Erlent

Samningaviðræðum slitið í Úkraínu

Stjórnarandstaðan í Úkraínu hefur slitið samningaviðræðum um hinar umdeildu forsetakosningar í síðustu viku. Jafnframt hefur stjórnarandstaðan hvatt stuðningsmenn sína til þess að umkringja á ný opinberar byggingar og hefur hún krafist þess að þingið verði kallað saman til neyðarfundar síðar í dag. Mikil reiði greip um sig þegar í ljós kom að þingið var ekki tilbúið til þess í dag að lýsa forsetakosningarnar ógildar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×