Fleiri fréttir

Vanhæfi hjá lögreglu tefur fyrir nálgunarbanni

Landsréttur hefur ómerkt nálgunarbann yfir þrítugum karlmanni þar sem draga mátti í efa óhlutdrægni saksóknara í málinu. Karlmaðurinn þrítugi fékk nýlega upptekið tæplega tveggja áratuga gamalt kynferðisbrotamál sem legið hefur þungt á honum.

Spennti upp glugga og rændi íbúð

Ýmislegt kom inn á borð lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt, til dæmis var tilkynnt um innbrot og þjófnað í hverfi 104 þar sem gluggi var spenntur upp og farið inn.

Þriðjungur dómara settur tímabundið

Fjórir landsréttardómarar hafa óskað eftir leyfi til 1. júlí 2020. Óskað hefur verið eftir setningu dómara í þeirra stað. Einn til viðbótar er í námsleyfi til 1. mars og hefur dómari verið settur í hans stað. Fjórir til viðbót verða settir tímabundið án auglýsingar.

Skilnaðarferlið er tæki ofbeldismanna

Kynjafræðingur sem starfar í Kvennaathvarfinu hefur rannsakað skilnaði og sáttameðferð sem skylduð er með lögum. Segir hún ferlið notað af ofbeldismönnum og að konur, oft erlendar og í slæmri stöðu, semji um hvað sem er til að losna úr hjónabandi.

Hæpið að verkalýðshreyfingin geti verið stjórnmálaframboð

Prófessor í Háskóla Íslands segir að verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk. Aðjunkt í lögum við Háskólann í Reykjavík segir vísbendingar í lögum um að verkalýðsfélög geti ekki starfað sem stjónmálaflokkar eða nýtt sjóði í framboð. Formaður VR hefur nú viðrað slíkar hugmyndir.

Mega urða á Bakkafirði þrátt fyrir nálæga fiskhjalla

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Halldórs fiskvinnslu og fleiri um að fella úr gildi starfsleyfi Umhverfisstofnunar til að urða sorp í Slökkum, nærri þéttbýli Bakkafjarðar í Langanesbyggð.

Samherjamenn undirbúa varnirnar

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot.

Hættu með kýrnar og byggðu upp stærsta hótel hreppsins

Nánast allir sveitabæir í Mýrdal eru komnir í ferðaþjónustu og er hefðbundinn búskapur mjög á undanhaldi. Erlendum starfsmönnum hefur fjölgað svo að rótgrónir Mýrdælingar segjast varla þekkja helming íbúanna.

Náðist með tvö kíló af kókaíni í Leifsstöð

Íslenskur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haldlagt á fimmta tug kílóa af sterkum fíkniefnum það sem af er ári.

Sorgmæddur vegna máls Margrétar Lillýjar

Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm.

Úti­lokar ekki frum­kvæðis­rann­sókn

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins.

Segir það af og frá að dómarar Landsréttar hafi beitt Jón Steinar óréttlæti

"Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg, þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein á Vísi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í fréttaskýringarþættinum Kompás á Vísi og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku, sorglegt.

Tuttugu mánuðir í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning

Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva.

Slæm loftgæði í Reykjavík

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær.

Hyggst vinna sína vinnu áfram

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins.

Hegðun Þorbergs í vélinni hafi réttlætt nauðlendingu

Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar segist hafa fundið sig knúinn til að segja frá upplifun sinni af flugi Wizz Air, sem nauðlent var í Noregi vegna Þorbergs Aðalsteinssonar, vegna ummæla Þorbergs um miðilinn í kjölfar umfjöllunar hans um málið.

Lokuð á heimilinu með geðveikri móður

17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína.

Sáttamiðlun ekki til að framlengja hjúskap

Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita, segir að sáttamiðlun sé í eðli sínu gerð til að bæta samskiptin við og eftir skilnað. Rætt er um hvort fella eigi skyldu úr lögum en Sigrún óttast að barnafólk missi þá af fræðslu og stuðningi.

Leita erlendra árásarmanna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að þremur erlendum mönnum í tengslum við fólskulega árás á þrjá dyraverði.

Sigraðist á áfenginu með fuglaljósmyndun

Árið 2017 setti Austfirðingurinn Aðalsteinn Pétur Bjarkason tappann í flöskuna og tók upp myndavélina í staðinn. Hann hafði lengi barist við áfengis- og fíkniefnadjöfulinn. Síðan þá hefur hann ljósmyndað fugla, bæði algenga og fágæta.

Aldrei nein óvissa með dótturfélag RÚV

Ríkisendurskoðandi segir að sú lagaskylda hafi hvílt á Ríkisútvarpinu að stofna sérstakt dótturfélag um samkeppnisrekstur. Um það hafi ekki verið nein óvissa. Stofnunin hafi því brotið lög frá því í byrjun síðasta árs með því að uppfylla ekki þessa skyldu sína.

Sjá næstu 50 fréttir