Fleiri fréttir

Búrka-stríð í Danmörku

Danski þjóðarflokkurinn er æfur yfir því að opinbert fé skuli notað til þess að borga dagmömmu sem klæðist búrka. Búrka er klæðnaður múslimakvenna, sem hylur þær frá toppi til táar, og einnig andlitið. Talsmaður þjóðarflokksins segir það engu máli skipta að fjölskyldan sem réði dagmömmuna er islamstrúar.

Evrópusambandið sendir nefnd til Moskvu

Evrópusambandið ætlar sér að senda sendinefnd til Moskvu til þess að ræða ástandið í málefnum Eistlands og Rússlands. Mikil mótmæli hafa verið fyrir utan eistneska sendiráðið í Moskvu undanfarna daga vegna minnismerkis sem Eistar ætla sér færa.

Alþjóðastríðsglæpadómstólinn ákærir vegna Darfúr-héraðs

Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur tveimur mönnum sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi í Darfúr-héraði Súdan. Mennirnir tveir eru Ahmed Haroun, fyrrum innanríkisráðherra Súdan þegar átökin stóðu sem hæst, og herforingi vígamanna, Ali Muhammad Ali Abd-al-Rahman, einnig þekktur sem Ali Kushayb. Súdanir hafa þegar neitað að láta mennina tvo af hendi.

Erdogan fullvissar Evrópuþjóðir um að lýðræði verði virt í Tyrklandi

Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, fullvissaði aðildarþjóðir Evrópusambandsins í kvöld að ástandið í Tyrklandi myndi róast í kjölfar þess að stjórnlagadómstól úrskurðaði að skipan nýs forseta væri ógild. Mikil ólga hefur verið Tyrklandi og blossuðu upp óeirðir í Istanbúl í dag.

Hugsanlega boðað til kosninga

Svo gæti farið að boðað yrði til þingkosninga í Tyrklandi á næstu dögum, en stjórnlagadómstóll þar í landi úrskurðaði í dag að atkvæðagreiðsla þingsins um skipan nýs forseta væri ógild. Loftið í Tyrklandi er lævi blandið vegna málsins og óeirðir blossuðu upp í Istanbúl í dag.

Tíu ár frá sigri Verkamannaflokksins

Líklegt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum í næstu viku. Tíu ár eru í dag frá því Blair tók við embætti eftir stórsigur Verkamannaflokksins á Íhaldsmönnum.

Tillögur til að bregðast við loftlagsbreytingum

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, útnefndi í dag þrjá fulltrúar til að koma með tillögur til að bregðast við loftlagsbreytingum. Meðal þeirra sem Ki-moon útnefndi er Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs.

Meintur fjöldamorðingi lýsir yfir sakleysi sínu fyrir rétti

Réttarhöld yfir bretanum Steve Wright, sem ákærður er fyrir að hafa myrt fimm vændiskonur í desember á síðasta ári hefjast í janúar á næst ári. Steve lýsti sig saklausan af morðunum fyrir undirrétti í borginni Ipswich í dag.

10 ár frá valdatöku Blairs

Áratugur er í dag frá því að Tony Blair tók við embætti forsætisráðherra í Bretlandi. Hann er þaulsætnasti leiðtogi Verkamannaflokksins breska en á þó langt í land með að slá met þess forsætisráðherra Breta sem lengst hefur setið í Downing-stræti 10.

Brestir komnir í ríkisstjórnarsamstarfið

Brestir eru þegar komnir í ríkisstjórn Ísresl eftir að skýrsla rannsóknarnefndar um stríðsreksturinn gegn Hizbollah-liðum í Líbanon í fyrra var birt í gær. Nefndin gagnrýnir Ehud Olmert, forsætisráðherra, og Amir Peretz, varnarmálaráðherra, harðlega og segir þá hafa farið út í stríð að illa ígrunduðu máli og án skýrra markmiða. Olmert ætlar ekki að víkja og einn aðstoðarráðherra sagði af sér í morgun vegna þess.

Kastró lét ekki sjá sig

Fidel Kastró, leiðtogi Kúbu, var fjarverandi þegar haldið var upp á baráttudag verkalýðsins í höfuðborg landsins, Havana, í dag. Kastró hefur verið fjarri opinberu sviðsljósi allt frá því að hann fór í uppskurð vegna veikinda fyrir níu mánuðum.

Margir mótmælendur handteknir í Istanbúl

Tyrkneska lögreglan hefur handtekið mörg hundruð mótmælendur eftir að til átaka kom í miðborg Istanbúl í morgun. Vinstrimenn höfuð komið þar saman til að minnast blóðbaðs í borginni þann fyrsta maí fyrir þrjátíu árum.

Landsstjórn Grænlands sprungin

Landsstjórnin á Grænlandi sprakk í gær. Deilur um rækjukvóta urðu til þess að vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit klauf sig út úr henni. Jafnaðarmenn í Siumut flokknum og hægrimenn í Atassut, sem einnig sátu í stjórninni, reyna nú að mynda nýja.

Leiðtogi al-Kaída í Írak fallinn

Abu Ayyub al-Masri, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna í Írak, féll í innbyrgðis átökum andspyrnumanna í smáþorpi norður af Bagdad í morgun. Íraska innanríkisráðuneytið greinir frá þessu. Al-Masri tók við stjórn samtakanna eftir að Abu Musab al-Zarkawi féll í loftárás Bandaríkjahers í júní í fyrra.

Opinberir starfsmenn í Bretlandi í verkfall

Þúsundir opinberra starfsmanna í Bretlandi munu á morgun taka þátt í eins dags verkfalli til þess að krefjast hærri launa og aukins starfsöryggis. Talið er að allt að 200.000 á rúmlega 200 starfsstöðum muni starfsmenn leggja niður störf á morgun. Stéttarfélagið segir að verkfallið sé tilkomið vegna þess að ríkisstjórnin sé að nota starfsmenn sína til þess að reyna að hafa stjórn á verðbólgunni.

Lífslíkur örvhentra kvenna lægri

Ný rannsókn gefur til kynna að líklegra sé að örvhentar konur láti lífið fyrr en rétthentar konur, sérstaklega úr krabbameini eða æðasjúkdómum. Vísindamennirnir benda á hugsanlega sé um að ræða tilviljun og að sannanirnar séu langt í frá fullnægjandi. Engu að síður benda margar rannsóknir til tengsla á milli þess að vera örvhentur og að vera með hina ýmsu kvilla sem síðan lækka lífslíkur.

Ætla að lýsa verkfall ólöglegt

Atvinnumálaráðherra Perú, Susana Pinilla sagði í dag að stjórnvöld þar í landi ætli síðar í vikunni að lýsa verkfall námuverkamanna þar í landi ólöglegt. Hún tók fram að aðeins fimm prósent námuverkamanna hefði tekið þátt í verkfallinu.

Sögulegt samkomulag um flugsamgöngur í höfn

Bandaríkin og Evrópusambandið skrifuðu í dag undir tímamótasamning í flugmálum. Hann leyfir flugfélögum að fljúga frá hvaða flugvelli sem er í Evrópu til hvaða flugvallar sem er í Bandaríkjunum og öfugt. Engar takmarkanir verða á fjölda flugferða, hvers konar flugvélar verða notaðar eða hvaða leiðir verður flogið.

Wolfowitz ætlar ekki að segja af sér

Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðabankans, hefur neitað að segja af sér. Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, lýsti í dag yfir stuðningi við hann.

Stjórnarherinn heitir hefndum

Stjórnarherinn í Súdan hét því í dag að berja niður bandalag uppreisnarhópa í Darfúr-héraði landsins þar sem þeir drápu herforingja sem hafði lent þyrlu sinni á svæðinu vegna vélarbilunar. „Herinn, sem fordæmir þessa grimmu og svikulu árás, heitir því að svara henni með enn þyngri árásum... og mun brjóta þessa uppreisnarmenn á bak aftur.“ Þetta hafði ríkisfréttastöð Súdan eftir herforingja í súdanska hernum í dag.

Evrópusambandið og Bandaríkin funda

Evrópusambandið og Bandaríkin voru á einu máli um að loftslagsbreytingar væru forgangsmál og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði að hann þyrfti að sannfæra Vladimir Putin, forseta Rússlands, um nauðsyn eldflaugavarnarkerfis í Evrópu. Þetta kom fram á fundi í Hvíta húsinu í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og George W. Bush sátu fundinn.

Herskip mögulega við landið til lengri tíma

Yfirmaður norska hersins segir afar mikilvægt að herinn geti stundað æfingar á Íslandi eins og nýtt varnarsamkomulag landanna geri ráð fyrir. Hann segir að til greina komi að hafa herskip við landið til lengri tíma. Formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins segir varnasamstarf við Ísland fela í sér mikla möguleika en gagnrýnir norsk stjórnvöld fyrir að hafi teygt fulllangt í samningum við Ísland.

Sprengingar heyrast frá Græna svæðinu

Allt að tólf háværar sprengingar heyrðust í miðborg Bagdad í kvöld og reykur sást stíga upp frá Græna svæðinu svokallaða. Talið er að reykurinn hafi komið frá svæði írakskra stjórnvalda. Enn hafa engar fregnir borist af mannfalli eða skemmdum.

Olmert segir ekki af sér

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í sjónvarpsávarpi í kvöld að hann myndi ekki segja af sér. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir 30 daga stríðið í Líbanon í fyrra. Olmert sagðist þó ætla að vinna að því að leiðrétta þau mistök sem gerð hefðu verið.

Erdogan hvetur til samstöðu og stillingar

Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, skoraði í dag á tyrknesku þjóðina til þess að sýna samstöðu. Ávarpið var tekið upp á laugardaginn og var sýnt í sjónvarpi í Tyrklandi í dag. Er því ætlað að slá á spennuna milli þeirra sem vilja aðskilja trú- og stjórnmál annars vegar og stuðningsmanna íslamista hins vegar. Mikill óróleiki hefur verið í landinu vegna þess að nýr forseti landsins mun líklega koma úr röðum íslamista.

Neitaði að fjalla um forsjárdeilu lesbía

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað að taka upp mál tveggja kvenna sem eiga í forræðisdeilu út af barni sem önnur þeirra eignaðist meðan þær voru í lesbískri sambúð. Konurnar bjuggu í Virginíufylki, en fóru til Vermont árið 2000, þar sem þar eru leyfð borgaraleg hjónabönd samkynhneigðra. Árið 2002 var önnur þeirra gervifrjóvguð og eignaðist dóttur.

Lífstíðar fangelsi fyrir hryðjuverk

Fimm breskir islamistar voru dæmdir í lífstíðar fangelsi í dag, fyrir að undirbúa stórfelld hryðjuverk í landinu. Ætlan þeirra var að búa til sprengiefni úr 600 kílóum af ammoníum nítrat áburði, til þess að hefna fyrir stuðning Breta við Bandaríkjamenn eftir 11. september árásirnar. Mennirnir fimm voru í tengslum við þá sem myrtu 52 í sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum árið 2005.

Enn í sjokki

Þegar starfsmenn líkhúss á sjúkrahúsi í Dublin komu til þess að sækja mann sem hafði látist á einni deild sjúkrahússins byrjuðu þeir á að breiða lak fyrir andlit hans. Svo ýttu þeir rúminu á undan sér út af sjúkrastofnunni. Þá vaknaði líkið og settist upp.

Illa ígrundað stríð

Forsætisráðherra Ísraels er harkalega gagnrýndur í skýrslu rannsóknarnefndar sem fjallaði um stríðið gegn Hisbolla í Líbanon, á síðasta ári. Ehud Olmert er sagður hafa hrundið stríðinu af stað án þess að hafa nokkra ígrundaða áætlun um framgang þess. Olmert hefur enga reynslu sem hershöfðingi, og það sem Ísraelum finnst jafnvel enn verra; það hefur varnarmálaráðherrann ekki heldur. Ísraelskir fjölmiðlar segja að þar leiði haltur blindan.

Skjalda -hættu að prumpa

Metan er einna sterkust af þeim gastegundum sem teljast til gróðurhúsalofttegunda. Það er 23 sinnum öflugra við að binda hita í gufuhvolfinu en kol-díoxíð. Vísindamenn segja ef hægt yrði að hafa stjórn á útblæstri metans væri það risastórt skref í því að draga úr loftslagsbreyttingum.

Scotty er kominn upp

"Beam me up Scotty," er líklega ein af frægustu setningum kvikmyndasögunnar, þótt hún hafi í raun aldrei verið sögð í Star Trek þáttunum sem hún var hermd uppá. Scotty var Montgomery Scott, yfirvélstjóri á geimfarinu Enterprise. Réttu nafni hét hann James Doohan.

Tískudrósin Björk slær í gegn

Gallinn sem Björk var í á tónleikum sem hún tók þátt í í Kaliforníu á föstudag (sjá mynd) , þótti slaga hátt upp í svanadressið sem vakti hvað mesta athygli á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2001. Á hátíðinni í Kaliforníu voru saman komin þrjátíu og sjö bönd og plötusnúðar, sem drógu að sér yfir 50 þúsund áhorfendur. Björk var tekið með drynjandi fögnuði.

Ísraelsk stjórnvöld gagnrýnd

Búist er við að stuðningsmenn jafnt sem andstæðingar krefjist afsagnar Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, eftir að skýrsla rannsóknarnefndar um stríðsrekstur Ísraela í Líbanon í fyrra verður birt í dag. Olmert og Amir Peretz, varnarmálaráðherra, eru harðlega gagnrýndir fyrir mistök í starfi.

Umdeild kosning til Tyrklandsforseta fyrir dóm

Umdeilt fyrirkomulag til forsetakosninga í Tyrklandi mun koma til kasta stjórnskipulegs dómstóls í landinu. Fyrirkomulagið er sagt etja veraldarsinnum gegn ráðandi stjórnmálaflokki Íslamista. Rétturinn er nú að skoða málamiðlun frá stjórnarandstöðunni um að hætta við forsetakosninguna.

Fimm Bretar sakfelldir fyrir að skipuleggja sprengjuherferð

Fimm Bretar voru í morgun sakfelldir fyrir að skipuleggja sprengjuárásir víðsvegar um Bretland. Lestir, verslunarmiðstöð og næturklúbbar áttu að vera skotmörk fimmennninganna. Mennirnir hugðust notast við 600 kíló af heimagerðu sprengjuefni sem framleiða átti úr áburði.

Hópkynlíf stundað á steinöld

Hópkynlíf, kynlífsþrælar og kynlífsleikföng eru ekkert nýtt fyrirbæri. Timothy Taylor, fornleifafræðingur við Bradford háskólann í Bretlandi, segir að forfeður okkar á steinöld hafi stundað fjölbreytt kynlíf og ekkert dregið af sér. Fram til þessa hefur verið talið að steinaldrarmenn hafi eðlað sig eins og dýr, til þess eins að viðhalda stofninum.

Aftökum fjölgar í Saudi-Arabíu

Tveir menn voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu dag. Þá hafa 47 manns verið hálshöggnir það sem af er þessu ári. Á síðasta ári voru 34 teknir af lífi og 36 árið þar á undan. Aftökur í Saudi-Arabíu eru oftast með þeim hætti að menn eru hálshöggnir opinberlega.

Strokufangi saknaði klefafélaganna

Strokufangi sem strauk úr fangelsi í Búlgaríu sneri þangað aftur vegna þess að hann saknaði félaga sinna innan fangelsismúranna. Vassil Ivanov sagðist ekki hafa þolað frelsið án þeirra. Ivanov var dæmdur fyrir þjófnað árið 1996 og fékk 11 ára fangelsisdóm. Hann strauk úr fangelsinu eftir níu ára vist árið 2005 þegar hann fékk að fara heim í stutt páskafrí.

Árás á lögreglustöð í Aþenu

Handsprengju var kastað á lögreglustöð í Aþenu í morgun, og sautjan skotum skotið á hana úr skammbyssum. Enginn slasaðist en skemmdir urðu á húsinu og lögreglubílum. Talið er að árásarmennirnir tilheyri einhverjum hópi stjórnleysingja og vinstri manna, sem hafa gert margar árásir á lögreglustöðvar og banka undanfarnar vikur.

Miklir eldar í Manchester

Eldur logar nú í miðbæ Manchester borgar á Englandi og fimm hæða bygging er að hruni komin. Eldurinn hefur náð að læsa sig nærliggjandi hús. Rúmlega 100 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn.

Ekki borgað fyrir eldsneyti í heilt ár

Norðmaðurinn Stig Breisten hefur ekki borgað fyrir eldsneyti á bílinn sinn í heilt ár. Hann notar jurtaolíu á díselvélina sína og fær hana gefins á knæpu í næsta nágrenni við sig.

Óttast heittrúaðan forseta

Mörg hundruð þúsund Tyrkir tóku komu saman í miðborg Istanbúls í dag til að sýna stuðning við veraldlega stjórnarhætti í landinu. Margir Tyrkir óttast að heittrúaður múslimi verði valinn forseti og vilja allt gera til að koma í veg fyrir það.

Sjá næstu 50 fréttir