Fleiri fréttir Aftökunni var næstum frestað Litlu munaði að aftökunni á Saddam Hussein yrði frestað vegna framkomu böðlanna í hans garð og hafa írösk stjórnvöld fyrirskipað rannsókn á málinu. Óttast er að átök trúarhópa muni magnast vegna þessa en aldrei hafa jafnmargir borgarar látið lífið vegna átaka í Írak og í síðasta mánuði. 2.1.2007 18:45 Misvísandi upplýsingar frá þorpshöfðingja Enn er allt á huldu með örlög um hundrað farþega og áhafnar um borð í farþegaflugvél sem hvarf á leið sinni frá Jövu til Súlavesíu-eyja í gærmorgun. Í morgun var sagt að flakið og 12 eftirlifendur væru fundnir en svo var ekki. Rangar upplýsingar frá þorpshöfðinga á Súlavesíu-eyju hafi ratað í fjölmiðla. 2.1.2007 18:38 Uppreisnarmennirnir segjast munu snúa aftur Sómalsku uppreisnarmennirnir í Íslamska dómstólaráðinu hótuðu síðdegis að þeir myndu snúa aftur og halda áfram baráttunni við stjórnarherinn. Uppreisnarmennirnir þverneita að þiggja boð stjórnarinnar um uppgjöf saka í skiptum fyrir að uppreisnarmennirnir skili vopnum sínum. 2.1.2007 18:07 Fjórir forsetar minntust Fords George Bush, forseti Bandaríkjanna, og þrír fyrrverandi forsetar, George Bush eldri, Bill Clinton og Jimmy Carter, fylgdu Gerald Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna til grafar í Washington í dag. Núverandi forseti minntist Fords sem mannsins sem tókst að endurreisa trú Bandaríkjamanna á lýðræði í landinu eftir Watergate-hneykslið. 2.1.2007 17:51 Vill alþjóðlegt bann við dauðarefsingum 2.1.2007 16:52 Danir þyngdust um 7000 tonn um jólin Prófessor við danska landbúnaðarháskólann hefur reiknað út að Danir hafi þyngst um samtals sjöþúsund tonn um hátíðarnar. Það er 1,8 kíló á mann. Arne Astrup segir að það sé mikið borðað þessa daga og að gangan í kringum jólatréð dugi ekki til þess að halda þyngdinni í skefjum. 2.1.2007 16:21 Giuliani ætlar að safna sjö milljörðum Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, ætlar að safna eitthundrað milljónum dollara eða rúmlega sjö milljörðum króna í kosningasjóð sinn fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Þetta, meðal annars, kemur fram í 140 blaðsíðna kosningaáætlun sem blaðið New York Daily News komst yfir, með einhverjum hætti. 2.1.2007 16:01 Ekkert spurst til flugvélar 2.1.2007 15:22 Reykingar bannaðar í dönsku járnbrautarlestunum Reykingar í dönsku járnbrautarlestunum verða bannaðar frá og með næstkomandi sunnudegi þegar ný ferðaáætlun tekur gildi. 2.1.2007 15:15 Mengunarkvóti fyrir embættismenn Norðmenn ætla að kaupa mengunarkvóta fyrir embættismenn sem ferðast með flugvélum, í opinberum erindagjörðum. Útblástur flugvéla er sá út blástur gróðurhúsalofttegunda sem vex hvað hraðast, og eru ódýr fargjöld lággjaldaflugfélaga helsti þátturinn í því. 2.1.2007 14:57 Teddy Kollek látinn Teddy Kollek, fyrrverandi borgarstjóri í Jerúsalem, er látinn, 95 ára að aldri. Kollek var með litríkari ísraelskum stjórnmálamönnum og óþreytandi baráttumaður fyrir friðsamlegri sambúð Ísraela og Palestínumanna. Hann var fimm sinnum kjörinn borgarstjóri í Jerúsalem og gegndi því embætti í tuttugu og átta ár. 2.1.2007 14:34 Sér fyrir endann á snjóleysi í Austurríki Skíðaiðkendur í Austurríki taka líklegast gleði sína á ný þegar líður á vikuna enda er búist við að langvarandi hitaskeiði ljúki þá og það fari að snjóa í landinu. 2.1.2007 14:20 Gæsluvarðhald vegna morða á vændiskonum 2.1.2007 14:16 Hefndu sín á bæjardólginum Um 400 íbúar smábæjar á Spáni hefndu sín á bæjardólginum um hátíðarnar, með því að brenna allar eigur hans. Javier Bernui hafði búið í Villaconejos í sjö ár og íbúarnir voru orðnir þreyttir á yfirgangi hans. Hann fór oft um vopnaður hnífi eða byssu, hrinti frá sér fólki á börum og í verslunum og tók það sem honum sýndist, án þess að borga. 2.1.2007 14:07 Sátu föst í lyftu á gamlárskvöld Gamlárskvöldið fór á annan veg en áætlað var hjá ólánssömum hópi fólks í Schrannenhalle-verslunarmiðstöðinni í München. Í stað þess að eyða þessu síðasta kvöldi ársins í faðmi fjölskyldu og vina þurftu fjórtánmenningarnir að dúsa í þriggja fermetra stórri lyftu sem fest hafði á milli hæða. 2.1.2007 13:15 Aldrei fleiri látist í einum mánuði í Írak en í desemer Fleiri íraskir borgarar létust vegna ofbeldisverka í desember en í nokkrum öðrum mánuði frá því að landið var hernumið vorið 2003. Átök á milli trúarhópa í landinu eru höfuðorsök þessa mikla mannfalls. 2.1.2007 13:00 Fimm ára stúlka bitin til bana Fimm ára stúlka var í gær bitin til bana af pit bull terrier hundi í Englandi. Amma hennar, sem var með hana í pössun, meiddist líka mikið á höndum þegar hún var að reyna að forða stúlkunni frá hundinum. Hundurinn var í eigu frænda stúlkunnar og bjó í sama húsi og amman. 2.1.2007 11:56 Flakið ekki enn fundið Yfirvöld á Indónesíu upplýstu fyrir stundu að flak farþegaflugvélar sem hrapaði á leið sinni frá Jövu til Súmötru í gær hefði ekki fundist líkt og haldið hefði verið fram. Fregnir bárust af því í morgun að vélin hefði fundist í fjallgarði á vestari hluta Súlavesíu-eyju. 2.1.2007 11:46 Enginn lést í pílagrímsferðum Pílagrímsferðum til Mekka er nú lokið án þess að nokkur hafi látist. Í fyrra létust 362 pílagrímar í troðningi og árið 2004 létust 250 manns en öll öryggisgæsla var hert til muna þetta árið og þá sérstaklega vegna staðfestingar á dauðdómi yfir Saddam Hússein og hugsanlegra árása al-Kaída. 2.1.2007 11:22 Hersveitir Eþíópíu verða í Sómalíu um sinn Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að eþíópískar hersveitir myndu þurfa að vera í landinu í þó nokkra mánuði í viðbót. Stuttu áður hafði forsætisráðherra Eþíópíu sagst vonast til þess að geta dregið herlið sitt frá Sómalíu innan fárra vikna. 2.1.2007 11:04 Í gæsluvarðhaldi til 1. maí Maður sem grunaður er um að hafa myrt fimm vændiskonur í nágrenni Ipswich í Englandi í desember mánuði á síðastliðnu ári hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald til 1. maí næstkomandi. 2.1.2007 10:47 Minningarathöfn um Gerald Ford í Washington í dag Minningarathöfn verður í Washington í dag um Gerald Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en hann lést í síðustu viku, 93 ára að aldri. Kista forsetans hefur legið í sal í þinghúsinu í Washington frá því um helgina þar sem Bandaríkjamenn, þar á meðal George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura, hafa vottað honum virðingu sína. 2.1.2007 10:34 Kárahnjúkavirkjun mótmælt í Lundúnum í dag Kárahnjúkavirkjun var mótmælt með sérstökum hætti í Lundúnum í dag. Mótmælendur frá ýmsum löndum klifruðu upp á Sánkti Pálskirkju þar í borg og Tate Modern listasafnið til að vekja athygli á framkvæmdum á Íslandi. 1.1.2007 19:15 Loftárás í Írak Bandarískar orustuþotur gerðu snemma í morgun loftárás á húsaþyrpingu nærri skrifstofu háttsetts stjórnmálamanns súnnía vestur af Bagdad, höfuðborg Íraks. Vitni segja hermenn síðan hafa myrt meðlimi súnní-fjölskyldu í nálægu húsi. Árásin eykur enn á spennu sem hefur magnast í landinu frá aftöku Saddams Hússeins, fyrrverandi forseta, í fyrradag. 1.1.2007 19:00 Nýju ári og ESB aðild fagnað Flugeldar lýstu upp nýársnóttina víðar en á Íslandi. Skoteldar tóku á móti nýju ári í Lundúnum, Berlín og Búkarest. Á síðastnefnda staðnum var þó einnig verið að fagna inngöngu í Evrópusambandið en á miðnætti urðu Búlgarar og Rúmenar aðilar að bandalaginu og sambandsríkin eru því orðin 27. 1.1.2007 18:45 Leitað að indónesískri flugvél Leitar- og björgunarmenn hafa verið sendir af stað til að leita að indónesískri farþegavél með 102 innanborðs sem ekki hefur heyrst í síðan klukkan 7 í morgun. Flugvélin var á leiðinni frá Jövu til Manado á Sulawesi-eyju. Flugið ætti ekki að taka nema tvo tíma en á miðri leið tapaðist samband við vélina og hefur ekki heyrst í henni síðan. 1.1.2007 15:26 Óttast um farþegavél með 102 um borð í Indónesíu Ekkert hefur spurst til indónesískrar farþegavélar síðan klukkan 7 í morgun en hún átti að lenda um átta-leytið í morgun. 96 farþegar eru í vélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-400, og 6 áhafnarmeðlimir. Flugumferðarstjórar töpuðu sambandi við hana þegar hún var í 35 þúsund feta hæð á leið til Manado á Sulawesi-eyju. 1.1.2007 13:14 Slysalaus pílagrímsganga Engin meiri háttar slys hafa orðið í pílagrímsferð múslima í og við Mekka í Sádi-Arabíu. Meira en tvær og hálf milljón múslima taka í dag þátt í lokagrýtingarathöfninni, þar sem 362 pílagrímar létust fyrir tæpu ári síðan. Pílagrímarnir þakka Allah, - og umfangsmiklum öryggisráðstöfunum Sádi-Araba. 1.1.2007 13:09 Nýju ári fagnað víða um heim Sinn er siður í hverju landi þegar kemur að því að fagna nýju ári. Í New York var ekki brugðið út af hefðinni og tímamótunum fagnað á Times-torgi. 1.1.2007 13:00 Uppreisnarmenn hraktir á flótta Íslamskir uppreisnarmenn hörkust í morgun frá hafnabroginni Kismayo í suðurhluta Sómalíu. Borgin var síðasta vígi uppreisnarmanna eftir að þeir hröktust frá höfuðborginni Mogadishu fyrir helgi. Forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Sómalíu hefur gefið uppreisnarmönnum þriggja daga frest til að leggja niður vopn. Þeim verði gefnar upp sakir geri þeir það ellegar afvopnaðir með valdi. 1.1.2007 12:30 Samið um gassölu til Hvíta-Rússlands Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi og fulltrúar frá rússneska orkurisanum Gazprom gerðu snemma í morgun samning sem tryggir Hvít-Rússum gas frá fyrirtækinu næstu fimm árin. Samningurinn var undirritaður örfáum klukkustundum áður en Rússar ætluðu að loka fyrir gas til Hvíta-Rússlands. 1.1.2007 11:00 Gefinn frestur til að leggja niður vopn Stjórnvöld í Sómalíu hafa heitið því að gefa þeim íslömsku uppreisnarmönnum upp sakir sem leggi niður vopn og hætti bardögum við sómalskar og eþíópískar hersveitir. Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Sómalíu, hefur gefið þeim þriggja daga frest til að afhenda vopn sín ellegar verði þeir afvopnaðir með valdi. 1.1.2007 10:45 Sjá næstu 50 fréttir
Aftökunni var næstum frestað Litlu munaði að aftökunni á Saddam Hussein yrði frestað vegna framkomu böðlanna í hans garð og hafa írösk stjórnvöld fyrirskipað rannsókn á málinu. Óttast er að átök trúarhópa muni magnast vegna þessa en aldrei hafa jafnmargir borgarar látið lífið vegna átaka í Írak og í síðasta mánuði. 2.1.2007 18:45
Misvísandi upplýsingar frá þorpshöfðingja Enn er allt á huldu með örlög um hundrað farþega og áhafnar um borð í farþegaflugvél sem hvarf á leið sinni frá Jövu til Súlavesíu-eyja í gærmorgun. Í morgun var sagt að flakið og 12 eftirlifendur væru fundnir en svo var ekki. Rangar upplýsingar frá þorpshöfðinga á Súlavesíu-eyju hafi ratað í fjölmiðla. 2.1.2007 18:38
Uppreisnarmennirnir segjast munu snúa aftur Sómalsku uppreisnarmennirnir í Íslamska dómstólaráðinu hótuðu síðdegis að þeir myndu snúa aftur og halda áfram baráttunni við stjórnarherinn. Uppreisnarmennirnir þverneita að þiggja boð stjórnarinnar um uppgjöf saka í skiptum fyrir að uppreisnarmennirnir skili vopnum sínum. 2.1.2007 18:07
Fjórir forsetar minntust Fords George Bush, forseti Bandaríkjanna, og þrír fyrrverandi forsetar, George Bush eldri, Bill Clinton og Jimmy Carter, fylgdu Gerald Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna til grafar í Washington í dag. Núverandi forseti minntist Fords sem mannsins sem tókst að endurreisa trú Bandaríkjamanna á lýðræði í landinu eftir Watergate-hneykslið. 2.1.2007 17:51
Danir þyngdust um 7000 tonn um jólin Prófessor við danska landbúnaðarháskólann hefur reiknað út að Danir hafi þyngst um samtals sjöþúsund tonn um hátíðarnar. Það er 1,8 kíló á mann. Arne Astrup segir að það sé mikið borðað þessa daga og að gangan í kringum jólatréð dugi ekki til þess að halda þyngdinni í skefjum. 2.1.2007 16:21
Giuliani ætlar að safna sjö milljörðum Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, ætlar að safna eitthundrað milljónum dollara eða rúmlega sjö milljörðum króna í kosningasjóð sinn fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Þetta, meðal annars, kemur fram í 140 blaðsíðna kosningaáætlun sem blaðið New York Daily News komst yfir, með einhverjum hætti. 2.1.2007 16:01
Reykingar bannaðar í dönsku járnbrautarlestunum Reykingar í dönsku járnbrautarlestunum verða bannaðar frá og með næstkomandi sunnudegi þegar ný ferðaáætlun tekur gildi. 2.1.2007 15:15
Mengunarkvóti fyrir embættismenn Norðmenn ætla að kaupa mengunarkvóta fyrir embættismenn sem ferðast með flugvélum, í opinberum erindagjörðum. Útblástur flugvéla er sá út blástur gróðurhúsalofttegunda sem vex hvað hraðast, og eru ódýr fargjöld lággjaldaflugfélaga helsti þátturinn í því. 2.1.2007 14:57
Teddy Kollek látinn Teddy Kollek, fyrrverandi borgarstjóri í Jerúsalem, er látinn, 95 ára að aldri. Kollek var með litríkari ísraelskum stjórnmálamönnum og óþreytandi baráttumaður fyrir friðsamlegri sambúð Ísraela og Palestínumanna. Hann var fimm sinnum kjörinn borgarstjóri í Jerúsalem og gegndi því embætti í tuttugu og átta ár. 2.1.2007 14:34
Sér fyrir endann á snjóleysi í Austurríki Skíðaiðkendur í Austurríki taka líklegast gleði sína á ný þegar líður á vikuna enda er búist við að langvarandi hitaskeiði ljúki þá og það fari að snjóa í landinu. 2.1.2007 14:20
Hefndu sín á bæjardólginum Um 400 íbúar smábæjar á Spáni hefndu sín á bæjardólginum um hátíðarnar, með því að brenna allar eigur hans. Javier Bernui hafði búið í Villaconejos í sjö ár og íbúarnir voru orðnir þreyttir á yfirgangi hans. Hann fór oft um vopnaður hnífi eða byssu, hrinti frá sér fólki á börum og í verslunum og tók það sem honum sýndist, án þess að borga. 2.1.2007 14:07
Sátu föst í lyftu á gamlárskvöld Gamlárskvöldið fór á annan veg en áætlað var hjá ólánssömum hópi fólks í Schrannenhalle-verslunarmiðstöðinni í München. Í stað þess að eyða þessu síðasta kvöldi ársins í faðmi fjölskyldu og vina þurftu fjórtánmenningarnir að dúsa í þriggja fermetra stórri lyftu sem fest hafði á milli hæða. 2.1.2007 13:15
Aldrei fleiri látist í einum mánuði í Írak en í desemer Fleiri íraskir borgarar létust vegna ofbeldisverka í desember en í nokkrum öðrum mánuði frá því að landið var hernumið vorið 2003. Átök á milli trúarhópa í landinu eru höfuðorsök þessa mikla mannfalls. 2.1.2007 13:00
Fimm ára stúlka bitin til bana Fimm ára stúlka var í gær bitin til bana af pit bull terrier hundi í Englandi. Amma hennar, sem var með hana í pössun, meiddist líka mikið á höndum þegar hún var að reyna að forða stúlkunni frá hundinum. Hundurinn var í eigu frænda stúlkunnar og bjó í sama húsi og amman. 2.1.2007 11:56
Flakið ekki enn fundið Yfirvöld á Indónesíu upplýstu fyrir stundu að flak farþegaflugvélar sem hrapaði á leið sinni frá Jövu til Súmötru í gær hefði ekki fundist líkt og haldið hefði verið fram. Fregnir bárust af því í morgun að vélin hefði fundist í fjallgarði á vestari hluta Súlavesíu-eyju. 2.1.2007 11:46
Enginn lést í pílagrímsferðum Pílagrímsferðum til Mekka er nú lokið án þess að nokkur hafi látist. Í fyrra létust 362 pílagrímar í troðningi og árið 2004 létust 250 manns en öll öryggisgæsla var hert til muna þetta árið og þá sérstaklega vegna staðfestingar á dauðdómi yfir Saddam Hússein og hugsanlegra árása al-Kaída. 2.1.2007 11:22
Hersveitir Eþíópíu verða í Sómalíu um sinn Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að eþíópískar hersveitir myndu þurfa að vera í landinu í þó nokkra mánuði í viðbót. Stuttu áður hafði forsætisráðherra Eþíópíu sagst vonast til þess að geta dregið herlið sitt frá Sómalíu innan fárra vikna. 2.1.2007 11:04
Í gæsluvarðhaldi til 1. maí Maður sem grunaður er um að hafa myrt fimm vændiskonur í nágrenni Ipswich í Englandi í desember mánuði á síðastliðnu ári hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald til 1. maí næstkomandi. 2.1.2007 10:47
Minningarathöfn um Gerald Ford í Washington í dag Minningarathöfn verður í Washington í dag um Gerald Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en hann lést í síðustu viku, 93 ára að aldri. Kista forsetans hefur legið í sal í þinghúsinu í Washington frá því um helgina þar sem Bandaríkjamenn, þar á meðal George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura, hafa vottað honum virðingu sína. 2.1.2007 10:34
Kárahnjúkavirkjun mótmælt í Lundúnum í dag Kárahnjúkavirkjun var mótmælt með sérstökum hætti í Lundúnum í dag. Mótmælendur frá ýmsum löndum klifruðu upp á Sánkti Pálskirkju þar í borg og Tate Modern listasafnið til að vekja athygli á framkvæmdum á Íslandi. 1.1.2007 19:15
Loftárás í Írak Bandarískar orustuþotur gerðu snemma í morgun loftárás á húsaþyrpingu nærri skrifstofu háttsetts stjórnmálamanns súnnía vestur af Bagdad, höfuðborg Íraks. Vitni segja hermenn síðan hafa myrt meðlimi súnní-fjölskyldu í nálægu húsi. Árásin eykur enn á spennu sem hefur magnast í landinu frá aftöku Saddams Hússeins, fyrrverandi forseta, í fyrradag. 1.1.2007 19:00
Nýju ári og ESB aðild fagnað Flugeldar lýstu upp nýársnóttina víðar en á Íslandi. Skoteldar tóku á móti nýju ári í Lundúnum, Berlín og Búkarest. Á síðastnefnda staðnum var þó einnig verið að fagna inngöngu í Evrópusambandið en á miðnætti urðu Búlgarar og Rúmenar aðilar að bandalaginu og sambandsríkin eru því orðin 27. 1.1.2007 18:45
Leitað að indónesískri flugvél Leitar- og björgunarmenn hafa verið sendir af stað til að leita að indónesískri farþegavél með 102 innanborðs sem ekki hefur heyrst í síðan klukkan 7 í morgun. Flugvélin var á leiðinni frá Jövu til Manado á Sulawesi-eyju. Flugið ætti ekki að taka nema tvo tíma en á miðri leið tapaðist samband við vélina og hefur ekki heyrst í henni síðan. 1.1.2007 15:26
Óttast um farþegavél með 102 um borð í Indónesíu Ekkert hefur spurst til indónesískrar farþegavélar síðan klukkan 7 í morgun en hún átti að lenda um átta-leytið í morgun. 96 farþegar eru í vélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-400, og 6 áhafnarmeðlimir. Flugumferðarstjórar töpuðu sambandi við hana þegar hún var í 35 þúsund feta hæð á leið til Manado á Sulawesi-eyju. 1.1.2007 13:14
Slysalaus pílagrímsganga Engin meiri háttar slys hafa orðið í pílagrímsferð múslima í og við Mekka í Sádi-Arabíu. Meira en tvær og hálf milljón múslima taka í dag þátt í lokagrýtingarathöfninni, þar sem 362 pílagrímar létust fyrir tæpu ári síðan. Pílagrímarnir þakka Allah, - og umfangsmiklum öryggisráðstöfunum Sádi-Araba. 1.1.2007 13:09
Nýju ári fagnað víða um heim Sinn er siður í hverju landi þegar kemur að því að fagna nýju ári. Í New York var ekki brugðið út af hefðinni og tímamótunum fagnað á Times-torgi. 1.1.2007 13:00
Uppreisnarmenn hraktir á flótta Íslamskir uppreisnarmenn hörkust í morgun frá hafnabroginni Kismayo í suðurhluta Sómalíu. Borgin var síðasta vígi uppreisnarmanna eftir að þeir hröktust frá höfuðborginni Mogadishu fyrir helgi. Forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Sómalíu hefur gefið uppreisnarmönnum þriggja daga frest til að leggja niður vopn. Þeim verði gefnar upp sakir geri þeir það ellegar afvopnaðir með valdi. 1.1.2007 12:30
Samið um gassölu til Hvíta-Rússlands Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi og fulltrúar frá rússneska orkurisanum Gazprom gerðu snemma í morgun samning sem tryggir Hvít-Rússum gas frá fyrirtækinu næstu fimm árin. Samningurinn var undirritaður örfáum klukkustundum áður en Rússar ætluðu að loka fyrir gas til Hvíta-Rússlands. 1.1.2007 11:00
Gefinn frestur til að leggja niður vopn Stjórnvöld í Sómalíu hafa heitið því að gefa þeim íslömsku uppreisnarmönnum upp sakir sem leggi niður vopn og hætti bardögum við sómalskar og eþíópískar hersveitir. Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Sómalíu, hefur gefið þeim þriggja daga frest til að afhenda vopn sín ellegar verði þeir afvopnaðir með valdi. 1.1.2007 10:45