Fleiri fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stórt skref í átt að af­námi sótt­varna­að­gerða verður stigið á mið­nætti þegar fimm­tíu manns mega koma saman, nándar­regla verður einn metri og opna má skemmti­staði á ný. Allar innan­lands­að­gerðir vegna kórónu­veirunnar gætu heyrt sögunni til um miðjan mars.

Hætta við frekari lokanir á heitu vatni

Veitur hafa hætt við að ráðast í frekari lokanir fyrir heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu. Vel hefur gengið að koma framleiðslu á heitu vatni í gang en bilun kom upp í Nesjavallavirkjun fyrr í dag. 

Aðeins þrjár vikur á milli bólusetninga

Aðeins þrjár vikur verða látnar líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára gegn kórónuveirunnar vegna mikillar útbreiðslu veirunnar. Seinni bólusetning grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu hefst eftir helgina.

Þórður í Skógum látinn

Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum er látinn. Hann lést í gær, 100 ára að aldri.

Öxnadalsheiðin er lokuð

Öxnadalsheiðin er lokuð vegna slæms veðurs. Bílar hafa farið út af í dag og flutningabíll hefur nú lokað veginum eftir óhapp.

Eigi að vera til­búin að af­létta fyrr ef við á

„Ég held að þetta sé varfærið og skiljanlegt fyrsta skref og við höfum svo fyrirsjáanleikann í því að geta afléttað hér öllu um miðjan mars ef allt gengur að óskum. Við höfum alltaf í huga að geta aflétt fyrr ef staðan þróast þannig, við verðum bara að meta þetta jöfnum höndum,“ 

Jóhannes aftur sakfelldur fyrir nauðgun á nuddstofu

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag sakfelldur af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu hans árið 2012. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Jóhannes Tryggvi er sakfelldur í sambærilegum málum. 

Hanna Björg biðst afsökunar á frammistöðu sinni í Kastljósi

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur beðist afsökunar á því að hafa staðið sig illa í Kastljósþætti gærkvöldsins, sem sýndur var á RÚV. Þar mættust þær Siggríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, og ræddu kynfræðslu í skólum. 

Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum

Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug.

„Þetta er auðvitað mikil breyting“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðgerðaráætlun í átt að afléttingu allra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins séu mikil breyting fyrir samfélagið. Hún vonast til þess að hægt verði að fylgja öllum skrefum áætlunarinnar þannig að öllu verði hér aflétt um miðjan mars-mánuð.

Getur ekki hugsað sér að Efling fari í sama far og fyrir hennar tíð

Sólveig Anna Jónsdóttir býður sig fram til formanns Eflingar vegna þess að hún getur ekki hugsað sér að félagið fari í sama far og fyrir árið 2018. Það sé einfaldlega þeirra mál ef einhverjir starfsmenn á skrifstofunni vilji ekki vinna með lýðræðislega kjörinni forystu félagsins.

Ber engin skylda til að upp­lýsa um ein­staka smit í bekkjum

Skólastjórnendum ber engin skylda til að upplýsa forráðamenn barna um hvort að Covid-19 smit hafi komið upp í viðkomandi bekk eða árgangi. Í Reykjavík er mælst til þess að uppýsingagjöf skólastjórnenda sé áþekk því sem þekkist þegar flensa, lús eða njálgur gengur yfir. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um boðaða afléttingaáætlun stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum en blaðamannafundur hefst í Safnahúsinu um klukkan hálftólf.

Ellý vill annað sætið hjá Framsókn í Árborg

Ellý Tómasdóttir ætlar að gefa kost á sér í annað sætið í prófkjöri Framsóknar í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ellý er með bakkalárgráðu í sálfræði, meistaragráðu í mannauðsstjórnun og starfar sem forstöðumaður í Frístundaklúbbi á Selfossi. 

Ætlar ekki að vera með „VIP-leið fyrir sérhóp“

Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, segir þingmenn stjórnarandstöðunnar misskilja breytingar sem hann gerði á reglum um afgreiðslu Útlendingastofnunar á umsóknum um ríkisborgararétt. Hann hafi með breytingunum komið í veg fyrir að sumir nytu hraðari afgreiðslu umsóknar um ríkisborgararétt en aðrir.

„Ég held að þetta komi kannski ekki mikið á óvart“

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, mun aftur bjóða sig fram til formanns og fer fyrir Baráttulistanum í komandi kosningum. Stefnir því í spennandi formannslag á næstu vikum en Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður, hefur einnig gefið kost á sér.

Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, býður sig fram til formanns að nýju. Sólveig mun fara fyrir framboðslistanum Baráttulistinn, sem tilkynntur hefur verið til kjörstjórnar Eflingar.

Til­kynnt um að hundur hafi bitið barn

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna hunds sem hafði bitið barn í gærkvöldi eða í nótt. Í dagbók lögreglu segir þó að engir áverkar hafi verið á barninu.

Í starfslýsingu forseta að halda stillingu yfir ósigrinum

Forseti Íslands hvetur landsmenn til stillingar í úlfúð þeirri sem ýfst hefur upp í garð Dana eftir að ósigur þeirra útilokaði Íslendinga frá undanúrslitum á EM. Við eigum hvorki að steypa konungsmerkjum af þinghúsum né afnema dönskukennslu að mati Guðna.

Vinstri grænir ekki á móti því að virkja meira

Vinstri grænir eru alls ekki á móti því að ráðist verði í frekari virkjanir á næstu árum. Þingflokksmaður segir að ljóst sé að afla þurfi „einhverrar orku“ til að sporna gegn yfirvofandi raforkuskorti.

Telur að Ís­lendingar muni fyrir­gefa Dönum

Formaður Norræna félagsins telur ákvörðun Hagkaupa um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna ekki til marks um stækkandi gjá milli Danmerkur og Íslands. Hann telur að Íslendingar muni fyrirgefa nágrönnum sínum meintan grikk á EM í gær, fyrr en síðar.

Ásta tekur við í stað Harðar

Ásta Guðrún Helgadóttir nýr formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík er nýr formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hörður J. Oddfríðarson hætti trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna fyrr í dag. 

Tískuljósmyndir teknar í fallegu vetrarveðri

Hundar, hestar, eldstæði og fyrirsætur klæddar í endurunnin íslensk föt hafa verið viðfangsefna hjá tískuljósmyndara í uppsveitum Árnessýslu. Myndirnar verða notaðar í virktum tískutímaritum og á tískupalli í London.

„Ég kenni ekki kyrkingar“

Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið.

Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann

Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára og neyddist til að fara í meðferð. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Segir Mannlíf hafa brotið fjöl­miðla­lög

Félag Róberts Wessman fullyrðir að Halldór Kristmannsson hafi greitt fjölmiðlinum Mannlífi háar fjárhæðir í þeim tilgangi að halda úti „níðskrifum“ um Róbert. Hann hefur tilkynnt meint brot til Fjölmiðlanefndar, Skattrannsóknarstjóra og Neytendastofu.

Þetta verður snúnara næstu vikur

Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi.

Hörður stígur fram og viðurkennir brot gegn Jódísi

Hörður J. Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri segir í samtali við Stundina að hann gangist við því að vera maðurinn sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna.

Söfnuðu ríf­lega 1,3 milljónum radd­sýna

Ríflega 1,3 milljónir raddsýna söfnuðust í Lestrarkeppni grunnskólanna sem lauk í gær. Um er að ræða tvöföldun milli ára en alls tóku 118 skólar þátt og lögðu 5.652 manns sínum skóla lið í keppninni.

Sjá næstu 50 fréttir