Fleiri fréttir

Þjófarnir elska facebook

Þjófar elska Facebook. Þar finnast nefnilega mikilvægar upplýsingar um ferðalög, frítíma og vinnutíma. Það léttir óprúttnum aðilum vinnu þeirra við innbrot, segir í grein á danska vefnum business.dk. Þar er bent á að stöðufærslur á Facebook eða Twitter geti kostað fólk flatskjá, eða jafnvel hægindastóla.

Áttburamamman á leið á götuna

Nadya Suleman, sem eignaðist áttbura fyrir tveimur árum og hlaut heimsfrægð fyrir, er í vandræðum. Hún skuldar 450 þúsund dollara í húsi sem hún flutti inn í eftir fæðinguna og fyrri eigandi ætlar að krefjast þess að hún verði borin út ásamt börnum sínum 14, en konan átti sex lítil börn áður en áttburarnir komu undir. Öll komu börnin í heiminn með aðstoð gerfifrjóvgunar.

Nýfundin tegund var áður útbreidd í Asíu

Fornmenn sem uppi voru í Síberíu fyrir meira en 30 þúsund árum blönduðust nútímamönnum. Þetta sýnir greining á erfðaefni fornmannanna og frumbyggja eyja norðaustur af Ástralíu, sem sagt er frá í nýjasta hefti vísindaritsins Nature.

Endurskin á norsk hreindýr

Norska vegagerðin vinnur nú að því að endurskinsmerkja hreindýr landsins svo síður verði ekið á þau.

Khodorkovsky fundinn sekur

Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky var í morgun fundinn sekur um fjárdrátt af dómara í Moskvu. Khodorkovsky, sem eitt sinn var á meðal auðugustu manna heims, afplánar nú þegar átta ára fangelsisdóm fyrir fjársvik og skattaundanskot og nú gæti hann þurft að dúsa í fangelsi í sex ár til viðbótar.

Forseti S-Kóreu herskár

Forseti Suður Kóreu hét því í ræðu sem hann hélt í morgun að sunnanmenn myndu bregðast við af fullri hörku ef norðanmenn myndu gera aðra árás í svipuðum dúr og þegar fjórir suðurkóreumenn létust í síðasta mánuði.

Allsherjarverkfall á Fílabeinsströndinni

Stuðningsmenn Alessane Outtara, sigurvegara í forsetakosningum á Fílabeinsströndinni, hafa boðað til allsherjarverkfalls í landinu sínum manni til stuðnings en sitjandi forseti neitar að stíga til hliðar. Alþjóðasamfélagið hefur viðurkennt Outtara sem sigurvegara kosninganna en Laurent Ghabo segir brögð hafa verið í tafli.

Snjóbylur á austurströnd Bandaríkjanna

Snjóstormur skall á austurströnd Bandaríkjanna um helgina og hefur hann haft í för með sér miklar raskanir á samgöngum í landshlutanum. Um 1400 flugferðir féllu niður um jólahelgina þegar milljónir Bandaríkjamanna voru á faraldsfæti. Miklar umferðartafir hafa einnig verið auk þess sem tafir hafa orðið á lestarferðum. Í Maryland, New Jersey, Virginínu og Norður-Karólínu var neyðarástandi lýst yfir vegna veðursins og íbúar í Georgíu og Suður-Karólínu héldu hvít jól í fyrsta sinn í rúma öld. Upptök veðursins eru rakin til mikillar lægðar úti fyrir ströndum Norður Karólínu og hefur hún færst upp strandlengjuna eftir því sem liðið hefur á.

Tveir látast í árás á Gasa

Ísraelsmenn skutu niður tvo Palestínumenn í loftárás á Gasa, en samkvæmt ísraelska hernum ætluðu mennirnir að koma fyrir sprengjum á öryggisgirðingu á landamærunum við Ísrael.

Flóttamenn flýja til Líberíu

Nágrannaþjóðir Fílabeinsstrandarinnar hafa hótað að beita hervaldi gegn ríkisstjórn Gbagbo, sem heldur enn fast um stjórnartaumana þrátt fyrir að hafa tapað í nýafstöðnum kosningum.

Störe heillaður af Wikileaks

Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, segir Wikileaks-málið vera forvitnilegt að mörgu leyti þar sem leyniskjölin gefi innsýn í samskipti milli ríkja.

Konungur piparsveinanna genginn út

Konungur piparsveinanna og stofnandi Playboy tímaritsins, Hugh Hefner, trúlofaði sig á Jóladag. Hin heppna heitir Crystal Harris og er að sjálfsögðu fyrrverandi Playboy-módel, nánar tiltekið desemberstúlka 2009.

Líkbúð í fjárhagskröggum

Heldur sérkennileg verslun í Los Angeles í Bandaríkjunum á í fjárhagskröggum þessa dagana. Verslunin er rekin af dánardómstjóranum í Los Angeles og selur margvísislega hluti merktum embættinu og í anda þess.

Sex ár frá flóðbylgjunni í Indlandshafi

Heimsbyggðin stóð á öndinni fyrir sex árum þegar 230 þúsund manns fórust í flóðbylgju sem skall á Asíu. Minningarathafnir hafa verið haldnar víða í dag.

Síðbúinn jarðskjálfti á Nýja-Sjálandi

Sterkur jarðskjálfti reið yfir borgina Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi. Skjálftinn átti uppruna sinn aðeins fimm kílómetrum frá borginni og telja jarðskjálftafræðingar að um eftirskjálfta sé að ræða.

Ástralir flykkjast á jólaútsölur

Það er stór dagur í dag fyrir verslunarglaða í hinum enskumælandi heimi en í dag er boxing day - þá hefjast jólaútsölur.

Obama spilar golf á Hawai yfir jólin

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, eyðir jólafríinu á heimaslóðum í Kailua á Hawai. Hann verður þar í ellefu daga með fjölskyldunni og hyggst spila golf.

Neyðarástand á flugvöllum í Evrópu

Þúsundir ferðalanga eru fastir á flugvöllum víða um Evrópu. Frost og snjókoma veldur því að flugferðum hefur verið seinkað og aflýst. Rýma varð flugstöðvarbyggingu á Charles de Gaulle flugvellinum í París í gær vegna hættu á að þak byggingarinnar myndi hrynja vegna snjóþyngsla.

Kona sprengdi sig í loft upp í Pakistan

Að minnsta kosti 40 manns lféllu þegar að kona sprengdi sig í loft upp í bænum Khar í Bajaur-héraði í Pakistan í morgun. Yfir 50 aðrir eru særðir og óttast er að tala látinni kunni að hækka þar sem margir eru alvarlega slasaðir.

Þúsundir hlýddu á páfann

Um tíuþúsund manns hlýddu á Benedikt sextánda páfa þegar að hann flutti árlega jólapredikun sína. Öryggisgæsla var mikil við guðsþjónustuna enda varð páfinn fyrir árás við þetta tækifæri fyrir ári síðan. Konan sem réðst á páfa hafði áður reynt að ráðast á hann ári fyrr.

Páfinn flutti Bretum jólakveðju

Benedikt sextándi páfi minntist heimsóknar sinnar til Bretland í september með einstakri hlýju í skilaboðum sem hann sendi bresku þjóðinni á myndbandi í gegnum breska ríkisútvarpið.

Síðbúnu réttlæti fagnað í Argentínu

Jorge Videla, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Argentínu árin 1976-81, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir pyntingar og morð á 31 fanga, sem flestir voru á sínum tíma sagðir hafa verið „skotnir á flótta“ fyrstu mánuðina eftir byltingu herforingjanna.

Hótanir magnast á báða bóga á Kóreuskaga

Gagnkvæmar hótanir Suður- og Norður-Kóreu mögnuðust jafnt og þétt í gær þegar suður-kóreski herinn efndi til mikilla heræfinga skammt frá landamærum Norður-Kóreu.

Hvaða fólk er á þessari mynt?

Sérstök mynt hefur verið slegin á Bretlandi til þess að minnast trúlofunar Vilhjálms bretaprins og Kate Middleton. Gagnrýnisraddir eru þegar teknar að heyrast vegna þess að parið á myntinni þykir ekki vitund líkt turtildúfunum.

Bréfsprengjur springa í Róm

Tveir eru sárir eftir að bréfasprengjur sprungu í sendiráðum Sviss og Chíle í Róm í dag. Starfsmaður svissneska sendiráðsins er með alvarlega höfuðáverka eftir sprenginguna en í Chíleska sendiráðinu slasaðist sá sem bréfið opnaði lítillega. Ítalska lögreglan leitar nú í öllum sendiráðum borgarinnar að svipuðum sprengjum í varúðarskyni.

Byssumenn rændu pósthús í Osló

Grímuklæddir byssumenn rændu pósthús í Osló í morgun. Norskir miðlar segja að mörgum skotum hafi verið hleypt af inni í pósthúsinu en sjö manns voru í afgreiðslunni þegar mennirnir tveir létu til skarar skríða.

Ekki talin frekari þörf fyrir neyðarlög

Átta mánaða neyðarástandi á Taílandi verður aflétt í dag. Var það sett eftir að mikil mótmæli brutust út í Bangkok, höfuðborg landsins, þar sem yfir níutíu manns létust.

Breyting á háloftavindum veldur vetrarhörkum

Vetrarhörkurnar sem hrjáð hafa íbúa í norðanverðri Evrópu með miklum samgöngutruflunum og valdið snjókomu á miðju sumri í Ástralíu eru tilkomnar vegna breytinga á streymi háloftavinda.

Þurfa ekki lengur að ljúga í hernum

Barack Obama Bandaríkjaforseti efndi eitt af kosningaloforðum sínum í gær þegar hann undirritaði lög sem afnema bann við því að samkynhneigðir hermenn í Bandaríkjaher tjái sig opinskátt um kynhneigð sína.

Öngþveiti á vegum Danmerkur vegna snjókomu

Búist er við miklu öngþveiti á flestum vegum í Danmörku í dag vegna mikillar ofankomu og skafrennings. Lögreglan á Mið og Vestur Jótlandi þurfti að óska eftir aðstoð frá danska hernum vegna ófærðarinnar í nótt.

Suður-Kórea hótar öllu illu

Suður-Kóreuher hótaði Norður-Kóreu hörðum refsingum geri her norðanmanna árás í framhaldi af heræfingum sunnanmanna í gær.

Dæmdur í lífstíðarfangelsi

Fyrrverandi forseti Argentínu, Jorge Rafael Videla, var dæmdur í dag í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyninu. Hann var einn af 30 mönnum sem voru ákærðir vegna mannréttindabrota sem voru framin í forsetatíð hans.

Þiggur ekki bónusinn

Colin Matthews, yfirmaður Heathrow flugvallar í London, lýsti því yfir í dag að hann myndi ekki þiggja árlegan 170 milljóna króna bónus vegna mikilla tafa sem hafa orðið á flugi þar vegna fannfergis.

Reynt að greiða úr flækjunni á flugvöllum í Evrópu

Flugvallarstarfsmenn víðsvegar um Evrópu berjast nú við að hjálpa þúsundum farþega heim fyrir jólin. Miklar vetrarhörkur víða um Evrópu hafa lamað samgöngukerfi álfunnar á sama tíma og fjöldi fólks er á faraldsfæti í jólafríinu, annað hvort á leið í frí eða á leið heim til sín fyrir jól.

Mikil hætta á borgarastríði á Fílabeinsströndinni

Mikil hætta er á að borgarastríð brjótist út á Fílabeinsströndinni á ný en nýafstaðnar forsetakosningar hafa sett allt í bál og brand þar. Þetta segir Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sem sakar sitjandi forseta, Laurent Gabo um að reyna að reka friðargæsluliða úr landi á ólögmætan hátt.

Tveir frambjóðendur lausir úr varðhaldi í Hvíta-Rússlandi

Hvíta-Rússland Tveimur forsetaframbjóðendum í Hvíta-Rússlandi, sem voru handteknir í mótmælum vegna úrslita kosninganna, hefur verið sleppt úr haldi. Fimm forsetaframbjóðendur eru enn í haldi ásamt hundruðum annarra mótmælenda.

Ákærður fyrir fleiri morð

Peter Mangs, 38 ára Svíi sem er grunaður um eitt morð og nokkrar skotárásir í Malmö undanfarið ár, hefur verið ákærður fyrir tvö morð og fimm skotárásir til viðbótar við fyrri ákærur. Hann er nú grunaður um þrjú morð og tíu morðtilraunir.

Vanbúnir þegar snjóar mikið

Siim Kallas, samgöngustjóri Evrópusambandsins, gagnrýnir rekstur flugvalla í Bretlandi og víðar fyrir að hafa ekki nægan viðbúnað þegar snjóar mikið, eins og gerst hefur í Evrópulöndum undanfarna daga.

Sjá næstu 50 fréttir