Fleiri fréttir

Mafían heldur áfram að drepa

Tveir menn til viðbótar hafa verið drepnir í innbyrðis átökum mafíunnar í Napolí. Annar maðurinn var veitingastaðaeigandi, sem var skotinn margoft í höfuðið um hábjartan dag fyrir framan viðskiptavini sína. Þar með hafa yfir 100 manns verið myrtir í átökum mafíunnar í Napolí á þessu ári.

Ný hryðjuverkahrina í uppsiglingu

Aðskilnaðarsamtök Baska hafa látið á sér kræla á ný en hljótt hefur verið um þau undanfarin ár. Spánverjar óttast að sprengingarnar beggja vegna helgarinnar séu upphafið á nýrri hryðjuverkahrinu.

15 féllu í Sadí-Arabíu

Fimmtán manns féllu og nokkrir særðust í árás á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna, í Jeddah, í Sádi-Arabíu, í dag. Talið er víst að árásarmennirnir hafi verið liðsmenn Al Kaida hryðjuverkasamtakanna.

Réttað yfir tilræðismanni

Réttarhöld hófust í dag í París yfir manni sem er sakaður um að hafa reynt að myrða Jacques Chirac, forseta Frakklands, fyrir tveimur árum. Það var á Bastilludaginn árið 2002 sem Maxime Brunerie skaut tveim skotum úr riffli að forsetanum. Vegfarandi sló undir hlaupið á rifflinum þannig að skotin geiguðu og lögregluþjónn sneri tilræðismanninn niður.

ETA ekki af baki dottnir

Aðskilnaðarhreyfing baska sprengdi í dag sjö sprengjur í sjö borgum Spánar. Tjónið var ekki mikið, en þetta er áfall fyrir Spánverja, sem héldu að nánast væri búið að uppræta hreyfinguna.

Ástandið að skána

Stjórnmálaástandið í Úkraínu er nú að róast eftir að fráfarandi forseti landsins sagði að hann myndi virða úrskurð Hæstaréttar um að endurtaka eigi síðari umferð forsetakosninganna.

Janúkovitsj berst áfram

Viktor Janúkovitsj, forsætisráðherra Úkraínu, hét því í gær að taka þátt í endurtekningu seinni umferðar forsetakosninganna sem fram fara 26. desember. Fyrr um daginn hafði Leoníd Kútsjma forseti í raun hvatt Janúkovitsj til að draga sig í hlé.

Fimm særðust í sprengjuárásum

Fimm særðust þegar sjö sprengjur sprungu í jafnmörgum spænskum borgum á innan við hálftíma í gær. Sprengjuárásirnar voru verk ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska, sem varaði við því skömmu áður en sprengjurnar sprungu að sprengingarnar væru yfirvofandi.

Tólf féllu í bardaga í Jeddah

Tólf lágu í valnum eftir bardaga á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í sádi-arabísku hafnarborginni Jeddah. Bardaginn braust út eftir að hópur vígamanna, sem grunaðir eru um tengsl við al-Kaída, braut sér leið inn í ræðismannsskrifstofuna og náði henni á sitt vald.

Lítilsverð líf Araba

Líf araba eru minna virði en líf gyðinga. Þetta er álit eins af hverjum fimm ísraelskra hermanna þegar þeir hefja herþjónustu, segir Elazar Stern, hershöfðingi og yfirmaður starfsmannamála Ísraelshers, að því er dagblaðið Haaretz greinir frá.

Vill í stjórn með Likud

Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að sig fýsti mjög að ganga til samstarfs við Likudbandalag Ariels Sharon forsætisráðherra um myndun þjóðstjórnar í Ísrael.

Abbas og Barghuti hnífjafnir

Mahmud Abbas og Marwan Barghuti eru hnífjafnir samkvæmt tveimur skoðanakönnunum sem mæla fylgi þeirra tíu frambjóðenda sem gefa kost á sér í leiðtogakosningum Palestínumanna. Abbas hefur hins vegar átján prósentustiga forskot í þriðju könnuninni.

Nær samkomulagi en fyrr

Minnu munar á kröfum kaþólikka og mótmælenda en nokkru sinni fyrr í langvinnum og erfiðum viðræðum um myndun nýrrar sjálfstjórnar á Norður-Írlandi. Þetta sagði Ian Paisley, leiðtogi mótmælendaflokksins DUP, í gær. Hann sagði að áður en af samkomulagi gæti orðið yrði Írski lýðveldisherinn að sýna fram á að hann hefði afvopnast.

Átaks þörf í læknisþjónustu barna

"Nær tíu milljón börn undir fimm ára aldri deyja af völdum sjúkdóma sem hægt er að lækna, svo sem niðurgangs, mislinga og öndunarfærasjúkdóma," sagði Carol Bellamy, framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, við upphaf ráðstefnu í Pakistan þar sem markmiðið er að hvetja fólk til að starfa sem sjálfboðaliðar hjá hjálparstofnunum.

Böðull óttast áhrif dauðarefsinga

Fangar á dauðadeildum fangelsa í Sri Lanka eru uggandi eftir að forseti landsins nam úr gildi forsetatilskipun sem lagði blátt bann við því að dauðadómum yrði framfylgt. Hinir dauðadæmdu eru þó ekki þeir einu sem óttast um líf sitt, það gera líka böðull landsins og fangelsismálastjórinn.

Gengið í lið með óvininum

Gíslatökur og mannrán eru daglegt brauð í löndum þar sem ástand er ótryggt. Erfitt er að gera sér í hugarlund álagið sem fórnarlömb mannræningja eru undir en í sumum tilvikum snúast þau á sveif með föngurum sínum. Sinnaskipti af þessu tagi ganga undir nafninu Stokkhólmsheilkennið.

Kröfur um frestun kosninga aukast

Nær hundrað manns létust í árásum vígamanna í Írak frá föstudegi til sunnudags. Aukið mannfall hefur orðið mörgum tilefni til að krefjast þess að kosningunum í næsta mánuði verði frestað. </font /></b />

Skyndiverkfall á Ítalíu

Athafnalíf og samgöngur á Ítalíu verða meira og minna lömuð í dag vegna skyndiverkfalls félagsmanna í fjórum stærstu verkalýðsfélögum landsins til að mótmæla efnahagsstefnu stjórnvalda.

Þingið samþykki vantrauststillögu

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, Viktor Júsenko, hefur lýst því yfir að hann muni biðja þingið að samþykkja vantrauststillögu á stjórn Viktors Janúkovítsj. Tugir þúsunda stuðningsmanna stjórnarandstæðingsins Júsenkós mótmæla á götum úti í Kíev í Úkraínu, níunda daginn í röð. Mikil ólga er í landinu og óttast menn að upp úr geti soðið.

Von á fleiri hryðjuverkum í BNA

Hægri hönd Osama bin Ladens, Ayman al-Zawarhiri (LUM), segir baráttuna gegn Bandaríkjunum hvergi nærri lokið. Í myndbandi sem sýnt var á arabísku sjónvarpstöðinni al-Jazeera í gær segir hann að al-Kaída muni halda baráttunni áfram þar til Bandaríkjamenn breyti afstöðu sinni gegn múslimum.

306 látnir í hitabeltisstormi

Að minnsta kosti 306 eru látnir eftir að hitabeltisstormur reið yfir Filippseyjar í nótt. Storminum fylgdu flóð og mikil rigning. Stormurinn í nótt fór yfir sama svæði og annar hitabeltisstormur gekk yfir í síðustu viku en þá létust a.m.k. 87 manns og 80 manns er enn saknað.

Fellst á nýjar kosningar

Viktor Janúkovítsj, yfirlýstur sigurvegari í forsetakosningunum í Úkraínu, sagðist í morgun fallast á nýjar kosningar ef hvorki hann né keppinautur hans, Viktor Júsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, byðu sig fram. Ef fallist yrði á úrslit kosninganna myndi hann bjóða Júsjenko forsætisráðherrastólinn en Júsjenko hafnaði þessu boði þegar.

40 manns drukkna í Írak

Að minnsta kosti fjörutíu manns drukknuðu í Írak í morgun þegar þeir reyndu að komast yfir beljandi á nyrst í landinu á pramma. Skyndilegur vatnselgur skolaði þeim af prammanum á andartaki. Aðeins fjórir komust lífs af að sögn sjónarvotta.

Bandarísk herflugvél fórst

Bandarísk herflugvél með sex manns innanborðs er talin hafa farist einhvers staðar í Afganistan. Um borð voru þrír áhafnarmeðlimir og þrír hermenn. Neyðarmerki heyrðust frá svæðinu í kringum Hindu Kush fjöllin og var leitað úr lofti og á landi.

Mílosevic var friðflytjandi

Slobodan Mílosevic var friðflytjandi sem var ekki að berjast fyrir Stór-Serbíu og Vesturveldin báru ábyrgð á því að Júgóslavía leystist upp í miklu blóðbaði. Þetta er fréttaskýring Evgeny Prímakovs, fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra Rússlands.

Hersveitir ráðast inn í Kongó

Stjórnvöld í Lýðveldinu Kongó segja að hersveitir frá Rúanda hafi ráðist inn í landið og séu nú að kveikja í þorpum við landamæri ríkjanna. Ekki er frekari fréttir að hafa þaðan að svo stöddu.

Schwarzenegger verður ekki forseti

Maria Shriver, eiginkona Arnolds Schwarzeneggers, ríkisstjóra Kaliforníu, segir að eiginmaður hennar verði aldrei forseti Bandaríkjanna. Shriver, sem er fræg fréttakona, segir að Bandaríkjamenn muni hugsanlega einhverntíma breyta stjórnarskránni þannig að innflytjandi geti orðið forseti.

80 grindhvalir syntu á land

Tæplega áttatíu grindhvalir syntu á land við strendur Nýja-Sjálands í gær. Björgunarmönnum hefur tekist að halda lífi í tuttugu þeirra og ná svipuðum fjölda aftur út á sjó.

Danskur herforingi fær dóm

Fyrrverandi foringi í leyniþjónustu danska hersins hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að leka innihaldi leyniskýrslu um gereyðingarvopn í Írak. Foringinn, Frank Grevil, sakaði einnig Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra um að hafa logið til þess að afla stuðningi við innrásina í Írak.

Mjallhvít á nektarmyndum

Aðstandendur jólahátíðarinnar í Dresden í Þýskalandi, þar sem Mjallhvít og dvergarnir sjö eru færðir upp árlega, hafa rekið Mjallhvíti úr hlutverkinu eftir að hún lét taka af sér nektarmyndir í freyðibaði, skreyttu rósaknöppum.

50% aukning áfengiseitrunar

Á fjórða þúsund Norðmenn voru fluttir á sjúkrahús á síðasta ári til þess að dæla úr maga þeirra vegna áfengiseitrunar. Þetta er 50% aukning frá árinu 1999. Fjölgunin hefur orðið mest hjá karlmönnum yfir fimmtugt.

Samningaviðræðum slitið í Úkraínu

Stjórnarandstaðan í Úkraínu hefur slitið samningaviðræðum um hinar umdeildu forsetakosningar í síðustu viku. Jafnframt hefur stjórnarandstaðan hvatt stuðningsmenn sína til þess að umkringja á ný opinberar byggingar og hefur hún krafist þess að þingið verði kallað saman til neyðarfundar síðar í dag.

31 látinn hið minnsta

Að minnsta kosti þrjátíu og einn fórst og fjölmargir slösuðust þegar farþegaþotu hlekktist á í lendingu á indónesísku eyjunni Jövu í dag. 153 voru um borð í þotunni sem er af gerðinni McDonnell-Douglas MD-82. Vélin tilheyrði lággjaldaflugfélaginu Lion Air.

Rottuplága í Svíþjóð

Íbúar í námubænum Kiruna í Norður Svíþjóð berjast nú við mikla rottuplágu sem er hreinlega að gera þá vitlausa. Talið er að rotturnar komi með úrgangi frá Noregi sem er sendur í endurvinnslustöð í Kiruna.

Hjónabönd samkynhneigðra leyfð?

Áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku hefur úrskurðað að lög um hjónaband nái einnig til samkynhneigðra. Málið fer nú fyrir stjórnarskrárdómstól Suður-Afríku sem er æðsti dómstóll landsins. Hann sker úr um hvort hjónabönd samkynhneigðra verða leyfð opinberlega.

Réðust inn á þingið

Stjórnarandstæðingar í Úkraínu reyndu að ráðast inn í þinghúsið í dag á meðan fjallað var um forsetakosningarnar umdeildu. Tugir þúsunda mótmæltu á götum úti níunda daginn í röð.

Leitartól ógnar gagnaöryggi

Leitartól sem vefleitarvélin Google býður fólki að nota við gagnaleit á tölvum sínum er talin draga úr gagnaöryggi. Hægt er að hlaða niður litlu forriti á vef Google sem leitar að skjölum á tölvum notenda og heldur skrá yfir skjölin og innihald þeirra á vísum stað á harða drifinu.

Heilbrigðiskerfið í ólestri

Íraska heilbrigðiskerfið er í ólestri og er ástandið mun verra en það var fyrir innrásina í Írak að sögn bresku læknasamtakanna Medact. Mikill skortur er á lyfjum og þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki, hreinlæti er ábótavant á sjúkrahúsum og mikið vantar upp á að mæðrum og börnum sé veitt öll nauðsynleg þjónusta.

Aukin bjartsýni á samkomulag

Aukin bjartsýni ríkir nú um að samkomulag náist á milli harðlínuflokka mótmælenda og kaþólikka um myndun nýrrar heimastjórnar á Norður-Írlandi. Enn á eftir að leysa ýmis vandamál en talið er að samkomulag geti náðst fyrir jól.

Flugvélin rann út af flugbrautinni

Í það minnsta 31 lét lífið og 61 slasaðist þegar farþegaflugvél rann út af hálli flugbraut á Javaeyju í Indónesíu í lendingu. Rúmlega 150 manns voru um borð í flugvélinni. Þrjátíu og sjö voru alvarlega slasaðir, að sögn eins yfirmanna flugvallarins.

Hátt í 400 létust í aurskrið

Í það minnsta 340 manns létust og 150 til viðbótar er saknað eftir að óveður gekk yfir Filippseyjar. Flóð og aurskriður steyptust yfir bæina Real, Infanta og Nakar skömmu fyrir miðnætti í fyrrinótt og grófu marga íbúa lifandi.

Milljónir lögðu niður störf

Milljónir ítalskra launþega fóru í verkfall í gær til að mótmæla efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Verkfallið er það fimmta á hálfu þriðja ári sem boðað er til í mótmælaskyni við stefnu ríkisstjórnar Silvios Berlusconi.

Hvalkjöt aftur í skólamötuneytin

Hvalkjöt verður á borðum japanskra skólabarna á ný í fyrsta sinn í rúma tvo áratugi. Skólayfirvöld í Wakayama hafa ákveðið að skólamötuneyti bjóði börnum á tveimur lægstu skólastigunum upp á hvalkjöt tvisvar í mánuði frá og með byrjun næsta árs.<font face="Helv"></font>

Berjast gegn uppreisnarmönnum

Rúandaher mun grípa til vopna gegn uppreisnarmönnum í Kongó í hvert skipti sem þess gerist þörf, sagði Paul Kagame, forseti Rúanda. Orðrómur er uppi um að nokkur þúsund rúandískra hermanna séu þegar komin yfir landamærin að Kongó en það hefur ekki fengist staðfest.

Deilan í Úkraínu harðnar

Deilur stríðandi fylkinga í Úkraínu hörðnuðu heldur í gær þegar talsmaður stjórnarandstöðuleiðtogans Viktor Júsjenkó lýsti því yfir að stjórnarandstæðingar væru hættir samningaviðræðum við Viktor Janúkovitsj, forsætisráðherra, og samherja hans um lausn deilunnar.

Sjá næstu 50 fréttir