Fleiri fréttir Rússar með nýjar kjarnorkuflaugar Þeir sem töldu endalok Kalda stríðsins þýða endalok vopnakapphlaupsins virðast hafa haft rangt fyrir sér. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, boðar nýja gerð kjarnorkusprengja, sem eiga að geta komist fram hjá stjörnustríðsskildi Bandaríkjanna. 17.11.2004 00:01 Staðfesta ekki reikninga ESB Tíunda árið í röð hafa endurskoðendur Evrópusambandsins neitað að votta reikninga þess. Ástæðan er líkt og undanfarin ár sú að ekki er nógu vel staðið að framkvæmd fjárlaga, útborgunum og bókhaldi. Gagnrýnin beinist hvort tveggja að Evrópusambandinu og aðildarríkjum þess. 17.11.2004 00:01 Írakar drógu sér 1.400 milljarða Stjórn Saddams Hussein dró sér um 1.400 milljarða króna úr áætlun Sameinuðu þjóðanna sem átti að gera Írökum kleift að selja olíu til að kaupa matvæli og lyf meðan landið sætti viðskiptabanni af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í gögnum sem tekin voru saman fyrir bandaríska þingnefnd sem rannsakar spillingu í kringum olíusöluna. 17.11.2004 00:01 Þingkona á flótta vegna morðhótana Belgískur þingmaður sem hefur gagnrýnt íhaldssama múslima harkalega fór í felur vegna morðhótana. 17.11.2004 00:01 Konur 13 prósent stjórnarmanna Langt er enn í land með að minnst 40 prósent stjórnarmanna í skráðum norskum fyrirtækjum séu kvenkyns eins og stefnt er að fyrir mitt næsta ár. Þetta kemur fram í skýrslu norsku jafnréttisstofnunarinnar. Hún sýnir að einungis þrettán prósent stjórnarmanna eru kvenkyns. 17.11.2004 00:01 8.000 fórnarlömb jarðsprengja Rúmlega átta þúsund manns hið minnsta létust eða slösuðust af völdum jarðsprengja á síðasta ári. Þetta er sá fjöldi atvika sem tilkynnt var um en raunverulegur fjöldi slasaðra og særða getur verið tvöfalt til þrefalt hærri þar sem ekki er tilkynnt um nærri öll atvik, að sögn samtaka sem börðust gegn banni við notkun jarðsprengja. 17.11.2004 00:01 Hóta að sniðganga kosningarnar Stjórnmálamenn og aðrir áhrifamenn úr röðum súnnímúslima hótuðu því í gær að sniðganga kosningarnar sem fara eiga fram í janúar og skoruðu á aðra að gera það sama til að mótmæla árásum Bandaríkjahers. 17.11.2004 00:01 Réðist á mann sinn með öxi 82 ára gömul japönsk kona réðist með öxi á áttræðan eiginmann sinn vegna þess að hana grunaði að hann héldi framhjá sér. Konan réðist á eiginmann sinn þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu og hjó hann nokkrum sinnum í höfuðið með öxinni. 17.11.2004 00:01 Vilja ekki íslamskan helgidag Hugmynd eins þingmanna Græningja um að lögfesta íslamskan helgidag sem þjóðarfrídag hefur mætt harðri gagnrýni í Þýskalandi. Jürgen Trittin, umhverfisráðherra flokksins, sem lýsti sig opinn fyrir umræðu um hugmyndinni, fékk að kenna á því og söluhæsta dagblað Þýskalands, Bild, sagði hann hafa tapað glórunni. 17.11.2004 00:01 Um sextíu löggum rænt í Írak Um sextíu íröskum lögregluþjónum var rænt þegar þeir sneru aftur til Íraks eftir að hafa fengið þjálfun í Jórdaníu. 17.11.2004 00:01 Rice tekur við af Powell Condoleezza Rice er sögð verða næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir að Colin Powel sagði af sér. Rice hefur verið þjóðaröryggisráðgjafi í stjórnartíð George Bush og er náinn vinur fjölskyldu forsetans. Hún er talin tilheyra herskárri armi stjórnarinnar, en Powell aftur á móti hinum hófsamari. 16.11.2004 00:01 Stríðsglæpir í Fallujah? Bandarískir og íraskir herforingjar segjast endanlega hafa náð borginni Falluja á sitt vald, en mannréttindasamtökin Amnesty International fullyrða að Bandaríkjamenn hafi framið stríðsglæpi í borginni. 16.11.2004 00:01 Yfir 100 slasast í lestarslysi Yfir hundrað manns slösuðust þegar hraðlest fór út af sporinu í austurhluta Ástralíu í morgun. Um borð í lestinni voru 157 farþegar en stór hluti þeirra var eldra fólk. Farþegarnir voru flestir sofandi þegar slysið átti sér stað og kastaðist fólk til í vögnunum en sjö af níu vögnum losnuðu frá lestinni. Verið er að rannsaka hvað olli slysinu. 16.11.2004 00:01 Munntóbak er krabbameinsvaldandi Notkun munntóbaks eykur áhættuna á krabbameini í munni og briskirtli um allt að 67%, að því er ný könnun sem gerð var í Noregi hefur leitt í ljós. Könnunin var gerð á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og niðurstaða hennar gengur þvert á aðrar kannanir sem gerðar hafa verið um munntóbak, þar sem talið var að það fylgdi því ekki aukin krabbameinsáhætta að nota slíkt tóbak. 16.11.2004 00:01 Bretar banna reykingar á börum Breska ríkisstjórnin íhugar nú að banna reykingar á flestum opinberum stöðum, þar með talið börum og veitingahúsum. Ef tillögur stjórnarninnar verða samþykktar verður bannað að reykja á um 90% allra breskra bara. Reykingar hafa þegar verið bannaðar á Írlandi og í Noregi. 16.11.2004 00:01 Skaut vopnlausan uppreisnarmann Rannsókn er hafin á því hvernig á því stóð að bandarískur hermaður skaut særðan og vopnlausan írakskan uppreisnarmann í höfuðið í borginni Fallujah. Atvikið náðist á myndband, sem hefur farið sem eldur í sinu um heiminn. 16.11.2004 00:01 Rice hreppti hnossið Condoleeza Rice tekur við af Colin Powell sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna og er búist við opinberri yfirlýsingu þessa efnis strax í dag. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, hittir Powell síðar í dag. 16.11.2004 00:01 Fyrsti sökudólgurinn fyrir dóm Í dag mætir fyrsti sakborningurinn af þeim sem ákærðir eru fyrir hryðjuverkin í Madrid í mars fyrir dóm á Spáni. Hann er 16 ára gamall og er gefið að sök að hafa flutt sprengiefnin sem notuð voru til árásarinnar. Drengurinn á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir sinn þátt í málinu. 16.11.2004 00:01 Fá ekkert fyrir stuðninginn Jacques Chirac, frakklandsforseti, segir Breta ekki hafa fengið neitt fyrir stuðning sinn við innrásina í Írak. Chirac, sem ræddi við breska fréttamenn í gær, sagði það ekki í eðli Bandaríkjamanna um þessar mundir að endurgjalda greiða. 16.11.2004 00:01 Ungverjar fara frá Írak um áramót Ungverska þingið hefur hafnað tillögum ríkisstjórnarinnar þar í landi um að framlengja veru 300 friðargæsluliða í Írak um 3 mánuði. Friðargæsluliðarnir eiga að fara heim til Ungverjalands í lok ársins, en ríkisstjórnin var á því að nauðsynlegt væri að framlengja dvölina fram yfir kosningar í Írak, sem fara eiga fram í upphafi næsta árs. 16.11.2004 00:01 Tölvunotkun getur valdið gláku Mikil tölvunotkun getur leitt til gláku, sérstaklega hjá þeim sem eru nærsýnir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, þar sem 10 þúsund japanskir skrifstofustarfsmenn voru athugaðir. Í ljós komu mikil tengsl milli tölvunotkunar, nærsýni og gláku. 16.11.2004 00:01 Ætla ekki að opinbera skýrslur Skýrslur um heilsu Jassers sáluga Arafats dagana áður en hann lést, verða ekki birtar nema fjölskylda hans gefi samþykki fyrir því. Þetta segir utanríkisráðherra Frakklands. Fyrr í dag fór forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qurei, fram á það að Frakkar gerðu skýrslurnar opinberar, 16.11.2004 00:01 Jólakort í tölvunni Danski Pósturinn býður fólki að búa til jólakortin sín í tölvunni, skrifa jólakveðju og senda kortið rafrænt til Póstsins sem prentar út á pappír og kemur honum hratt og örugglega til viðtakenda. Pósturinn hefur á boðstólum ýmsar gerðir af jólakortum á netinu, en fólk getur líka sótt eigin ljósmyndir. 16.11.2004 00:01 700 kíló falin í smokkfiski Lögreglan í perú gerði í dag upptæk rúm 700 kíló af kókaíni, sem komið hafði verið fyrir í frosnum risasmokkfiski, sem átti að flytja til Mexikó og þaðan til Bandaríkjanna. Umbúðir efnisins voru þaktar pipri, til að villa um fyrir fíkniefnahundum. Talið er að unnt hefði verið að fá vel á annan milljarð króna fyrir efnið í götusölu. Sjö menn voru handteknir vegna málsins. 16.11.2004 00:01 Verja gjörðir hermannsins Félagar hermannsins sem sást skjóta særðan óvopnaðan írakskan fanga verja gjörðir hans í dag. Myndband sem tekið var af manninum sýna hann lyfta rifli sínum og taka írakan af lífi. Félagar hans segja hann líklega hafa þjáðst af átakaálagi í erfiðum aðstæðum; hann hafi fengið í sig skot daginn áður og misst félaga sinn. 16.11.2004 00:01 Frá Alabama til heimsáhrifa Condoleezza Rice hefur farið langan veg frá því hún fæddist í Suðurríkjunum á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Hún varð fyrst kvenna þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta og verður nú fyrst þeldökkra kvenna til að taka við starfi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. </font /></b /> 16.11.2004 00:01 Táningur dæmdur í hryðjuverkamáli Spænskur táningur hefur verið dæmdur til sex ára vistar í unglingafangelsi fyrir þátt hans í hryðjuverkaárásunum í Madríd 11. mars síðast liðinn. Táningurinn, sextán ára piltur, var fundinn sekur um að hafa flutt sprengiefni frá norðanverðum Spáni til hryðjuverkamannanna sem gerðu árásirnar. 16.11.2004 00:01 Ráðist gegn vígamönnum í Mosul Á annað þúsund bandarískir og íraskir hermenn réðust gegn vígamönnum í Mosul til að koma á kyrrð í borginni. Vígamenn réðust á lögreglustöðvar í borginni meðan athygli Bandaríkjahers beindist að mestu að Falluja og náðu lögreglustöðvunum á sitt vald. 16.11.2004 00:01 Slagsmál á tónlistarverðlaunum Átök brutust út og einn maður var stunginn á tónlistarverðlaunum tímaritsins Vibe, sem sérhæfir sig í R&B- og rapptónlist. Átökin brutust út þegar veita átti rapparanum Dr. Dre verðlaun fyrir ævistarf sitt. Að sögn sjónarvotta lenti Dre sjálfur í hringiðu slagsmálanna, þar sem stólum var hent, hnefahögg gengu manna á milli og verður þakkarræða hans því að bíða betri tíma. 16.11.2004 00:01 ETA-liðar handteknir Spænska lögreglan handtók sautján meinta meðlimi basknesku aðskilnaðarhreyfingarinnar ETA í árásum á nokkra staði í fjórum héruðum í norðurhluta Spánar, Baskahéruðunum þremur og Navarra. Handtökurnar eru framhald af aðgerðum gegn ETA, alls hafa verið handteknir 32 meintir ETA-liðar á innan við mánuði. 16.11.2004 00:01 Vopnasölubann á Fílabeinsströndina Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lagt bann við vopnasölu til stjórnvalda á Fílabeinsströndinni. Samþykkt öryggisráðsins fylgir í kjölfar árása stjórnarhermanna á franska hermenn sem voru við friðargæslu í landinu. 16.11.2004 00:01 Til marks um aukna hörku BNA Skiptar skoðanir eru um það hvort Condoleezza Rice sé heppilegur arftaki Colins Powells í stöðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Sumir kvíða skiptunum fyrir hönd heimsins meðan aðrir telja að hún skilji mikilvægi varna Íslands. 16.11.2004 00:01 Stefnan enn herskárri? Condoleeza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bush, tekur við embætti bandaríska utanríkisráðherrans af Colin Powell. Búist er við því að enn frekari harka færist í utanríkisstefnu Bandaríkjanna við ráðherraskiptin. 16.11.2004 00:01 Óttast að Hassan sé látin Eiginmaður Margaretar Hassan, hjálparstarfsmanns í Írak, óttast að mannræningjar hafi tekið hana af lífi. Hann segist hafa upplýsingar um myndband sem sýni hana myrta. Margaret Hassan var á sextugsaldri, fædd í Dublin en hafði búið hálfa ævi sína í Írak. 16.11.2004 00:01 Átökin breiðast út Átökin í Írak breiðast út um landið. Bandaríkjaher segist vera búin að ná tökum á uppreisnarmönnum í Falluja og beinir sjónum sínum að borginni Mosul í norðurhluta landsins. 16.11.2004 00:01 Dráp vekur reiði meðal Araba Myndbandsupptaka sem sýnir þegar bandarískur hermaður skýtur særðan og vopnlausan íraskan uppreisnarmann til bana hefur vakið mikla reiði í Arabaheiminum. Bandaríkjaher rannsakar atvikið. 16.11.2004 00:01 Mildi að enginn lést í lestarslysi Ástralska lögreglan telur mikla mildi að enginn skyldi hafa látist þegar lest með 163 farþegum fór út af sporinu við bæinn Bundaberg um 400 kílómetra norður af Brisbane. 16.11.2004 00:01 Stefnir í verkfall hjá flugfreyjum Stærstu samtök flugfreyja og flugþjóna í Bandaríkjunum (AFA) ætla að sækja eftir verkfallsheimild meðal félagsmanna sinna. 16.11.2004 00:01 Hamas og Jihad neita vopnahléi Mahmoud Abbas, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu og einn líklegasti eftirmaður Arafats á forsetastóli, bað í gær herskáa Palestínumenn að hætta öllu ofbeldi þar til kosningar fara fram 9. janúar. 16.11.2004 00:01 Hassan tekin af lífi Íraskir gíslatökumenn hafa myrt Margaret Hassan, stjórnanda hjálparsamtakanna CARE, samkvæmt arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera. Sjónvarpsstöðin sagðist í gær vera með myndbandsupptöku af morðinu undir höndum en birti hana ekki. 16.11.2004 00:01 Umdeilt dráp í mosku Bandaríski herinn er að rannsaka hvers vegna bandarískur hermaður skaut Íraka sem lá særður inni í mosku í Falluja. 16.11.2004 00:01 Hörð átök í Fallujah Hörð átök brutust út í borginni Fallujah í Írak í nótt. Yfirmenn herliðs Bandaríkjamanna og Íraka lýstu því yfir í gær að þeir hefðu náð borginni á sitt vald og brotið að mestu niður andstöðu. Þrátt fyrir það hundelti herlið þeirra uppreisnarmenn í Fallujah í nótt og hörðum loftárásum var haldið úti á skotmörk þar sem talið var að uppreisnarmenn haldi til. 15.11.2004 00:01 Neyðarfundur vegna árásar á Abbas Helstu leiðtogar stjórnar Palestínumanna sátu neyðarfund í Gaza í gærkvöldi í kjölfar skotárásar á Mahmoud Abbas, yfirmann PLO. Þeir lögðu eftir fundinn áherslu á að halda uppi lögum og reglum í landinu og tryggja það að óöld komist ekki á. 15.11.2004 00:01 Norðmenn vilja ganga í ESB 56 prósent þeirra, sem tóku afstöði í skoðanakönnunn Norska útvarpsins og Aftenposten til inngöngu í Evrópusambandið, vilja aðild, en 44 prósent eru því andvíg. Þetta er mesta fylgi við aðild til þessa og auk þess eru óákveðnir færri en áður, eða um þrettán prósent. 15.11.2004 00:01 Ætla að hætta auðgun úrans Íranir hafa gefið Sameinuðu þjóðunum skriflegt loforð um að hætta að fullu auðgun úrans. Með því er allur vafi tekinn af um hvort Íranir séu að reyna að koma sér upp kjarnavopnum. Íranir leggja áherslu á að þessi ákvörðun er tekin í því skyni að efla traust alþjóðasamfélagsins en þeir líta ekki svo á að hún sé lagalega bindandi. 15.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Rússar með nýjar kjarnorkuflaugar Þeir sem töldu endalok Kalda stríðsins þýða endalok vopnakapphlaupsins virðast hafa haft rangt fyrir sér. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, boðar nýja gerð kjarnorkusprengja, sem eiga að geta komist fram hjá stjörnustríðsskildi Bandaríkjanna. 17.11.2004 00:01
Staðfesta ekki reikninga ESB Tíunda árið í röð hafa endurskoðendur Evrópusambandsins neitað að votta reikninga þess. Ástæðan er líkt og undanfarin ár sú að ekki er nógu vel staðið að framkvæmd fjárlaga, útborgunum og bókhaldi. Gagnrýnin beinist hvort tveggja að Evrópusambandinu og aðildarríkjum þess. 17.11.2004 00:01
Írakar drógu sér 1.400 milljarða Stjórn Saddams Hussein dró sér um 1.400 milljarða króna úr áætlun Sameinuðu þjóðanna sem átti að gera Írökum kleift að selja olíu til að kaupa matvæli og lyf meðan landið sætti viðskiptabanni af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í gögnum sem tekin voru saman fyrir bandaríska þingnefnd sem rannsakar spillingu í kringum olíusöluna. 17.11.2004 00:01
Þingkona á flótta vegna morðhótana Belgískur þingmaður sem hefur gagnrýnt íhaldssama múslima harkalega fór í felur vegna morðhótana. 17.11.2004 00:01
Konur 13 prósent stjórnarmanna Langt er enn í land með að minnst 40 prósent stjórnarmanna í skráðum norskum fyrirtækjum séu kvenkyns eins og stefnt er að fyrir mitt næsta ár. Þetta kemur fram í skýrslu norsku jafnréttisstofnunarinnar. Hún sýnir að einungis þrettán prósent stjórnarmanna eru kvenkyns. 17.11.2004 00:01
8.000 fórnarlömb jarðsprengja Rúmlega átta þúsund manns hið minnsta létust eða slösuðust af völdum jarðsprengja á síðasta ári. Þetta er sá fjöldi atvika sem tilkynnt var um en raunverulegur fjöldi slasaðra og særða getur verið tvöfalt til þrefalt hærri þar sem ekki er tilkynnt um nærri öll atvik, að sögn samtaka sem börðust gegn banni við notkun jarðsprengja. 17.11.2004 00:01
Hóta að sniðganga kosningarnar Stjórnmálamenn og aðrir áhrifamenn úr röðum súnnímúslima hótuðu því í gær að sniðganga kosningarnar sem fara eiga fram í janúar og skoruðu á aðra að gera það sama til að mótmæla árásum Bandaríkjahers. 17.11.2004 00:01
Réðist á mann sinn með öxi 82 ára gömul japönsk kona réðist með öxi á áttræðan eiginmann sinn vegna þess að hana grunaði að hann héldi framhjá sér. Konan réðist á eiginmann sinn þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu og hjó hann nokkrum sinnum í höfuðið með öxinni. 17.11.2004 00:01
Vilja ekki íslamskan helgidag Hugmynd eins þingmanna Græningja um að lögfesta íslamskan helgidag sem þjóðarfrídag hefur mætt harðri gagnrýni í Þýskalandi. Jürgen Trittin, umhverfisráðherra flokksins, sem lýsti sig opinn fyrir umræðu um hugmyndinni, fékk að kenna á því og söluhæsta dagblað Þýskalands, Bild, sagði hann hafa tapað glórunni. 17.11.2004 00:01
Um sextíu löggum rænt í Írak Um sextíu íröskum lögregluþjónum var rænt þegar þeir sneru aftur til Íraks eftir að hafa fengið þjálfun í Jórdaníu. 17.11.2004 00:01
Rice tekur við af Powell Condoleezza Rice er sögð verða næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir að Colin Powel sagði af sér. Rice hefur verið þjóðaröryggisráðgjafi í stjórnartíð George Bush og er náinn vinur fjölskyldu forsetans. Hún er talin tilheyra herskárri armi stjórnarinnar, en Powell aftur á móti hinum hófsamari. 16.11.2004 00:01
Stríðsglæpir í Fallujah? Bandarískir og íraskir herforingjar segjast endanlega hafa náð borginni Falluja á sitt vald, en mannréttindasamtökin Amnesty International fullyrða að Bandaríkjamenn hafi framið stríðsglæpi í borginni. 16.11.2004 00:01
Yfir 100 slasast í lestarslysi Yfir hundrað manns slösuðust þegar hraðlest fór út af sporinu í austurhluta Ástralíu í morgun. Um borð í lestinni voru 157 farþegar en stór hluti þeirra var eldra fólk. Farþegarnir voru flestir sofandi þegar slysið átti sér stað og kastaðist fólk til í vögnunum en sjö af níu vögnum losnuðu frá lestinni. Verið er að rannsaka hvað olli slysinu. 16.11.2004 00:01
Munntóbak er krabbameinsvaldandi Notkun munntóbaks eykur áhættuna á krabbameini í munni og briskirtli um allt að 67%, að því er ný könnun sem gerð var í Noregi hefur leitt í ljós. Könnunin var gerð á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og niðurstaða hennar gengur þvert á aðrar kannanir sem gerðar hafa verið um munntóbak, þar sem talið var að það fylgdi því ekki aukin krabbameinsáhætta að nota slíkt tóbak. 16.11.2004 00:01
Bretar banna reykingar á börum Breska ríkisstjórnin íhugar nú að banna reykingar á flestum opinberum stöðum, þar með talið börum og veitingahúsum. Ef tillögur stjórnarninnar verða samþykktar verður bannað að reykja á um 90% allra breskra bara. Reykingar hafa þegar verið bannaðar á Írlandi og í Noregi. 16.11.2004 00:01
Skaut vopnlausan uppreisnarmann Rannsókn er hafin á því hvernig á því stóð að bandarískur hermaður skaut særðan og vopnlausan írakskan uppreisnarmann í höfuðið í borginni Fallujah. Atvikið náðist á myndband, sem hefur farið sem eldur í sinu um heiminn. 16.11.2004 00:01
Rice hreppti hnossið Condoleeza Rice tekur við af Colin Powell sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna og er búist við opinberri yfirlýsingu þessa efnis strax í dag. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, hittir Powell síðar í dag. 16.11.2004 00:01
Fyrsti sökudólgurinn fyrir dóm Í dag mætir fyrsti sakborningurinn af þeim sem ákærðir eru fyrir hryðjuverkin í Madrid í mars fyrir dóm á Spáni. Hann er 16 ára gamall og er gefið að sök að hafa flutt sprengiefnin sem notuð voru til árásarinnar. Drengurinn á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir sinn þátt í málinu. 16.11.2004 00:01
Fá ekkert fyrir stuðninginn Jacques Chirac, frakklandsforseti, segir Breta ekki hafa fengið neitt fyrir stuðning sinn við innrásina í Írak. Chirac, sem ræddi við breska fréttamenn í gær, sagði það ekki í eðli Bandaríkjamanna um þessar mundir að endurgjalda greiða. 16.11.2004 00:01
Ungverjar fara frá Írak um áramót Ungverska þingið hefur hafnað tillögum ríkisstjórnarinnar þar í landi um að framlengja veru 300 friðargæsluliða í Írak um 3 mánuði. Friðargæsluliðarnir eiga að fara heim til Ungverjalands í lok ársins, en ríkisstjórnin var á því að nauðsynlegt væri að framlengja dvölina fram yfir kosningar í Írak, sem fara eiga fram í upphafi næsta árs. 16.11.2004 00:01
Tölvunotkun getur valdið gláku Mikil tölvunotkun getur leitt til gláku, sérstaklega hjá þeim sem eru nærsýnir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, þar sem 10 þúsund japanskir skrifstofustarfsmenn voru athugaðir. Í ljós komu mikil tengsl milli tölvunotkunar, nærsýni og gláku. 16.11.2004 00:01
Ætla ekki að opinbera skýrslur Skýrslur um heilsu Jassers sáluga Arafats dagana áður en hann lést, verða ekki birtar nema fjölskylda hans gefi samþykki fyrir því. Þetta segir utanríkisráðherra Frakklands. Fyrr í dag fór forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qurei, fram á það að Frakkar gerðu skýrslurnar opinberar, 16.11.2004 00:01
Jólakort í tölvunni Danski Pósturinn býður fólki að búa til jólakortin sín í tölvunni, skrifa jólakveðju og senda kortið rafrænt til Póstsins sem prentar út á pappír og kemur honum hratt og örugglega til viðtakenda. Pósturinn hefur á boðstólum ýmsar gerðir af jólakortum á netinu, en fólk getur líka sótt eigin ljósmyndir. 16.11.2004 00:01
700 kíló falin í smokkfiski Lögreglan í perú gerði í dag upptæk rúm 700 kíló af kókaíni, sem komið hafði verið fyrir í frosnum risasmokkfiski, sem átti að flytja til Mexikó og þaðan til Bandaríkjanna. Umbúðir efnisins voru þaktar pipri, til að villa um fyrir fíkniefnahundum. Talið er að unnt hefði verið að fá vel á annan milljarð króna fyrir efnið í götusölu. Sjö menn voru handteknir vegna málsins. 16.11.2004 00:01
Verja gjörðir hermannsins Félagar hermannsins sem sást skjóta særðan óvopnaðan írakskan fanga verja gjörðir hans í dag. Myndband sem tekið var af manninum sýna hann lyfta rifli sínum og taka írakan af lífi. Félagar hans segja hann líklega hafa þjáðst af átakaálagi í erfiðum aðstæðum; hann hafi fengið í sig skot daginn áður og misst félaga sinn. 16.11.2004 00:01
Frá Alabama til heimsáhrifa Condoleezza Rice hefur farið langan veg frá því hún fæddist í Suðurríkjunum á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Hún varð fyrst kvenna þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta og verður nú fyrst þeldökkra kvenna til að taka við starfi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. </font /></b /> 16.11.2004 00:01
Táningur dæmdur í hryðjuverkamáli Spænskur táningur hefur verið dæmdur til sex ára vistar í unglingafangelsi fyrir þátt hans í hryðjuverkaárásunum í Madríd 11. mars síðast liðinn. Táningurinn, sextán ára piltur, var fundinn sekur um að hafa flutt sprengiefni frá norðanverðum Spáni til hryðjuverkamannanna sem gerðu árásirnar. 16.11.2004 00:01
Ráðist gegn vígamönnum í Mosul Á annað þúsund bandarískir og íraskir hermenn réðust gegn vígamönnum í Mosul til að koma á kyrrð í borginni. Vígamenn réðust á lögreglustöðvar í borginni meðan athygli Bandaríkjahers beindist að mestu að Falluja og náðu lögreglustöðvunum á sitt vald. 16.11.2004 00:01
Slagsmál á tónlistarverðlaunum Átök brutust út og einn maður var stunginn á tónlistarverðlaunum tímaritsins Vibe, sem sérhæfir sig í R&B- og rapptónlist. Átökin brutust út þegar veita átti rapparanum Dr. Dre verðlaun fyrir ævistarf sitt. Að sögn sjónarvotta lenti Dre sjálfur í hringiðu slagsmálanna, þar sem stólum var hent, hnefahögg gengu manna á milli og verður þakkarræða hans því að bíða betri tíma. 16.11.2004 00:01
ETA-liðar handteknir Spænska lögreglan handtók sautján meinta meðlimi basknesku aðskilnaðarhreyfingarinnar ETA í árásum á nokkra staði í fjórum héruðum í norðurhluta Spánar, Baskahéruðunum þremur og Navarra. Handtökurnar eru framhald af aðgerðum gegn ETA, alls hafa verið handteknir 32 meintir ETA-liðar á innan við mánuði. 16.11.2004 00:01
Vopnasölubann á Fílabeinsströndina Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lagt bann við vopnasölu til stjórnvalda á Fílabeinsströndinni. Samþykkt öryggisráðsins fylgir í kjölfar árása stjórnarhermanna á franska hermenn sem voru við friðargæslu í landinu. 16.11.2004 00:01
Til marks um aukna hörku BNA Skiptar skoðanir eru um það hvort Condoleezza Rice sé heppilegur arftaki Colins Powells í stöðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Sumir kvíða skiptunum fyrir hönd heimsins meðan aðrir telja að hún skilji mikilvægi varna Íslands. 16.11.2004 00:01
Stefnan enn herskárri? Condoleeza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bush, tekur við embætti bandaríska utanríkisráðherrans af Colin Powell. Búist er við því að enn frekari harka færist í utanríkisstefnu Bandaríkjanna við ráðherraskiptin. 16.11.2004 00:01
Óttast að Hassan sé látin Eiginmaður Margaretar Hassan, hjálparstarfsmanns í Írak, óttast að mannræningjar hafi tekið hana af lífi. Hann segist hafa upplýsingar um myndband sem sýni hana myrta. Margaret Hassan var á sextugsaldri, fædd í Dublin en hafði búið hálfa ævi sína í Írak. 16.11.2004 00:01
Átökin breiðast út Átökin í Írak breiðast út um landið. Bandaríkjaher segist vera búin að ná tökum á uppreisnarmönnum í Falluja og beinir sjónum sínum að borginni Mosul í norðurhluta landsins. 16.11.2004 00:01
Dráp vekur reiði meðal Araba Myndbandsupptaka sem sýnir þegar bandarískur hermaður skýtur særðan og vopnlausan íraskan uppreisnarmann til bana hefur vakið mikla reiði í Arabaheiminum. Bandaríkjaher rannsakar atvikið. 16.11.2004 00:01
Mildi að enginn lést í lestarslysi Ástralska lögreglan telur mikla mildi að enginn skyldi hafa látist þegar lest með 163 farþegum fór út af sporinu við bæinn Bundaberg um 400 kílómetra norður af Brisbane. 16.11.2004 00:01
Stefnir í verkfall hjá flugfreyjum Stærstu samtök flugfreyja og flugþjóna í Bandaríkjunum (AFA) ætla að sækja eftir verkfallsheimild meðal félagsmanna sinna. 16.11.2004 00:01
Hamas og Jihad neita vopnahléi Mahmoud Abbas, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu og einn líklegasti eftirmaður Arafats á forsetastóli, bað í gær herskáa Palestínumenn að hætta öllu ofbeldi þar til kosningar fara fram 9. janúar. 16.11.2004 00:01
Hassan tekin af lífi Íraskir gíslatökumenn hafa myrt Margaret Hassan, stjórnanda hjálparsamtakanna CARE, samkvæmt arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera. Sjónvarpsstöðin sagðist í gær vera með myndbandsupptöku af morðinu undir höndum en birti hana ekki. 16.11.2004 00:01
Umdeilt dráp í mosku Bandaríski herinn er að rannsaka hvers vegna bandarískur hermaður skaut Íraka sem lá særður inni í mosku í Falluja. 16.11.2004 00:01
Hörð átök í Fallujah Hörð átök brutust út í borginni Fallujah í Írak í nótt. Yfirmenn herliðs Bandaríkjamanna og Íraka lýstu því yfir í gær að þeir hefðu náð borginni á sitt vald og brotið að mestu niður andstöðu. Þrátt fyrir það hundelti herlið þeirra uppreisnarmenn í Fallujah í nótt og hörðum loftárásum var haldið úti á skotmörk þar sem talið var að uppreisnarmenn haldi til. 15.11.2004 00:01
Neyðarfundur vegna árásar á Abbas Helstu leiðtogar stjórnar Palestínumanna sátu neyðarfund í Gaza í gærkvöldi í kjölfar skotárásar á Mahmoud Abbas, yfirmann PLO. Þeir lögðu eftir fundinn áherslu á að halda uppi lögum og reglum í landinu og tryggja það að óöld komist ekki á. 15.11.2004 00:01
Norðmenn vilja ganga í ESB 56 prósent þeirra, sem tóku afstöði í skoðanakönnunn Norska útvarpsins og Aftenposten til inngöngu í Evrópusambandið, vilja aðild, en 44 prósent eru því andvíg. Þetta er mesta fylgi við aðild til þessa og auk þess eru óákveðnir færri en áður, eða um þrettán prósent. 15.11.2004 00:01
Ætla að hætta auðgun úrans Íranir hafa gefið Sameinuðu þjóðunum skriflegt loforð um að hætta að fullu auðgun úrans. Með því er allur vafi tekinn af um hvort Íranir séu að reyna að koma sér upp kjarnavopnum. Íranir leggja áherslu á að þessi ákvörðun er tekin í því skyni að efla traust alþjóðasamfélagsins en þeir líta ekki svo á að hún sé lagalega bindandi. 15.11.2004 00:01