Fleiri fréttir

Reikniþraut leyst eftir 120 ár

Lið stærðfræðinga í Bandaríkjunum hefur leyst 120 ára gamla stærðfræðiráðgátu. Fjöldi vísindamanna skilur samt sem áður ekki um hvað hún snýst. Lausnin er svo flókin að handskrifuðu niðurstöðurnar myndu þekja alla Manhattan eyju í New York. Það jafngildir plássi á hörðum diski fyrir 45 daga samfellda spilun tónlistar á MP3 formi.

Barátta Obama og Clintons hafin

Tíu mánuðum áður en forvalskosningar bandarísku stjórnmálaflokkanna fara fram hafa átökin á milli stuðningsmanna Hillary Clinton og Barack Obama hafist. En núna er baráttan háð á internetinu.

Ákærður fyrir samstarf með hryðjuverkamönnum

Fyrrum sjóliði í bandaríska hernum hefur verið ákærður fyrir að gefa hryðjuverkamönnum leynilegar upplýsingar um staðsetningu herskipa Bandaríkjamanna. Bandarísk yfirvöld skýrðu frá þessu í kvöld. Hassan Abujihaad, 31 árs, var handtekinn í Phoenix í Bandaríkjunum fyrir stuttu.

700 manna gifting í Belgíu

Um 700 belgar létu gefa sig saman í táknrænni athöfn í flæmska bænum St-Niklaas í norðurhluta Belgíu í kvöld. Í febrúar sem leið höfðu þrjú pör neitað að láta svartan prest sem þar starfar gefa sig saman.

Létu háttsettan uppreisnarmann lausan

Bandaríski herinn þurfti að láta lausan einn helsta aðstoðarmann sjía klerksins Moqtada al-Sadr að beiðni forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki. Ahmed Shibani, sem hafði verið í haldi Bandaríkjamanna í meira en tvö ár, var háttsettur aðstoðarmaður al-Sadr. Al-Sadr er óvinveittur Bandaríkjunum og er leiðtogi Mehdi hersins sem Bandaríkjamenn hafa sagt helstu ógnina við öryggi í Írak.

Fékk ekki skilnað þrátt fyrir barsmíðar

Þýskur dómari neitaði nýverið að veita konu ættaðri frá Marokkó skilnað, þrátt fyrir að eiginmaður hennar hefði lamið hana ítrekað. Ástæðuna sagði dómarinn vera að Kóraninn leyfði barsmíðar á heimilinu. Í úrskurði sínum sagði dómarinn, sem er kvenkyns, að þar sem parið kæmi frá menningarheimi þar sem ofbeldi innan heimilisins viðgengist og væri viðurkennt, fengi konan ekki skilnað frá eiginmanni sínum.

Starbucks og McCartney: Gott kaffi

Bandaríska kaffifyrirtækið Starbucks hefur sagt frá því að fyrsti tónlistamaðurinn sem skrifar undir hjá nýju plötufyrirtæki þeirra sé Sir Paul McCartney. Fyrirtækið lýsti því yfir í síðustu viku að það myndi brátt leita samninga við listamenn en það hefur áður aðeins gefið út tónlist sem hefur áður komið út.

Írakar ræða við uppreisnarhópa

Stjórnvöld í Írak hafa undanfarna daga átt í viðræðum við forvígismenn uppreisnarhópa sem ekki tengjast al-Kaída. Háttsettur starfsmaður stjórnvalda skýrði frá þessu í dag.

Þingið skipar rágjöfum Bush að bera vitni

Nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur samþykkt tilskipun sem neyðir ráðgjafa George W. Bush, Bandaríkjaforseta, til þess að bera vitni á meðan þeir eru eiðsvarnir. Hvíta húsið hafði áður sagt að það myndi ekki leyfa ráðgjöfunum að ræða við nefndina ef þeir væru eiðsvarnir.

83 flugferðum frestað

Flug skandinavíska flugfélagsins SAS, til og frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn, lá niðri í morgun þegar flugþjónar og flugfreyjur fóru í nokkurra klukkustunda skyndiverkfall.

Lík hermanna vanvirt

Fimmtán manns hafa látið í lífið í átökum uppreisnarmanna og sómalska stjórnarhersins í dag, þeim hörðustu frá því íslamistar voru hraktir frá völdum í lok síðasta árs. Kveikt var í líkum hermanna og þau dregin eftir götum höfuðborgarinnar, Mogadishu.

Chirac styður Sarkozy

Jacques Chirac, Frakklandsforseti, lýsti í dag yfir stuðningi við Nicolas Sarkozy fyrir forsetakosningar sem fram fara í landinu í vor. Yfirlýsingin hefur mikla þýðingu fyrir Sarkozy því grunnt hefur verið á því góða með þeim Chirac undanfarin ár.

Enn barist í Pakistan

Að minnsta kosti 50 manns létu lífið í átökum ættbálkahöfðingja og al-Kaída liða í norðvesturhluta Pakistan í dag. Þar með hafa nálægt 100 manns látið lífið í átökum á svæðinu undanfarna þrjá daga. Svæðið er nálægt landamærum Pakistan og Afganistan. Báðir aðilar stefna að því að koma NATO frá Afganistan en innbyrðis deilur á milli hópanna leiddu til átakanna.

Varar við árásum á Íran

Æðsti trúarleiðtogi Írana, Ali Khamenei, varaði í dag við því að Íranar myndu hefna allra árása sem á þá yrðu gerðar. Khamenei hefur áður hótað því að Íranar muni ráðast gegn Bandaríkjamönnum ef þeir ráðast gegn kjarnorkuáætlunum landsins. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt í tilefni af nýársfagnaði Írana.

Slys um borð í breskum kjarnorkukafbát

Tveir meðlimir breska sjóhersins létu lífið í slysi um borð í kjarnorkukafbáti rétt í þessu. Ekki er vitað hvernig slysið varð. Bresk stjórnvöld hafa þó fullyrt að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á starfsemi kjarnaofnsins um borð í bátnum og að engin hætta stafi því af honum. Ef að kjarnaofninn hefði orðið fyrir tjóni hefðu verið miklar líkur á umhverfisslysi í kjölfarið.

Gore varar við loftslagsbreytingum

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, varaði í dag við því að neyðarástand gæti skapast um allan heim ef bandaríska þingið gripi ekki til aðgerða í loftslagsmálum. Þetta sagði hann á fundi með nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins í dag. Hann tók fram að enn væri ekki of seint að koma í veg fyrir hamfarir.

Öskutunna...James Öskutunna

Bresk yfirvöld eru farin að setja örlitlar öryggismyndavélar á öskutunnur, til þess að grípa fólk sem stundar "meiriháttar umhverfisglæpi" eins og veggjakrot og að setja öskutunnurnar út á vitlausum dögum. Hverfisstjórnin í Ealing, í vesturhluta Lundúna, er nýjasta hverfisstjórnin sem hefur keypt njósnamyndavélar í þessu skyni.

Önnur hver grænlensk stúlka íhugar sjálfsmorð

Önnur hver unglingsstúlka á Grænlandi hefur íhugað að fremja sjálfsmorð, og einn af hverjum fimm drengjum. Þriðja hver stúlka hefur reynt að fremja sjálfsmorð og tíundi hver drengur. Þetta er niðurstaða könnunar danska heilbrigðisráðuneytisins sem gerð var meðal

Sænska lögreglan umkringir kjarnorkuver

Sænska lögreglan hefur sett upp vegatálma við Forsmark kjarnorkuverið vegna sprengjuhótunar. Forsmark er í grennd við Uppsali, norðan við Stokkhólm. Lögreglan í Uppsölum hefur beðið um aðstoð sprengjusérfræðinga frá höfuðborginni. Christer Nordström, talsmaður lögreglunnar staðfestir að hótun hafi borist, en gefur ekki frekari upplýsingar að sinni.

Glerbrú yfir Grand Canyon

Mikil brú með glergólfi hefur verið reist á barmi Miklagljúfurs í Bandaríkjunum og nær hún rúma tuttugu metra fram af brúninni. Þegar litið er í gegnum glergólfið blasir gljúfurbotninn við, einum og hálfum kílómetra fyrir neðan. Tæpast fyrir lofthrædda. Það var bandarískur kaupsýslumaður sem reisti brúna og hún kostaði rúma tvo milljarða króna.

Dæmdir fyrir að hálshöggva skólastúlkur

Indónesískur dómstóll dæmdi í morgun þrjá íslamska öfgamenn fyrir að myrða þrjár kristnar skólastúlkur á eynni Sulawesi árið 2005. Mennirnir, eru sagðir tilheyra hinum herskáu samtökum Jemaah Islamiyah. Þeir hálshjuggu stúlkurnar úti á akri og fóru svo með höfuð þeirra í nærliggjandi þorp.

Verkfalli hjá SAS aflýst

Verkfalli flugfreyja og flugþjóna hjá flugfélaginu SAS sem hófst í morgun var aflýst nú fyrir stundu. Alls þurfti að fresta 83 flugferðum til og frá Kastrup-flugvelli í Danmörku vegna kjaradeilu starfsfólks í farþegarými, alls um 1.600 manns, við vinnuveitendur sína. Enn á eftir að ná sáttum í deilunni en stjórnendur SAS sögðu í morgun að verkfallið væri með öllu ólöglegt.

Viðræður um kjarnorkuáætlun liggja niðri

Viðræður sexveldanna svonefndu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna liggja niðri annan daginn í röð. Þeir vilja ekki snúa aftur að samningaborðinu fyrr en þeir hafa fengið aðgang að bankareikningum í Makaó sem voru frystir á sínum tíma.

Chirac lýsir yfir stuðningi við Sarkozy

Jacques Chirac, forseti Frakklands lýsti í dag yfir stuðningi við Nocolas Sarkozy, frambjóðanda hægrimanna fyrir forsetakosningarnar í vor. Þeir hafa ekki verið miklir vinir til þessa en talið er að stuðningsyfirlýsing Chirac muni hjálpa Sarkozy mikið í baráttunni. Þá sagði Chirac að Sarkozy mun láta af starfi innanríkisráðherra eftir helgi og muni þaðan af helga sig kosningabaráttunni. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram 22. apríl.

Uppreisnarmenn beita börnum fyrir sig

Talsmaður bandaríska hersins sagði í dag að uppreisnarmenn í Írak hefðu notað börn í sprengjuárás. Hershöfðinginn Michael Barbero sagði að bíl hefði verið hleypt í gegnum öryggishlið þar sem tvö börn sátu í aftursætunum. Bíllinn var síðan sprengdur í loft upp.

Betur má ef duga skal í Afganistan

Fulltrúar frá Afganistan og öðrum þjóðum mæltu viðvörunarorð vegna ástandsins í Afganistan á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Hver á fætur öðrum steig í pontu og bentu allir á að ofbeldi í landinu væri enn að aukast, fíkniefnastarfsemi hvers konar blómstraði og hægt gengi að byggja upp stofnanir í landinu.

Gáfu út 10.000 vegabréf til svikahrappa

Þúsundum manna, og þar á meðal tveimur sem dæmdir hafa verið fyrir hryðjuverkaárásir, tókst að verða sér út um vegabréf hjá breska innanríkisráðuneytinu á fölskum forsendum á síðastliðnu ári. Allt í allt er talið að um tíu þúsund vegabréf sé um að ræða.

Segir demókrötum að taka tilboðinu

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í kvöld að demókratar ættu að taka tilboði hans um að leyfa tveimur háttsettum aðstoðarmönnum hans að ræða við þingnefnd á þeirra vegum. Bush hefur neitað því að leyfa demókrötum að yfirheyra aðstoðarmenn sína eiðsvarna. Aðstoðarmennirnir sem um ræðir eru Karl Rove og Harriet Miers.

Hóta að draga úr valdi FBI

Þingmenn í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa hótað því að afnema þær lagaheimildir sem Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur til þess að rannsaka hugsanlega hryðjuverkamenn. Á þetta við um bæði demókrata og repúblikana.

Þriðjungur írösku lögreglunnar spilltur

Háttsettur lögregluforingi í írösku lögreglunni sagði í dag að hann gæti ekki treyst þriðjungi lögreglumanna sinna þar sem hollusta þeirra væri hjá ólöglegum vígahópum. Lögregluforinginn, Abdul Hussein Al Saffe, sagði enn fremur að hann gæti ekki rekið þá þar sem þeir nytu verndar stjórnmálamanna.

Átök blossa upp í Pakistan

Fleiri en 50 manns hafa látið lífið í átökum stuðningsmanna al-Kaída og talibana í norðvesturhluta Pakistan. Yfirvöld í Pakistan skýrðu frá þessu í dag. Átökin hafa geisað á svæðinu síðan á mánudaginn.

Ástandið í Írak veldur vonbrigðum

Utanríkisráðherra segir að ástandið í Írak valdi vissulega vonbrigðum en það sé áfram stefna íslensku ríkisstjórnarinnar að styðja írösku þjóðina eftir megni. Fjögur ár eru í dag frá upphafi átaka í landinu og endurreisn landsins heldur áfram í skugga ofbeldis.

Lentu í deilum við konu á Hebron

Íslenskur karlmaður um tvítugt var færður til yfirheyrslu hjá ísrelsku lögreglunni í Hebron á Vesturbakkanum í fyrradag. Ísraelsk kona sem þau lentu í útistöðu við hafði þá kært danska vinkonu hans fyrir líkamsárás. Atvikið náðist allt á myndband.

Handtóku 171 í aðgerðum gegn mafíunni

Ítalska lögreglan handtók í dag vel á annað hundrað manns í aðgerðum gegn mafíunni í Napólí. Heilu fjölskyldurnar voru þá sendar í steininn en alls var um 171 manns að ræða. Þúsund lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Eiturlyfjahringur var leystur upp og afhjúpuð ýmis glæpastarfsemi sem mun að sögn lögreglu hafa skilað jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna króna í tekjur á mánuði.

Lögreglan stöðvaði líkfylgd

Lögregla í Hollandi hefur verið gagnrýnd fyrir að stöðva líkfylgd til að taka öndunarpróf af ökumönnum. Syrgjendurnir voru nýlagðir af stað frá kirkju í Enschede á leið til kirkjugarðsins Usselo. Lögreglan leyfði líkbílnum og fjórum næstu bílum að halda ferðinni áfram. Tíu bifreiðum fjölskyldumeðlima og vina var hins vegar vikið til hliðar.

Uppnám í Evróvision

Mikið uppnám varð í Evróvision söngvakeppninni, í gær, þegar í ljós kom að bresku þáttakendurnir höfðu leynilega liðsmenn. Í söngbandinu Scooch eru tvær stúlkur og tveir piltar. Í keppninni í gær kom í ljós að þau höfðu tvær stúlkur baksviðs, sem sungu með. Hinir þáttakendurnir urðu öskureiðir og sökuðu Scooch um svindl og svínarí. Um að hafa leikið að þau væru að syngja.

Ísraelar hunsa Norðmann

Ísraelar hafa aflýst öllum fundum með Raymond Johansen, ráðuneytisstjóra norska utanríkisráðuneytisins. Johansen er í Miðausturlöndum og átti í gær fund með Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Hamas í þjóðstjórn Palestínumanna. Hann átti að hitta ísraelska ráðamenn í dag, en þeim fundum var aflýst.

Lélegur brandari

Tuttugu og níu ára gamall Kaupmannahafnarbúi hefur verið dæmdur í tíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að segja að hann væri með skammbyssu. Það þótti lélegur brandari á Kastrup flugvelli, þar sem maðurinn var að fara um borð í flugvél til útlanda.

Kinnbeinin orsökuðu hrakfarir

Kínverskur maður lét minnnka kinnbeinin í lýtaaðgerð til að eiginkonan myndi lifa lengur. Spákonur sögðu Lang Qiang að konan myndi deyja á undan honum, vegna kinnbeinanna. Lang var sannfærður um að það væri rétt þar sem konan var einstaklega óheppin, en hann ekki.

Flóttamannabúðir að fyllast

Flóttamannabúðir sem ætlaðar eru fyrir þá sem þurft hafa að flýja frá heimilum sínum í Darfur-héraði í Súdan eru að fyllast. Þetta segja embættismenn Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Meira en 80 þúsund manns hafa flúið heimili sín það sem af er ári og alls hafast um 2 milljónir manna við í flóttamannabúðum. Flestir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna sem geysað hafa milli Janjaweed hersveitanna sem eru hliðhollar stjórnvöldum og uppreisnarhópa. Minnst 200 þúsund hafa farist í átökunum.

Bíræfnir súkkulaðieggjaþjófar

Vörubíl fullum af Cadbury súkkulaðieggjum var stolið í Stafford-skíri í Englandi í dag. Eggin eru 70 þúsund punda virði. Þrír þjófar nörruðu bílstjóra vörubílsins til að stöðva við hraðbraut og til að stíga út úr bílnum með því að segja honum að vörur væru að detta úr bílnum. Þegar hann stökk út til að athuga málið stukku þjófarnir aftur inn í vörubílinn og brunuðu í burtu. Súkkulaðieggjaþjófarnir eru enn ófundnir.

Erfðabreyttar moskítóflugur þróaðar gegn malaríu

Vísindamenn hafa þróað og ræktað erfðabreyttar moskítóflugur sem bera í sér mótefni gegn malaríu. Vonast er til að hægt verði að koma þessum flugum út í umhverfið og að þær taki yfir þær flugur sem bera með sér malaríu, en moskítóflugur eru helstu smitberar malaríu.

Málfrelsi nemenda í hættu í Bandaríkjunum

Hæstiréttur Bandaríkjanna veltir nú fyrir sér málfrelsi í nemenda í skólum í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn í rúmlega 20 ár sem slíkt mál kemur fyrir dómstólinn. Dæmt verður um hvort að skólastjóri hafi brotið á málfrelsi nemanda þegar að hún rak nemandann úr skólanum fyrir að sýna borða sem á stóð „Reykjum gras fyrir Jesús.“ (e. Bong hits 4 Jesus).

Reyndi að refsa Lampard

Ósáttur aðdáandi hljóp út á völlinn eftir að leik Chelsea og Tottenham lauk í kvöld og reyndi að gefa Frank Lampard, leikmanni Chelsea, einn á lúðurinn. Lampard var að fagna með liðsfélögunum sínum þegar maðurinn kom hlaupandi með hnefann á lofti og rétt náði að bregða sér undan hægrihandarsveiflu hins reiða áhanganda Tottenham. Öryggisverðir brugðust snögglega við og yfirbuguðu manninn á örskotsstundu.

Sjá næstu 50 fréttir