Fleiri fréttir

Olíudæling að hefjast í Helguvíkurhöfn

Fundað verður um næstu skref klukkan átta í kvöld. Áhöfn skipsins reyndi að komast um borð í dag til að sækja persónulegar eigur en fékk ekki að fara inn. Miklar varúðarráðstafanir eru á svæðinu á meðan verið er að dæla olíunni.

Líkamsárás í Hafnarfirði

Ungur maður tilkynnti Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um líkamsárás sem hann varð fyrir á ellefta tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var ítrekað sleginn í andlitið auk þess sem gerendur brutu rúðu á bifreið hans. Árásarþoli þekkti gerendur.

15 manns bjargað þegar Fjordvik strandaði

Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar.

Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn

Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu.

Má ekki verða fordæmisgefandi

Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið.

Bæjarfulltrúar skelkaðir fyrir bocciaviðureign

Öldungaráð Kópavogsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að skora eldri borgara sveitarfélagsins á hólm í bocciaknattleik. Bæjarfulltrúi segir að það muni verða á brattann að sækja.

Líklega sjór í vélarúminu

"Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík.

Stal veski af eldri konu

Ungur maður er grunaður um að hafa stolið veski af eldri konu, farsíma og peningum.

Geðlæknir vill koma böndum á fjölmiðla

Leiðarahöfundur Læknablaðsins vill að ritstjórar og ábyrgðarmenn fjölmiðla ræði við forsvarsmenn heilbrigðiskerfisins um hvernig fjalla eigi um heilbrigðismál og hvernig megi koma í veg fyrir að lýsingar séu settar fram í reiði.

Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata

Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kostnaðurinn við krónuna, ný heilbrigðisstefna og hagkvæma íbúðir í Reykjavík eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30.

Kokkar biðja Arnarlax afsökunar

Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax segjast hafa náð sáttum í máli sem reis eftir að undirritaður var samstarfssamningur milli kokkalandsliðsins og Arnarlax.

Sjá næstu 50 fréttir