung-Bak hafi ekki brugðist við árásinni af nægilegri hörku og kalla eftir hefnd, en bæði Bandarísk og Kínversk stjórnvöld reyna hins vegar að stilla til friðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×