Fleiri fréttir

Fimmtugar hollenskar konur neita sök í kókaínmáli

Tvær rúmlega fimmtugar hollenskar konur neita sök í máli héraðssaksóknara á hendur þeim fyrir innflutning á rúmlega kílói af kókaíni til landsins þann 29. ágúst síðastliðinn. Konurnar eru par og voru með stóran hluta efnisins innvortis.

Frozen II innblásin af íslenskri náttúru

Disney-teiknimyndin Frozen II sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim er innblásin af íslenskri náttúru. Glöggir áhorfendur geta vel séð íslenskt landslag í bakgrunni. Íslandsstofa segir þetta vera verðmæta landkynningu, sérstaklega fyrir fjölskyldufólk.

Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að jarðgöng á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar myndu stórefla atvinnusvæðið á Norðurlandi. Ráðherra gerir fastlega ráð fyrir að göngin verði einn af þeim möguleikum sem skoðaðir verða.

Lögreglan varar við ísingu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar íbúa við því að víðast hver sé stórhættuleg ísing á vegum. Sérstaklega í íbúðagötum og á göngu- og hjólreiðastígum.

Kenna lestur með nýrri tækni í grunnskólunum í Breiðholti

Nú í haust tóku allir fimm grunnskólarnir í Breiðholti upp nýja aðferð í lestrarkennslu, PALS. Starfssamningur um innleiðingu hennar var undirritaður í október og er markmið samningsins að mennta sem flesta kennara í aðferðinni. Kennsluaðferðin er sögð veita nemendum öryggi og auka færni þeirra.

Skila kolefnunum aftur í jarðveginn

Jarðgerðarfélagið kennir landsmönnum umhverfisvænustu leiðina til þess að breyta lífrænum úrgangi í plöntumat heima við.

Eftirför á 120 kílómetra hraða

Lögregluþjónar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gerðu í nótt tilraun til að stöðva bíl á Bústaðavegi við Flugvallarveg.

Krefur Vig­dísi um af­sökunar­beiðni

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins.

Minni hluti stjórnarmála lagður fram

Innan við helmingur boðaðra þingmála ríkisstjórnarinnar á haustþingi hefur verið lagður fram á Alþingi. Forsætisráðherra segir þingmálaskrána hafa verið metnaðarfulla en ráðherrar verið seinir í gang. Frestur til að leggja fram þingmál rennur út á morgun.

Segir nýja auglýsingu fasíska og stalíníska

Auglýsing um stofnfund Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál hefur vakið mikla athygli. Hafa margir bendlað hana við nasisma og karlrembu. Prófessor við Listaháskólann segir myndmálið fasískt og stalínískt.

Vinna að heimildamynd um umhverfisáhrif samfélagsmiðla

Samfélagsmiðlar hafa áhrif á umhverfið og orkan sem fer í að horfa á myndband á Youtube getur verið mengandi. Þetta segja nemendur í Tækniskólanum sem fylgdust með kynningu á nýjum Loftslagssjóði en opnað var fyrir umsóknir úr sjóðnum í dag.

Vill aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum

Öldrunarfordómar eru rótgrónir víða í samfélaginu og því þarf að breyta. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna sem hyggst leggja fram þingsályktunartillögu að unnin verði aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum.

Yfir 200 grindhvali rekið á land frá 2009

237 hvalrekar voru skráðir á tíu ára tímabili frá 1. janúar 2009 til 9. október 2019. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar.

Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra

Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum.

Harma uppsagnir íþróttafréttamanna

Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna harmar uppsagnir þriggja blaðamanna hjá Árvakri og eins hjá Sýn sem hafa átt sér stað í dag og í október.

Líkfundur á Granda

Fullorðinn karlmaður fannst látinn á Granda í Reykjavík í dag.

Skipulagsráð vill ekki jafn háa byggð og lagt var upp með

Skipulagsráð Akureyrarbæjar telur ekki rétt að byggja eins háa byggð og gert er ráð fyrir í tillögum að uppbyggingu á reit á Oddeyrinni. Sviðsstjóra skipulagsráð hefur verið falið að útbúa sviðsmyndir um mögulega uppbyggingu á svæðinu.

Verslunarstjóri hjá Bónus sekur um fjárdrátt

Karlmaður sem starfaði sem verslunarstjóri hjá Bónus á Akureyri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fé við störf hjá versluninni.

Færð á vegum og veður komin á sama Íslandskort

Í fyrsta sinn á Íslandi geta innlendir og erlendir ferðalangar séð allar upplýsingar sem tengjast færð og veðri á einu íslandskorti á vef Safetravel. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála tók kortið formlega í notkun í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík í gær.

Sjá næstu 50 fréttir