Fleiri fréttir

Símakynlíf á 21. öldinni

Danska farsímafyrirtækið Sonofon hyggst seinna á þessu ári hefja dreifingu á klámefni gegnum farsímakerfi sitt. Þetta gera þeir vegna þrýstings frá viðskiptavinum sínum, sem frá fyrsta nóvember munu geta hlaðið niður klámmyndum og myndskeiðum, á sama hátt og þeir sækja í dag hringitóna, leiki og skjásvæfur.

Talin hafa eitrað fyrir fólki

Ungur hjúkrunarfræð­ingur var handtekinn í Turku í Finnlandi vegna gruns um að hafa myrt tvo sjúklinga á heimili fyrir geðfatlaða í nágrenni Tampere, að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat.

Skaut samverkamann í augað

Ránstilraun tveggja manna í Bandaríkjunum endaði með ósköpum þegar annar ræninginn skaut hinn í augað fyrir misgáning.

Líklegt að Gul verði forseti

Stjórnarflokkur Receps Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur valið utanríkisráðherra landsins, Abdullah Gul, sem forsetaefni flokksins.

Skall í fjallshlíðina og lét lífið

Ungur ástralskur fallhlífastökkvari lét lífið eftir að hann hoppaði af fjallstindi í Romsdal í Noregi í dag. Maðurinn var í hópi fjögurra annarra manna sem voru að stunda svokallað "base jump". Talið er maðurinn hafi skollið utan í fjallshlíðina áður en hann gat opnað fallhlíf sína.

Benjamin Netanyahu endurkjörinn formaður Likud bandalagsins

Benjamin Netanyahu sigraði andstæðing sinn, Moshe Feiglin, í kosningum um formannsembætti Likud bandalagsins sem fram fóru í Ísrael í dag. Þegar búið var að telja um 80 prósent atkvæða hafði Netanyahu fengið þrjá fjórðu hluta allra greiddra atkvæða.

Rannsaka sannleiksgildi myndbands sem sýnir aftöku

Yfirvöld í Rússlandi rannsaka nú hvort að myndband sem sýnir hægri öfgamenn taka tvo menn af lífi sé raunverulegt. Myndbandið var upphaflega sett á Netið en hefur nú verið fjarlægt. Í myndbandinu heilsa böðlarnir að sið þýskra nasista áður en þeir afhöfða annan manninn og skjóta hinn.

Áhöfn Endeavour telur ferjuna búna til lendingar

Áhafnarmeðlimir Endeavour-geimferjunnar eru handvissir um að skutla sín geti þotið innum lofthjúp jarðar áfallalaust þrátt fyrir hitateppi hennar hafi skemmst við lofttak. Stýrimaður ferjunnar lýsti þessu yfir í dag. Hann sagði að skemmdirnar væru lítilvægar.

Rannsaka hugsanlegt gin- og klaufaveikismit í dýragarði

Bresk yfirvöld rannsaka nú hvort búfénaður í dýragarði skammt frá Surrey í Suður-Englandi hafi sýkst af gin- og klaufaveiki. Fyrr í dag tilkynntu bresk yfirvöld að þau væru einnig að rannsaka hugsanlegt smit á nautgripabúi í Kent. Óttast menn nú að yfirvöldum hafi mistekist að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins.

Sjálfstæð þjóð í 60 ár

60 ár er í dag frá því Pakistanar brutust undan nýlendustjórn Breta og stofnuðu eigin ríki. Þeim tímamótum var fagnað víða um landið í dag. Indverjar fagna sínu frelsi á morgun.

Dregur úr eyðingu skóga Amason

Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum.

Forseti Írans heimsækir Afganistan

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hitti afganska starfsbróður sinn Hamid Karzai í dag þrátt fyrir eindregnar óskir bandarískra yfirvalda um að Karzai tæki ekki á móti honum.

Of þurrt í Kína fyrir hveiti-, og hrísgrjónarækt

Ein helsta búgrein Kína, hveiti-, og hrísgrjónarækt, gæti heyrt sögunni til því ræktunarskilyrði eru einfaldlega ekki fyrir hendi í landinu. Þrátt fyrir að flóð skeki mörg svæði Kína yfir sumartímann er sextíu prósent hins ræktarlega lands of þurr fyrir hveiti-, og hrísgrjónarækt.

Missti fótinn en tók ekki eftir því

Japanskur mótorhjólamaður sem lenti í slysi á hjóli sínu áttaði sig ekki á því að hann hafði misst fótlegginn fyrr en hann hafði ekið áfram um tveggja kílómetra leið

Þurfti að dúsa uppi í tré í heila viku

Ástralskur bóndi þurfti að dúsa uppi í tré í heila viku þegar hann álpaðist inn á svæði sem krökt var af krókódílum. Þegar hann áttaði sig á hættunni rauk hann upp í tré og hafði hann aðeins tvær samlokur til að seðja sárasta hungrið.

Geimgangan gekk vel

Skipt var um einn af fjórum snúðvísum í Alþjóðageimstöðinni í gær. Tveir áhafnarmeðlimir geimskutlunnar Endeavour, sem stödd er við stöðina, héldu í geimgöngu í gær og komu 272 kílógramma nýjum snúðvísi á sinn stað.

Mattel innkallar milljónir leikfanga

Bandaríski leikfangaframleiðandinn Mattel hefur innkallað níu milljónir leikfanga sem framleiddar voru í Kína. Þetta er í annað skiptið á tveimur vikum sem fyrirtækið neyðist til að innkalla leikföng í milljónavís. Um er að ræða leikföng sem talin eru innihalda blý auk þess sem að í sumum leikfangana séu lítil segulstál sem reynt geta hættuleg börnum.

Gul lofar áframhaldandi aðskilnaði

Abdullah Gul, forsetaframbjóðandi AK flokksins í Tyrklandi lofaði því í dag að stjórnmál og trúarbrögð verði áfram aðskilin í landinu, nái hann kjöri.

Krafist að Marta Lovísa Noregsprinsessa afsali sér krúnunni

Krafan um að Marta Lovísa Noregsdrottning afsali sér titli sínum verður háværari með hverjum deginum. Hún er sökuð um að nota sér titilinn og frægðina sem honum fylgi til að græða peninga. Prinsessan hefur komið á fót skóla þar sem nemendum er kennt að tala við engla.

Pakistanar fagna 60 ára sjálfstæði

Sextíu ár eru í dag liðin frá því Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretum. Þeim tímamótum er fagnað í landinu í dag. 1947 var landið sem nú er Pakistan enn hluti af Indlandi sem Bretar réðu þá. Pakistan varð sjálfstætt ríki 14. ágúst það ár, og Indland degi síðar.

Kona látin úr saurgerlasmiti á Skotlandi

Rúmlega sextug kona er látin og fimm eru mikið veikir vegna saurgerlasmits í Paisley í Skotlandi. Talið er að fólkið hafi smitast þegar það borðaði kalt kjötálegg úr sælkeraborði verslunarkeðjunnar Morrisons. Verslunarkeðjan hefur tekið kjötið úr sölu, og segist í yfirlýsingu miður sín vegna atviksins. 21 létust úr sömu tegund gerilsins í Bretlandi árið 1996. Einkenni saurgerlasmits eru magakrampar, niðurgangur, ógleði og sótthiti.

Gin- og klaufaveiki mögulega komin upp á fjórða bænum

Yfirdýralæknirinn í Bretlandi segir grun um gin- og klaufaveiki á fjórða bænum í Kent. Í samtali við BBC vildi Debby Reynolds ekki gefa upp hvar bærinn er, en sagði að öryggissvæði hafi verið afgirt kringum hann. Beðið er niðurstöðu úr rannsóknum á nautgripum á bænum, en Reynold benti á að margt væri líkt með þessu máli og öðru sem kom upp í síðustu viku þegar grunur um smit á bæ í Surrey reyndist rangur.

Handtökuskipun á eiganda Man City staðfest

Hæstiréttur í Tælandi hefur staðfest handtökuskipun sem gefin var út á hendur Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins og eiginkonu hans, fyrir skömmu. Handtökuskipunin var upphaflega gefin út vegna þess að Thaksin mætti ekki fyrir rétt til að svara spillingarákærum vegna sölu á landi sem hann átti í miðborg Bangkok árið 2003, þegar hann var ennþá forsætisráðherra.

Íslaust Norðurheimskaut árið 2040

Vísindamenn búast við því að magn íss á norðurheimskautinu muni ná metlægðum í lok þessa sumars. Mælingar sem Snjó og ís rannsóknarstofnun Bandaríkjanna gerði benda til þess að um þrjátíu prósent minna sé af sjóís nú en í meðalári. Þar sem ís heldur áfram að bráðna fram í miðjan september reikna vísindamennirnir með því að þá verði minna af ís en nokkru sinni áður. Þeir spá því að norðurheimskautið verði orðið íslaust með öllu á sumrin árið 2040.

Bandaríkjamenn kanna tilkall til norðurskautsins

Skip á vegum bandarísku strandgæslunnar er nú á leið í rannsóknarleiðangur á norðurskautið til að kortleggja sjávarbotninn fyrir norðan Alaska. Markmið leiðangursins er að athuga hvort hluti norðurskautsins megi teljast vera bandarískt landsvæði. Bandaríkjamenn neita því hins vegar að ferðin tengist vaxandi samkeppni þjóða um yfirráð yfir Norðurpólnum.

Áfram reynt að bjarga námuverkamönnunum í Utah

Björgunarmenn í Utah fylki í Bandaríkjunum undirbúa nú að bora þriðju holuna í átt til námuverkamannanna sex sem enn er saknað eftir kolanámur hrundu saman síðastliðinn mánudag. Ekkert hefur til mannanna spurst frá því námurnar hrundu og því ekki vitað hvort þeir séu enn á lífi.

Sextíu slasast í sprengingu í Rússlandi

Að minnsta kosti 60 slösuðust þegar sprenging olli því að farþegalest fór útaf spori í Rússlandi í dag. Lestin var á leið frá Moskvu til Pétursborgar þegar atvikið átti sér stað. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni.

Kalashnikov riffillinn 60 ára

Kalashnikov árásarriffillinn rússneski er sextugur á þessu ári. Hönnur þessa heimsfræga drápstóls var heiðraður fyrir hönnunina í heimabæ sínum í dag. Þar bölvaði hann eftirlíkingum og sagðist gleðajst þegar sköpunarverk sitt væri notað í göfugum tilgangi.

2 gíslum sleppt, 18 enn í haldi

Uppreisnarmenn Talíbana í Afganistan létu í dag tvær suður-kóreskar konur lausar úr gíslingu. 18 Suður-kóreumenn eru þó enn í haldi þeirra.

Skákborðsmorðinginn fyrir rétt

Rússneskur fjöldamorðingi hefur verið ákærður fyrir að myrða 49 manneskjur í Moskvu. Alexander Pichushkin, ætlaði sér að merkja alla 64 reitina á skákborði með nöfnum fórnarlamba sinna og er hann því kallaður „skákborðs morðinginn“ af rússneskum fjölmiðlum. Þegar hann var handtekinn játaði hann fyrir lögreglu að hafa myrt 61 mann í Bittsa garðinum í Moskvu.

Allt að gerast um borð í Endeavour

Geimfarar um borð í geimskutlunni Endeavour eru lagðir af stað í aðra geimgöngu sína á Alþjóðageimstöðinni. Erindi þeirra er að skipta um einn af snúðvísum stöðvarinnar. Ráðgert er að geimgangan vari í sex og hálfa klukkustund. Fjórar geimgöngur eru áætlaðar.

Fuglaflensa dregur konu til dauða á Balí

29 ára indónesísk kona lést úr fuglaflensu á eyjunni Balí í gær. Þetta staðfesti heilbrigðisráðuneyti landsins í dag. Þetta er fyrsta mannslát vegna fuglaflensuveirunnar á eyjunni. Samkvæmt yfirlýsingu frá ráðuneytinu lést konan með háan hita á sjúkrahúsi.

Kínverskur leikfangaframleiðandi hengir sig

Forstjóri leikfangaverksmiðju í Kína hefur framið sjálfsmorð í kjölfar hneykslismáls en innkalla þurfti milljónir Fisher Price leikfanga sem framleidd voru í verksmiðjunni. Forstjórinn fannst látinn í verksmiðjunni á laugardag að því er kínverskir fjölmiðlar greina frá.

Fimm ára gamall maraþonhlaupari pyntaður

Biranchi Das þjálfari hins fimm ára gamla indverska maraþonhlaupara Budhia Singh hefur verið ákærður fyrir að misþyrma drengnum. Das var handtekinn eftir að móðir drengsins tilkynnti að hún hefði fundið ör á syni hennar. Þjálfarinn neitar þessum ásökunum.

Verður ekki kærður fyrir þýðingu á Harry Potter

Franskur táningspiltur, sem var handtekinn fyrir að þýða nýjustu Harry Potter bókina yfir á frönsku og birta á netinu, án tilskilinna leyfa, verður ekki kærður fyrir athæfið. Útgefandi bókarinnar í Frakklandi ákvað í samráði við höfundinn, JK Rowling, að falla frá kæra.

Farið fram á að Marta Lovísa afsali sér titlinum

Farið er fram á það í norska blaðinu Bergens Tidende í dag að norska prinsessan Marta Lovísa afsali sér titlinum. Í blaðinu er því haldið fram að hún nýti sér titilinn og frægðina til að græða peninga, en hún hefur komið á fót skóla þar sem nemendum er kennt að tala við engla.

Sænsk ungmenni leika sér að dauðanum

Sænsk ungmenni virðast sum hver leggja stund á það að taka hvort annað hálstaki þar til líður yfir þau. "Leikinn" taka þau upp á símana sína og setja inn á netið. Tugi slíkra myndbanda er að finna á You Tube síðunni.

Ekki búist við miklum hátíðarhöldum á afmælisdegi Castro

Ekki er búist við hefðbundnum hátíðarhöldum í tilefni af 81 árs afmæli Fidel Castro, forseta Cúbu. Á miðnætti var flugeldum skotið á loft í höfuðborginni Havana en ekki er von á frekari viðburðum. Á síðasta afmælisdegi forsetans hélt fólk kertavökur og fór í stuðningsgöngur.

Ótti við heilahimnubólgusmit í flugi til Danmerkur

Grunur vaknaði um að fjórtán ára dönsk stúlka sem var á leið frá Bangkok á Kastrupflugvöll í Danmörku í morgun væri með heilahimnubólgu. Farþegar um borð í SAS-vélinni fengu ekki að yfirgefa hana við komuna til Kastrup fyrr en læknar voru búnir að rannsaka stúlkuna.

Tveimur suðurkóreskum gíslum sleppt í dag

Tveimur af gíslunum 21 frá Suður-Kóreu sem talibanar rændu fyrir rúmum þremur vikum í Afganistan verður sleppt úr haldi í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni talibana að tvímenningarnir séu veikir og munu þeir því koma fólkinu í hendur Rauða krossins um hádegisbil að íslenskum tíma í dag.

Sjónvarpsgláp á unga aldri

Myndbönd fyrir ungabörn gera meira ógagn en gagn. Myndbönd sem eru til þess ætluð að örva heila ungbarna til að auka þroska þeirra gætu í raun orðið til þess að hægja á þróun orðaforða þeirra ef þau eru ofnotuð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn bandarískra vísindamanna við háskólann í Washington.

Rove á förum úr Hvíta húsinu

Karl Rove, einn helsti póltíski ráðhgjafi George Bush Bandaríkjaforseta ætlar að segja af sér á næstu dögum ef marka má blaðaviðtal sem birtist í dag. Þar segir Rove, sem oft hefur verið sagður einn áhrifamesti maðurinn í Hvíta húsinu nú um stundir, segir að það sé tímbært að hætta, hann verði að hugsa um hag fjölskyldu sinnar.

Sjá næstu 50 fréttir