Erlent

Nær samkomulagi en fyrr

Minnu munar á kröfum kaþólikka og mótmælenda en nokkru sinni fyrr í langvinnum og erfiðum viðræðum um myndun nýrrar sjálfstjórnar á Norður-Írlandi. Þetta sagði Ian Paisley, leiðtogi mótmælendaflokksins DUP, í gær. Hann sagði að áður en af samkomulagi gæti orðið yrði Írski lýðveldisherinn að sýna fram á að hann hefði afvopnast. "Ef þú syndgar opinberlega verðurðu að iðrast opinberlega," sagði Paisley og krafðist þess að Írski lýðveldisherinn framvísaði myndum sem sýndu afvopnunina og eyðileggingu vopnabúra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×